Morgunblaðið - 16.10.1974, Side 14

Morgunblaðið - 16.10.1974, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1974 fólk — fólk — fólk — fólk 1 Þórhallur D. Krístjánsson fyrir framan noieiayrnar Reksturskostnaðurinn hækkar örar en verðlagið Rætt við Þórhall D. Kristjánsson, hótelstjóra á Höfn í Hornafirði EITT myndarlegasta hótel landsins, utan Reykjavfkur, er á Höfn f Hornafirði, en hótelið, sem hefur gistirými fyrir 70 manns var reist 1966 og stækk- að aftur 1970. Eigendur þess og hótelstjórar eru þeir Þórhallur D. Kristjánsson og Árni Stefánsson. Nú eftir að hring- vegurinn var formlega opnaður hefur viðkoma ferðamanna á Hornafirði margfaldast, og sagt er að yfir 40 þúsund ferðamenn hafi komið við á Höfn f sumar. Af þessum sökum, var eðlilega gífurlega mikið að gera á hótel- inu, „en við þurfum enn miklu fleirí ferðamenn yfir vetrar- tfmann,“ sagði Þórhallur D. Krístjánsson, þegar blm. Morgunblaðsins ræddi við hann fyrir stuttu, yfir kaffi- bolla á hótelinu. „Þótt sumir segi, að hingað hafi komið 40 þúsund ferða- menn í sumar,“ segir Þórhall- ur, „þá vil ég vera varkár og slá ekki fram neinni tölu, en eitt er víst að ferðamannastraumur- inn margfaldaðist, og það kom ekkí aðeins hótelinu til góða, heldur öllum þjónustufyrir- tækjum á staðnum. Því miður varð útkoman á hótelinu sú, hvað nýtingu snertir, að aðeins var fullt f tæpa tvo mánuði eða frá 15. júní til 15. ágúst. Nú bar miklu meira á íslenzkum ferða- mönnum en áður og að sama skapi dró úr komu erlendra ferðamanna. Fjölmargar ferða- skrifstofur höfðu pantað gist- ingu fyrir erlenda ferðamanna- hópa s.l. vetur, en þessar pant- anir voru svo afpantaðar þegar leið á sumarið." Hringvegurinn ekki fullkominn enn „Hvernig hefur nýtingin á hótelinu verið á þessu ári?“ „Hún hefur ekki verið meiri frá áramótum en gengur og ger ist, en samt er ekki hægt að neita þvi að hringvegurinn hef- ur haft áhrif á reksturinn, þó að tíðarfar hafi ekki verið eins æskilegt og ég hefði kosið. Á þessu ári hefur fólk mikið komið hingað og keypt sér mat og í því hafa áhrif hringvergarins margumrædda komið fram. En úr því að við erum farnir að ræða um hringveginn, þá vil ég benda á það, að fullkominn hringvegur verður ekki fyrir hendi fyrr, en búið verður að lagfæra veginn á Breiða- merkursandi og leggja veg yfir eða fyrir Lónsheiði." „Var staðurinn tilbúinn til að taka á móti þeim fjölda ferða- manna, sem hingað kom?“ Reksturskostnaður- inn hækkar örar en verðlagið „Það má kannski segja, að hálfgert nýja brum hafi verið á þessu f sumar, og þvi má segja að hann hafi ekki verið tilbúinn til að taka á móti slíkum fjölda ferðamanna, en það er öðru vfsi að sinna Islendingum en er- lendum ferðamönnum. Því mið- ur er verðlag hér innanlands þannig, að það hefur orsakað stöðnun í aðstreymi erlendra ferðamanna og á það einnig sinn þátt í hvað allur botn dett- ur úr rekstrinum á haustin og hann verður þar af leiðandi ójafn. Við höfum tekið það til bragðs að leigja kaupfélaginu hluta af húsinu yfir vetrartím- ann undir starfsfólk, en það er neyðarúrræði og hálfgerð eyði- legging á húsinu að leigja