Morgunblaðið - 16.10.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1974
17
Chappaquiddick-málið ekki qlepmt:
Enginn drukkr segja andstœði laði í V 'ngar 1 Vatergate,” iennedys
ENGINN einn stjórnmálamaður
kemur öðrum fremur helzt til
greina sem forsetaefni demókrata
i kosningunum ( Bandarikjunum
1976 siðan Edward Kennedy öld-
ungadeildarmaður tók þá
„ákveðnu. endanlegu og skilyrðis-
lausu ákvörðun" að gefa ekki kost
á sér.
Þó vantar ekki að margir for-
ystumenn demókrata sækist eftir
þvi að fara i forsetaframboð.
Margir munu bætast i hópinn þar
sem enn er langt til kosninga. En
ákvörðun Kennedys virðist ekki
hafa treyst stöðu nokkurs þeirra
stjórnmálamanna sem til greina
gætu komið.
Athyglin hefur einkum beinzt að
þremur öldungadeildarmönnum
síöan Kennedy tók ákvörðun slna:
Henry Jackson frá Washington,
Walter Mondale frá Montana og
Lloyd Bentsen frá Texas. Fjölmörg
önnur nöfn hafa verið nefnd, bæði
tiltölulega litt þekktra stjórnmála-
manna og gamalreyndra stjórn-
málamanna á borð við Edmund
Muskie og George McGovern.
Óvissan i herbúðum demókrata
gæti varla verið meiri. Jafnframt
ríkir mikil óvissa I herbúðum repú-
blikana vegna veikina forsetafrú-
arinnar sem gæti leitt til þess að
Ford forseti endurskoðaði þá
ákvörðun sína að gefa kost á sér.
Ef Ford hættir við að fara i fram-
boð gætu sigurlikur demókrata
auðvitað aukizt.
Walter Mondale öldungadeild-
armaður er sá þeirra stjórnmála-
manna, sem athyglin beinist að i
svipinn er hefur svipaða afstöðu
og Kennedy í bandariskum stjórn-
málum. Hann hefur spáð þvi að
ákvörðun Kennedys muni afla
honum stuðnings og fjárhagsað-
stoðar, ekki sízt I herbúðum frjáls-
lyndra stuðningsmanna Kenne-
dys. En Mondale vekur litla hrifn-
ingu.
Svipaða sögu er að segja um
Lloyd Bentsen öldungadeildar-
mann frá Texas. sem er íhaldssam-
ur en hefur færzt nær miðju
stjórnmálanna að undanförnu.
Hann bindur hins vegar vonir sin-
ar við það að staða sin styrkist ef
tilraun verður gerð til þess að
koma í veg fyrir framboð Henry
Jackson öldungadeildarmanns
sem i svipinn er langliklegastur
þeirra sem til greina koma.
Jackson er einn kunnasti þing-
maðurinn i öldungadeildinni og
hefur harðlega gagnrýnt ýmsar
hliðar þeirrar stefnu stjórnarinnar
að bæta sambúðina við Rússa,
ekki sizt samninginn um takmörk-
un kjarnorkuvígbúnaðar. Hann
hefur hagnazt á andstöðu sem rik-
ir gegn þessum samningi, en á
hinn bóginn hefur hann fengið
ýmsa frjálslynda menn upp á móti
sér með stefnu sinni.
Því er spáð að margir stuðning-
menn Kennedys muni taka þátt i
tilraun sem liklegt erað verði gerð
til þess að koma i veg fyrir fram-
boð Jacksons. En hann hefur
traust fylgi i verkalýðshreyfing-
unni, ekki sízt vegna gagnrýni á
oliufyrirtæki og árása á mistök
stjórnarinnar í efnahagsmálum.
Stuðningur hans við ísrael hefur
tryggt honum stuðning Gyðinga,
ekki sizt frjárhagslegan stuðning.
Gamlir stjórnmálamenn eru
ekki með öllu útilokaðir, en sjálfur
hefur Hubert Humphrey, fyrrver-
andi varaforseti, svo gott sem úti-
lokað að hann muni gefa kost á
sér. Stuðningsmenn frambjóðand-
ans i forsetakosningunum 1972.
George McGovern, telja að hann
hafi áhuga á þvi að fara i f ramboð.
Edmund Muskie hefur sagt að ver-
ið geti að hann fari af stað ef i Ijós
komi áhugi á þvi að hann fari i
framboð.
George Wallace, ríkisstjóri i Ala-
bama, hefur notið meiri stuðnings
i röðum demókrata að Kennedy
einum undanskildum samkvæmt
skoðanakönnunum og hann held-
ur þvi fram að hann sé i sterkri
aðstöðu til þess að fara I framboð
1976. Þó er talið'líklegra að hann
muni beita áhrifum sinum til þess
að tjaldabaki á flokksþinginu
1976 að sá maður sem er honum
helzt að skapi veljist I forsetafram
boðið.
Verkalýðsfylgi demókrata hefur
hingað til skipzt á milli Kennedys
Bentsen
Þótt Kennedy hafið valdið
óvissu í flokki sinum með ákvörð-
un sinni hefur henni almennt verið
fagnað. Þar með er ekki hætta á
þriðja Kennedy-morðinu. Stutt er
síðan lögreglan i Boston og leyni-
þjónustan komust á snoðir um
samsæri um að ræna öðrum hvor-
um syni Robert Kennedys við Har-
vard-háskóla.
Ákvörðunin kemur jafnframt i
veg fyrir nýjar deilur um atburðina
á Chappaquiddick-eyju er hefðu
getað varpað sjálfu Watergate-
málinu i skuggann. Til marks um
það eru limmiðar á mörgum
bandariskum bifreiðum um þessar
mundir með áletruninni „Enginn
drukknaði i Watergate".
