Morgunblaðið - 20.10.1974, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.10.1974, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1974 6 Ijoklinu NÝJA BÍÓ THE FRENCH CONNECTION if if if Engin mynd hefur sett jafnskýrt mark sitt á kvikmyndaiðnaðinn og „T.F.C.“ þegar gffurlegar vinsældir hennar komu f ljós ruku amerfskir og evrópskir framleiðendur upp til handa og fóta, allir ætluðu þeir sér að verða rfkir á stælingu þessarar myndar. Það tókst að vonum misjafnlega. En hér er sem- sagt komin myndin sem hleypti öllu lögreglumynda- flóðinu af stað. Það sem gerir þessa mynd svo eftirtektarverða er ferskt raunsæi hennar. Fylgst er með störfum lögreglumannsins á nýstár- legan hátt, og allt er vel unnið og undirbúið. Myndin fjallar ekki um góðu og vondu strákana, Ifkt og fyrirrennarar hennar, þvf hér eru allir misjafnlega slæmir. Aðalsöguhetjan, „Popeye", er skftugur, harð- soðinn og miskunnarlaus tfkarsonur, hann er bara réttum megin við lögin. Að einu leyti flytur myndin neikvæðan boðskap, — hún afsakar ofbeldi og rudda- legar aðferðir lögreglunnar, þvf „Popeye" er sá eini sem nær árangri. S.V. ■k ir it Mynd þessi er byggð á sögulegum stað- reyndum, atburðum sem áttu sér stað um 1960—1962. Ef nið er ekki beint frumlegt — eltingaleikur lögreglu við eiturlyf jasmyglara, öll at- burðarás er hröð og hnitmið- uð skv. formúlum, sem gilda um slfkar myndir. Eitt atriði hefur þó vakið athygli um- fram önnur f myndinni, en það er eltingaleikur Doyle við leigumorðingja smyglar- anna. Friedkin leikstjóri (The Exorcist) segir svo frá, að hann hafi upphaflega verið mjög hrifinn af elt- ingaleiknum 1 Bullitt og viljað spreyta sig á þessu viðfangsefni. Þegar Phil D’Antoni bað hann að gera The French Connection var enginn eltingarleikur f handritinu en þeir urðu strax sammála um að breyta þessu. Það tók það hins veg- ar rúmt ár að semja eltinga- leikinn eins og hann kemur okkur fyrir sjónir og 5 vikur tók að kvikmynda þennan kafla. Spennunni er að mestu náð upp með hröðum klippingum og hljóðhrifum, (sem voru lögð eftir á), en þó eru nokkrar senur tekn- ar, eins og þær koma okkur fyrir sjónir. Megin uppistað- an var kvikmynduð f heilu lagi, en það eru ýmis skot tekin úr bfl Doyles á ofsa hraða. Var það gert með tveim myndavélum, annarri inni f bflnum, sem tók út um framgluggann, hinni var fest framan á stuðarann. Sfðan var vegalengdin ekin án nokkurra æfinga, tvisvar sinnum á 70—90 mflna hraða, með vælandi sfrenu á þakinu. Einstök atvik eins og konan með barnavagn- inn, bflar á gatnamótum og trukkurinn, sem beygir fyr- ir, eru sfðan sett upp sér- staklega. 