Morgunblaðið - 20.10.1974, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.10.1974, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1974 Yngvi Loftsson múrara- meistari — Minning Fæddur 18. maf 1903 Dáinn 12. október 1974. Dauði vinar kemur manni alltaf á óvart, — jafnvel þó maður viti, að hans sé von. Mér var kunnugt um, að Yngvi Loftsson ætti ekki Iangt eftir ólifað, það hafði hann sagt mér sjálfur fyrir nokkrum mánuðum. Samt kom mér andláts- fregn hans á óvart og þarmeð vissan um að fá ekki framar að þrýsta hönd hans og skiptast á við hann gamanyrðum. Yngvi var fæddur 18. maí 1903 í Gröf í Miðdölum. Faðir hans var Loftur Magnússon bóndi þar, Bjarnasonar bónda f Stóra-Skógi og Herdísar Olafsdóttur. Móðir hans var Jóhanna Guðný Guðna- dóttir Jónssonar hreppstjóra og kennara á Dunkárbökkum og Guðnýjar Daníelsdóttur. Föður sinn missti Yngvi 11 ára gamall. Fór hann snemma að vinna alls- konar vinnu á sjó og landi. Sjóinn stundaði hann annað veifið lengi frameftir ævi en fór jafnframt snemma að vinna við húsbygg- ingar, einkum við múrverk hjá ýmsum byggingameisturum og múrarameisturum. Hingað til Keflavíkur kom hann með Sig- mundi Þorsteinssyni múrara- meistara, sem hér bjó f nokkur ár og hafði gengist fyrir stofnun Iðnaðarmannafélags Keflavíkur haustið 1934. Yngvi tók sveins- próf í múraraiðn hér í Keflavík 1935. Árið 1927 kvæntist Yngvi eftir- lifandi konu sinni, Ágústu Jóseps- dóttur Sæmundssonar, sjómanns í Reykjavik, og Guórúnar Þor- steinsdóttur. Bjuggu þau fyrstu árin í Reykjavík, en fluttu hingað til Keflavíkur 1936 og Ragnheiður Guðjónsdóttir Rauðuskriðum - Kveðja Fædd 19. júnf 1954 Dáin 22. jan. 1974 Enn hefur dauðinn slegið og tekið með sér hreint og óspillt líf, lífið, sem þó reyndist Ragnheiði svo harkalegt. En þrátt fyrir þungbæran sjúkdóm, mátti ætíð hjá henni finna hreinleika sak- leysis, einlæga gleði og trú barns- ins. Hún var öllum góð, og eftir hana fögur minning. Við sendum Ragnheiði hinstu kveðju til himins, þar sem hennar blíða og góða sál nýtur skilnings og vernd- ar Jesú Sjá harminn yfir horfnu, fögru barni. í hug og svip er klökkvi táragjarn t Móðir min, tengdamóðir, amma okkar og langamma, ÞÓRHILDUR E.M. BJARNADÓTTIR frá Heiði á Síðu, lézt að morgni 18. október á Hrafnistu. Bjami Jón Gottskálksson, Christhild Gottskálksson, barnabörn og barnabarnabarn. sem flestra orða hryggðin heita varni. — Ó hjartans barn. —- Ó hjartans barn. Svo f jarri er því aó draumar lífsinsdeyi, þótt dragi sorg á augun móðu og reyk. Þú brosir enn og ert á góðum vegi, — í yndisleik. (Guðm. I. Kristj.) Systkini og tengdafólk t Jarðarför bróður míns GUNNLAUGS ÓLAFSSONAR, skósmíðameistara, Reykjum við Sundlaugaveg fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 22 október kl 1 0,30 f.h. Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda Þorkell Ólafsson. t Útför móður minnar, STEINUNNAR BJÖRNSDÓTTUR SCHRAM frá Siglufirði fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 21, október kl. 13.30 Björn Dúason. t Útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, YNGVA LOFTSSONAR, múrarameistara, Borgarholtsbraut 40, Kópavogi, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 21. október kl. 1 0.