Morgunblaðið - 20.10.1974, Síða 15

Morgunblaðið - 20.10.1974, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÖBER 1974 15 Frá upptökum á sjónvarpsdag- skrám Egils. ilvægt á móti mér. Alla vega ekki á við það sem margt fólk lendir í.“ # Um Combóið Combó Þórðar Hall: f.v. Ómar Skúla- son, Áskell Másson, Egill. Á myndina vantar Grétar Guðmundsson. listarmenn jafnt sem almennir borgarar, erlendir skemmtikraft- ar o.s.frv., sem maður mundi tæp- ast komast í kontakt við á annan hátt. Þetta eru að vísu skamm- vinn kynni. Þetta er eins og að fara í Klúbbinn og segja hæ við fólk, sem maður þekkir ekki neitt, skiptast svo á nokkrum orðum eitt augnablik. Þetta gerir það augna- blik aðeins stærra en það áður var. Ég verð líka að minnast á það, að ég vinn á vöktum, sem eru alveg sérstaklega hagstæðar." „Þetta er starf þar sem maður fær verkefni upp í hendurnar og maður verður að leysa þau. Ég þarf t.d. að vera búinn að koma fyrstu Uglunni inn á band fyrir 31. október. Það þýðir ekki að ég þurfi að hanga yfir þessu á skrif- borði allan daginn, heldur aðeins, að þetta á að fara út f loftið á ákveðnum tíma, og þá verð ég að sjá um, að það geti farið út í loftið. í stuttu máli, er ég frjáls hérna.“ • Um gagnrýni og hlutverk sjónvarpsins. „Jú, mér finnst sú gagnrýni sem fram hefur komið á dagskrá sjónvarpsins að undanförnu alveg réttmæt. Dagskráin er ekki nógu góð. En þá vil ég segja í leiðinni að ég hef aldrei kynnzt sjónvarps- dagskrá sem er nógu góð. Dagskráin í sumar hefur samt verið ofsalega slöpp. Sumar- dagskráin hjá okkur hefur verið miðuð við það, að fólk sé almennt útivið og horfi lítið á sjónvarp. Við getum leyft okkur að taka tillit til huggulegra hluta hérna. Eins og fyrirtæki gefa kannski starfsfólkinu frí af því að það er sólskin og gott veður, þá gefum við áhorfendum frí á sumrin. Það er kannski hlegið að þessu erlendis, en þetta hæfir okkar þjóðfélagi, og er bara huggulegt. Til dæmis I Bandaríkjunum rúll- ar þetta kerfi eins og andskotinn. Við Jónas vorum búnir að sjá þá vinna þrjá sjevróletta fyrir hádegið fyrsta daginn. Þá fórum við út að éta, þótt við hefðum kannski átt að fara út að gubba.“ „En svo ég svari spurningunni. Sjónvarp á að vera fyrir alla. Ekki bara fyrir sjúklingana sem horfa á allt til þess eins að drepa tím- ann, og ekki heldur bara fyrir krakkana sem vilja ekkert annað en einhverja rosalega framúr- stefnu. Það er fyrir alla, og af því leiðir vissa meðalmennsku. Það þarf sitt lítið af hverju. En ég held að sjónvarpið þurfi að sýna meira af andstæð- um, og ekki svona mikið af jöfnu efni. Af þessu hlýzt óþarflega mikil flatneskja. Þetta er ekki ósvipað spurn- ingunni um pólitíska óhlut- 'i'drægni fjölmiðla: Allar skoðanir þyrfa að koma fram í einu, og úr þéiln verður ekki neitt. Af hverju megá>þessar skoðanir ekki koma fram éin og ein í einu? Það er þáttur fyrir vestan, þar sem menn sækja um að fá að koma skoðun- um sínum á framfæri. I einum sá ég mann úthúða Nixon alveg ógeðslega, — en það var þá í tizku —, og svo löngu seinna í þættin- um kom annar með allt aðra skoð- un. Ég er ekki endilega að segja að sjónvarpið okkar eigi að fara út í þetta. En þarna er viss mögu- leiki." i Um hæfileikann til aðlögunnar „Það er alltaf umdeilanlegt hversu stóran part af dagskránni skuli nota undir þetta efni og hversu stóran undir hitt. A þessu er engin patentlausn. Þetta er ákveðið af dagskrárstjórn, og svo má alltaf deila um hæfileika þeirra manna sem að henni