Morgunblaðið - 16.10.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.10.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÖBER 1974 19 7. landsþing F.I.B.: Skatt- og tolltekjur óskiptar til vegabóta LR býður Leikfélagi Sauðárkróks: Að færa landsbyggðina nær höfuðborginni LEIKFÉLAG Reykjavfkur hefur boðið Leikfélagi Sauðárkróks að sýna f Iðnó næsta vor leikritið Storminn og eru Sauðkræklingar nú að kanna málið. Leikfélag Húsavfkur hafði f vor 2 sýningar f Iðnó á Góða dátanum Svæk, en Leikfélag Reykjavfkur bauð Húsvfkingum að kynna leik- starfsemi utan af Iandi f tilefni þjóðhátfðarársins. komulagi á að vera hægt að færa landsbyggðina nær höfuðborg- inni. Þetta er í athugun hjá þeim, því það er dýrt að fara suður og allir leikararnir eru í fastri vinnu, en við vonumst til að þeir sjái sér fært að koma. Þá tel ég að ef þetta kemst á, muni það verða leiklist úti á landi til örvunar". Lowell Thomas hefur kynnzt mörgu stórmenni og frægum per- sónum um ævina, t.d. var hann mikill vinur Hoovers forseta. Þá eru ótalin kynni hans af Arabíu-Lawrence, en Thomas var samtíða honum á ævintýrastigum hans. Kvikmyndin, sem fræg hefur orðið, var að miklu leyti byggð á bók Lowell Thomas um Lawrence. Thomas kvaðst hafa dáð Lawrence mjög, og hefðu flest skrif og munnmælasögur um þennan annálaða mann vakið furðu sfna, þar sem megnið af því væri ósatt. Freyr Öfeigsson hefur skákkeppnina. Deildakeppni í skák hafin Akureyri, 12. október. FYRSTA viðureignin í nýrri deildakeppni I skák á vegum Skáksambands Islands fór fram á Akureyri í dag. Þar áttust við sveitir Taflfélags Reykjavíkur og Skákfélags Akureyrar. I hverri sveit eru 10 aðalmenn og 4 vara- menn. 1 fyrstu deild eru auk framangreindra félaga Taflfélag Kópavogs, Skáksamband Suður- lands, Skákfélag Hafnarfjarðar og Taf lfélag Hreyfils. Skákstjóri var Albert Sigurðs- son, sem bauð þátttakendur vel- komna við setningu keppninnar, og einnig flutti þar ávarp Gunnar Gunnarsson, formaður Skáksam- bands Islands. Varaforseti bæjar- stjórnar Akureyrar, Freyr Ófeigs- son, hóf keppnina með því að leika fyrsta leikinn á fyrsta borði, en þar áttust við Friðrik Ólafsson stórmeistari og Halldór Jónsson. Tefldar eru tvær umferðir á hvert skipti, og félögin sækja hvert annað heim, þannig að það félag, sem hefir svart á fyrsta borði, ræður keppnisstað. Keppninni í dag lauk með sigri Taflfélags Reykjavíkur, sem hlaut 16 vinninga, en Skákfélag Akureyrar hlaut 4 vinninga. Sv. P. Vigdís Finnbogadóttir leikhús- stjóri stakk upp á því eftir þessar sýningar að fyrstu vikuna eftir hvert leikár hefði LR leikviku landsbyggðarinnar og byði þá leikfélögum utan af landi að sýna I Reykjavík. Þar með yrði dæm- inu snúið við að hluta og lands- byggðaleikarar flyttu efni í Reykjavík í stað þess að fram til þessa hefur það aðallega verið þannig, að leikarar úr Reykjavík færu út á landið. Við höfðum samband við Vig- dísi Finnbogadóttur leikhússtjóra í gær og spurðum, hvort unnið væri að þessu og kvað hún það vera. Varðandi sýninguna á Sauð- árkróki sagði hún: „Það er merki- leg leikmenning á Sauðárkróki og furðulegt að ekki stærri bær skuli eiga svo marga frábæra leikara. Það er rétt að við höfum boðið Leikfélagi Sauðárkróks að sýna I Iðnó I vor, því við viljum gefa Reykvíkingum kost á að kynnast starfi þeirra og með þessu fyrir- Erindi um fram- leiðni og lífskjör Hér á landi er staddur Anthony Hubert, framkvæmdastjóri Evrópusamtaka framleiðnistofn- ana, European Association of National Productivity Centers, á vegum Iðnþróunarstofnunar tslands. Af þvf tilefni gengst Stjórnunarfélag Islands fyrir hádegisverðarfundi f dag miðvikudag kl. 12,15 að Hótel Esju, þar sem hann flytur fyrir- lestur, er hann nefnir FRAM- LEIÐNI OG LtFSKJÖR. I erindi sinu mun