Morgunblaðið - 20.10.1974, Síða 14

Morgunblaðið - 20.10.1974, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1974 £ Um fleiri væntanlega þætti „Ég er líka að vinna að tveimur jazzþáttum með íslenzkum hljóð- færaleikurum. Er búinn að taka annan þeirra upp, og hinn er í undirbúningi. Þetta er svona til- raun með að gera þætti sem ekki eru með þessum föstu grúppum, sem troða upp með prógröm sem þær hafa verið að spila á böllum, — þótt það sé ágætt I sjálfu sér. Hér eru fengnir menn úr hinni og þessari áttinni. Sumir hafa leikið jazz áður, aðrir ekki, — eins og t.d. Geiri í Pelican og Gunni Þórð- ar. í öðrum þættinum syngur Jónas R. eitt lag, og í hinum Janis Carol. Ef þetta gengur vel getur vel verið að við verðum með fleiri slíka. Varðandi þætti með popp- hljómsveitum er í bígerð þáttur með Hljómum, sem þó er ekki komið fast form á. Það hafa komið fram margskonar hug- myndir. En þær breytast alltaf á næsta fundi. Þessi sem við erum með núna hefur þó haldið út tvo fundi.“ Fleiri hugmyndir úr kynnis- ferðinni? „Við Jónas erum með fullt af hugmyndum eftir þessa Banda- ríkjaferð, — bæði um þætti sem nánast má kópera beint, og svo aðra sem vinna má upp úr fyrir okkar aðstæður. En þær hug- myndir bíða I möppunni hjá okkur í bili. Við sjáum til hvernig Uglan tekst.“ 0 Um upphafið hjá sjónvarpinu „Ég kom hérna inn á stofnun- ina eins og andskotinn og vissi ekkert í minn haus. Fékk að dútla eitthvað og fylgjast með, en fór svo seinna á vegum sjónvarpsins á námskeið í hálft ár fyrir upp- tökustjóra hjá sænska sjónvarp- inu. Ég hafði þá eitthvað verið byrjaður að fikta við þáttagerð hér heima, m.a. með Jónasi, sem enn er hér viðloðandi. Þetta voru þættir sem hétu 1, 2, 2'A o.s.frv." Ogdvölin í Svíþjóð? „Hún var fin. Þetta var gott námskeið. Sví- ar eru komnir ákaflega langt í allri sjónvarpstækni, þótt pró- grömin sjálf séu umdeilanleg." Viðbrigði við að koma aftur til isienzka sjónvarpsins? „Jú, en ég held að saman- burðurinn sé hagstæður fyrir okkur, þótt sjálfsagt fari það eftir hverjum og einum. Sviarnir hafa rosalega tækni. Þeir hafa líka nóga peninga, nógan tíma. En þetta er bara orðið svo mikið skrifstofubákn hjá þeim. Þetta er allt orðið svo mikið mál. Ef vantar vasaklút fyrir einhvern leikarann þá liggur við að þurfi að sækja um hann með þriggja vikna fyrirvara. Þetta er ýkt, en samt er .talsvert til í því. Við höfum þetta hins vegar huggulegt. Hér nær maður sambandi við það fólk sem vinnur með manni, t.d. tæknimennina. Þetta er eins og stór fjölskylda. Þeir sem hafa verið hjá sjónvarp- inu frá upphafi segja að vísu að þetta sé að fara út í að verða ópersónulegt. En það gerist auð- vitað alltaf þegar þetta vex. Þá verða menn svolítið langt hver frá öðrum.“ % Um að vera yfirleitt ánægður „Jú, ég er mjög ánægður með lífið hér hjá sjónvarpinu. Það er gott að vinna hérna. Það sakar þó ekki að geta þess að ég er yfirleitt ánægður, og skiptir þá ekki máli hvort heldur er í pípugerðinni í Reykjavík eða í malbikinu á Akureyri. Það má kannski segja að þar með geri ég engar kröfur til neins. En ég held að það sé ekki rétt. Þetta er yfirhöfuð „intressant“ stofnun. Sjónvarpið er það, — hvernig sem annars má kritisera það. Þetta er síbreytilegt starf, a.m.k. á meðan maður er ekki farinn að endurtaka sig. Ætli Slagsíðan ræðir við Egil Eðvarðsson nm sjónvarp og sjónvarp og Combó Þórðar Hall og sjónvarp og.................... - hvað ekki vað a við, Egill Eðvarðsson og Jón Vopni, afi hans. # „ÞAÐ eru að fara af