Morgunblaðið - 20.10.1974, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 20.10.1974, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÖBER 1974 45 Evelyn Anthony: LAUNMORÐINGINN Jöhanna Kristjönsdöttir þýddi 27 glæta. Það var örlítið von til þess að Elisabeth hefði ekki skilið við hann á Kennedyflugvellinum, heldur beðið með honum. Þó var það ólíklegt. Hún hafði kveðið upp úr með það, að sér geðjaðist ekki að manninum og hann hafði ítrekað það við hana, að hún gæti sagt skilið við hann strax og þau væru komin inn í flugstöðina. Hann leit á klukkuna. Hún var hálftólf. Hann tók aftur upp tólið og hringdi til hennar. Síminn hringdi svo oft, að hann ætlaði að fara að leggja á þegar hann heyrði rödd Elisabethar. Þau höfðu verið að horfa á sjón- varpið. Kelier hafði afskaðlega gaman af því. Stundum fannst Elisabeth gaman að því einu að horfa á hvað hann var niður- sokkinn. Þau höfðu setið og haldið hvort utan um annað og horft á fréttirnar og hann hafði svo snúið sér að henni og stundið upp á því að þau færu að koma sér í háttinn. Hún hafði hlegið og tekið hönd hans af brjósti sér og sagt að nú langaði hana til að horfa á fréttirnar. — Hann er merkilegur maður, sagði hún. Regazzi kardináli var á skermin- um og var að ræða um eiturlyf ja- vandamálið í fréttasamtali. Keller hafði hallað sér fram og lagt við hlustirnar. — Ætlarðu að segja mér að unglingarnir hér séu f eitur- lyfjum? Honum hafði fundizt svo óhugsandi að í þessu gnægtanna landi þar sem allir virtust lifa kóngalífi, skyldi ungt fólk finna hjá sér þörf til að leita á náðir slfkra meðala. — Og fer vaxandi. Hlustaðu á Regazzi. Hann þekkir fátæktina. — Hér er engin fátækt, sagði Keller. Og ég hef að minnsta kosti aldrei fyrirhitt fátækan kardinála. Ert þú kaþólsk? — Nei! Elisabeth hristi höfuðið. — En þú hlýtur að vera það — uppalinn hjá kaþólskum systrum! Keller svaraði ekki. Hann var að horfa á skerminn og hann dáðist að því hve maðurinn var vel máli farinn. • — Það er mikil fátækt í Banda- ríkjunum, sagði Elisabeth eins og til að undirstrika lýsingar kardi- nálans. — Þú hefur ekki séð nema brot af lffinu hér. í Banda- rfkjunum er víða ömurleg neyð meðal fólks. Regazzi veit, hvað hann er að tala um, hann er sjálf- ur af örsnauðu fólki og hann hefur varið öllum kröftum sínum í að berjast fyrir bættum hag hinna fátæku. Ég veit ekki hvort ég fellst á allar kenningar hans, en hann er stórmenni á sinn hátt. — öll trúarbrögð og kenningar eru lygi, sagði Keller. Hann sá fyrir sér systurina, sem hafði gefið hinum talnabandið þegar hann fór af hælinu og stóð við hliðið og þurrkaði tár úr augna- krókunum. — Og kaþólskan er verra en flest annað. Og þá byrjaði síminn að hringja. — Svaraðu, sagði Keller. — Það gæti verið til mín. — Það er einmitt það sem ég er svo hrædd um. Elisabeth reis seinlega á fætur. — Ég veit ekki hver annar ætti að vera að hringja á þessum tfma sólar- hrings. Látum sfmann hringja, Bruno. Þeir geta hringt aftur..