Morgunblaðið - 20.10.1974, Page 37

Morgunblaðið - 20.10.1974, Page 37
„Man aldrei eftir að vorið hafi komið svo snemma” Jón H. Þorbergsson óðalsbóndi á Laxamýri er i sinni árlegu visitasíu í höf- uðstaðnum um þessar mundir, kátur og hress í bragði að vanda, þótt árin séu orðin rúm 92. Við hittum Jón að máli í vik- unni og röbbuðum stutt- lega við hann um daginn og veginn. — Hvernig eyðir þú deginum heima fyrir Jón? — Ég er nú alveg hættur að búa, en á þó 50 ær og skal standa við það, að fal- legri ær finnast ekki á land- inu, segir Jón og hlær við. Annars byrja ég daginn kl. 9 með því að lesa Guðsorðið, það geri ég kvölds og morgna. Ég tek einnig tvo tima á dag í að biðja fyrir því, sem mér finnst ég þurfa að biðja fyrir. Fyrir utan þetta fer mestur tími minn i lestur bóka og tímarita og ég hlusta á útvarp og sjónvarp og fylg- ist náið með því, sem er að gerast. Einnig rita ég mikið um kristni og kirkjumál því að þar er að finna undirstöðu og fyrirsögn handa öllu fólki í hugsunum, orðum og gjörð- um. Ég hef ritað og rætt um þessi mál í hálfa öld og haft samband við marga presta og annað trúað fólk. — Hvert er helzta áhuga- mál þitt í sambandi við land- búnaðinn? — Það er mitt álit, að við eigum að koma okkur upp nýju sauðfjárkyni, því að það er miklu betra að selja sauð- fjárafurðir en nautgripaafurð- ir. Ég hef áður sagt og endur- tek, að við eigum að flytja inn sæði úr hrútum af brezka Border-Leicesterkyninu sem er bráðþroska láglandskyn og hreinrækta kynblendinga af fyrstu kynslóð undan þeim og velræktuðum þingeyskum ám, sem eru frjósömustu ær landsins. T.d. eru hjá okkurá Laxamýri milli 90—100% af ánum tvílembdar. Af þessum kynblendingsstofni myndi koma miklu meira kjöt en af okkar íslenzka stofni og þar með auka arðsemi bústofns- ins. í þetta á að nota ær, sem slátra á undan. — Hvað finnst þér um stjórnmálin í dag? — Ég er því feginn, að vinstri stjórnin er farin frá völdum. Hún skilur eftir sig Ijóta slóð og verður þjóðinni dýr. Kommúnistar eru lyg- innar börn og lygi leysir eng- an vanda, en býr til mikinn. Spjallað við Jón á Laxamýri Ein af mestu mistökum vinstri 'stjórnarinnar voru lög- in um 37 stunda vinnuviku, því að ef landbúnaðurinn ætti að fara eftir þeim, myndi hann hreinlega leggjast niður og ef ekki væri landbúnaður gæti þjóðin ekki haft búsetu í landinu. Ég vona, að sú meirihlutastjórn, sem nú hefur setzt að völdum, beri gæfu til að leysa vandamál þjóðarinnar, sem eru mörg. Á þessu stigi málanna er rétt að segja sem fæst. Þó vil ég fjalla svolítið um bensín- verðið, sem er orðið alltof hátt. Margur, sem berst í bökkunum, verðuraðeiga bíl til að aka á í vinnuna. Allir bændur verða að eiga jeppa o.s.frv. Þetta vegafé, sem taka skal af bensíninu með hinum mikla skatti, þarf að taka öðruvísi, t.d. með því að skattleggja duglega gjaldeyri þann, sem fólkið fær til að skemmta sér fyrir í út- löndum, og taka gjald af þeim, sem keyra steyptu vegina, þar sem ekki reynir á bílana og bensínið sparast. Slíkt væri sanngirnismál gagnvart öllum þeim, sem verða að keyra á vondum vegum. — Hvernig var sumarið hjá ykkur Aðaldælingum? — Það var svona sæmi- legt, en vorið var mjög gott, og það kom í marz og man ég aldrei eftir því svona snemma. Heyskapurinn gekk vel og ég held, að hey í húsum séu góð og óhrakin. — Hvert er þitt stærsta hugsjónamál í dag? — Ég hugsa stöðugt um velferð þjóðarinnar og mín heitasta ósk er, að I landinu verði almenn trúarvakning, sagði hinn aldni heiðurs- maður að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.