Morgunblaðið - 16.10.1974, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1974
23
Minning:
Jóhann Jóhannes-
son rafvirkjameistari
Einn hinna gömlu, góðu Sigl-
firðinga, sem mótuðu og settu
svip sinn á byggðarlagið um ára-
tugaskeið, Jóhann Jóhannesson,
rafvirkjameistari,\er genginn til
feðra sinna. Hann var fæddur að
Grísará i Hrafnagilshreppi, Eyja-
firði, þann 6. október 1902.
Foreldrar hans vóru Kristín
Bjarnadóttir og Jóhannes
Guðmundsson.
Bernska hans og uppeldi var
með lfkum hætti og gerðist og
gekk í íslenzkri sveit upp úr alda-
mótunum síðustu, f fábreytni
þeirra tíma, sem þó vóru dags-
brún hins nýja íslands. Þjóðin var
að vakna til vitundar um mátt
sinn og megin, nýir straumar að
festa rætur, fólkið átti sér hug-
sjónir og markmið. Og sú kynslóð,
sem hann tilheyrði, gerði hug-
sjónirnar að veruleika, náði sett-
um markmiðum, skilaði í hendur
arftaka sinna því velmegunar-
íkveikjutilraun
í Hafnaríirði?
SlÐDEGIS á laugardaginn
fékk Slökkvilið Hafnarfjarðar
tilkynningu um, að eldur væri
laus i húsinu Strandgötu 25
þar í bæ. Slökkviliðið brá
skjótt við og tókst að slökkva
eldinn áður en hann breiddist
út. Miklar skemmdir urðu á
einu herbergi hússins, þar sem
Skeljungur h.f. hefur skrif-
stofu. Grunur leikur á, að um
íkveikju hafi verið að ræða.
Strandgata 25 er tveggja
hæða timburhús, og undir er
kjallari. Þegar rannsóknarlög-
reglan í Hafnarfirði kom á
brunastað, fann hún eldspýtur
í skoti, sem gengur inn í kjall-
arann. Virtist ljóst af um-
merkjum, að bréfadrasli hefði
verið troðið upp með bita í
kjallaraloftinu, beint undir
herberginu þar sem eldurinn
var magnaðastur, og síðan hafi
verið kveikt í því.
Á skrifstofu Skeljungs urðu
miklar skemmdir á búnaði og
vélum, auk þess sem eitthvað
brann af skjölum. Húsið var
nýuppgert, og þykir mesta
mildi að ekki skyldi verða stór-
bruni. Rannsóknarlögreglan
hefur yfirheyrt nokkra aðila
vegna þessa máls, en málið er
enn óupplýst.
þjóðfélagi, sem við búum við í
dag.
Þessi dagsbrún nýrra þjóð-
félagshátta mótaði líf og lífsvið-
horf Jóhanns Jóhannessonar.
Hann var að vísu hógvær og hæg-
látur maður, sem tróð engum um
tær, og gekk aldrei á nokkurs
manns hlut, en meðfæddir og á-
unnir hæfileikar, dugnaður og
samvizkusemi stuðluðu að gagn-
merku lífsstarfi, sem hann lætur
eftir sig.
Leið hans lá á unga aldri til
Fljóta í Skagafirði og þaðan til
Siglufjarðar, sem þá var að vaxa
— Reksturs-
kostnaðurinn..
Framhald af bls. 14
ur og f sumar létum við setja
olfumöl á planið fyrir framan
hótelið. En því miður, þá er það
svo, að þó mikið sé að gera og
verðlag svimandi hátt á allri
hótelþjónustu, þá virðist
reksturskostnaðurinn aukast
enn hraðar.“
Lánið hækkaði
um 100%
„Þurftuð þið ekki upphaf-
lega, að taka erlend gengis-
tryggð lán, sem hafa verið ykk-
ur erfið í skauti?“
„Jú, við tókum erlend lán
þegar við byggðum hótelið árið
1966 og á stuttum tíma hækk-
uðu þau um 100% vegna sí-
felldra gengisfellinga. Það er
því engin furða, þótt erfitt sé að
byggja upp ferðamannaiðnað
hér, þegar maður þarf að vera
með gengistryggð lán, að auki
vísitölubundin og stutttímalán,
og að maður tali nú ekki um
vaxtamálin. Við höfum til að
hjálpa hótelrekstrinum verið
með litla bílaleigu og erum við
nú með 4 bila fyrir hótelgesti."
„Nú hafið þið vínveitingar-
leyfi hluta úr ári, væri ekki
mikill styrkur f því, að hafa
leyfið allt árið?“
Fá ekki að hafa
vínveitingar allt árið
„Fram til þessa höfum við
fengið leyfi til að hafa barinn
opinn frá 1. júní til 1. október,
en eftir þann tíma höfum við
ekki leyfi til að afgreiða vín.
Mér hefur skilist að hótel í
Reykjavík, myndu hætta starf-
semi sinni, ef þau misstu vfn-
veitingarleyfið. Svona er reynt
að skerða okkar rekstrargrund-
völl að mun. Sjálfur myndi ég
ekki óska þess að vera með bar-
inn opinn allt árið, heldur geta
veitt vín með mat og opnað bar-
inn við sérstök tækifæri. Og þar
sem okkur er trúað fyrir því að
vera með vínveitingar 4 mánuði
ársins, hvf þá ekki allt árið.
