Morgunblaðið - 16.10.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.10.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1974 Rockefeller fær traustsyfirlýsingu frá Ford forseta Washington, 18. október. AP. NELSON A. Rockefeller nýtur fyllsta stuðnings Fords forseta sem varaforseti og forsetinn „ber fyllsta traust til ráðvendni Rocke- fellers“ að því er talsmaður Hvfta hússins sagði f dag. Lýst var yfir þessu þegar Robert C. Byrd, varaleiðtogi demókrata f öldungadeildinni hafði sagt, að bðk um Arthur J. Goldberg „minnti býsna mikið á vélabrögð, sem voru höfð í frammi á Nixontfmanum." Hugh Scott, leiðtogi repúblikana í deildinni kvað það hins vegar lýsa veglyndi hjá Rockefeller að taka á sig ábyrgð- ina á útgáfu bókarinnar, sem Laurance bróðir hans kostaði. Ron Nessen blaðafulltrúi sagði, Námskeið fyrir rjúpnaskyttur Eins og undanfarin 8 ár gengst Hjálparsveit skáta f Reykjavfk fyrir námskeiði f meðferð átta- vita og landabréfa fyrir rjúpna- skyttur og ferðamenn. A nám- skeiðum þessum verða einnig veittar upplýsingar um ferðafatn- að og ferðabúnað almennt. Ætlunin er að halda 2 nám- skeið, ef næg þátttaka fæst. Hið fyrra verður 23.—24. október n.k. en hið sfðara 30.— 31. október. Hvort námskeið er 2 kvöld. Fyrra kvöldið er meðferð áttavita og landabréfa kennd og notkun æfð innandyra. Síðara kvöldið er veitt tilsögn í ferðabúnaði og síð- an farið í stutta verklega æfingu rétt út fyrir bæinn. Þátttakendum verður ekið til og frá æfingasvæð- inu í bifreiðum H.S.S.R. Nám- skeiðin verða haldin í Ármúla- skóla, Ármúla 10—12 og hefjast kl. 20.00 bæði kvöldin. Þátttöku- gjald er kr. 300,00. Nánari upplýs- ingar er hægt að fá f Skátabúð- inni við Snorrabraut, sími 12045. Þar liggur einnig frammi þátt- tökulisti fyrir þá, sem ætla að taka þátt í námskeiðinu. að hann fengi ekki séð, að Ford þyrfti að hafa áhyggjur af því, að uppljóstranir um gjaf ir Rockefell- ers þyrftu að hafa neikvæð áhrif að staðfestingu tilnefningar hans í þinginu. Nessen var spurður um símtal Rockefellers við Ford á laugar- daginn um gjafirnar og fjárhags- stuðning Laurance bróður hans við útgáfu fjandsamlegrar bókar um Arthur Goldberg fyrrum hæstaréttardómara, sem bauð sig fram gegn Rockefeller í ríkis- stjórakosningunum í New York. Nessen sagði, að viðbrögð for- setans 'væru þau, að „slfkar bar- áttuaðferðir væru hörmulegar" en hann teldi, að Rockefeller hefði sýnt hver afstaða hans væri til slfkra baráttuaðferða þegar hann neitaði því, að hann hefði komið nálægt útgáfu bókarinnar en tók á sig alla ábyrgð á útgáfu hennar og bað Goldberg afsökun- ar. „Jafnvel þótt Rockefeller ríkis- stjóri hafi ekkert vitað um bók- ina,“ sagði Nessen, „dáist forset- inn að honum fyrir að taka á sig ábyrgðina og biðjast opinberlega afsökunar og forsetinn ber fyllsta traust til ráðvendni Rockefell- ers.