Morgunblaðið - 20.10.1974, Side 25

Morgunblaðið - 20.10.1974, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1974 25 Indriði Gíslason, cand. mag.: Skömmu eftir að zetan var afnumin sællar minningar, vék sér að mér kona nokkur og spurði: Hvað er eiginlega á seyði? Hvað á að fara að gera við íslenskt mál? A að fara að breyta því — eða hvað? Eruð þið orðnir vitlausir! Þótt ég tæki mig til og héldi smátölu — og að mínu viti nokkuð góða tölu — yfir frúnni er ég ekki viss um, að mér hafi tekist að sannfæra hana um að ekki væri verið að breyta fslensku máli heldur stafsetn- ingu þess. — Og frúin rær ekki ein á þessum misskilningsbáti; f jöldi fólks er á þessari galeiðu, jafnvel drjúgur hluti háttvirtra alþingismanna, já, meira að segja móðurmálskennarar. Eins og allir vita eru fslend- ingar bráðgáfuð þjóð og hafa margir hverjir áhuga og ást á móðurmáli sinu, þessu „ást- kæra, ylhýra“ máli. Liklega eru þeir þó allra manna fávísastir um hvað tungumál f raun og veru er — íslenska, það er mál- fræði og stafsetning, segja menn. Og kannski er það ekki svo undarlegt, þvi þetta tvennt hafa skólar landsins (a.m.k. til skamms tíma) helst uppi haft i móðurmálstlmum. Þessi skýrgreining er þó fjarri öllum sanni. tslenska, eins og öll önnur tungumál, er fyrst og fremst hið talaða mál, framburður hljóða, sem raðast saman í orð og setningar. Staf- rófið er ekki annað en tilraun — og fremur veikburða tilraun — til að tákna hljóð málsins, en óhætt mun að segja að eingir tveir einstaklingar beri hljóðin nákvæmlega eins fram. Staf- setningin, táknan hins talaða orðs, hlýtur þvi alltaf að verða eins konar samkomulagsatriði, svo framarlega sem menn að- hyllast samræmda stafsetningu — en slíka nauðsyn munu flestir sjá og skilja. Margt mætti skrifa um ís- lenska stafsetningu — og væri síst vanþörf á; ég mun þó frem- ur vfkja hér að málinu sjálfu. — Við erum miklir mál- verndarmenn, íslendingar; i margra hug er varðveisla tung- unnar ekkert minna en sjálf- stæðismál. Ber og sist að lasta slíka afstöðu. Mér er þó mjög til efs, að þær víggirðingar, sem við höfum sett um íslenskt mál, séu allar á réttum stöðum. Á meðan svo er talið að ufsílon og zeta séu sterkustu virkin verður vörnin örugglega í mol- um. Islensk tunga er menningar- mál, sem fyrst og fremst helg- ast af þeirri kjölfestu, sem bók- menntir hennar eru. En eru bókmenntir þá skapaðar af þeirri stafsetningu, sem á þeim er? Ætli nokkur fáist til að skrifa undir það? Sem dæmi mætti nefna, að við prentum fornritin, þennan dýrmæta arf okkar, með a.m.k. tvenns konar stafsetningu („samræmdri stafsetningu fornri“ og nútíma stafsetningu) og teljast verkin jafn góðar bókmenntir hvor stafsetningin sem notuð er. — Enn mætti nefna stafsetningu Laxness. Sem sagt færni í staf- setningu skapar ekki bók- menntir; menn gætu potað y og z á rétta staði án þess að vera sendibréfsfærir. Af því, sem nú var sagt, má draga ályktun: kunnátta eða færni í islensku er fyrst og sfðast fólgin í þvf að beita mál- inu af öryggi f ræðu og riti — og þar skiptir stafsetning ekki máli. Takist okkur að halda uppi slíkri færni — orðakrafti islenskunnar — er tungunni borgið. Hér þarf að víggirða. Ef „læpuskaps ódyggðir" vilja sækja að islenskri tungu þá ráðast þær fyrst að hinu talaða máli, þvf er hættast, bæði fram- burði þess og orðaforða. — Mig grunar, að hér séum við nokkuð andvaralausir. Islenskt málsamfélag er fá- mennt, svo fámennt að er- lendum mönnum finnst hálf- gerð skrítla, að það skuli vera til — og eiga sér rótgróna bók- menntahefð í þokkabót! Nú aukast samskipti þjóða stöðugt, heimurinn er óðum að skreppa saman i heild eða heildir. Þetta litla málsamfélag verður þá