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir. Ágústa Jósepsdóttir, Sólrún Yngvadóttir, Asmundur Guðmundsson, Óskar Loftur Yngvason, Guðrún Hjaltadóttir, Þorgeir Jósep Yngvason, Þrúður Pálsdóttir, Eygló Yngvadóttir, Sigurður Rúnar Jónmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. bjuggu hér í 9 ár en fluttu þá til Kópavogs og hafa búið þar síðan. Varð þeim fjögra barna auðið, sem öll búa í Kópavogi. Eru þau þessi: 1. Sólrún leikkona gift Ásmundi Guð- mundssyni málarameistara, 2. Óskar Loftur múrarameistari, kvæntur Guðrúnu Hjaltadóttur, 3. Þorgeir Jósep múrarameistari, kvæntur Þurfði Pálsdóttur, 4. Eygló, sem vinnur hjá Erfða- fræðinefnd, heitbundin Sigurði Rúnari Jónmundssyni, háskóla- nema. Við Yngvi kynntumst fljótlega eftir að hann kom til Keflavíkur, urðum nágrannar og miklir mátar, litum oft inn hvor hjá öðr- um og unnum hvor fyrir annan, eftir því sem við þurftum með. Við vorum um tíma saman í stjórn Iðnaðarmannafélagsins og við gengumst fyrir stofnun Mál- fundafélagsins Faxa haustið 1939, en það félag starfar enn og hefir gefið út mánaðarblaðið Faxa sfðan 1940. I Kópavogi hefir Yngvi haft með höndum all-umfangsmiklar byggingaframkvæmdir ásamt sonum sínum. í hinum ört vax- andi bæ fann hann sér ótak- markaðan starfsvettvang og tók virkan þátt f þeirri uppbyggingu, sem þar fór fram. Þar hefir hann einnig gegnt ýmsum trúnaðar- störfum fyrir bæjarfélagið, verið í byggingarnefnd, hafnarnefnd, brunabótamati ofl. Yngvi var tryggur vinur vina sinna. Hann var jafnan hressi- legur í máli og hafði alltaf gaman yrði á reiðum höndum. Hið sama má segja um hans ágætu konu og var oft upplífgandi að koma á heimili þeirra fyrir þá, sem kunnu að taka græskulausu gamni. Vitneskjunni um nálægð dauðans tók hann með mestu ró- semi og gerði að gamni sínu eftir sem áður eins og ekkert væri um að vera. Börnum sínum var Yngvi góður faðir og lét sér mjög annt um velferð þeirra, enda eru þau hvert öðru mannvænlegra. Hygg ég, að mikil eindrægni hafi rfkt innan þessarar f jölskyldu. Fæddur 23. maf 1913. Dáinn 6. október 1974. Ekki er það ætlunin, að rekja hér æviferil Hauks Helgasonar, er trúlega verður einhver til þess mér fróðari. Þó langar mig að minnast hans með fáum orðum nú að leiðarlokum, því að við áttum samleið og samstarf f nálega 15 ár, eða til þess tfma er ég lét af starfi við Kópavogsskóla. Á þeim árum var flutningur fólks í Kópa- vog mjög ör, og mun sanni nærri, að sárafáir af fbúum sveitar- félagsins, sem komnir voru af barnsaldri, væru bornir þar barn- fæddir. Fólk fluttist þangað hvaðanæva, svo að segja frá öllum landsins hornum lifnaðarháttum og umhverfi. Og auðvitað tók það sinn tíma að festa rætur á nýja staðnum. Eins og kunnugt er, fylgja örum vexti stundum nokkr- ir vaxtarverkir, og ekki fór ný- byggðin f Kópavogi alveg var- hluta af þeim. En þrátt fyrir frumbýlingsörðugleika þessara ára og nokkrar erjur um skipan mála var uppbyggingarstarfið hafið. Ein af fyrstu opinberum fram- kvæmdum sveitarfélagsins var bygging Kópavogsskóla. (1. áfangi). Hann tók til starfa snemma árs 1949, og á því aldar- fjórðungs afmæli í ár. Haukur var litlu siðar ráðinn eftirlitsmaður eða húsvörður skólans og gegndi því starfi síðan meðan hann mátti verki halda. Aðstæður til skólahalds voru heldur frumstæðar framan af bæði innanhúss og utan. Kom það ekki síst niður á húsverðinum, sem jafnframt var gangavörður og hafði eftirlit með daglegri um- gengni nemenda og