“ — Hið opinbera Framhald af bls. 13 kaupið með lagaboði og banna fyrirtækjum að reikna þær inn í framleiðslu sfna, rétt eins og gamla stjórnin. Enda er ólíklegt að hagfræðiskoðanir Ólafs Jóhannessonar hafi breytzt nokkuð við að fara, að eigin sögn, nauðugur úr sænginni með kommúnistum yfir í bólið hjá erkióvininum — íhaldinu. En þessi ríkisstjórn er rétt eins og aðrar ríkisstjórnir alveg skýr á einu. Það er það að ríkið skuli hafa sannvirði fyrir sína þjón- ustu, hvað svo sem öðru líður. Innblásnir leiðarar í Morgun- blaðinu um nauðsyn þess að taka upp nýskipun verðlagsmála, breyta ekki þeirri staðreynd að fjölmörg einkafyrirtæki eru nú rekin með tapi af þvf að hið dæmalausa apparat, verðlags- nefnd, hreinlega afgreiðir ekki mál eða fellir órökstudda úr- skurði, sem taka ekki mið af stað- reyndum. Þetta tap bætir þeim enginn, öfugt við opinberu fyrir- tækin. Þessu til stuðnings hefur verið tekin saman eftirfarandi tafla um verðlagsþróun ýmissa vörutegunda og þjónustu 1965—1974. Er það tilviljun að vfsitölur þessarar opinberu þjónustu eru 27 prósent hærri en vísitölur vöru og þjónustu einkafyrirtækjanna? Hverjir eru leiðandi í verð- hækkunum? Hverjir eru látnir spara og tapa? 12.10.1974. Halldór Jónsson. Prestar f æra Skál- holtsskóla gjöf AÐALFUNDUR Hallgrímsdeild- ar Prestafélags Islands var hald- inn í Reykholti 22. og 23. septem- ber. Aðalmál fundarins var „Lýð- háskóli kirkjunnar í Skálholti". Framsögumaður var séra Heimir Steinsson, rektor skólans. Fundurinn samþykkti ályktun, þar sem fagnað er þeirri endur- reisn og uppbyggingu, sem orðið hefur f Skálholti og lýst yfir ein- dregnum stuðningi við störf Lýð- háskólans þar. Þá samþykktu prestar Hallgrfmsdeildar að færa Skálholtsskóla gjöf í tilefni vfgslu hins nýja skólahúss hinn 6. Norðmenn ræða við V-Þjóðverja um 50 mílurnar Bonn, 15. október. NTB. NORSK sendinefnd undir forsæti Jens Evensen ráðuneytisstjóra ræddi f dag við Josef Ertl, land- búnaðarráðherra Vestur-Þýzka- lands, og vestur-þýzka sérfræð- inga i fiskveiðimálum. Evensen er kominn til Bonn til þess að skýra ástæðurnar fyrir þeim áformum Norðmanna að banna veiði erlendra togskipa innan nýrrar 50 mílna fiskveiði- lögsögu til þess að vernda fisk- stofna. Heildarafli Vestur-Þjóðverja á þeim miðum er nýja fiskveiðilög- sagan nær til nam í fyrra 40.000 lestum og var aðallega lax og þorskur. ' Norska nefndin kom frá Kaup- mannahöfn sem var fyrsti áfanga- staður á ferð hennar til nokkurra Vestur-Evrópulanda vegna fyrir- hugaðrar útfærslu landhelginnar. I kvöld átti nefndin að halda áleiðis til Brtissel til viðræðna við fulltrúa framkvæmdastjórnar Efnahagsbandalagsins um út- færsluna. Vill búa í Sviss Lucerne, Sviss, 10. október Reuter. október og til að undirstrika stuðning sinn við skólann. Á fundinum flutti séra Jón Einarsson í Saurbæ erindi um séra Hallgrím Pétursson og af- stöðu hans til dauðans. Var erind- ið flutt í tilefni 300 ára ártíðar séra Hallgríms á þessu hausti. I tengslum við fundinn