enn smærra — og þvi verður hættara. Erlendar tungur — og þá fyrst og fremst enska — flæða nú yfir okkur f stríðara straumi en nokkru sinni fyrr. Inn á gafl á nær hverju ís- lensku heimili er komið tæki, sem eys enskunni inn i hlustir fólksins, ef það hefur þá ekki farið i bíó til að sjá enska kvik- mynd eða lagst upp í rúm til að lesa enskan reyfara. I skól- unum eru kennslubækurnar jafnvel í ýmsum greinum á er- lendum málum. Skyldu fs- lendingar ekki vera farnir að lesa meira á útlensku en sfnu móðurmáli? Nú er það auðvit*að álitamál hvort við eigum að reyna að halda í fslenska tungu. Væri ekki hampaminnst að láta hana sigla sinn sjó? Værum við ekki að mörgu leyti betur settir tal- andi á ensku? Vfst má leiða að þessu sterk rök, en þó hygg ég, æð flestir íslendingar myndu sýára þessum spurningum neit- andi. Auðvitað eigum við að gæta vél að þeirri tungu, sem „geymir f t'mans straumi/trú og vonir laridsins sona“. Einn af mestu orðsnillingum vorum sagði nýlega í fnin eyru, að hann áliti það hlufverk þess- arar þjóðar — og hennar eina hlutverk — að varðvejta ís- lenska tungu. En hvað skal þá til varnar verða? Ekki munum við stöðýa — jafnvel þótt við vildum — flaum hinna erlendu áhrifa. Hitt er aftur ljóst, að þau munu mæða á, fastar og fastar. — Hér verður þvi að reyn;. l.aga vörninni sem best, en þar verða skólarnir líklega i fremstu vfg- línu. Meginhlutverk móðurmáls- kennarans verður þá að efla íslenskan orðakraft i töluðu og rituðu máli. Hann verður að draga úr — eða leggja alveg fyrir róða — málfræðikennslu, hætta við stagl um málið, ein- beita sér að því að kenna máiið sjálft, leggja meiri rækt við áheyrilegt, íslenskt tal en ufsí- lon á réttum stað. Móðurmálskennarar og skól- arnir geta þó ekki — og mega ekki — standa hér einir uppi. Islenska er ekki eingöngu not- uð í skólum — eða er það? Allir erum við að nota móðurmálið og allir erum við í rauninni móðurmálskennarar. Þvi þarf að halda uppi öflugri, almennri fræðslu um málið, eðli þess og notkun. — Og þar þarf meira til en 10 mínútur vikulega i út- varpinu. Handbækur um mál- notkun eigum við nær engar, ef undan eru skilin verk dr. Hall- dórs Halldórssonar og eru þau þó ekki i aðgengilegum út- gáfum — það er blóðugt að finna má i bókabúðum í Reykjavík enskar bækur i tuga- tali um mál og málnotkun ætl- aðar enskumælandi almenningi en á fslensku sjást eingöngu — stafsetningaorðabækur (auð- vitað!). Vægðarlausa kröfu verður að gera til útvarps og sjónvarps um notkun islensks máls. Þessir fjölmiðlar eru miklu sterkari áhrifavaldur en allir móðurmálskennarar skólanna samanlagt. Þvi miður virðist mér skorta allmikið á að miðlar þessir standi hér f stykkinu; framburður og flutningur sumra þulanna, fastra starfs- manna, jafnvel langt frá því að vera gallalaus — og gott, ef Framhald á bls. 29. Málrækt — zeturækt skírskotað til Bretlands, þegar rætt hefur verið um styrk lýðræð- is og þingræðis í heiminum. Nú er að vísu svo komið eftir sið- ustu kosningar i Bretlandi, að uggur er í ýmsum vegna þess veikleika, sem kosningafyrir- komulag þar í landi hefur opin- berað við þessar kosningar. Marg- ir eru þeirrar skoðunar, að ein- menningskjördæmi séu aðhalds- samara og heppilegra kjördæma- fyrirkomulag en t.a.m. það, sem við höfum búið við undanfarin hálfan annan áratug. Víst er um það, að hlutfallskosningar kalla á * margvfslega meðalmennsku og ýmsir, sem aldrei mundu hljóta kosningu í einmenningskjördæm* um, geta skriðið inn á þing í skjóli hlutfallskosninga. En með upp- bótarþingsætum íslenzkrar kjör- dæmaskipunar hafa kosningaúr- slit yfirleitt'reynzt lýðræðisleg og birt að mestu þjóðarviljann á Al- þingi Islendinga. En annmarkarn- ir