vinna." Hvað um erfiðleika sjónvarps- ins vegna peningaskorts? „Jú, jú, það má alltaf segja að það vanti peninga til alls. En ég er ekki tilbúin til að segja að peningar séu nein allsherjarlausn. Það eru vissir hlutir hér á stofnuninni sem mér finnst mættu betur fara. Það mætti t.d. kaupa tæki, ákveðna linsu o.s.frv. Maður seg- ir, að það vanti þetta og hitt. En ef maður skoðar þetta f kjölinn, þá held ég að komi alltaf út eitt spurningamerki. Er þetta og þetta virkilega það sem ræður úrslit- um? Þetta er kannski svolítið „goodie“-hugarfar. Það þýðir ekki það, að maður sætti sig við allt. Ég vil bara ekki gera hlutina of nega- tffa. Þetta er bókmenntalega og fallega sagt: Hæfnin til aðlögunar er alveg andskoti mikilvæg. Þegar er troðið og traðkað á þér, þá er bara að fá eitthvað út úr því. Það er nákvæmlega eins og góður Zen Búddisti sagði... Ja hvað sagði hann? Ég man það ekki, en þetta er sem sagt sú fílósófía sem fýlgir mér. Þar með er ég ekki að segja, að ég geti alltaf framfylgt henni. En ég hef hana alltaf í hausnum, alltaf á bak við eyrað.“ 0 Um Zen Búddisma og að græða á mðtlæti Þegar ég var fyrir vestan á sín- um tíma þá kynntist ég Zen Búdd- istum —, nokkrum bandarfskum mönnum sem hafa haft mjög mik- il áhrif á mig. Þetta voru óvenju- legir menn vegna þess að þeir voru svo venjulegir. Eg var ný- kominn úr menntó, orðinn stúdent og „big deal.“ Maður hafði formúlur fyrir öllu. En kynnin af þessum mönnum hafa kannski fyrst og fremst kennt mér að taka ekki þetta allt svo alvarlega.“ „Fílósófían er sú, að maður græðir á öllum samskiptum, og það er ekkert mótlæti sem maður fær ekki meira pósitíft en nega- tíft út úr. Kannski ætti ég ekki að vera að tala um þessa hluti, og þetta viðhorf kann að breytast hjá mér, því að ég held að ég hafi aldrei fengið neitt afgerandi mik- „Já, Combóið hafði hlutverki að gegna f þessum efnum. Combóið er hlutur sem ég stend alveg við enn f dag, og fylgir mér t.d. hér í vinnunni. Combóið var ekki bara grín, eins og margir héldu." Hvað var Combóið? „Ég veit það ekki. Við getum sagt að Com- bóið hafi verið samskipti, — ann- ars vegar milli okkar innbyrðis sem vorum r því, og hins vegar milli Combósins og þeirra sem hlustuðu og horfðu á það. Þetta voru gagnkvæm samskipti, og nið- urstöður þeirra samskipta held ég að hafi verið þannig að allir hafi fengið sitt. Ef maður færi eftir á að reikna út hvorir hefðu fengið meira út úr þeim, á held ég að niðurstaðan yrði áreiðanlega sú, að við bárum meira úr býtum." „Við vorum í þessu fjórir heilan vetur í Myndlistarskólanum. Höfðum fullt af djobbum. Fullt af peningum, sem okkur veitti ekk- ert af vegna námsins. Þetta stokk- aðist smám saman upp f það, að tveir einbeittu sér að músíkhlið- inni og tveir að „fíflalátunum“, — innan gæsalappa. Askell Másson var f fararbroddi og útsetti fyrir okkur. Hann var í rauninni eini maðurinn með viti músíklega. Það höfðu held ég allir gaman að músíkinni, og það var rýtmi í þessu. Hins vegar gerðum við aðra hluti sem voru svolftið öðru vísi en fólk átti að venjast. Við kannski komum þarna fram, bor- uðum í nefið, lásum upp úr hesta- blöðum og fórum i badminton. Það vakti mikla gleði. En svo kom það fyrir að við komum fram og gerðum alls ekki neitt. Við gerð- um okkur fljótlega grein fyrir því að fagnaðarlæti og pú eru tvær hliðar á sama hlutnum og gátum þá farið að spila inn á þetta tvennt til skiptis. Og það tókst alltaf alveg frábærlega. Við fórum frá þeim samskiptum jafn alsælir og þegar við fengum ekk- ert nema fagnaðarlæti. Við kom- um fram f sfðasta skipti í Glaumbæ og ákváðum að vera með eftirminnilega leiðinlegt pró- gram. Við vorum á sviðinu stutta stund, vorum fúlir og gengum út án þess að hafa gert nokkuð af viti. Þarna var fullt hús af fólkiog það ætlaði allt af göflunum að ganga af pirring og púi. Við vor- um hins vegar himinlifandi.