Morgunblaðið - 16.10.1974, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.10.1974, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTOBER 1974 31 1 ÍMHÍmilííHH! MORCUNBUBSI INS 1 w Frakkar sigruðu Frakkland sigraði Belgíu með einu marki gegn engu í landsleik í knattspyrnu, 23 ára og yngri. Leikurinn fór fram í Grenoble og var það Marc, sem skoraði mark Frakkanna á 27. mínútu. Leikur þessi var liður í Evrópubikar- keppni þessa aldursflokks í knatt- spyrnu. Vetrarstarf IR fara 1 heimsmeistarakeppni og greiða kostnaðinn úr eigin vasa FJÖRIR fslenzkir golfmenn leggja senn land undir fót og halda í keppnisferð til Dóminikanska lýð- veldisins, sem er eyja f Karfbahafinu, en þar fer fram hin svonefnda Eisenhover-heimsmeistara- keppni f golfi áhugamanna, dagana 30. október til 2. nóvember. Er þarna um að ræða sveitakeppni landsliða og keppa fjórir menn f liði, en árangur þriggja beztu er sfðan reiknaður. Er þetta f f jórða skiptið sem keppni þessi fer fram og hafa tslend- ingar tvfvegis áður tekið þátt f keppninni. Þeir sem fara eru Einar Guðnason, Þorbjörn Kjærbo, Jóhann Benediktsson og Tómas Holton. Allir eru þeir félagar í fremstu röð islenzkra golfmanna, og tveir þeirra: Þorbjörn og Jóhann voru í íslenzka landsliðinu sem keppti á Norður- landameistaramótinu. — Við förum 24. október n.k. og ætlum okkur fimm daga til æfinga og til þess að kynnast aðstæð- unum, sagði einn fjórmenninganna, Einar Guðna- son, í viðtali við Morgunblaðið i gær. — Þetta er mjög kostnaðarsöm ferð, og verðum við sjálfir að greiða bæði fargjöld og uppihald. Áætlum við að lágmarkskostnaður við ferðina verði um 100 þús- und krónur, og varð þessi mikli kostnaður m.a. þess valdandi, að Islandsmeistarinn, Björgvin Þorsteins- son, gat ekki farið. Einar sagði, að jafnan væri mikil þátttaka í keppni þessari og væri t.d. búizt við að landslið um 40 þjóða mættu til keppninnar i Dóminikanska lýðveldinu. Upphaflega var ætlunin að keppnin færi að þessu sinni fram I Malasíu, en forseti landsins neitaði Suður-Afríkubúum að koma til landsins, en þeir hafa jafnan verið f fremstu röð i keppninni. Var þá ákveðið að breyta til um keppnisstað og var boði Dóminikana tekið. Næsta keppni verður svo í Portúgal 1976. — Við gerum okkur grein fyrir því að við eigum erfiða keppni í vændum í þessu móti, sagði Einar, — en vitum þó, að sum liðin frá Suður-Ameríku eru ekki sterk og gegn þeim ættum við að eiga góða möguleika. Islendíngar hafa jafnan verið mjög aftarlega á móti þessu, t.d. í 33. sæti af 35 í keppninni sem fram fór í Mexikó. Júdófélag Reykjavíkur hefur nú flutt f nýtt húsnæði að Braut- arholti 18, og er nú að hefja vetrarstarfsemi sfna þar. Hefur félagið fengið þrjá Islandsmeist- ara f júdó, þá Sigurjón Kristjáns- son, Sigurð Kr. Jóhannsson og Svavar M. Carlsen til þess að kenna hjá sér f vetur, en þeir félagar hafa allir um lengri tfma notið tilsagnar hins ágæta tékk- neska þjálfara Michals Vachuns, sem einnig mun starfa áfram sem kennari hjá félaginu. Æfingum J.R. verður þannig háttað, að til að byrja með verða þrir byrjendaflokkar, þ.e. drengir 10 til 14 ára sem verða á þriðju- dögum og fimmtudögum kl. 6—7 s.d., eldri rremendur, þ.e. 15 ára og eldri sem verða frá kl. 20.30 til 21.00 á fimmtudögum og kl. 19.00 — 20.00 á föstudögum og „old boys“ sem fá æfingatíma á mánu- dögum og miðvikudögum frá kl. 20.00 — 21.00. Á laugardögum verður svo opið frá kl. 14.00 — 15.30 fyrir alla. Þá verða einnig æfingar fyrir framhaldsflokk á þriðjudögum frá kl. 19.00— 20.30 og sér Michals Vachuns um þær æfingar. Með tilkomu hins nýja hús- næðis er aðstaða hjá J.R. orðin ágæt og má búast við mikilli æfingasókn hjá félaginu í vetur. Mikið er nú framundan í júdó- íþróttinni, m.a. landskeppni við Norðmenn, Norðurlandameistara- mót sem haldið verður hérlendis, þátttaka í Evrópumeistaramóti og jafnvel heimsmeistarakeppninni. Golfmenn Jóhann Benediktsson, einn landsliðsmanna f keppni Haukar sigruðu Haukar sigruðu í Hafnar- f jarðarmótinu í knattspyrnu 1974 og hljóta því titilinn „Bezta knatt- spyrnufélag Hafnarfjarðar“, annað árið i röð. Hafnarfjarðarmótið er stiga- keppni og er leikin tvöföld um- ferð, vor og haust. Hlutu Haukar alls 11 stig í keppninni, en FH 9. Urslit í einstökum leikjum urðu sem hér segir: FYRRI UMFERÐ: Meistaraflokkur: FH — Haukar 2— 0, 2. flokkur: FH — Haukar 0—4. 