Morgunblaðið - 16.10.1974, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÖBER 1974
Móðir mín,
ANNA ÁRNADÓTTIR,
Sólvangi, Hafnarfirði,
lézt mánudaginn 7. okt. sl.
Útför hennar fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði, föstudaginn 18
okt kl. 2 e.h. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á liknarstofnan-
ir.
Helga M. Wilson.
Eiginmaður minn og faðir okkar,
BJARNI SIGURÐUR JÓHANNESSON,
Brúnalandi 5
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 17. október kl
10,30
Helga Pétursdóttir
og börn.
t '
Útför
HALLSTEINS HINRIKSSONAR,
íþróttakennara, Hafnarfirði,
er andaðist 10. okt. sl., fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði,
fimmtudaginn 1 7. okt. kl. 2 e.h. Fyrir hönd vandamanna,
Ingibjörg Árnadóttir.
t
Jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu,
GUOLAUGAR MARÍU HJARTARDÓTTUR,
Gnoðarvog 1 8,
ferfram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 1 8. okt. kl. 3 e.h.
Soffía Thorarensen, Gunnlaugur Arnórsson,
Valdimar Thorarensen, Ingibjörg Óskarsdóttir,
Sunna Thorarensen og barnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og jarðarför
eiginkonu minnar. móður, tengdamóður og ömmu,
GUÐRÚNAR HELGUJÓNSDÓTTUR,
Vesturbrún 1 4.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Landspítalans fyrir góða umönn-
un.
Skarphéðinn Pálsson,
Herdfs Skarphéðinsdóttir, Gunnar Gunnarsson
og barnabörn.
Sonurokkarog bróðir
KJARTAN HALLDÓR BJÖRNSSON,
Sæviðarsundi 74,
sem lézt 1 0. okt. sl. verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju, fimmtu-
daginn 1 7. þ.m, kl. 1 3.30.
Þeim, sem vildu minnast hins látna er bent á Krabbameinsfélagið.
Sigrfður Kjartansdóttir,
Björn Kristmundsson,
og dætur.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför eiginmanns
míns, föður, tengdaföður og afa
SIGFÚSAR KRÖYER
Stigahlíð 14.
Dfana Karlsdóttir, Þorvaldur Kröyer.
Guðný Kröyer, Jóhann Antoníusson,
Elín Kröyer, Kristinn Arason.
Ásta Kröyer, Höskuldur Erlendsson.
og barnabörn.
t
Útför konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu
LOUISE LÚÐVfGSDÓTTUR,
fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 1 7. okt. kl. 1 30 e.h
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu
minnast hennar er bent á llknarsjóðs Oddfellow stúkunnar nr. 10
Þorfinnur karlsefni, eða aðrar Ifknarstofnanir. Minningarkortin fást I
Blóm og Grænmeti, Skólavörðustig 3 A
Sveinn Ásmundsson, Ljósheimum 20,
Jóhann Sveinsson,
Ellen Sveinsdóttir, Ástvaldur Kristmundsson,
og barnaböm.
Guðrún Kristjáns-
dóttir - Minningarorð
F. 6. ágúst 1892.
D. 8. okt. 1974.
í dag miðvikudag 16. okt. er til
moldar borin frá Þjóðkirkjunni I
Hafnarfirði móðursystir mín
Guðrún Kristjánsdóttir, sem
andaðist 8. okt. á St. Jóseps-
spítala, 82 ára að aldri.
Guðrún ólst upp í stórum systk-
inahópi, var ein af níu börnum
þeirra hjóna Pálínu Egilsdóttur
og Kristjáns Guðnasonar sjó-
manns f Hafnarfirði, sem upp
komust.
Af þeim systkinum eru enn á
lífi Þóra og Þórlaug, Haraldur
verkstjóri, öll búsett f Hafnar-
firði, einnig Guðni, sem ungur fór
til Kanada.
Guðrún giftist árið 1915 Jóni
Jóhannessyni, sem lengst af var
bræðslumaður á togaranum Maf
frá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar.
Þau eignuðust átta börn, en eina
dóttur átti Guðrún áður en hún
giftist.
Ártð 1918 fór Guðrún að Garða-
brekku á Snæfellsnesi til tengda-
foreldra sinna. Þar var hún um
tíma meðan maður hennar var til
sjós hér syðra. Vegna veikinda
varð Guðrún að fara hingað suður
og leita sér lækninga og skildi þá
fjögur börn sín eftir á Snæfells-
nesi og voru þau tekin þar í fóstur
af góðu fólki og 3 alin þar upp að
öllu leyti. Jón og Guðrún settust
að í Hafnarfirði og bjuggu þar til
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Ég er kristinn, en ég hef litla löngun til að lesa Bibifuna.
Predikari nokkur sagði, að ef svona væri komið fyrir okkur,
væri vafasamt, hvort við værum kristin. Getið þér útskýrt
fyrir mér, hvers vegna ég er svona slakur f trúariðkunum
mfnum?
Jafnvel þótt við séum trúuð, verðum við að glæða
hjá okkur löngunina til að lesa orð Guðs. Kristilegur
þroski kemur ekki allt í einu. Látið ekki hugfallast
vegna orða prestsins. Það má vera, að hann hafi haft
allt annað í huga en þér gefið í skyn. Löngunin til að
lesa orð Guðs er ein sönnunin fyrir kristnu trúarlífi,
en af því má ekki draga þá ályktun, að menn þurfi að
efast um sáluhjálp sína, þótt fyrir kunni að koma, að
einn og einn dagur falli úr, án þess að þeim hafi
gefist tækifæri til að lesa í Biblíunni.