eru margir og gætu leitt til ólýðræðislegrar niðurstöðu, eins og dæmin frá síðustu kosningum sýna, en þá munaði litlu, að Al- þýðuflokkurinn þurrkaðist út, enda þótt hann hefði verulegt kjörfylgi. Að þessu skyldu menn hyggja og vinna að réttlátara fyrirkomulagi áður en slys verður og þróun í ólýðræðislega átt. Ýmsir þeir, sem haft hafa tröllatrú á einmenningskjördæm- um, benda á þá reisn, sem þeir telja að hafi verið yfir kosningum á Islandi meðan slíkt fyrirkomu- lag var hér við lýði. En þá hentu mörg slys, eins og kunnugt er, og stundum var þingræði og lýðræði í landinu fótum troðið vegna óréttlátrar kjördæmaskipunar. Ýmsir þeir, sem þetta hafa í huga, og vilja bæta kjördæmaskipunina benda á það fyrirkomulag, sem rikt hefur í Vestur-Þýzkalandi, þar sem þingræði og lýðræði er tryggt með einmenningskjördæm- um og ýmsum hliðarráðstöfunum til þess að réttar og sanngjarnar niðurstöður fáist í kosningum. Áreiðanlega er fullkomin ástæða fyrir tslendinga til að kynna sér rækilega kjördæmaskipan Vest- ur-Þýzkalands, ef við gætum lært af henni leiðir til að efla þingræði í landi okkar. Því er ekki að neita, að kjör- dæmaskipanin í Bretlandi hefur nú eftir sfðustu kosningar orðið fjölmörgum aðdáendum brezks þingræðis mikil vonbrigði. Þeir hafa litið svo á, að I Bretlandi standi þingræði og lýðræði föst- um fótum, en svo virðist þó ekki vera, þvi miður. Það er raunar með eindæmum, að I lýðræðis- landi geti flokkur fengið hreinan meirihluta þingmanna á þessu herrans ári, enda þótt hann hafi aðeins um 39% greiddra atkvæða f kosningum. Þetta gerðist þó í síðustu þingkosningum til brezka þingsins, þegar Verkamanna- flokkurinn, flokkur Wilsons for- sætisráðherra, hlaut hreinan meirihluta þingmanna með þess- um hætti. Vert er að gefa því gaum, að flokkurinn missti meiri- hluta sinn í fyrri kosningum, enda þótt hann hafi þá haft um 43% greiddra atkvæða. En hitt er jafnvel enn íhugunarverðara að Frjálslyndi flokkurinn semhlaut um 18% gr'eiddra atkvæða nú, fékk einungis 13 þingmenn og svarar það til þess, að Alþýðu- bandalagið hefði fengið einn þingmann í síðustu kosningum hér. Niðurstöðurnar í kosningunum nú eru mikið áfall fyrir þingræði f Bretlandi og ekki sízt þá kjör- dæmaskipun, sem þar hefur rfkt. Kosningarnar minna á það rang- læti, sem rikti á tslandi fyrr á árum, þegar Framsóknarflokkur- inn gat jafnvel fengið meirihluta þingmanna kosinn á Alþingi Is- lendinga, enda þótt hann fengi atkvæðamagn, sem var langt undir 40%. Engum Islendingi kom til hugar, að slíkt ástand gæti verið til ' ígframa hér á landi, enda var því breytt. Óréttlætið var svo magnað, að það var farið að grafa undan þingræði f land- inu og ástandið nú mikil framför frá þvf, sem áður var, eins og kunnugt er. Þó væri rangt að segja, að fullkomið lýðræði ríkti á íslandi að þessu leyti, því að at- kvæði þéttbýlisfólks eru langt frá því að vera jafn þung á meta- skálunum og atkvæði hinna, sem f dreifbýlinu búa. Hafa margir haft orð á því, og í auknum mæli á síðari árum, að við þetta sé ekki unandi, breytinga sé þörf. Hin nýja stjórn Wilsons styðst að vfsu við meirihluta f brezka þinginu, þótt Iftill sé, en alls ekki við meirihluta brezku þjóðarinn- ar. Af þeim sökum er stjórnin veik, og ef fram fer sem horfir f þessum efnum, er hætta á því, að þingræðið syngi sitt síðasta innan tfðar í þessu gamalgróna og virta þingræðislandi. Eftir kosningarn- ar sfðustu til brezka þingsins verður ekki lengur hægt að skír- skota til Bretlands, þegar rætt er um fyrirmyndar lýðræði. Það er að vísú gleðilegt, að öfga- flokkar til hægri og vinstri biðu mikinn ósigur í brezku kosning- unum, en aftur á móti athyglis- vert, að þjóðernissinnar