Morgunblaðið - 20.10.1974, Síða 10

Morgunblaðið - 20.10.1974, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1974 fólk — fólk — fólk — fólk „Karlmenn eru sneyddir því að sjá í gegn ” Við hittum Herdísi Hermóðs- dóttur þar sem hún var að skjót- ast út í búð og tókum hana tali. Þegar við spurðum hana um álit hennar á stöðunni í landsmál- unum var hún fljót að taka upp eftirfarandi þráð: „Það skýtur dálitið skökku við í sambandi við nýafstaðnar hækkanir, að allt kaupgjald er fast. Þetta nær náttúrulega engri átt á sama tíma og allar nauðsynjar hækka. Kven- fólk á að segja eitthvað við þessu. Allt er þetta fyrst og fremst til komið vegna aðgerða og stjórn- leysis síðustu stjórnar, en kominn er tfmi til að skapa jafnvægi í þessum málum. Hvað með uppbætur á kjöti til Noregs nú. Fáum við að sitja við sama borð? Við eigum núna 40 þús. tunnum meira af kartöflum en við höfum þörf fyrir næsta árið samkvæmt þvf, sem sagt er í fréttum, en á sama tíma hækka kartöflur í verði. Það er líka annað sem mér og öðrum konum finnst hart, en það eru þessir gífurlegu tollar á öllum vörum er til heimilis koma. Þessi mála- flokkur hefur ekki átt neinn for- svarsmann, því karlmenn eru sneyddir því að sjá f gegn um þetta, en kvarta svo hins vegar ef til vill yfir því, að það sé búið að eyða of miklu. Ég er sannfærð um, að fólk gerir sér ekki grein fyrir því, að það þarf að gera harðar ráðstafanir, en þetta er orðið nokkuð langvarandi. Það hefur hangið sverð yfir höfði allra og þetta er búið að vera svona allt þetta ár. Fólk hefur beðið eftir því síðan í marz að sverðió félli á hausinn á því, en auðvitað skiptir mestu máli, að atvinnutækin gangi og þau verða að sjálfsögðu að hafa sinn rekstrargrundvöll. Þegar svo er ekki verður einhversstaðar að stoppa.“ „Hvemig er félagslífið hér?“ „Félagslífið er höppum og hendingum háð hér, en þó eru hér mörg félög, sum að vísu lítið nema nafnið, en önnur rismeiri í raun. Mest ber á starfi kven- félagsins, Lion og SVFI, en leik- félagið er einnig að fara á stjá. Það er erfitt um allt félagslff ekki sízt vegna atvinnuháttanna, en segja má, að unnið sé myrkranna á milli í fiskinum og hann verður að vinna. Ekki þýðir að láta hann bíða. Það hefur aldrei verið unnið eins hér til jafnaðar og upp á sfðkastið. Tveir togarar landa hér _ og það hefur staðið á höfnum fyrst og fremst. Nú þegar skólarn- ir hef jast og allir unglingar hætta að vinna er voði fyrir dyrum hjá hraðfrystihúsinu, en þá kemur til kasta húsmæðranna. Það hefur verið rætt um að halda dagheimili hér gangandi yfir veturinn til þess að auðvelda húsmæðrum vinnusókn og jafnvel hefur verið talað um að reka það í samvinnu við frystihúsið. En við vorum að minnast á skól- ana. Aðstaða okkar hér t.d. til þess að fá hingað kennara og aðra opinbera embættismenn er afskaplega slæm. Mér virðist það nú ríkjandi í sambandi við ráðningar kennara út á landið, að hver yfirbýður í kapp við annan. Við eigum að heita laus við ómegð farandmanna, en sitjum nú uppi I með þá ómegð, að kennarar ganga I i §*'sjf B JR Herdfs Hermóðsdóttir. uppboðum um landsbyggðina. Þetta á ekki við alla, sem betur fer, en mikinn hluta samt og það eru afskaplega margir, sem eru mjög illir út í þetta. Það á