Morgunblaðið - 20.10.1974, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.10.1974, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1974 Skfrnarfontur Thorvaldsens sem er f Þrenningarkirkj- unni f Kaupmannahöfn. Samkvæmt áletrun á honum var ætlunin að hann færi til íslands. Saga skírnar- fonts Thorvaldsens í Kirkju heilagrar þrenn- ingar f Kaupmannahöfn er fer- hyrndur skfrnarfontur fyrir framan altarið. Hann gerði myndhöggvarinn Bertel Thor- valdsenárið 1827. Á framhlið fontsins sést er Jóhannes skírari skfrir Krist. (Fyrirmyndin að Kristi var Is- lendingurinn Sveinn Stefáns- son sem vann þá sem stein- höggvari í vinnustofu Thor- valdsens). Vinstra megin sést Kristur blessa börnin, á hægri hiið situr María mey með Jesúbarnið f kjöltu sér. Ofan á fontinum er blómakrans, sem skfrnarskálin er látin hvíla á. En það sem kemur á óvart er latnesk áletrun á bakhlið fonts- ins. Þar stendur: Opus hoc Romae fecit et Islandiae terra sibi gentiliciae pietatis causa donavit Albertus Thorvaldsen A.MCCCCXXLL. I lauslegri þýðingu útlegst það, að Bertel Thorvaldsen hafi unnið þetta verk í Rómaborg árið 1827, og hafi af sonarást gefið þaðættlandi sínu, Islandi. Hér stöndum við sem sé and- spænis skírnarfonti, sem upp- runalega hefur verið ætlaður sem gjöf til Islands, en hefur lent hér. Öhjákvæmilegt er að spyrja hvernig á þessu standi. Með athugun á skjölum í Thorvaldsensafninu í Kaup- mannahöfn má finna skýring- una, en einnig' koma fram þar upplýsingar um að skírnar- fontur þessi sé allvíða, annað- hvort nokkuð breyttur eða eftirlíking af frummyndinni. Upphaf þessa máls má rekja allt aftur til ársins 1805, þegar Thorvaldsen teiknaði nokkrar skissur í Rómaborg og gerði nokkur frumdrög að fontinum úr leir, sem hann hugðist gefa Miklabæjarkirkju. Faðir Thorvaldsen var mynd- skurðarmaðurinn Gottskálk Þorvaldsson (1740—1806) sem var fæddur á Miklabæ í Skaga- firði. Þar var afi Thorvaldsens, Þorvaldur Gottskálksson prestur. Kona hans hét Guðrún Ásgrimsdóttir. Það er ekki undarlegt, þó að Thorvaldsen sem var kominn af virtum og grónum íslenzkum ættum, fyndi til sterkra tengsla við land sítt og langaði til að sýna því þann sóma að færa kirkju feðra sinna skírnarfont að gjöf. Árið 1807 var hann kominn svo langt áleiðis með undirbún- ingsvinnu sína, að hann gerði myndina í marmara. Þetta verk var flutt til Danmerkur árið 1815 og sýnt þar í tilefni af krýningu Friðriks VI. Charlotte Schimmelmann greifafrú hreifst svo mjög af skírnarfontinum, sem hinn heimsfrægi myndhöggvari hafði gert, að hún tók sér sam- stundis ferð á hendur til Róma- borgar og taldi Thorvaldsen á að selja sér verkið. Það var ekki erfitt því að hann var ekki full- komlega ánægður með gæði marmarans og langaði hann að breyta fontinum nokkuð. Sú út- gáfa af skírnarfontinum, sem greifafrúin keypti er nú í Brahe Trolleborg kirkju á Fjóni. Thorvaldsen var einn fremsti listamaður heims og höf- undaréttur var óþekkt hugtak þá, því er ekkert einkennilegt við það, að eftir þessari mynd hafi verið gerðar eftirlíkingar bæði í gipsi og marmara. Að frumkvæði Th. Stein pró- fessors og undir nákvæmri leið- sögn hans var gerð eftirlíking í marmara af fontinum og vann hana Rasmus Andersen mynd- höggvari. Hafði verið ætlunin að koma henni fyrir f væntan- Málverk Horace Vernets frá 1838 af Bertel'Thorvaldsen. Það ár sendi myndhöggvarinn fontinn til tslands. legu Thorvaldsensafni. En þegar dróst úr hömlu að lokið yrði við safnið, endaði fontur- inn þess í stað í Vonsildkirkju við Vejle. Eintak af fontinum úr brenndum leir var gert