Anthony Hubert m.a. fjalla um samband framleiðni og lífskjara, fram- leiðnimælingar, þróun á alþjóða- vettvangi, verðbólguna og áhrif hennar á framleiðni og framtíðar- viðhorf i þessum málum, sem eru nú ofarlega á baugi vegna þeirra breytinga, sem hafa orðið á allra síðustu árum í efnahags- og atvinnulífi f jölmargra þjóða. Birta og ylur í skammdeginu. Vetur er sú árstíð, sem bezt hentar til að mála innanhúss. VITRETEX plastmálningin er framleidd í 40 mismunandi litum. Færið birtu og yl í húsið, með samstemmdum litum og litatónum. VITRETEX Munið nafnið VITRETEX, það er mikilvægt, því: Endingin vex með VITRETEX. Framleiðandi á islandi: S/ippfé/agið iReykjavík hf Málningarverksmiðjan Dugguvogi - Simar 33433 og 33414 Sjöunda landsþing Félags fslenzka bifreiðaeigenda var haldið að Hótel Loftleiðum dag- ana 5. og 6. október s.l. og var fundurinn mjög fjölsóttur. Á fundinum kom fram, að mikil nauðsyn er á því að auka félaga- tölu, sem að undanförnu hefur ekki haldið í við hina öru fjölgun einkabfla. Starfsemi félagsins á s.l. tveimur árum hefur varið margvísleg. Víðtækt aðstoðarstarf er rekið á þjóðvegum um helgar að sumarlagi á vegum FÍB. Til þess að auka öryggi á vegum var stofnuð svokölluð farstöðvarsveit FlB, sem er sveit talstöðvarbif- reiða búnum stuttbylgjustöðvum. t þeirri sveit eru nú á fimmta hundrað bílar víðsvegar um land- ið og er fjölgun þeirra mikið öryggisatriði. í frétt frá félaginu segir, að stærsti þátturinn í starfsemi félagsins hafi verið neytenda- þjónusta þess, en nú orðið að- stoðar félagið mörg hundruð félagsmenn sína ár hvert við að leysa deilumál sín við þjónustu- aðila bifreiðaeigenda. Þá segir, að nú eftir að bifreið sé orðin óvefengjanleg al- menningseign, sé tekið til við að skattleggja hana og rekstrarvörur hennar með lúxusskattlagningu til almennrar tekjuöflunar fyrir ríkið. Á þinginu var sú krafa sett fram, að allar skatt- og tolltekjur af umferðinni verði látnar renna óskiptar til vegabóta. Á þinginu var fráfarandi for- maður, Kjartan J. Jóhannsson héraðslæknir kjörinn heiðurs- félagi vegna starfa í þágu FÍB og Lowell Thomás í heimsókn Á LAUGARDAG var Lowell Thomas heiðursgestur f hófi tslenzk-amerfska félagsins, en félagið heldur hátfðlegan dag Leifs Eirfkssonar árlega. Frétta- menn hittu Lowell Thomas að máli nú fyrir helgi. Lowell Thomas er frægur rit- höfundur frétta- og útvarps- maður, og á hann iangan og ævin- týralegan feril að baki sér. Hann er fæddur og uppalinn í Klettafjöllunum, og hafði mikið af gullgröfurum að segja í upp- vextinum. Hann ólst upp i því andrúmslofti gullgrafara, sem rfkti rétt fyrir aldamót, og segir það hafa mótað viðhorf sín f mörgu. Lowell Thomas mun hafa starf- að við útvarp lengst allra manna í veröldinni samfleytt, en á þessu ári á hann 50 ára „útvarpsaf- mæli“. Hann starfar enn við út- varp, og er daglega með 15 mín- útna fréttaþátt. Hann segist hafa starfað nokkuð við sjónvarp, en sér falli útvarpið betur, þar sem það gefi mönnum frjálsari hend- ur. Þannig geti hann t.d. haft sam- band við útvarpsstöð sína, hvar sem hann er staddur í heiminum en gerð sjónvarpsefnis krefjist bæði lengri tíma og meiri tækja- búnaðar. Þess má einnig geta, að Thomas kveðst aldrei taka út- varpsefnið upp á band, heldur sé ævinlega um beinar útsendingar að ræða. Lowell Thomas tók þátt I fyrsta flugi umhverfis jörðina, og er hann nýkominn frá hátíðarhöld- um í tilefni þess, að nú eru liðin 50 ár síðan það var. bifreiðaeigenda almennt. For- maður félagsins var kjörinn Egg- ert Steinsen og aðrir í stjórn eru: Guðmundur Sigurðsson, Kristinn Helgason, Þór Hagalín og Þórar- inn Óskarsson. Lowell Thomas ása’mt Birni Matthfassyni, formanni tslenzk-amerfska félagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.