Morgunblaðið - 08.11.1974, Side 2

Morgunblaðið - 08.11.1974, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. NÖVEMBER 1974 Olafur Bjarnason, formaður Krabbameinsfélags Íslands, afhendir dr. Bjarna Bjarnasyni heiðursskjöl Krabbameinssambands Norður- landa. — Ljósm.: Öl. K.M. í þessari úthlutun. Bjarni sagð- ist hafa haft mikla ánægju af starfi sínu í Krabbameinsfélagi Isiands og með því starfi hefði hann hlotið mikla lifsfyllingu og það hefði verið sér óblandin ánægja að starfa með öllu þvi góða fólki, sem hann hefði kynnzt i félaginu. Hann óskaði Krabbameinsfélagi íslands og norræna sambandinu allra heilla og góðs árangurs í þeim málum, sem framundan væru. Ölafur Bjarnason, formaður Krabbameinsfélagsins, fór við afhendinguna nokkrum orðum um dr. Bjarna Bjarnason. Hann átti sæti í stjórn Krabbameins- félags Reykjavikur frá árinu 1951 og var formaður þess frá 1960 og þar til hann gerðist formaður Krabbameinsfélags Islands við fráfall prófessors Nielsar Dungals. Bjarni hefur látið mikið að sér kveða i bar- áttumálum krabbameinsfélag- anna og sérstaklega hefur hann átt frumkvæði að stofnun fjöl- margra deilda I Krabbameins- félagi Islands, víós vegar um landið. Hann hefur tekið virkan þátt í fræðslustarfsemi um krabbamein og flutt fjölda erinda um einkenni sjúkdóms- ins og krabbameinsvarnir. Sér- staka áherzlu hefur hann lagt á að brýna fyrir almenningi skað- Dr. Bjarni Bjarnason heiðraður af krabbameins- sambandi Norðurlanda ÓLAFUR Bjarnason, prófessor, formaður Krabbameinsfélags Islands, afhenti í gær dr. Bjarna Bjarnasynv fyrrum for- manni félagsins* heiðursskjöld Nordisk cancerunion, sem er samband krabbameinsfélaga á Norðurlöndum. Norræna sam- bandið ákvað á fundi sínum f Stokkhólmi 1 júní að veita dr. Bjarna þessa viðurkenningu, en hann gat þá ekki verið við- staddur og tekið við heiðurs- skildinum og var Ólafi Bjarna- syni falið að afhenda honum skjöldinn. Heiðursskjöldinn hafa aðeins 5 menn hlotið á undan Bjarna, þrfr frammá- menn hinna krabbameinsfélag- anna á Norðurlöndum, en að auki karl og kona, frumkvöðlar að alþjóðasamvinnu í barátt- unni gegn krabbameini. Skild- inum var fyrst úthlutað árið 1961 fósló. Dr. Bjarni Bjarnason sagói, er hann hafði veitt heiðurs- skildinum viðtöku í gær, að hann væri undrandi yfir þeim heióri, sem honum hefði hlotn- azt og í raun hefði sér aldrei dottið í hug, hvorki í vöku né draumi, að sér myndi hlotnazt þessi heiður, svo fágætur sem hann væri. Dr. Bjarni sagði, að sér væri þessi viðurkenning mjög mikils virði og hin mesta sæmd, sem sér hefði hlotnazt á lífsleiðinni. Hann bað Ólaf Bjarnason að flytja Norræna krabbameinssambandinu þakk- ir sínar og kvaðst einnig þakka Ólafi, þar sem hann sagðist vita, að þáttur hans væri mikill semi reykinga, í blöðum, út- varpi og sjónvarpi. Hann hefur ritstýrt fréttabréfi um heil- brigðismál um árabil og er rit- stjóri þess enn. „það er mér sérstök ánægja," sagði Ólafur Bjarnason, prófessor, ,,að afhenda Bjarna Bjarnasyni heiðursskjöld Norræna krabba- meinssambandsins fyrir margra ára óeigingjarnt starf í þágu baráttumála krabba- meinsfélaganna." A blaðamannafundinum í gær kom fram, að á þessum fundi Norræna krabbameins- sambandsins var fyrrverandi formanni danska krabbameins- félagsins, dr. Charles Jakobsen, veitt