Mörgum spurningum er ennþá
ósvarað um dauða Mary Jo
Kopechne í bifreiðinni sem Kenne-
dy ók út af brúnni á Chappa-
quiddick fyrir fimm árum. Nokkur
blöð og timarit hafa rannsakað
málið á nýjan leik. en engar nýjar
markverðar staðreyndir hafa kom-
ið fram i dagsljósið. En vegna
Watergate-málsins hafa spurning-
arnar um Chappaquiddick orðið
stöðugt áleitnari og Kennedy hef-
ur vikið sér undan þeim.
Ef til vill var Chappaquiddick-
málið helzta ástæðan til þess að
Kennedy ákvað að gefa ekki kost
á sér. Vegna málsins hafa margir
dregið F efa dómgreind hans og
hæfni til að stjórna landinu á
hættustundu. Blöðin hafa gagn-
rýnt hann fyrir yfirhylmingu.
Ýmsum forystumönnum dernó-
krata hefur fundizt erfitt að gagn-
rýna repúblikana fyrir óheiðar-
leika þegar einn helzti forystu-
maður þeirra hefur sýnt mannlega
galla. Svo langt var komið að
ýmsir forystumenn demókrata
gáfu f skyn að þeir vildu enga
hjálp frá Kennedy i kosningabar-
áttunni.
Persónulegar ástæður áttu jafn-
framt þátt í ákvörðuninni og á það
lagði Kennedy áherzlu þegar hann
tilkynnti hana. Kona hans Joan er
undir læknishendi vegna geð-
rænna truflana. Sonur hans Ed-
ward yngri er einnig undir læknis-
hendi vegna krabbameins sem
hefur leitt til þess að hægri fótur-
inn var tekinn af honum. Patrick
sonur þeirra þjáist af ólæknandi
astma.
Þar við bætist að segja má að
Kennedy hafi gengið 13 börnum
bræðra sinna Jacks og Roberts F
föðurstað og hann er höfuð
Kennedy-ættarinnar.
Ákvörðun Kennedys virðist af-
dráttarlaus: „Alls engar kringum-
stæður eða atburðir munu breyta
ákvörðun minni," sagði hann.
Hann hafði hugleitt ákvörðunina
siðan í júlí og tók endanlega
ákvörðun seinast Upphaflega ætl-
aði hann ekki að skýra frá henni
fyrren eftir kosningarnar í nóvem-
ber.
Sennilega er enginn annar
stjórnmálamaður hæfari til þess
að sameina hægrisinnaða og
vinstri sinnaða demókrata en
Kennedy. En Chappaquiddick er
honum svo mikill Akkilesarhæll að
vafasamt var talið að hann gæti
sigrað Ford forseta 1976.
Atburðurinn á Chappaquiddick
gleymist ekki, en enginn útilokar
þann möguleika að Kennedy gefi
kost á sér i forsetakosningunum
1980 eða siðar á næsta áratug. Á
það er jafnvel bent að hann geti
gefið kost á sér 1992. en þá
verður hann aðeins sextugur að
aldri og yngri en Ford verður
1976. Enginn dregur i efa að
Kennedy hefur áhuga á þvi að
verða forseti og sem fyrr eru Itkur
á þvi að hann verði einhvern tíma
forseti miklar.
Kennedy segir frá ákvörð-
uninni. Með honum er
kona hans Joan.
og Wallace og óvist er hvernig það
fylgi og annað fylgi skiptist nú
eftir að Kennedy tók ákvörðun
sína og baráttan harðnar.
Skömmu áður en Kennedy tók
ákvörðun sina sýndu skoðana-
kannanir að 46% demókrata vildu
að Kennedy yrði forsetaframbjóð-
andi og 16% Wallace, en enginn
annar sem til greina kemur fékk
meira fylgi en 9%. Ef Kennedy
yrði ekki i framboði vildu 27%
Wallace, 1 7% Muskie, 1 7% Mc-
Govern, 14% Jackson, 7%
Eugene McCarthy, 5% William
Proxmire, 2% Mondale en 11%
voru óákveðnir.
Nú hafa bætzt við fjölmörg ný
andlit og i þeim hópi er John
Glenn fyrrverandi geimfari sem er
talinn öruggur um að vinna sæti i
öldungadeildinni i Ohio og Dale
Bumpers sem sigraði William Ful-
bright i forkosningunum fyrir
kosningarnar til öldungadeildar-
innar i Arkansas. Athyglin beinist
einnig að Hugh Carey þingmanni
sem verður landskunnur ef hann
'^sigrar í rikisstjórakosningunum i
New York og bindur enda á 16 ára
stjórn repúblikana þar.
Önnur nöfn sem eru nefnd eru
meðaLpqnars þessi: Robert Byrd,
varaleiðtogi demókrata i öldunga-
deildinni sem nýlega hefur i fyrsta
skipti játað að hann hafi augastað
á forsetaembættinu, og rikisstjór-
arnir Reubin Askew i Florida, sem
segist hafa engan áhuga og John
Jackson
Ovissa í herbúðum
demókrata eftir
ákvörðun Kennedys
Giligan í Ohio. sem á erfiðar kosn-
ingar F vændum.
Meðal enn annarra forystu-
manna sem koma til greina siðan
Kennedy tók ákvörðun sina eru
Fred Harris fyrrverandi öldunga-
deildarmaður frá Oklahoma,
Synir Edwards Kennedys,
Ted og Patrick
Mondale
Jimmy Carter fráfarandi rikisstjóri
í Georgia, Terry Sanford fyrrver-
andi rikisstjóri I Nort Carolina,
Morris Udall frá Arizona, Dan
Walker ríkisstjóri i lliinois og
Birch Bayh öldungadeildarmaður
frá Indiana.