3. flokkur: FH — Haukar 3— 3, 4. flokkur: FH — Haukar 5—1, 5. flokkur: FH — Haukar 4— 0. SEINNI UMFERÐ: Meistaraflokkur: FH — Haukar 0—2, 2. flokkur: FH — Haukar 0—0, 3. flokkur: FH — Haukar 1—1, 4. flokkur: FH — Haukar 1—2, 5. flokkur: FH — Haukar 1—2. Markvörður myrtur Ungur markvörður í brasilíska áhugamannaknattspyrnuliðinu Poeiras var myrtur á sunnudag- inn, en þá var lið hans að leika við annað áhugamannalið, Brotas, á heimavelli þess. Markvörðurinn sem hét Chico Goleiro, stóð sig mjög vel í fyrri hálfleiknum og bjargaði hvað eftir annað meist- aralega. Stóð 2—0 fyrir lið hans í leikhléi. I hléinu bað markvörð- urinn einn úr áhorfendahópnum að gefa sér sígarettu, en sá svar- aði með því að draga hnif undan jakka sinum og stinga hann þrisvar sinnum í brjóstið. Lézt Goleiro af sárum sínum skömmu seinna. Þetta er annað morðið á stuttum tíma í brasilískri knatt- spyrnu. I september var leik- maður skotinn til bana eftir að hafa skorað mark í leik áhugaliða. Gerðist sá atburður í Rio de Janeiro. Helgi fararstjóri Ellert B. Schram, formaður KSl, hefur óskað, að gefnu tilefni, að tekið skuli fram, að Helgi Daníelsson var einn af fararstjór- um fslenzka landsliðsins I ferð- inni til Danmerkur og Austur- Þýzkalands. Algeng sjón á áhorfendasvæði knattspyrnuvallanna f Englandi. Drukknir unglingar f áflogum og nota bæði hendur og fætur f slagnum. Gripið til aðgerða vegna óláta á áhorfendasvæðunum Eftir morð á 18 ára pilti á áhorfendapöllunum f Blackpool f haust og sfendurtekin læti og ryskingar meðal áhorfcnda að knattspyrnuleikjum, hafa for- ystumenn knattspyrnumála f Englandi og lögregluyfirvöld ákveðið að taka höndum saman og grfpa til róttækra aðgerða til þess að stöðva þennan ósóma. Ráðherra fþróttamála á Eng- landi, Denis Howel, hefur gefið fyrirskipun um, að á þessu ári og næsta skuli byggðar sérstakar gryfjur við alla leikvelli á Eng- landi til þess að hindra, að áhorf- endur ryðjist inn á vellina og ógni öryggi leikmanna og starfsmanna. Þá hefur dyravörðum á knatt- spyrnuvöllum verið veitt heimild til þess að banna „grunsam- legurn" mönnum aðgang að völl- unum og hafa þeir fengið lög- reglumenn sér til aðstoðar. Einnig hefur löggæzla á völlunum verið efld til muna og nú dreifa óeinkennisklæddir lögreglumenn sér meðal áhorfenda og reyna þannig að komast að þvf hverjir eiga upptök að ólátunum. Það hefur komið glögglega í ljós, að oftast eru það unglingar, íem eiga þar hlut að máli, og í flestum tilfellum eru þeir ölvaðir. Af þessum ástæðum hafa nokkur ensk félög ákveðið að hleypa ekki unglingum inn á velli sfna nema þeir hafi sérstök aðgangskort. Hefur eitt félag þegar komið þessu f framkvæmd hjá sér, og er það 2. deildar liðið Cardiff. Þar mega drengir, sem eru innan 17 ára aldurs, ekki koma á völlinn, nema þeir séu í fylgd með sér eldri mönnum, eða hafi aðgangs- kort, þar sem foreldrar þeirra eða aðrir skrifa undir yfirlýsingu um að þeir taki ábyrgð á framkomu þeirra. Segja talsmenn Cardiff- liðsins, að ástandið á velli þeirra hafi gjörbreytzt til batnaðar við þetta, og nú þurfi ekki lengur að óttast, að hópur drukkinna ungl- inga komi með liðum þeim, er keppa við Cardiff. — Við töpum auðvitað peningum á þessu, en teljum, að allt sé til vinnandi til þess að bæta ástandið, segja for- ráðamenn liðsins. Annars mun það vera mjög áberandi hversu misjafn hópur það er, sem fylgir félögunum. Hjá sumum kemur aldrei til neinna vandræða, en aðrir hafa áhangendur, sem leggja allt i rúst, sem þeir koma nálægt. Ber öllum saman um, að áhangendur Manchester United- liðsins séu verstir, enda hefur fé- lagið margoft lent í vandræðum þeirra vegna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.