mess- uðu prestar Hallgrímsdeildar á nokkrum kirkjum í Borgar- fjarðarprófastsdæmi ofan Skarðs- heiðar. Hallgrímsdeild hefur nú i undirbúningi að gefa út úrval prédikana eftir séra Þorstein Briem, fyrrverandi ráðherra og prófast, sem var formaður félags- ins fyrstu 15 árin. Er útgáfa bók- arinnar áformuð hinn 3. júlí n.k., en þann dag verða liðin 90 ár frá fæðingu séra Þorsteins. Stjórn Hallgrímsdeildar Presta- félags íslands skipa nú: Séra Jón Einarsson, Saurbæ, formaður, séra Hjalti Guðmundsson, Stykk- ishólmi, ritari, séra Jón Kr. Is- feld, prófastur Búðardal, gjald- keri. Ford sigraði Washington, 15. október. AP. FORD forseti vann í dag fyrsta sigur sinn I fyrstu deilum sfnum við þingið þegar fulltrúadeild- inni tókst ekki að hnekkja neit- unarvaldi hans gegn frumvarpi, sem hefði svipt Tyrki hernaðarað- stoð. Til þess að hnekkja neitunar- valdinu þurfti tvo þriðju atkvæða og á skorti 16 atkvæði. Ný lestrarbók Ut er komin hjá Ríkisútgáfu námsbóka Lestrarbók handa 5. bekk grunnskóla. Gunnar heitinn Guðmundsson, fyrrv. skólastjóri, og Tryggvi Gíslason skólameistari völdu efni bókarinnar. Hún er 214 bls. í demy-broti, með 34 teikningum eftir listamanninn Árna Elfar. Efnið í þessa lestrarbók handa 11 ára börnum var einkum valið til að vekja athygli á bókmennt- um er fjalla um börn í ólíku um- hverfi og við breytilegar aðstæð- ur. SOVÉZKI rithöfundurinn Ana- toli Levitin-Krasnov, sem fékk leyfi til að flytjast búferlum frá Sovétrfkjunum til Israel hefur ákveðið að setjast að f Sviss. Bíð- ur hann eftir svari frá stjórnvöld- um við þeirri beiðni. Levitin-Krasnov var í tíu ár í fangelsi vegna skrifa sinna. Hann er sagnfræðingur að menntun. Það kostaði rithöfundinn mikla fyrirhöfn að fá leyfi til að fara frá Sovétríkjunum. Eiginkona hans er þar enn. Honum hefur boðizt að flytja fyrirlestra við Utrecht- háskólann í Hollandi og við ýmsa skóla í Bandaríkjunum. Kvenfélag Kópavogs þakkar ráðherra EFTIRFARANDI tillaga var sam- þykkt einróma á fundi f Kven- félagi Kópavogs og hefur verið send menntamálaráðherra. „Fundur í Kvenfélagi Kópa- vogs, haldinn í Félagsheimilinu fimmtudaginn 3. okt. 1974, sendir Vilhjálmi Hjálmarssyni mennta- málaráðherra bestu kveðju og þakkar honum þá ákvörðun að veita ekki vín í veislum ráðunejd- is síns.“ — 490 millj. tap Framhald af bls. 32 stakra greina verslunarinnar, kemur f ljós, að smásöluverslunin tapar mjög verulega eða 490 millj. kr. Árið 1973 nam tap hennar 60 millj. kr. Arið 1972 var hinsvegar hagnaður, sem nam 17,6 millj. kr. og árið 1971 var hagnaðurinn 212,3 millj. kr. Miðað við breyttar aðstæður eftir álgningarlækkun- ina má reikna með halla upp á 1.072 millj. kr. á ársgrundvelli. Hagnaður smásöluverslunar f hlutfalli við veltu hefur breyst úr 1,8% árið 1971 í + 1,3% árið 1974. Könnunin leiðir einnig í ljós, að tap á almennri heildverslun verð- ur væntanlega 41 millj. kr. í ár. En á ársgrundvelli miðað við