í Wales og Skotlandi virðast sífellt vinna á og gæti svo farið, að Bretland leystist upp í smærri einingar, þar sem þjóðernisstefnur ráða úr- slitum, en ekki sameiginleg stefna allra þeirra, sem á Bret- landseyjum búa. Þróunin i hinum vestræna heimi virðast vera sú, að litlar menningarheildir eru í sókn innan hinna sameiginlegu, stóru eininga, og er það athyglisverð þróun, ekki sfzt nú á tímum, þeg- ar reynt er "að sameina Vestur- Evrópu þjóðirnar i einu banda- lagi, eða jafnvel einni rikisheild, Efnahagsbandalagi Evrópu. Sag- an ein mun skera úr um, hvort aflið verður sterkara, Evrópuhug- sjónin eða þjóðernisstefnan. Athyglisverðar staðreyndir Margt er athyglisvert við brezku kosningarnar. Frægð og áróður í skjóli hennar virðist hafa lítil áhrif. Brezka leikkonan Vanessa Redgrave er áreiðanlega þekktari en fjölmargir brezkir stjórnmálamenn. Hún var í fram- boði fyrir öfgaflokk til vinstri, en þrátt fyrir frægð hennar, og ekki sízt þrátt fyrir það, að helzta kvik- mynd hennar var sýnd í brezka sjónvarpinu viku fyrir kosningar, hlaut hún einungis 572 atkvæði. Varla gat það minna verið. Það eru ekki einstakar persónur eða frægð þeirra, sem ferðinni ráða, heldur heildaryfirsýn og afstaða fólks til stefnu og gjörða flokk- anna og er það gleðilegt tímanna tákn í öllum þeim umbyltingum, róti og persónulegu frægðar- streði, sem nú grefur undan lýð- ræðisþróun í vestrænum löndum. Hitt vakti einnig mikla athygli, að nokkrir helztu menningar- frömuðir Bretlands eins og skáld- ið og rithöfundurinn Kingsley Amis og blaðamaðurinn og rithöf- undurinn Malcolm Muggeradge lýstu yfir því, að þeir mundu ekki kjósa í síðustu kosningum í Bret- landi, vegna þess að atkvæði þeirra skiptu engu máli. Það væri alveg sama, hvaða flokkur ynni sigur eða hver mundi komast til valda í Bretlandi, niðurstaðan yrði alltaf sú sama: að verkalýðs- félögin mundu ráða ferðinni, því að hagsmunir þeirra yrðu öllum stundum ofan á. Það yrðu ekki sigurvegarar kosninganna, sem mest áhrif mundu hafa á stefnuna á næstu árum, heldur forystumenn verkalýðshreyf- ingarinnar. Afstaða þessara rithöfunda vakti mikla athygli fyrir kosningar, sumir gagnrýndu hana, aðrir voru henni sammála. En aðalatriðið er, að flestir viður- kenndu, að þeir hefðu ýmislegt til sins máls og veita bæri orðum þeirra athygli. Allt þetta á brýnt erindi við okkur. Það er mikið undir því komið, að Alþingi íslendinga sé vanda sínum vaxið, að það hlaupi ekki eftir sérhagsmunum ýmissa stéttahópa í landinu, heldur finni lausn á vandamálum líðandi stundar með hagsmuni og hag- sæld þjóðarheildarinnar í huga. Og ekki er það sízt nauðsynlegt fyrir verkalýðsforingja, sem hafa áhuga á því að stuðla að lýðræði og þingræði í landinu og farsælli þróun á erfiðum tímum, að brýna þjóðhollustu fyrir fylgismönnum sínum, svo að starf þeirra og af- staða megi verða þjóðinni allri til heilla og hamingju, en kalli ekki á andstöðu, sem einungis yrði til þess að draga úr bættum lffskjör- um, ekki sízt launþega í landinu. Allir góðir tslendingar hljóta að stefna að því, að hér sé heilbrigt þjóðfélag, þar sem allir þegnar hafa jafnan rétt, en mest stutt við bakið á þeim, sem bera skarð- an hlut frá borði. An jafnréttis og eins mikils launajafnaðar og unnt er fær litið þjóðfélag og fátækt á mælikvarða stórþjóða ekki staðizt til lengdar. Mikill launamismun- ur og ójafnrétti kalla einungis á stéttastríð, sem yrði vatn á myllu kommúnista og annarra öfga- manna, sem vilja það þjóðfélags- form, sem við búum við, feigt. Gegn slíkum öfgaöflum verða allir sannir Islendingar að snúast af hörku, eindrægni og ábyrgðar- tilfinningu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.