Morgunblaðið - 20.10.1974, Síða 44

Morgunblaðið - 20.10.1974, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÖBER 1974 Sagnarandinn „Það fer nú allt eftir því, hvað hann á að kosta“, svaraði Gvendur. „Tja — ég veig ekki hvað segja skal“, sagði Daði íhugandi. „Ég bjóst nú aldrei við því, að þú mundir vilja kaupa hann af mér. En þegar ég fer að athuga málið, þá sé ég, að andinn gæti blátt áfram orðið þér til ómetanlegs gagns“. „Já, blessaður, Daði, seldu meðr andann“, sagði Gvendur og logaði allur af áfergju. „Hana nú, segðu mér, hvað þú vilt fá fyrir hann“. „Jæja, þá. Af því að þú ert vinur minn og sveit- ungi, þá skaltu fá hann fyrir hlægilega lítið verð — tvö hundruð krónur!“ „Tvö hundruð krónur! Kallarðu það hlægilega lítið?“ spurði Gvendur og saup hveljur. „Það er stórtap fyrir mig, eins og þú hlýtur að skilja, jafn skynsamur maður og þú ert. Ég gæti hæglega selt hann fyrir margfalt meira verð. En af því að ég veit, að þér kæmi það vel að fá hann, þá vil ég sýna þér það vináttubragð, að láta þig hafa hann fyrir þetta“. Gvendi varð enn um og ó. „Spurðu hann bara að því sjálfan, hversu mikils virði hann sé“, sagði Daði. Þetta fannst Gvendi þjóðráð. „Já, það get ég gert“, sagði hann. „Hvað ertu mikils virði, herra sagnarandi?" „Ég er ómetanlegur", svaraði ,,andinn“ og þóttist vera móðgaður yfir slíkri spurningu. „Þarna heyrirðu", sagði Daði, „og segðu svo, að ég sé að pretta þig!“ „Það hefi ég aldrei sagt, Daði minn. Ég kaupi hann þá af þér fyrir þetta. Bíddu á meðan ég sæki peningana", sagði Gvendur og skauzt fram í svefn- húsið. Nú gat Nonni ekki lengur setið á sér. Hann veltist um af hlátri niðri f pokanum, en Daði þaggaði fljótt niðri í honum. „Uss! Þegiðu, drengur! Bakkabróðirinn er að koma aftur“, sagði hann, þegar hann heyrði til Gvendar aftur frammi á göngunum. Nonni þagnaði óðara, en hláturinn sauð niðri í honum. eftir OSKAR KJARTANSSON Gvendur kom nú aftur með peningana og fékk Daða þá, með þessum orðum: „Þarna hefirðu aurana, Daði. Og nú eru kaupin gerð og ég á andann". „Já, það er hverju orði sannara", svaraði Daði og stakk á sig peningunum. „Og vertu nú sæll kunn- ingi!“ „Hvað, þú ert þó ekki rokinn?“ „Jú, fyrst ég þurfti ekki að fara lengra en þetta, þá næ ég heim aftur í nótt“, svaraði Daði. Gvendur fullvissaði Daða um það, að honum væri meir en guðvelkomið að vera um nóttina, en Daði sat við sinn keip og kvaddi Gvend með virktum. „En mundu það bara, kunningi", sagði hann, um leið og hann fór út, „að þú verður að gæta þess vel, að opna aldrei pokann, því að þá sleppur andinn út“. Gvendur hélt, að hann skyldi nú muna það, og svo fylgdi hann Daða út á hlaðið. Daði leysti svo Bleik frá hestasteininum, sté á bak og reið burt, eins og Bleikur hefði aldrei misst neina skeifu. En Gvendur athugaði það ekkert, því að hann hugsaði nú ekki um annað en sagnarandann í pokanum; annars hefði honum máske þótt það kynlegt, að Daði hafði aldrei sprett af klárnuth, þótt hann ætlaði að vera að Bakka um nóttina. Gvendur beið þess ekki, að Daði væri kominn úr túninu, heldur skauzt hann nú inn og settist hjá pokanum. „Herra sagnarandi, segðu mér —“ byrjaði hann, en hrökk í kút, þegar hann heyrði sér svarað hvat- skeytlega og með allmiklum þjósti: „Þegiðu, Gvendur og farðu að sofa. Heldurðu, að ég verði ekki að hafa næturfrið? Á morgun geturðu fengið að vita allt, sem þú vilt“. Gvendur greyið vissi í fyrstunni ekki, hvaðan á sig stóð veðrið, svo hissa var hann á þessu hortuga svari. Hann þorði þó ekki annað en að hlýða því, sem „andinn“ sagði og fór beint í rúmið, en skildi pokann eftir i baðstofunni, því að hann þorði ekki að raska ró þess, er í pokanum var.