Það er gagnlegt að setja sér fastar reglur um
trúariðkanir sínar. Mér finnst bezt að eiga hljóða
stund, áður en ég fer út úr herbergi mínu til þess að
borða morgunverð. Ef ég bíð þangað til síðar, getur
svo farið, að annað hindri. En við þurfum ekki að
binda guðræknisstundir okkar við sérstakan tíma og
stað. Þér getið beðið til Guðs, meðan þér bíðið eftir
leigubíl, meðan þér bíðið eftir landssímanum eða
hvenær sem þér eigið eitthvert hlé frá daglegu
amstri. Kristnum manni gefst enginn tími til að láta
sér leiðast, þvi að hverja frístund getur hann notað
til samfélags við Guð eða til að lesa orð hans.
t
Hjartans þakkir til allra þeirra,
sem sýndu okkur samúð og hlý-
hug við fráfall móður okkar og
greftrun foreldra okkar,
KRISTBJARGAR
STEFÁNSDÓTTUR
OG
BENEDIKTS
KRISTJÁNSSONAR
frá Þverá
í Axarfirði.
Börn, tengdabörn
_____ og barnabörn.
t
Þökkum innilega vináttu og auð-
sýnda samúð vegna andláts,
BENEDIKTS
GÍSLASONAR
frá Miðgarði.
Aðstandendur.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda
samúð og hlýhug við andlát og
útför bróður okkar og fósturbróð-
ur,
SIGURÐARÁRNASONAR
frá Hemru,
Laufásveg 18.
Áslaug og Árni Kr. Árnason
°9
Guðrún Einarsdóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda
samúð við andlát og jarðarför
sonar okkar og bróður,
ÓLAFS
DANÍELSSONAR.
Guð blessi ykkur öll.
Ragnheiður Árnadóttir
og Daniel Ólafsson,
frá Tröllatungu,
systkini og aðrir vandamenn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginmanns
míns
GUOMUNDAR B. ÞORLÁKSSONAR,
Flateyri.
Fyrir hönd foreldra, barna, barnabarna og systkina hins látna,
Ólafta Hagalínsdóttir.
ársins 1950, að þau slitu samvist-
ir.
Það, sem sérstaklega einkenndi
Guðrjínu, var trygglyndi og
greiðasemi. Hún var ekki allra, en
sannur vinur vina sinna og þá
helzt ef hún gat veitt þeim aðstoð
í erfiðleikum þeirra. Gjafmildi
hennar var viðbrugðið. Hún haf ði
yndi af að gefa, sama hver í hlut
átti. Alltaf var hún tilbúin að
miðla öðrum af þvi litla, sem hún
hafði handa á milli.
Þótt ævi Guðrúnar hafi ekki
verið neinn dans á rósum og hún
oftast verið fátæk af þessa heims
gæðum, þá átti hún því láni að
fagna að eignast góð börn, sem
sýndu henni ávallt mikla um-
hyggju.
Á sínum efri árum fór Guðrún
nokkrum sinnum til Kaliforníu og
dvaldist þar hjá dóttur og tengda-
syni í góðu yfirlæti. Þar stóð
henni til boða heimili og öll að-
hlynning, sem hægt var að veita.
En börn, systkini og annað venzla-
fólk átti hún hér heima á Islandi
og hún kaus að eyða síðustu árun-
um hér. Börn hennar sáu um, að
hún gat átt áhyggjulausa elli á
heimili sínu Öldugötu 7, Hafnar-
firði, þar til heilsan bilaði fyrir 2
árum og hún fór á St. Jóseps-
spítala.
Börn Guðrúnar eru: Laufey
Karlsdóttir, gift Gunnari Asgeirs-
syni, búsett á Akranesi. Gyða, gift
Róbert Jónssyni, Reykjavík.
Kjartan vélstjóri, Ólafsvík,
kvæntur norskri konu. Eyþór,
húsvörður Hafnarf., kvæntur
Þuríði Jóhannsdóttur. Kristján,
bifvélav. Hafnarfirði, kvæntur
Sóleyju Þorsteinsdóttur. Jó-
hannes, ókvæntur, búsettur f
Kaliforníu. Valgerður, gift
Lawrence Lalaguna, Kaliforníu.
Páll, bifvélav., einnig búsettur í
Kaliforníu, kvæntur Ástrfði
Jónsdóttur. Kristínu dóttur sína
missti Guðrún árið 1954. Barna-
börn áttí hún 26 og 29 barna-
barnabörn, svo afkemendur henn-
ar eru yfir 60. öll börn hennar
verða við útför hennar f dag. Þau,
sem búsett eru erlendis, komu í
sumar til að kveðja móður sína
þegar vitað var, að hún átti
skammt eftir ólifað og þau koma
aftur nú til að vera við útför
hennar.
Ég vil þakka Guðrúnu móður-
systur minni fyrir alla góðvild,
sem hún sýndi mér frá því fyrst
ég man eftir mér. Alla tíð hef ég
skoðað hennar heimili sem mitt
annað og hvergi kunnað betur við
mig f æsku en í hennar stóra
barnahóp.
Hafðu þökk fyrir allt.
Margrét.
Afmælis-
og minning-
argreinar
ATHYGLI skal vakin á þvf, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig
verður grein, sem birtast á f
miðvikudagsblaði, að berast f
sfðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Grein'ar
mega ekki vera f sendibréfs-
formi eða bundnu máli. Þær
þurfa að vera vélritaðar og
með góðu lfnubili.