og því komið fyrir i Jungshoved kirkju, en þar var enginn myndhöggvari sem hætti á að höggva blómakransinn í mar- mara svo að hann var steyptur úr tini. Við getum furðað okkur á því að svo margar eftirlikingar voru gerðar af þessum skírnar- fonti, en hvort tveggja er að ! hann er mjög fagur og sömu- leiðis var Thorvaldsen sjálfur engan veginn andsnúinn þvi að gera eftirlíkingar af verkum sínum. Góður vinur hans, holl- enzki málarinn Otto Haag, varð svo hrifinn af teikningunum af skírnarfontinum, að hann fékk Thorvaldsen til að gera eftirlík- ingu, sem er nú í Esslingen í Hollandi. Þessi eftirmynd var boðin Thorvaldsensafninu árið 1906, en það hafði ekki áhuga á að afla sér hennar. önnur mjög falleg eftirlík- ing, en áritunarlaus, var gjöf Thorvaldsens til kirkjunnar Evangelica Tedesca í Via Tos- cana í Rómaborg. En að henni lokinni hafði Thorvaldsen fengið sig fullsaddan af því að gera eftirlíkingar af eigin verk- um og lét nú hér við sitja. Árið 1820 ákvað Thorvaldsen svo, að nú ætlaði hann loksins að koma í verk að gera skírnar- font þann, sem hann hafði í upphafi hugsað sér að senda til ættjarðar sinnar, Islands. Hann valdi sjálfur marm- arann sem fonturinn skyldi unninn úr. Hann hafði breytt fyrstu gerð teikningarinnar í ýmsum atriðum og því næst tók hann ákvörðun um að hann ætl- aði að vinna verkið algerlega einn. Hann lagði alveg sérstak- lega mikla vinnu f blómakrans- inn ofan á fontinum. Árið 1827 var fonturinn til- búinn og Thorvaldsen sagði sjálfur að „þetta væri eitt af þeim verkum, sem væri sér mjög hjartfólgið". Var nú búið vel um skfrnar- fontinn og hann sendur með seglskipi til Kaupmannahafnar. Minnstu munaði hann kæmist ekki þangað, þvf að skipið hreppti aftakaveður úti fyrir strönd Jótlands og lá við sjálft það lenti i skipakirkjugarðin- um úti fyrir Jótlandsströnd- inni, þar sem mörg skipin hafa sokkið. Þegar fonturinn kom til Kaupmannahafnar 1827 var hann settur í geymslu, þar til menn bjuggust til að bíða eftir heppilegri skipsferð til Islands. En kannski sú hugmynd hafi bært á sér að hann yrði geymd- ur til að sýna hann á safninu, sem nú varð senn að veruleika. Þegar Thorvaldsen kom til Kaupmannahafnar árið 1838 varð hann þess vísari, að fslenzki skírnarfonturinn hans var enn í Kaupmannahöfn og hafði verið f geymslu þar allan tfmann. Það er vægilega til orða tekið að segja að hann varð fjúkandi reiður. Hann greip nú sjálfur f taumana og annaðist persónu- lega um að fonturinn var snar- lega sendur til tslands, eins og hann hafði ákveðið f upphafi. Fonturinn er nú í Dómkirkj- unni í Reykjavfk. En svo við vfkjum aftur að skírnarfontinum f Þrenningar- kirkjunni f Kaupmannahöfn, skal það tekið fram, að þegar Thorvaldsen vann að honum í Rómaborg uppgötvaði hann nokkrar rispur í efninu og lit- brigði í marmaranum, sem hann gat ekki lagfært. Jarlinn af Caledon, sem kom oft í vinnustofu Thorvaldsens setti þessa galla ekki fyrir sig og keypti fontinn fyrir digran pening. Honum var komið fyrir á setri hans og var þar til ársins 1939. Þá var hann boðinn upp hjá Christie f London og keypti þá Thorvaldsensafn fontinn og kom honum upp í Þrenningar- kirkjunni. Nýja bílasmiðjan auglýsir Tökum að okkur yfirbyggingar, réttingar, rúðu- ísetningar, málningu, sætasmíði, innréttingar og klæðningu á allar gerðir bifreiða. Nýja bílasmiðjan h.f., Tunguhálsi 2. Sími 821 95 og 82544. HÖFUM FYRIRLIGGJANDI NYLON UFSANETASLÖNGUR ÚR GARNI NR. 15 OG 18. STEINAVÖR H/F ________Tryggvagötu 4 REYKJAVÍK Sími 27755 (4 línur)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.