---- Þegar Nonni þóttist þess fullviss orðihn, að Gvend- ur væri sofnaður, skreið hann upp úr pokanum því að Daði hafði leyst fyrirbandið frá, á meðan Gvendur ANNA FRÁ STÓRUBORO - saga frá sextándu old eftir Jón Trausta Hjalti leit á hana og starði stundarkorn á hana þegjandi. Það lá við, að hún engdist saman fyrir augnaráði hans. Hún las hugsun hans og fann, hvað hann ætlaði að segja. „Ég get ekki verið í hellinum lengtir," mælti hann loks. Þar kom það. Það var einmitt þetta, sem hún vissi, að hann mundi segja. „Hvers vegna ekki?“ rnælti hún. Hann þagði. En hún las svarið í augurn hans: Ég verð að ræningja, kannske manndrápara, ef ég verð þar lengur. Hún reyndi að slá þessu upp í gaman. „Veiztu, hvaða nafn hellirinn þinn hefir fengið? — Hann heitir Paradís. — Paradís, heyrirðu það? Hallur giámunkur gaf honum nafnið, þegar lögmaðurinn krafði hann sagna. Síðan höfum við, vinir þínir í hyggðinni, aldrei nefnt hann annað okkar í millurn en Paradís. — Viltu ekki vera í Paradis?" Hjalti þagði og horfði á hana raunalega. Hvers vegna var hún að hafa þetta i gamanmálum? „Og víst, á hellirinn nafnið skilið, meðan þú ert þar,“ bætti Anna við. „1 Paradis má ekkert búa, nema það, sem gott er. — Sá eini, sem var óánægður með Paradisarvistina, fékk ekki að vera þar. Honum var fleygt ofan í hin yztu myrkur. Allir, sem saurga Paradís sina með vondum verkum, eða aðeins með vondum hugsunum, glata henni og fylgja honum eftir. Það má ekki henda þig, elsku vinur minn!“ Hjalti gat engu gamni tekið. Hann var jafnmyrkur og alvarlegur á svipinn og hann hafði verið. önnu lá við að fara að gráta. Henni fannst hún standa vopnlaus og ráðalaus frammi fyrir þessu myrkri og vonleysi. 1 fyrsta skipti fann hún, að hún var búin að missa valdið yfir Hjalta. Ötal óhöpp, sem af þvi gætu leitt, þutu fram í huga hennar. Hún víssi vel, að hann var farinn að fara úr hellinum, án hennar vit- undar, og gefa þvi engan gaum, hverjir sæju hann. Hún vissi, að ekki yrði unnt til lengdar að halda honum í hellin- um. Til hvers átti þá að grípa? Henni lá við æðru og örvilnun, er hún hugsaði um þetta allt saman. En henni var það líka ljóst, að ef hún bilaði nú, væri úti um allt. „Ég veit það, elsku vinur minn, að hellirinn þinn er þér ekki Paradís,“ mælti hún með grátklökkri rödd og lét blítt að honum. „En þú mátt til að þola þessa útlegð enn um stund. — Enn um stund, heyrirðu það? Nú er fyrir þreyttan að þola. Ég er viss um, að guð gerir einhvern góðan enda á þessu öllu saman, ef við erum góðar manneskjur og styggj- um hann ekki. Ég hefi svo þrásinnis beðið hann um það. Ef til vill höfum við styggt hann með bráðlæti ástar okkar, og hann leggur þetta á okkur í staðinn. Ef til vill er hann að leyfa oðrum manni að fylla mæli synda sinna, áður en hann auðmýkir hann á einhvern hátt. Við skiljum ekki hans vegi. Okkur ber það eitt, að gera aldrei annað en það, sem gott er. Þá snúast okkur allir hlutir til góðs. — Mundu eftir því að fara aldrei úr hellinum, nema þú getir gert eitthvað gott með því, eitthvert kærleiksverk. Sittu þig aldrei úr færi, ef þú getur hjálpað einhverjum, sem bágt á, eða komið einhverju fram til góðs, svo að hljóðlátar þakkargjörðir séu sendar guði 5g|| ' ffle&Ímorgunluftffinu gtfi E /T i Jj Dóri, Dóri, Dóri — ég gef þér enn eitt tækifæri — opnaðu hurðina, opnaðu hurðina segi ég. Sestu! sestu! Loks náði ég háa C-inu. Lokaatriði skattafram- talsins. Tryggur gleypti segul- stálið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.