þrifnaðar- háttum. Má í því sambandi geta þess, að fyrstu árin var útivistar- svæðið umhverfis skólann fremur hrösulegur leirmelur, sem óðst í Ékkjunni, börnum, tengdabörn- um og barnabörnum votta ég inni- lega samúð. Farðu vel gamli vinur. Hafðu þökk fyrir samfylgdina og tryggð- ina. forarsvað í hlákum og regni og átti það þá til að gleypa stígvél eða skó af litlum fæti, svo að Haukur varð að koma til skjal- anna. Hann var alltaf að leysa úr einhverjum vanda, rétta hjálpar- hönd og sinna ýmiskonar, kvabbi, glaðlégur og viðmótsþýður, en gat verið snöggur og ákveðinn ef skakka þurfti leik. Það má telja nokkuð öruggt, að fáir eða engir hafi umgengist og haft dagleg afskipti af jafnmörg- um Kópavogsbúum, eins og skóla- húsvörðurinn öll þessi ár. Nú eru þeir að mestum hluta fulltlða fólk. Og ég er þess fullviss, að þeir minnast hans „Hauks I skólanum" með hlýjum og þakk- látum huga. Sama máli gegnir um kennara og annað starfslið skólans. Meðal þeirra naut hann mikilla vinsælda, og var ætíð au- fúsugestur I kennarastof u. Kópavogsskólanum og þar með byggðarlaginu öllu var það happ að fá að njóta starfskrafta Hauks Helgasonar um svo langt árabil. Að sama skapi var það mikið sorgarefni, þegar sjúkdómar steðjuðu að og brutu niður þrek og heilsu þessa vinnufúsa og starfsglaða manns. Þegar á ævina líður og einsemd og athafnaleysi efri ára fellur á, gefst tóm að líta yfir farna leið og bera saman tekjur og gjöld í við- skiptum okkar við umhverfið og samferðafólkið. Og fari ég að huga að þeim reikningsskilum, verður mér ljósara en áður, hve mörgum ég á ógoldna skuld, körl- um og konum, sem létu mér eftir safn góðra minna, þótt sjálf séu þau nú af sýnilegum heimi farin. Vissulega er innstæðan hans Hauks vel tryggð í þeim sjóði, þó að krónugengi sé nú á hverfanda hveli. Það er kannski nokkuð útslitið orðalag í minningargreinum, að konan hafi staðið við hlið eigin- mannsins og verið honum ómet- anlegur lífsförunautur. En ég geri það hiklaust að mínum orðum, þegar ég hugsa til Hall- dóru Guðmundsdóttur, hjúkrunarkonu, eiginkonu Hauks Helgasonar. Hún kaus sér starf f þágu lífsins og heilbrigðinnar og hefur lagt líknarhendur að mörgu meini. Og fjölmargir munu senda henni þessa dagana hlýjar hugs- anir og hluttekningarkveðjur. Sjálfur geymi ég í hugskotinu minninguna um góðan dreng, og votta Halldóru og sonum hennar innilega samúð mína og fjöl- skyldu minnar. Frfmann Jónasson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför mannsins míns FINNBOGA GUÐMUNDSSONAR frá Gerðum. María Pétursdóttir t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og útför, SIGRÍÐAR KRISTÍNAR MAGNÚSDÓTTUR, Austurgötu 1 8, Keflavik. Fyrir hönd vandamanna, Bjarni G. Guðmundsson, Sigurður Bjarnason, Guðmundur Óli Bjarnason. t Innilega þökkum við auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför föður okkar, tengdaföður, afa, bróðurog mágs, BJARNA ÞÓRÐARSONAR. bifreiðastjóra, Hverfisgötu 35, Hafnarfirði. Sérstaklega þökkum við læknum og hjúkrunarliði lyflækningardeildar Landspítalans fyrir góða umönnun. Árni H. Bjarnason Birna G. Bjarnleifsdóttir Sigríður R. Bjarnadóttir Sigurður Herlufsen Sigurður B. Bjarnason Magnea Sigurðardóttir og barnabörn Gunnar Þórðarson Hallgrtmur Árnason Guðni Magnússon. Haukur Helgason húsvörður - Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.