Þessi höft á vínsölu hótelsins
eru kominn til af því, að hér á
staðnum er ekki áfengisútsala,
en mfn skoðun er sú, að ástæða
sé til að endurskoða áfengislög-
gjöf okkar." — Þ.Ó.
úr grasi, úr einni smæstu og
einangruðustu byggð landsins í
höfuðstað síldveiða og síldar-
vinnslu, í uppsprettu og undir-
stöðu þess „efnahagsundurs“,
sem varð með þjóðinni á fyrri
hluta þessarar aldar.
Við komuna til Siglufjarðar hóf
Jóhann störf hjá Jóni Gunn-
laugssyni, rafstöðvarstjóra í
Siglufirði, og vann jöfnum hönd-
um við vélgæzlu og raflagnir f
hús. Og á þessum vettvangi
haslaði hann sér völl- f lífsbarátt-
unni. Hann bar gæfu til að starfa
með úrvalsmönnum f fagi sfnu,
áður ep hann hóf eigin rekstur,
auk Jóns Gunnlaugssonar má m.a.
nefna Asgeir Bjarnason, rafveitu-
stjóra, og Kristján Dýrfjörð, raf-
virkjameistara. Er ekki að efa, að
í því samstarfi hafi hann fengið
vegarnesti, sem varð honum til
gæfu oggengis.
Fél«slif
I.O.O.F. 7 1 55101 68Vi = 9. I.
Innri fundur á vegum stúkunnar
Baldurs annað kvöld kl. 20.45 í
húsi félagsins (efri hæð). Stúkufor-
maður ræðir um viðhorf mannsins
til hugtakanna tími og rúm.
Guðspekifélagið
Seljum í dag
1974 Chevrolet Blazer V8 sjalf-
skiptur með vökvastýri
1974 Scout II V8 sjálfskiptur
með vökvastýri
1 974 Chevrolet Nova
1 974 Buick Apollo
1 974 Vauxhall Viva de Luxe
1 974 Land Rover bensin.
1973 Chevrolet Chevelle
1973 Bedford CF 1100 sendi-
ferða (diesel).
1 973 Scout II 6 cyl. beinskiptur
1 972 Vauxhall Viva de Luxe
1 972 Opel Record 2ja dyra
1971 Pontiac GT 37 2ja dyra
1971 Chevrolet Chevelle
1971 Bedford 2ja tonna endi-
ferðabíll (diesel).
1 970 Opel Record
1970 Volvo 1 44 de Luxe
1 967 Morris Mini.
| VAUXHALL * tm* eszza e 81|
essa tia&a cam vasgm ss
A fyrstu árum fjórða áratugar-
ins hóf Jóhann rekstur eigin raf-
tækjavinnustofu og verzlunar,
sem hann rak í fjóra áratugi. í
örri uppbyggingu mikils athafna-
bæjar vóru verkefnin mörg og
það er ekki ofsagt, að Jóhann Jó-
hannesson og þeir frammámenn
aðrir á sviði iðnaðar og verzlunar,
sem störfuðu samtfða honum í
síldarbænum, hafi sett svip sinn á
bæinn og bæjarbraginn. Hitt
skiptir svo ekki minna máli, að
hann skilaði stórum hópi nýrra
rafvirkjameistara til þjóðarbús-
ins, sem hjá honum námu og frá
honum fóru með drjúgt og farsælt
vegarnesti.
Jóhann Jóhannesson kvæntist
Jóhönnu Jóhannsdóttur í október
1932. Hann missti konu sfna eftir
örstutta sambúð. Var það honum
sár lífsreynsla, en sálarþrek hans
og jákvætt lífsviðhorf hjálpuðu
honum yfir þann erfiða þröskuld.
Hann kvæntist ekki aftur og dó
barnlaus.
Jóhann starfaði lengi bæði í
Iðnaðarmannafélagi og Rotary-
klúbbi Siglufjarðar, og reyndist
þar sem annars staðar hinn
traustasti starfskraftur. Hann
starfaði og um tima i Bridgefélagi
Siglufjarðar og sótti þangað
marga ánægjustund.
Jóhann andaðist 4. þ.m. og var
jarðsettur frá Siglufjarðarkirkju
laugardaginn 12. október.
Siglfirðingar kveðja hann með
þökk og virðingu.
Stefán Friðbjarnarson.
Lokað á morgun
vegna jarðarfarar.
Saturnus h. f.
Skyggnuskápur
Til sölu er af sérstökum ástæðum, skápur til að geyma og skoða
skyggnur (slides). Tekur 3000 myndir 35 m.m., sýnir 100 myndir i
einu. Tilvalið fyrir skóla og söfn.
Upplýsingar í síma 22659.
KÓPAVOGSBÍÓ
Hús^hatursins
THE^VteWVST
Höuse
SYND KL. 8 OG 10.
3ja kvölda spilakeppni
Sjálfstæöisfélögin á Snæfellsnesi efna til 3ja kvölda
spilakeppni, sem hefst aö Breiðabliki í Miklaholtshreppi
laugardaginn 19. október kl. 9. s.d.
Heildarvinningur: Flugferð til Spánar. Aukavinningar.
Ávarp : Friðjón Þórðarson alþingismaður.
Sjálfstæðisfélögin á Snæfellsnesi