stað ýmsir þættir núna, þótt þeir séu seinna á ferðinni en venjulega. Við Jónas erum að gera Uglu á kvisti í breyttu formi. Við vorum löngu orðnir uppiskroppa með það músíkefni sem við höfum byggt þættina á s.l. tvö ár. Það verður því aðeins notað í innskot í þessari nýju Uglu. Þátturinn sjálfur er getraunaþáttur, — án þess þó að menn eigi að taka það of alvarlega. Þetta verða ekki þessi hefðbundnu gáfnapróf, heldur spurning um athyglisgáfu. Þætt- irnir verða teknir upp með áhorfendum og byggjast fyrst og fremst á þátttöku þeirra. Ég hef sennilega verið að ganga í gegnum einhvers konar tfmabil núna þar sem ég legg mest upp úr framlagi áhorf- andans. Hugmyndin að þessari Uglu er annars bandarfsk. Við Jónas fórum til Bandaríkjanna f vor til að kynna okkur bandarfska skemmtiþætti. Við sátum í fimm daga inni á hótelherbergi og horfðum á um 15—20 prógröm á dag, og vorum orðnir óhugnanlega leiðir f lokin.“ VIÐMÆLANDI: Egill Eðvarðsson. ÆVISAGA í HNOTSKURN: Akureyringur, lærði þar að lesa og skrifa og leika á píanó, spilaði f skrallhljómsveit á sfnum tfma á staðnum, stúdent frá MA, „eins og allir góðir menn“, hélt til Bandarfkjanna með styrk upp á vasann til að nema „myndlistarfræði eða eitthvað álfka hátíðlegt“, innritaðist í Myndlista- og handfðaskóla tslands til að gerast teiknikennari, var einn af stofnendum hins annálaða Combós Þórðar Hall, var búinn að fá stöðu sem teiknikennari, frétti þá að sjónvarpið væri að svipast um eftir manni með tónlistar- og mynd- listarmenntun og stúdentspróf — er nú upptökustjóri hjá Lista- og skemmtideild. SPYRJANDI: Slagsfðan. sé ástæða til að halda að maður byrji á því alveg á næstunni?" Hvað er það versta við starfið? (Löng umhugsun) „Svei mér ég veit það ekki. Ég er ekki að reyna að fela neitt negatift. En maður lendir sjaldan í alvarlegum útistöðum við þetta fólk sem maður vinnur með hérna. Ég segi því að halda kjafti. Það segir mér að halda kjafti. Svo er það búið. En þetta er jú á vissan hátt stressandi starf. Ætli það sé ekki tímapressan sem kemst næst því að vera það sem við getum kallað „verst". x # Um að rúlla ekki bara áfram. „Nei, hef ekki orðið var við að það hafi verið tekið fram fyrir hendurnar á mér í neinu sem mig hefur langað til að gera. Það má að vísu alltaf finna einhver smá- atriði, en annað er það ekki. Og þá er alltaf hægt að finna ástæður fyrir hlutunum. En ég held ég sé heldur ekki þannig karakter, sem gengur með einhverjar ofboðsleg- ar hugmyndir og vill troða þeim inn og gera mál úr. Ég reyni frek- ar að læða hlutunum inn.“ Hvað er það bezta við starfið? „Nú hef ég ekki verið í annarri fastri vinnu en þessari. En ég held að það liggi í augum uppi að svona stofnun rúllar ekki bara áfram. Það þurfa alltaf að koma til ný og ný verkefni, nýjar hug- myndir. Strax og þú ert farinn að endurtaka þig kemur pressa á þig um að fara að gera eitthvað ann- að. Það er þessi breytileiki sem ég held að sé það bezta. Nú, svo er það eins og kemur fram í öllum svona viðtölum: Maður kynnist svo mörgu og margskonar fólki. Hér fara i gegn leikarar og hljóm- if „Kom inn á stofnunina eins og and- skotinn og vissi ekkert ( minn haus.“ •k „Ég segi þvf að halda kjafti. Það segir mér að halda kjafti." if Er ekki tilbúinn að segja að pening- ar séu nein allsherjarlausn." ★ „Þegar er troðið og traðkað á þér, þá er bara að fá eitthvað út úr þvf.“ if „Við komum fram, boruðum í nefið og fórum f badminton". (Ljósm. Mbl. E.B.B.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.