það undir fólk, sem er i alls konar vinnu. Við höfum samt reynt að fegra umhverfið I kringum okk- Framhald á bls.23. Mikið er byggt á Höfn og fleiri og fleiri eru þar bundnir þjónustuiðnaðinum. Ljósm: Mbl.: Þórleifur Ölafsson Verzlunin er rekin með 1200 millj. kr. halla á ársgrundvelli Rætt við Árna Árnason, forstöðumann hagdeildar Verzlunarráðs íslands í sumar hóf Verzlunarráð fs- lands starfrækslu sérstakrar hag- deildar, sem vinna á að hagrann- sóknum og tölf ræðilegri upplýs- - ingasöfnun. Árni Árnason rekstr- arhagfræðingur hefur verið ráðinn til þess að veita deildinni forstöðu. Hann hefur nú nýverið lokið við könnun á afkomu verzlunarinnar á árunum 1973—'74. Þar kemur m.a. fram. að á árinu 1971 var hagnaður I verzluninni 498.3 millj. kr., en áætlað er að á þessu ári verði halli, sem nemur 157 millj. kr., og rekstursskilyrði f október sýna enn verri afkomu eða um 100 millj. kr. tap á mán- uði. Athyglisvert er að afkoma verzlunarinnar hefur farið jafnt og þótt versnandi siðan 1971 og er nú verri en hún hefur nokkurn tima verið á þessu timabili. Aðspurður sagði Árni Árnason, að helztu verkefni hagdeildar Verzlun- arráðsins yrðu almennar hagrann- sóknir og gagnasöfnun. Hugmyndin væri að taka úrtak fyrirtækja og fylgjast á þann hátt með afkomu atvinnugreina á hverjum tíma. Þá væri ætlunin að safna saman töl- fræðilegum upplýsingum um stöðu verzlunarinnar i því skyni að auð- velda aðgang að þeim. Talsverð gagnasöfnun um einstaka þætti verzlunar fer nú fram af ýmsum aðilum i þjóðfélaginu og er ætlunin að nýta þær betur með frekari úr- vinnslu. Árni Árnason sagðí ennfremur, að hagdeildin gæti orðið eins konar þekkingarmiðstöð um verðlagsmál, skattamál, utanríkisviðskipti og fleira er varðar viðskiptalífið. Hann sagði ennfremur, að hagrannsókn- irnar einar út af fyrir sig væru ærið verkefni, ef unnt reyndist að ná góðu samstarfi við fyrirtæki. Að sögn Árna var fyrsta verkefni hag- deildarinnar athugun á afkomu verzlunarinnar á árunum 1973—'74. Þessi athugun náði til byggingavöruverzlunar, bifreiða- verzlunar, almennrar heildsölu og smásöluverzlunar, það er þeirra at- vinnuvegaflokka, sem hafa númerin 614—629. Það sem á vantar að athugunin nái til allra verzlunar- greinanna er, að útflutningsverzl- unin, áfengi og tóbak og olfuverzl- unin er undanskilin. Árni sagði, að of langt mál væri að gefa lýsingu á þeim vinnubrögð- um, sem beitt væri við gerð áætlan- anna. Þó væri rétt að taka það fram, að vinnuaðferðirnar væru þess eðlis að þær gæfu þvf traustari niður- stöðu, sem minni sveiflur yrðu á magni og verði einstakra vöruteg- unda og gjaldaliða Þetta þýddi, að heildarniðurstöður áætlunarinnar gæfu mun áreiðanlegri niðurstöður en útkoma einstakra greina, svo sem i byggingarvöruverzlun og bifreiða- verzlun, þar sem verulegar sveiflur ættu sér stað. Árni segir, að hagnaður í verzlun hafi árið 1971 numið 498,3 millj. kr., en hrapað í 268 millj kr árið 1 972. Árið 1973 sígi enn á ógæfu- hliðina. Afkoman hafi þá versnað i öllum greinum verzlunarinnar og niðurstöður bendi til 60 millj kr. halla f smásölunni. Árni segir