sama viðurkenning fyrir störf hans að krabbameinsvörn- um í Danmörku. Tékknéskir stúdentaleiðtogar: Hafa ekki áhuga á Slansky-rétt- arhöldunum HÉR eru nú staddir þrfr stúdentaleiðtogar frá Tékkósló- vakfu f heimsókn til Stúdentaráðs Háskóla islands. Það er utanrfkis- málanefnd Stúdentaráðs, sem annast móttöku þeirra hér, og voru fréttamenn boðaðir til fund- ar með gestunum f Félagsstofnun stúdenta f gær. Fyrirliði hinna tékknesku stúdenta er formaður Landssam- taka stúdenta i Tékkóslóvakiu, Jan Prochazka að nafni, en auk hans eru í hópnum Jan Brunner, formaður tékknesku stúdenta- samtakanna, og Ivan Rohal-Ilkiv, formaður slóvensku stúdentasam- takanna. Þeir standa hér við i tvo daga, en að undanförnu hafa þeir vitjað stúdentasamtaka á Norður- löndum. Aðspurðir um hverjir sendu þá og hver tilgangurinn með förinni væri, svöruðu þeir því til, að þeir væru hér til að stuðla að vinsamlegum samskipt- um og samvinnu íslenzkra stúdenta og tékkneskra, og væru það tékknesk stúdentasamtök, sem stæðu fyrir skipulagningu og kostnaði viðferðina. Síðar áfund inum kom fram, að á 11. Allsherj- arþingi IUS (International Union of Students) var fyrst rætt um þessa ferð sendinefndarinnar. Til skýringar skai tekið fram, að IUS eru alþjóðleg stúdentasamtök, sem stofnuð voru 1 Prag árið 1946, og urðu íslenzkir stúdentar fljót- lega aðilar að sambandinu. Eftir Ungverjalandsuppreisnina árið 1956 sögðu flest stúdentasamtök í lýðræðisrikjum sig úr samband- inu, en IUS hafói þá neitað að fordæma innrásina 1 Ungverja- land. Þeirra á meðal var Island. Þeir félagar sögðu það vilja tékkneskra stúdentasamtaka, að samvinna tækist með stúdentum i öllum þjóðlöndum um að útrýma heimsvaldastefnu, einræði og ný- lendukúgun. Viðræður um slökun spennu milli austurs og vesturs væri nú á mikilvægu stígi, og hægt væri að eyja mikla mögu- leika, sem nauðsynlegt væri að nýtatil fullnustu. Að loknu inngangserindi Prochazka gafst fréttmönnum tækifæri til að spyrja sendinefnd- ina spurninga, og er hér sýnis- Framhald á bls. 24 Peningagjöf „Þakklát kona“, sem ekki vill láta nafns síns getið, hefur fyrir milligöngu sr. Sigurðar Hauks Guðjónssonar komið til Mbl. 10 þúsund krónum, sem hún óskar að renni til Landssöfnunar Kiwanis. Fjárhæðinni hefur verið komið til réttra aðila en henni fylgdi svohljóðandi bréf: „Meðfylgjandi upphæð er lítil vala, sem mig langar til þess að Framhald á bls. 24 Aðeins átta dagar: Notum tímann vel — segir skrifstofa Skyndihappdrættis Blaðinu var i gær tjáð, að Skyndihappdrætti Sjálfstæðis- flokksins væri í fullum gangi, en nú liði óðum að því, að dregið yrði, eða nánar tiltekið eftir aðeins8 daga. Sala happdrættismiða gengur vel, en margir eiga samt enn eftir að gera skil og þarf nú i dag og um helgina að gera stórt átak til þess að æskilegur árangur náist Starfslið happdrættisins segii -framkvæmd þess krefjast mjög mikils starfs og til að auðvelda það, er þeím vinsamlegu tilmæl- um beint til þeirra, sem enn eiga ógerð skil, aó gera það hið fyrsta. Sjálfstæðisflokkurinn vann stórsigra i tvennum kosningum i vor, en sú mikla kosningabarátta kostar fjármagn, sem hver stuðningsmaður flokksins gæti eflt með framlagi sínu. Sjálf- stæðismenn hafa ætið brugðist vel og skjótt við, þegar til þeirra hefur verið leitað og er þess