ekki að þurfa að taka þetta fólk í fæði og húsnæði eins og hverja aðra sveitarómaga. Maður veit Iíka til þess í mörgum tilfellum, að kenn- ari sækir um allt að þrjár stöður hjá menntamálaráðuneytinu og svo er reiknað með þessum sama Grúskað í hvers- dagslífinu á Seyðis- firði kennara á hverjum stað. Þegar til kastanna kemur er svo allt í vit- leysu og 2 staðir sitja uppi í vand- ræðum. Þetta gengur ekki ef sama manninum er veitt staða á Vesturlandi, Austurlandi og Suðurlandi. Aður voru ómagar boðnir lægstbjóðanda, en nú bjóða sumir kennarar sig hæst- bjóðanda. Mér finnst þetta aumt og óverðugt fyrir þá stétt.. Svo er það nú grunnskólafrumvarpið. Allir úti á landsbyggðinni eru sammála um, að af tvennu illu væri betra að auka skólaskylduna um att ár heldur en auka skóla- tfmann á árinu, því það eru nóg verkefni fyrir unga fólkið á atvinnumarkaðnum og atvinnu- lífið sjálft er ekki síður skóli en skólabekkirnir og kannski frem- ur. Það er margt brotið og bögglað í skólakerfinu og margir hafa þá trú, að það stefni stöðugt í þyngra og verra kerfi, svo verður allt of erfitt í vöfum. Mér finnst eins og það miðist allt orðið við skólakerf- ið í stað þess að miða skólakerfið við lífið í landinu og það finnst mér mesti gallinn á okkar þjóð- félagi f dag.“ — árni J. Helgi Sigurðsson á hlaðinu hjá sér f ausandi rigningu. Ljósmyndir Mbl. Árni Johnsen. „Mikið djöfuls voðalega rignir ” „MIKIÐ djöfuls voðalega rignir, þetta er alveg hræðilegt. Þetta hefur nú verið meiri rigningartfð- in f sumar. Eg man bara aldrei eftir svona samfelldri rigningu." Við erum að rabba við Helga Sigurðsson á Eskifirði og hann heldur áfram: „Það hefur rignt stanzlaust f 2 mánuði, já, það má segja, að það séu tveir góðir heið- skfrir dagar f mánuði. Það er nú ekki meira. Annars held ég, að við getum fengið góða mánuði fram á áramótin. Tvö sfðustu árin hafa október og nóvember verið harðastir, en ég fór f berjamó f fyrradag og hef aldrei fengið ófrosin ber fyrr um þetta leyti f Lambeyrardal. Eg týndi 10 potta um eftirmiðdaginn með berja- tfnu. Eg tók tfmann á tfnuna, sem tekur pott, og var 5 mfn. að fá hana fulla. £g hugsa, að önnur eins berjaspretta og f sumar hafi ekki komið f mörg ár, það er að vfsu ekki reglulega gott bragðið af þeim vegna sólarleysisins, þvf það vantar sætuna f þau. Veðrið spilar mikið inn f þetta. Ein frostnótt f vor, seint f aprfl, stöðvaði vöxt á garðávöxtum og þeir virtust ekkert vaxa f þrjár vikur. Kartöflugrös f görðum f bænum féllu þá. Ég sáði 14. aprfl, og það var þvf rétt að byrja að koma upp hjá mér, þannig að ég slapp við skemmdir. Annars er ekki hlaupið að þvf að taka upp núna, alltaf rigning. Fólk er orðið dauðþreytt á rigningunni. Eg býst við, að veðrið hafi áhrif á sumt fólk, ekki þó mig.“ Helgi er 79 ára gamaH og keypti sitt hús árið 1926 fyrir 8100 kr. Við spurðum hann hvort hann inni eitthvað: „Ég skýzt svona I bletti til að slá“ sagði hann „en það er engin vinna. Þeir neita að taka gamalt fólk f vinnu, það þyk- ir vfst skömm að hafa gamalt fólk f vinnu. Eg hef oft beðið um vinnu f frystihúsinu, en ekki fengið.“ — árni j. * Við f jöruborðið á Eskifirði l fólk — fólk — fólk — fólk

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.