á morgun. — Svaraðu símanum, sagði hann. — Annars geri ég það. Og hún tók upp tólið. Hún sneri baki við Keller og reyndi að láta hann ekki sjá framan i sig. — Nú ert það þú, hvernig gekk ferðin? — Ágætlega. King reyndi að leyna vaxandi kvíða sínum og sálarangist. — Og hvað er að frétta af þér — og honum vini okkar? — Hann komst hvergi, sagði Elisabeth. Það var þýðingarlaust að vera með látalæti. Hún sneri sér við og • kinkaði kolli til Kellers. Hann stóð upp og gekk hægt til hennar. — Það kom enginn á flugvöll- inn. Nei, við biðum í eilífðartfma svo að á endanum fannst m^r eina ráðið að hann kæmi og væri hjá mér. Hún reyndi að hafa rödd sína eins kæruleysislega og henni var framast unnt. — Nei, nei, það hefur ekki verið nein fyrirhöfn fyrir mig. Ég hef varla séð hann. Hann sefur megnið af sólarhringnum. Það kom tvíræður glampi í •jpgu Kellers, en hann tók utan uin hana báðum höndum og þrýsti heríþi að sér. — %áttu mig fá tólið, hvíslaði hann. — Viftt) að ég fari og veki hann? spurðj Elisabeth. King var svo ofsakátur að hann gat varla dulið létti sinn. — Nei, þakka pér vina mín. Ég er bara ákaflega leiður yfir allri þessari fyrirhöfn, sem þér hefur verið bökuð. Þú hefðir'átt að láta hann vera á einhverju hóteli — Elisabeth mín, ég get ekki með orðum lýst hvað mér þykir þetta leitt — sjáðu nú til, ég skal sjá um að hann verði sóttur snemma í fyrramálið. Og leyfðu mér að bjóða þér út til háde^isverðar til að reyna að bæta fyrir þetta. — Ég get ekki farið með þér út um hádegið, sagði hún. — Ég er að snúast í einhverjum skattamál- um og ég veit ekki, hvað það tekur langan tíma. — Þú þarft alténd ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu lengur sagði King. — Auðvitað var hár- rétt hjá þér að láta hann vera hjá þér. Ég skal segja þér allt um það, þegar ég hitti þig. Og ég læt sækja hann á morgun. Hún lagði frá sér símann. — Þetta var maðurinn, sem ég kom með til Beirut, sagði hún. — Hann ætlar að láta sækja þig á morgun. Brúnó, ég vil ekki að þú farirfrá mér.... — Ég á ekki um neitt að velja. Mér er borgað fyrir að vinna verk? — Borgað fyrir hvaða verk? Elskan mfn, geturðu alls ekki treyst mér? — Mér er borgað fyrir að gera það sem mér er sagt, sagði Keller. Velvakandi svarar f sfma 10-100 kl. 1 0.30 — 11.30, frá mánudegi til föstudags. # Hugið að trjánum „Nú er komið undir veturnætur og trén farin að fella laufin. Nú ættu garðeigendur að láta klippa og snyrta tré og runna í görðum sinum,“ sagði kunnur garðyrkju- ntaður, sem kom að máli við Vel- vakanda. „Ekki að bíða með það til vorsins. Ef runnar eru klipptir á haustin bera þeir fullan berja- vöxt að vorinu, en það gera þeir okki, ef þeir eru skornir að vor- inu. Það kemur sér betur, þegar vetrarúðun er framkvæmd.“ % Vetrarúðun Og hann heldur áfram: „Vetrar- úðun er framkvæmd í febrúar og marz í frostlausu, þurru veðri. Þá Þarf enga sumarsprautun og eng- inn maðkur eða lús kemur f ljós yfir sumarið. Allt tárhreint. Ég hef góða reynslu af þessu. Margir kvarta undan þvi, að berjavöxtur komi ekki fram þótt runnarnir hafi fyllzt af vísum á vorin. Þetta kemur fram þar sem runnarnir fá ekki nógan áburð og raka. — Þegar trén eru klippt á haustin líta þau miklu betur út sumarið eftir en ef þau eru klippt á vorin." Q NorðurpóIIinn — vatnsþróin — Njarðarstöðin Þorsteinn Sveinsson kom að máli við okkur, og lagði fram eftirfarandi spurningar: „Hvar stóð kaffihúsið Norður- póllinn? Er það hús til nú, og hvaða götunúmer ber það? Hvar stóð nákvæmlega vatns- þróin við Hlemm, sem var áður vinsæll áningarstáður ferða- manna? Hvenær var hún jöfnuð við jörðu? Hvar stóð fiskverkunarstöðin Njarðarstöðin? Er það hús til nú?