enn- fremur, að á yfirstandandi ári megi búast veð batnandi afkomu bæði í byggingarvöruverzlun og bifreiða- verzlun vegna gífurlegrar veltuaukn- ingar í þessum greinum. Búast megi við 127 millj. kr. hagnaði f bygg- ingarvöruverzluninni og 247 millj kr. hagnaði í bifreiðaverzlun. Hins vegar sé reiknað með 490 millj. kr. rekstrarhalla f smásöluverzluninni ! ár, en miðað við aðstæður eftir að álagning var lækkuð i kjölfar gengis- lækkunarinnar megi búast við að á ársgrundvelli verði halli smásölu- verzlunarinnar um 1000 millj. kr. Hallinn f almennri heildverzlun verður 41 millj. kr. árið 1974, en miðað við þær forsendur, sem skapazt hafa eftir álagningarlækkun- ina megi búast við tæplega 360 millj. kr. rekstrarhalla á ársgrund- velli. Áætlað tap i verzluninni i heild á þessu ári er 157 millj. kr., en ef miðað væri við breyttar aðstæður eftir álagningarlækkunina yrði það 1200 millj. kr. á ársgrundvelli eða 100 millj. á mánuði Árni benti á, að athugunin leiddi í Ijós, þegar litið væri á hagnað verzl- unarinnar í hlutfalli við veltu, að þróunin hefði stöðugt farið versn- andi frá 1971. Á því ári hefði hagn- aður i hlutfalli við veltu verið 1,8%, árið 1972 hefði þetta hlutfall verið komið niður í 0,8%, það hefði svo enn lækkað 1 973 niður í 0,5% og á þessu ári væri reiknað með, að hlut- fallið yrði neikvætt um 0,2%. Um orsakir þessarar þróunar sagði Árni, að margt kæmi til. Ljóst væri þó, að verzlunin eins og aðrar atvinnugreinar þyldu illa mikla verð- bólgu í þeirri miklu verðbólguöldu, sem nú hefði riðið yfir, hefðu vöru- birgðir ekki mátt hækka til jafns við endurnýjunarverð vörubirgða, álagning hefði verið ákveðin án til- Árni Árnason rekstrarhagf ræð ingur. lits til dreifingarkostnaðar og Ifta yrði á, að fastafjármunir væru ein- ungis um 27% heildarfjármunanna. Þá sagði hann, að sú lækkun há- marksálagningar, sem komið hefði f kjölfar gengisfellingarinnar sfðustu, gerði verzlunargreinunum enn erfið- ara fyrir að endurnýja vörubirgðir sfnar [ þriðja lagi mætti benda á, að gengisfellingar væru gamall óvinur innflutningsverzlunarinnar og þeirra greina, sem ættu viðskipti við hana. [ fjórða lagi mætti svo minna á innborgunargjaldið sem verið hefði í gildi síðan í maímánuði sl., en f ágústlok hefðu 1166 millj kr verið bundnar með þessum hætti. En það væri álfka upphæð og samanlögð sjóðseign og bankainnistæður verzl- unargreina hefðu verið f árslok 1972. [ fimmta lagi mætti svo minna á, þótt vextir hefðu verið og væru enn mjög lágir miðað við þann verðbólguhraða, sem verið hefði að undanförnu, að vaxtahækkanirnar f ár og f fyrra hefðu valdið verzluninni verulegum kostnaðarauka á sama tfma og verðbólgan hefði rýrt eigin- fjárstöðuna og aukið lánsfjárþörfina. Loks sagði Árni, að nefna mætti að launakostnaður hefði hækkað gífurlega. Að vfsu væri það verzlun- inni hagsmunamál að geta greitt sem bezt laun til þess að hafa yfir að ráða sem hæfustum starfskrafti, en minnkandi hagnaður og versnandi greiðslugeta hefðu þó gert verzlun- inni erfiðara um vik að inna þetta hlutverk vel af hendi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.