1 öllum þessum til- vikum notaði Friedkin 4 myndavélar samtfmis, klippti sfðan saman mis- munandi sjónarhorn og kryddaði það með nærmynd- um af Hackman við stýrið. Friedkin leggur mikið upp úr hljóðhrifum enda má segja þeir geri eltingaleik- inn endanlega að þeirri blekkingu, sem sóst er eftir. SSP. STJÖRNUBÍÓ FAT CITY ★ k ★ ★ Hér er boðið uppá mynd John Huston, FAT CITY, og tekur hún af öll tvfmæli um að Huston sé farið að förlast flugið. Þetta er ein hans albesta mynd og tvfmælalaust hin fremsta eftir REFLECTION IN A GOLDEN EYE. Enda f jallar hann nú um mannlffið, en þar á Huston miklu frekar heima en f harðsoðn- um bófamyndum, (THE MACINTOSH MAN, THE KREMLIN LETTER, o.fl.) Hudson hefur meðfædda samúð með hnefaleika- mönnum og umhverfi þeirra. Það kemur skýrt f Ijós, og jafnframt sú þekk- ing og innsýn sem hann hefur f.þennan frumstæða heim. Huston var einmitt sjálfur atvinnuboxari á yngri árum. Hann nær fram stórkostlegum leik, þá sér- staklega hjá þeim Steach og Tyrrel. Marvin Hamlisch, (THE STING) sér um tón- listina, notar m.a. lag K. Kristoferson, „Help me Make it Through the Night”, o.f I. á tregablandinn hátt og fellur hún einkar vel að efn- inu. Kvikmyndatöku er vel borgið f höndum Conrad Hall. Þessum úrvalsmannskap hefur tekist að skapa eftir- minnilega mynd sem lengi á eftir að sitja f huga áhorf- andans. Mynd um harða bar- áttu sem daglega er háð af hinum smæstu f þjóðfélag- inu á yztu mörkum menningarinnar. S.V. ★★★★ Fat city er hæðnis- legt nafn á mynd, sem fjallar um hrostnar vonir nokkurra stórborgarbúa. Mistök eru sérgrein aðalper- sónanna, og John Huston (Reflections in á Golden Eye) tekst hér svo vel upp, að yngri leikstjórar, sem fjallað hafa um svipað efni (Bob Rfelson: Five Easy Pieces, o.fl.) mega taka sig á til að halda velli. 1 myndinni eru nokkur frábær augna- blik t.d. seinni barsenan með Billy og Oma, þó sér- staklegaa þegar þau vafra út f lokin, hangandi hvort á öðru — tvö reköld, afkipt heimsins gæðum, en eiga sér þó nýjar vonir innan um öll vonbrigðin. Huston nær fram mjög mannlegum og sterkum persónuyfirlfsing- um, sem aldrei eru yfir- borðskenndar og ásamt kvikmyndatöku Conrads Hall, sem er frábær, um leið látlaus og sjálfsögð, en jafn- framt yfirveguð og nákvæm, tekst honum að búa til mynd,. sem fær áhorfandann til að gleyma, að hann sé að horfa á kvikmynd. Frábær — fullaf lífi. SSP. BÆJARBÍÓ SECRET CEREMONY. ★ ★ ★ Joseph Losey hefur ætfð krafist eftirtektar og umhugsunar af áhorfendum sfnum, en gengið misvel að fá þá kröfu uppfyllta. Sú staðreynd, að Laugarásbfó sýnir ekki myndina, en hendir henni f útbúið f Hafnarfirði, lýsir takmörk- uðum skilningi á kostum myndarinnar. Secret Ceremony er gerð 1968 (hvers vegna þessi seina- gangur — annar misskiln- ingur?) og er talin nátengd Accident og Boom. Losey vinnur hér, eins og oft áður, með mjög lokuð persónuleg sambönd. Stöku sinnum er þó þögnin rofin með utanað- komandi hljóðum, flugvél eða þokulúðri f skipi, og áhorfandinn verður f einu vetfangí var við umheiminn og hið stærra samhengi. Losey notar hurðaskelli mjög mikið hér sem hljóð- hrif, þeir eru eins konar „leitmotiv“ f myndinni, og notaðir til að undirstrika til- finningar persónanna. Vangaveltur um Iff og dauða, ábyrgð og hirðuleysi, er stór þáttur f myndinni, undirstrikað t.d. fyrst f myndinni, þegar Lenóra (E. Taylor) vitjar grafar dóttur sinnar og gengur f leiðinni fram hjá skfrn f kirkjunni. Annars