“ Við leituðum til sérfræðings okkar um gömul hús, Árna Öla, sem er manna kunnugastur „gömlu Reykjavfk", eins og kunn- ugt er. Arni svaraði öllum spurn- ingum Þorsteins nema þeirri, sem er um Njarðarstöðina: „Norðurpóllinn reisti Guð- mundur Hávarðarson, — ekki I landi Reykjavfkur, heldur í landi Rauðarár. Þetta átti að vera veitingahús, og voru þar veitingar um nokkur ár. Mönnum fannst undarlegt að velja þennan stað fyrir veitinga- hús, og kölluðu þetta stundum ,,fjallahótel“ í skopskyni. Þetta var einlyft timburhús með kvisti og stóð við svonefndar Rauðarár- traðir. Það er enn á sama stað, en mun nú vera Hverfisgata 125. Vatnsþróin var líka f Rauðarár- landi, sunnan við traðirnar og nær ánni heldur en Norðurpóll- inn; í námunda við söluskúrinn, sem nú er þar. Hún várð óþörf þegar bflar leystu hesta af hólmi.“ Því næst snerum við okkur til Magnúsar Þorgeirssonar, for- stjóra Pfaff, en faðir hans, Þor- geir Pálsson, gerði út togarann Njörð og rak Njarðarstöðina á sín- um tíma. Magnús kvað Njarðarstöðina hafa verið þar sem Timburverzl- un Árna Jónssonar er nú við Laugaveg. Ekki sagðist hann vita gjörla hvort gamla fiskverkunar- húsið stæði enn, en benti okkur á að hafa samband við fyrirtækið. Og þar sem við skemmtum okk- ur ágætlega f leynilögregluleikn- um, höfðum við samband við fyrirtækið, og fengum þar þau svör, að þetta gamla hús stæði enn að nokkru leyti, en þvf hefði verið mikið breytt og við það bætt. Eftir að Njarðarstöðin var hætt þar starfsemi sinni, var þar um tíma önnur fiskverkunarstöð, sem Mjölnir hét, en lóðin er á horni Laugavegar og Mjölnis- holts, þannig að sfðarnefnda gat- an hefur sjálfsagt tekið nafn Sitt af því fyrirtæki. $ Að hæðast að til- finningum annarra Páll Jónsson hringdi. Sagðist hann hafa hlýtt á lestur Halldórs Péturssonar í Sumarvöku út- varpsins fyrr f vikunni. Viku áður hefði hann heyrt Halldór flytja fyrri hluta hugleiðinga sinna, og hefði hann verið mjög ánægður með það, sem þar kom fram. Hefði sér þótt sá hluti bera vott um frjálslyndi og skynsamlega af- stöðu höfundar til trúmála yfir- leitt, og hefði sér þvf komið mjög á óvart er hann tók að hæðast að sértrúaflokkum í seinni hlutan- um. Páll fórust m.a. svo orð: „Að vísu hlýtur það alltaf að vera svo, að manni kemur ýmislegt spánskt fyrir sjónir, sem maður þekkir ekki sjálfur, ekki sízt þegar í hlut eiga mismunandi trúarfélöe. En það að gera gys að aðferðum einstakra trúarfélaga til að út- breiða skoðanir sinar, og hæðast að viðhorfum einstaklinga í trú- málum, er að mfnum dómi ámælisvert, og ber reyndar ekki vott um annað en skort á um- burðarlyndi og fyrirlitningu á þeim tilfinningum, sem e.t.v. eru hlutaðeigandi helgastar." Enn fremur sagði Páll: „Ég er hissa á því, að pistill, sem Halldór las í útvarpið, skuli hafa farið fram hjá dagskrár- stjóra að þvf er virðist athuga- semdalaust, en ég hef hingað til handið, að hlutverk dagskrár- deildar væri ekki síður það að fylgjast með því hverskonar efni er flutt í útvarpið, en að raða f dagskrána og tímasetja hana.“ Hafi fleiri eitthvað að segja um málið, er þessi vettvangur að sjálfsögðu opinn fyrir slfkar um- ræður. SlGeA V/QGA g 1/lveRAN Nýkomið1 Mikiö úrval af tréklossum fyrir börn og fulloröna Póstsendum V E R Z LU N I N GEYsiP"

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.