“ ^ Um uppstokkun gildismatsins. Við fórum aldrei á bak við það í neinu. Og það hafði undan- tekningarlftið mjög gaman af þessu. Þetta vakti samt hneykslan hjá sumum. Þetta voru ekki bara stælar, heldur liður í þvi að stokka upp mat fólks á því hvað á við hverju sinni og hvað ekki. Combóið kom t.d. nær alltaf fram í útifötum, og ég gat sagt jafn- hversdagslegan hlut og „Amma bakaði handa mér vöflur áðan“ og fengið fólk til að veltast um af hlátri.” Og svo gerði Combóið sögu- legan þátt fyrir sjónvarpið? „Já, við fengum formlega beiðni um það. Það var búizt við þvi, að við kæmum þarna og spiluðum þessa venjulegu músfk okkar, o.s.frv. En við vildum ekki að fólk hefði okkur alveg á hreinu. Við vorum nýbúnir að sjá glímusýningu í sjónvarpinu sem okkur fannst svolítið fáránleg. Við fengum því leikara og ýmislegt annað fólk til að sýna glfmu í sjónvarpssal, en ætluðum ekki að koma fram sjálf- ir. En við vorum ekki fyrr komnir út úr sjónvarpshúsinu þegar við fengum nýja hugmynd. Og hún var framkvæmd. Við sátum i hálf- hring eins og gert er í þessum umræðuþáttum. Það var ein myndavc'l á okkur langt frá, þannig að það sást ekki vel hverj- ir þetta voru. Við ræddum saman um allt og ekkert, en hljóðupp- takan var það lág að það heyrðust ekki orðaskil. Og undir þessu var svo leikin tónlistin úr „The Sound of Music". Eg man eftir að þessi andlit, sem maður vinnur með núna, urðu nokkuð skrýtin við upptökuna. Þetta fannst dag- skrárstjóra hins vegar ekki nógu merkilegt efni til að sýna alþjóð, og hann stöðvaði þáttinn.“ £ Um skemmtilegar tilviljanir. „Við vprum oft sakaðir um að leika okkur að fólki. En það er réttara að breyta forsetningunni, og segja að við hefðum verið að leika við fólk. Við komum stund- um fram ásamt fólki sem var svo- lítið öðruvfsi, kannski bæklað eða þvíumlfkt, og við vorum sakaðir um að vera að nfðast á minni- máttar og gera fólk að fíflum. En það fólk sem kom fram með okkur vissi alveg hvar það hafði okkur. „Jú, það er óneitanlega skemmtileg tilviljun að starfa núna hjá þessum sama dagskrár- stjóra sem stöðvaði útsendingu á fyrsta afkvæmi manns í sjón- varpsdagskránni. Hvernig ég komst hérna inn eftir þetta í sæmilega ábyrgðarmikið starf er hlutur sem ég hef eiginlega aldrei skilið. En ég hef spurt Jón Þórarinsson oft að ástæðunni fyrir þvf, að þátturinn var stöðv- aður. Hann hefur hins vegar aldrei viljað segja mér það. Þær ástæður hafa vafalaust verið góðar.“ „Svo má spyrja að því, hvers vegna ég hafi aldrei gert neitt svipað þessu atriði Combósins eftir að ég fór að vinna hérna. Ég vil halda því fram, að ég hafi laumað inn talsverðu af svona hlutum. En ég held að núna fyrst, — eftir þriggja ára starf hérna sé ég að komast inn í sjónvarp. Eg hef ekki gert neina þætti sem mér þykja verulega góðir, þótt ég sé ánægður með vissa punkta á víð og dreif f þeim. En ég á eftir að gera eitt gott prógram á ferlinum. Það má alveg bóka. Hvenær það verður veit ég ekki, og vil ekki vita.“ —Á.Þ. Egill og aðstoðarfólk f myndstjórnarherberginu. KU4SNPUAI1 I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.