nú verandi aðstæður má búast við halja upp á 359 millj. kr. Á sfðasta ári nam hagnaður heildverslunar 126 millj. kr. og árið 1972 124,3 millj. kr. Árið 1971 var hagnaður upp á 173,1 millj. kr. Hagnaður heildverslunar í hlutfalli við veltu hefur lækkað úr 2,2% árið 1971 niður í -s-0,2% í ár. Þá er reiknað með, að hagnaður bifreiðaverslunar aukist úr 69 - millj. kr. frá fyrra ári í 247 millj.kr. Ef mið er tekið af breytt- um aðstæðum eftir álagningar- lækkunina yrði hagnaðurinn 156 millj. kr. á ársgrundvelli. Hagnað- ur í bifreiðaverslun árið 1972 var 100,2 millj. kr. og árið 1971 nam hann 78,6 millj. kr. Hagnaður bif- reiðaverslunar í hlutfalli af veltu er nú 3,4%, en var 1,8% í fyrra, 3,2% árið 1972 og2,6% árið 1971. Hagnaður í byggingavöruversl- un er áætlaður 127 millj. kr. á þessu ári, en var 76 millj. kr. í fyrra. Árið 1972 var hann 26,6 millj. kr. og árið 1971 nam hagnaðurinn 34,3 millj. kr. Þegar miðað er við aðstæður eftir álagn- ingarlækkunina er gert ráð fyrir, að hagnaður f byggingavöruversl- un sé 65 millj. kr. á ársgrundvelli. Hagnaður byggingavöruverslunar I hlutfalli við veltu er nú 2,9%, en var 2,8% f fyrra, 1,5% árið 1972 og 2,2% árið 1971. — Hljóðgjafi Framhald af bls. 32 Jón Jónsson í samtalinu við Mbl. Hann sagði ennfremur, að stofn- uninni hefði borizt vitneskja um tilvist þessa tækis, og væri nú í athugun hvaða möguleika það gæfi og hvort hægt væri að fá slfkt tæki með stuttum fyrirvara. Þá sagði Jón, að í byrjun nóvem- ber gæfist gott tækifæri til að afla upplýsinga um þetta mál, þegar 4—5 helztu hvalasérfræðingar á norðurslóðum halda með sér fund í Reykjavík. A þann fund kemur m.a einn helzti sérfræðingur heimsins f hljóðum hvala. „Það verður ekki gripið til neinna sprengjuaðgerða fyrr en þessi mál liggja ljós fyrir, enda mikilvægast að finna ráð, sem nota má í framtíðinni til að hrekja háhyrningana burtu frá rek- netunum. Við kunnum ekki neina skýringu á þessu fyrirbæri, sem ekki er þó nýtt. Þetta var algengt vandamál þegar reknetaveiðar voru stundaðar hér fyrr á árum, og einnig frá grálúðuveiðum fs- lenzkra báta fyrir austan land. Þá átu háhyrningarnir grálúðuna af önglunum og skildu hausana eina eftir,“ sagði Jón Jónsson. — Rjúpur Framhald af bls. 32 Þá sfmaði Sigurður P. Björns- son fréttaritari Mbl. á Húsavfk eftirfarandi í gær: „Hæg suðlæg átt hefur verið nkjandi hér alla síðustu viku, og gaf þvf vel til rjúpnaveióa, sem hófust f morg- un. 1 hretunum, sem gerði í síð- asta mánuði, töldu menn sig sjá töluvert af rjúpu, en nú með góða veðrinu hefur hún fært sig til fjalla, forðað sér frá veiðibráðum skyttum. Margir fóru héðan til rjúpna í morgun, og var veiði mjög misjöfn. Bezta veiðin var á Reykjaheiði, og fékk Jón B. Gunnarsson 41 rjúpu, en margir voru með innan við 10 stykki.