vænst, að svo verði enn. Skrifstofa Skyndihappdrættis- ins í Reykjavík er á Laufásvegi 46. Verður skrifstofan opin í dag til kl. 22.00, á morgun, laugardag, til kl. 18.00 og á sunnudag kl. 14.00 til 18.00. Þeir, sem óska að láta sækja andvirði heimsendra miða, hringi í sfma 17100. Sögusýningin í kvöld: Síðasta sýning á „Eldur í Heimaey,, Stutt rabb við Osvald Knudsen um myndina og gerð hennar 1 KVÖLD er sfðasta tækifærið, sem Reykvíkingum og öðrum gefst til að sjá hina nýju kvik- mynd feðganna Ósvalds og Vil- hjálms Knudsen, Eldur f Heimaey. Verður myndin sýnd á Sögusýningunni á Kjarvals- stöðum og hefst sýningin klukkan 21. Myndin hefur verið sýnd f nokkur skipti á sýningunni við mikla aðsókn og hrifningu. Blm. Mbl. heimsótti Ósvald í gær f vinnustofu hans í Hellusundi, og átti við hann stutt samtal um myndina og gerð hennar. Ósvaldur renndi filmunni í gegn fyrir blm. og getur hann borið um það vitni, að þar er á ferðinni stórmerk heimildamynd um gosið f Vest- mannaeyjum. Enda þótt myndin sé aðeins 30 mínútna löng, segir hún sögu gossins frá byrjun til enda, og auk þess er brugðið upp myndum af fyrstu mánuð- um endurreisnarstarfsins. Hún endar á svipaðan hátt og hún byrjar, sýnir mannlíf á grænni eyjunni. Vilhjálmur sonur Ós- valds var kominn út í Heimaey örfáum stundum eftir aó gosið hófst og er það eftirminnilegt atriði, sem hann tók fyrstu gos- nóttina, svo skömmu eftir að sprungan opnaðist. Vilhjálmur dvaldi í eyjunni fyrstu daga gossins og kom þangað annað slagið síðan. Ósvaldur kom þangað fyrsta gosmorguninn, og kom síðan oft út í eyjuna, og dvaldi þar stundum marga daga í einu. Inn f mynd þeirra feðga er fiéttað bútum, sem þeir fengu hjá Heiðari Marteins- syni, Guðjóni Ólafssyni og Sig- urði Kr. Árnasyni, svo og ljós- myndum Sigurgeirs Jónas- sonar. AIls höfðu þeir feðgar úr að velja 15 þúsund fetum af filmum, svo klippingin hefur verið geysimikið verk. Allar filmurnar voru framkallaðar í Bretlandi og þar var vinnu- kópía unnin. Hljóðsetning var einnig gerð i Bretlandi, en tónn var unnin hjá sjónvarpinu, og annaðist Sigfús Guðmundsson það verk. Textann við myndina samdi dr. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur, eins og við fyrri gosmyndir Ósvalds og tónlist er eftir Magnús Blöndal Jóhanns- son. „Vinnsla svona myndar er samvinna margra aðila," segir Ósvaldur, „og þegar henni er lokið liggur við, að manni finn- ist maður eiga minnstan þátt i þessu sjálfur.“ Og hann bað Mbl. að koma á framfæri þakk- læti til allra, sem unnu meó þeim feðgum áð gerð myndar- innar. Ósvaldur sagði, að Þjóð- hátiðarnefnd 1974 hefði óskað éftir því að fá myndina til sýn- ingar á sögusýningunni á Kjarvalsstöðum. Yrði hún sýnd þar í síðasta skipti í kvöld, og stendur ekki til að sýna hana á fleiri stöðum innanlands, a.m.k. liggja ekki fyrir neinar áætl- anir um slíkt. I athugun er aó koma henni á erlendan markað, og hefur m.a. Icelandic Rewiv verið með það í athugun. Ós- valdur Knudsen sagði að lok- um, að gerð slíkrar myndar væri langt í frá ábatasamt fyrir- tæki, en hins vegar hefði hann mikla ánægju af því að vinna við myndir sínar, enda væri hann varla að þessu ef svo væri ekki. Feðgarnir Ösvaldur og Vilhjálmur Knudsen. Ljósm. Mbl. ÓI.K, Mag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.