er erfitt að henda reiður á hinum mörgu flöt- um, sem Losey kryddar myndina með, eftir að hafa séð hana aðeins einu sinni. En dæmisagan, sem okkur er sögð f lokin er umhugs- unarverð og opin til marg- ” ' " ' Myndaröð úr eltingaleiknum f John Huston, leikstjóri. The FRENCH CONNECTION. vfslegrar túlkunar. „Það voru einu sinni tvær mýs, sem duttu ofan f mjólkur- fötu. önnur æpti á hjálp uns hún drukknaði. Hin þagði, en barðist um til að halda sér á floti. Morguninn eftir stóð hún á smjöri.” SSP. ★ Handbragð Losey er til fyrirmyndar, lfkt og fyrri daginn. Sviðsetningar allar hnitmiðaðar, svið og sviðs- munir bera vott um mikla smekkvfsi. Þá er Taylor f essinu sfnu. Þar með er flest það sem finna má jákvætt f þessari langdregnu mynd, upptalið. Efnið er með ein- dæmum þunnt og enda- sleppt, persónusköpun óljós Jg söguþráðurinn ótrúlegur með afbrigðum. Semsagt ódýrt innihald f fburðar- miklum umbúðum. S.V. TÓNABÍÓ THE MECHANIC O Þegar nokkuð er áliðið myndina kemur f Ijós, að The Mechanic, f þessu til- felli Arthur Bishop (nafnið er skemmtilegt), er morð- ingi, sem drepur eiturlyfja- braskara samkvæmt skip- unum „Samtakanna”. Hann gerir þetta ákaflega faglega og hefur mikla skemmtun af. Myndin er einnig mjög falleg og Michael Winner hefur eflaust skemmt sér vel við að gera hana. Það eina sem vantar er bara ein- hver smá hugsun á bak við óskapnaðinn. Það sannast hér, að þar sem heilbrigðri hugsun sleppir, tekur byss- an við, enda skothrfðin svo yfirgnæfandi að hugsunin þrffst ekki. „Bang! You are dead.“ eru sfðustu skilaboð myndarinnar og um leið og áhorfendur rfsa úr sætum, fá þeir enn eina HoIIywood- bensfnsprengju framan 1 sig, svona rétt f kveðjuskyni. Allt minnti þetta mig á smá- stráka f bófahasar — „bang, bang, þú ert dauður — nei, ég er ekkert dauður — vfst, ég skaut þig f hausinn — nehei, þetta er allt 1 plati, þú ert ekki einu sinni með al- vöru byssu.“ Hvflfk endemis forheimskun! SSP. ★ ★ Myndin hefur sfnar ljósu og dökku hliðar. 1 henni er lýst all framandi manngerð okkur tslending- um: launmorðingja. Er það gert á nokkuð sannfærandi og þokkalegan hátt. Charles Bronson, sem nú er einn vin- selasti leikari jarðarbúa, fer trúverðuglega með sitt, enda er maðurinn hlaðinn einhverju dýrslegu þreki og lyginni næst að hann sé kominn á sextugsaldur. Afturámóti er „T.M.“ sem þriller álfka spennandi og ökuferð meðóla Ket. S.V. HAFNARBÍÓ SLAUGHTERS BIGRIPOFF ★ Þetta mun vera framhald á vinsælli mynd sem hér var sýnd f sumar. Það vill oft fara svo að framhaldsmynd- um er ætlað að njóta ein- hvers af vinsældum fyrir- rennara sinna, á kostnað gæðanna. Svo grunar mig að hafi farið með þessa. Hér er farið eftir einfaldri vin- sældaformúlu: Slatti af fal- legum kroppum, (af báðum kynjum), stór skammtur af slagsmálum, blóðsúthelling- um, samförum, kappökstr- um og manndrápum. Brand- arar látnir fljúga við og við, svo áhorfendur þreytist ekki á fáránlegum söguþræði. Og fóikið lætur ekki á sér standa. S.V.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.