“ Staðan í 11. skákinni ÞEGAR 11. einvfgisskák Karpovs og Kortsnojs fór f bið eftir 41. leik hvíts var staðan sem hér segir: Hvftt: Kortsnoj: Kf2, Hc3, Bd4, Rd2, a3, c5, e4, g3, h2; Svart: Karpov: Kd7, Ha5, Bd5, Bf8, a7, f3, f6, g7, h7; Áframhald skákarinnar varð. 41. — Bc6 (biðleikurinn), 42. Kxf3 — Ke6, 43. Ke3 — Ha4, 44. Hb3 — g6, 45. Kd3 — a6, 46. Be3 — Bb5, 47. Kc2 — f5, 48. exf5 — gxf5, 49. Bf2 — Bg7, 50. He3 — Kd7 (f þessari stöðu bauð Karpov jafntefli, sem Kortsnoj hafnaði), 51. Hf3 — Ke6, 52. He3 — Kd7, 53. Hf3 — Ke6, 54. Kb3 — h5, 55. He3 — Kd7, 56. Rf3 — Bf6, 57. Hel — f4, 58. Re5 — Kc8, 59. Rf7 — fxg3, 60. Rd6 — Kd7, 61. hxg3 Hg4,62. Rxb5 — axb5, 63.Hhl — Kc6, 64. Hxh5 — Bd4, 65. Bxd4 — Hxd4, 66. Hg5 — He4, 67. g4 — Ha4, 68. Kb2 — Hf4, 69. Kc2 — Hf2, 70. Kc3 — Hf3, 71. Kd4 — Hf4, 72. Ke5 — Ha4, 73. Hg8 — Hxa3, 74. g5 — Kxc5, 75. g6 — Hg3, 76. Hc8 — Kb4, 77. Kf6 — Hf3, 78. Ke6 — Hg3, 79. Kf7 — Ka3, 80. g7 — jafntefli. Mótmæla verðhækkunum MORGUNBLAÐINU hefur borizt fréttatilkynning frá Félagi járn- iðnaðarmanna, þar sem mótmælt er hinum öru verðhækkunum. Ennfremur segir, að stjórn félags- ins hafi ákveðið að segja upp gild- andi kjarasamningum. — Níræð Framhald af bls. 20 um fallegustu og gagnsömustu býlum hins nýja tíma. Þorbjörn lést árið 1942 i júlí- mánuði. Sigurður Kristinn, sonur þeirra, tók við búinu og sat áfram jörðina. En laust var við, að Þór- dís léti deigan síga með störf eftir það. Áfram hefir hún unnið fram á þennan dag, þótt nú sé nokkuð dregið úr, sem von er til, enda aldurinn orðinn hár. Eftir lát manns sfns dvaldi Þór- dís ýmist í Neðranesi, þar sem hún hafði lifað sín athafnamestu ár. Þar var hún Iöngum á vegum sonar sfns. Eða hún dvaldi hér í Reykjavík á vegum dóttur sinnar. Nú fyrst í sumar fór hún á Dvalar- heimilið f Borgarnesi. Þau Neðraneshjón, Þórdís og Þorbjörn, áttu barnaláni að fagna. Börn þeirra eru þessi: Sigurður Kristinn, bóndi í Neðra- nesi, kvæntur Jórunni Jóhanns- dóttur frá Fellsöxl, Þórdís, gift Guðmundi Hjartarsyni, seðla- bankastjóra, og Halldór, yfirsaka- dómari, kvæntur Hildi Páls- dóttur. Nú í dag situr hinn níræði heiðursgestur á búinu í Neðra- nesi og fagnar þar gestum. R.J. — Saltfiskur Framhald af bls. 32 myndu t.d. ferðast um Norður- Brasilíu, en þangað hafa íslend- ingar selt lítið af saltfiski, enn- fremur munu þeir fara um hin gömlu markaðssvæði S-Brasilíu. Þá er gert ráð fyrir, að komið verði til Puerto Rico, Honduras, Panama og jafnvel Kúbu. Árið 1972 fóru þeir Tómas Þor- valdsson og Valgarð Ólafsson í söluferð til landanna við Kara- bíska hafið og gaf sú ferð sæmi- legan árangur. Lönd Mið- og Suður-Ameríku kaupa mikið af saltfiski á ári hverju, og með þess- ari ferð núna er vonazt til, að Islendingar geti aukið hlutdeild sína á þessum markaði. Sagði Tómas, að allur saltfiskur, sem við seldum til þessara landa, væri þurrfiskur, en framleiðsla Islend- inga á þurrfiski hefur aukizt að undanförnu, enda er það miklu verðmætari vara en blautfiskur- inn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.