Morgunblaðið - 16.10.1974, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.10.1974, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1974 . f=7 Sagnarandinn Þeir létu hestana lötra í fyrstu, því að ekkert lá á. — Sólin var að setjast. Daði og Nonni sneru hestun- um og horfðu á sólarlagið. Það var undur fallegt. Lengst í vestri sá á hafið milli fjallanna og út við sjóndeildarhringinn virtist sólin vera að sökkva í það og lita himin og haf rósrauðum bjarma. Gluggarnir á Kambi glóðu í roðanum, og það var einna likast því, að bærinn stæði í björtu báli. Loks hvarf sólin alveg niður fyrir hafsbrúnina og að eins daufur roði á vesturloftinu, sem dvínaði þó æ meir og meir, gaf til kynna, að drottning dagsins væri þar á ferð. „Nú skulum við halda áfram“, sagði Daði. „Það verður fast að miðnætti, þegar við komum að Bakka, og allir farnir að sofa“. Nonni samsinnti þessu, og nú riðu þeir félagar af stað og fóru geyst. Bleikur var á undan, því að hann var afbragðs gæðingur, en Brúnn, hesturinn, sem Nonni hafði fundið hjá ánni, var alltaf á hælum eftir OSKAR KJARTANSSON hans. Þegar þeir voru næstum komnir alla leið, lægðu þeir ferðina, og létu nú hestana fara seina- gang heim undir túngarðinn á Bakka. Þar stigu þeir af baki, og Nonni leysti snærið út úr Brún og sló í hann. Hesturinn var feginn frelsinu og rölti burt, en þó ekki lengra en í grösuga laut, sem var þar rétt hjá, og fór þar að bíta. Daði leysti skinnbelginn frá hnákknum og sagði Nonna að skríða ofan í belginn. Nonni gerði, eins og fyrir hann var lagt, og svo batt Daði fyrir pokann og snaraði honum á öxl sér. Tók hann síðan í taumana á hestinum og gekk heim traðirnar, sem lágu heim að bænum. Það virtust allir vera i fasta svefni í bænum. Að minnsta kosti sáust þess ekki merki, að neinn væri á fótum. Það var líka liðið fast að miðnætti, þegar Daði gekk í hlaðið. Allt í einu heyrðist hundgá, og mórauð- ur rakki kom þjótandi, með miklu írafári og gelti 7A S Þú átt að finna Sigga, en hann er einn af þessum níu mönnum, sem eru á þessari teikningu. — Honum er þann- ig lýst, og samkvæmt því áttu að geta fundið hann: Berhöfðaður, hann er með hálsbindi, hann er staflaus og í svörtum skóm. Við létum lausnina fylgja. ANNA FRA STÓRUBORG - saga fra sextándu old eftir Jón Trausta aði í þeim að einhverju fémætu. Svo byndi hann manninn og léti hann liggja keflaðan. Drengurinn stæði organdi og skjálfandi af skelfingu og þyrði ekki einu sinni að flýja. Hann skeytti honum ekkert. Hann tæki klyfjamar af hestunum, tætti þær allar sundur og þeytti þeim út um allt. Það væri ekkert, sem hann hefði neitt við að gera, en honum væri svölun í því að skemma það og eyðileggja. Þegar hann væri búinn að leika sér lyst sína, hlægi hann hátt og tryllingslega og hyrfi aftur á svipstundu inn í bergið. Þá þyrfti ekki lengi að bíða eftir Rama-hrópi í sveitinni. Það væri ræningi í berginu hjá Fit! Stigamaður! Og stigamaðurinn væri Hjalti Magnússon! Þá kæmu þeir! Þá kæmu þeir eins og gapandi og gólandi úlfar, með lögmanninn i broddi fylkingar. Þá stæði slagurinn, þar til yfir lyki---------! Lestin fetaði fram hjá, og hann stóð kyrr, eins og hann væri gróinn fastur við bergið, — steinstytta með ræningja- augum! Þegar lestin var komin á hvarf, kom Steinn á Fit heim- an frá bænum og læddist upp í hellinn til hans. Hann vissi, hvað hann vildi. Hann var með skilaboð frá önnu. Já, það stóð heima. Honum var óhætt að koma um næstu helgi. Um næstu helgi! Ekki fyrri. Hann leit fyrirlitlega til Steins og anzaði honum engu, glotti aðeins gremjulega. Steinn sá, að hann var í illu skapi, og hafði sig burtu sem bráðast. Hjalti horfði á eftir honum. Þetta var hundurinn, sem hann fékk sér til skemmtunar og aðstoðar. Trúrra og tryggara dýr gat enginn maður fengið. Hundslegri umhyggja og árvekni var ekki til í nokkrum manni. Hann iðraðist eftir því að hafa ekki tekið Steini vel, eins og hann hafði oft gert áður. Honum var fyrir löngu farið að þykja vænt um hann. Nú hafði hann sneypt hann frá sér eins og hund. Iðrunin varð að nýju gremjugalli í skapi hans. Allar manneskjur voru honum í raun og veru vondar. Ef til vill var önnu líka farið að standa á sama um hann. Hvers vegna mátti hann ekki koma fyrr en um helgi, fyrst engin hætta var á ferðum? Gat hún þá ekki getið því nærri, hvað hver dagur, hver stund væri honum óbærilega löng, sem hann þyrfti að biða eftir fundi hennar? Hvers vegna var hún að kvelja hann með fleiri dögum en nauðsynlegt var? Undarlegri og óttalegri hugsun skaut upp í huga hans. Hún var ekki ný. Hún hafði komið áður stöku sinnum, þeg- ar illa lá á honum. Það var sem grett og illgjarnt andlit stæði glottandi frammi fyrir honum og hvæsti framan í hann: Anna elskar þig ekki. — Lygi! var svarað langt inn- an úr hugskoti hans sjálfs. — Anna er þér ótrú! — Lygi, lygi, lygi! æpti innan í honum. Lygi, lygi! — Samt var sem blóðið storknaði í æðum hans. — Lygi! — Hann þekkti augun sín í öllum bömunum. Þau voru ekki einungis hold af hans holdi og bein af hans beinum, heldur einnig sál af hans sál. Samt fékk hann óviðráðanlega löngun til að koma einhvern tima að önnu óviðbúinni.-------- Hann stóð kyrr, þar til orðið var meira en hálfdimmt. Þá kom að nýju yfir hann löngunin til að hrista af sér þenn- an híðbjamardoða, rétta sig upp úr aðgerðaleysinu og reyna ílk6lmei9unkoffiAii A rúmstokknum Þetta er nýjasta bókin hans — og svo er ég með hérna undir handleggn- um skýringarnar — ef þú vilt fá þær með... Nei — nei — Hótel Alpa- tindur er næsta hús við...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.