Morgunblaðið - 08.11.1974, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. NÖVEMBER 1974
Athuga-
semd við
„Rabb”
Vegna greinar eftir Jóhönnu
Kristjónsdóttur í Lesbók Morgun-
blaðsins sunnudaginn 22. septem-
ber, óska ég að birtar verði nokkr-
ar athugasemdir við rabb blaða-
mannsins um húsmæðraskóiana,
því að mér virðast þar koma fram
nokkrar hæpnar fullyrðingar og
vanþekking á málefninu, sem um
erfjallað.
1. Fyrrverandi menntamálaráð-
herra skipaði, í árslok 1971, nefnd
til þess að endurskoða löggjöf um
húsmæðrafræðslu og löggjöfina
um Húsmæðrakennaraskóla ís-
lands. Steinunn Ingimundar-
dóttir, skólastjóri á Varmalandi,
var formaður nefndarinnar.
Nefnd þessi skilaði áliti, — frum-
varpi til laga um heimilisfræða-
skóla og frumvarpi til laga um
Hússtjórnarkennaraskóla tslands
— til menntamálaráðherra í mars
1972. Frumvörpin voru lögð fram
á Alþingi 1973, en hlutu ekki
fullnaðar meðferð. Vænti ég að
Alþingi það, er næst kemur
saman, taki þau til afgreiðslu.
Bendi ég blaðamanni á að
kynna sér þessi frumvörp ásamt
greinargerðunum, áður en hann
sendir núverandi menntamála-
ráðherra áskorun sína um nýja
nefndarskipun. Þótt þessu máli
miði of hægt að dómi þeirra, sem
starfa að hússtjórnarfræðslu, ber
að hafa í huga að þingræðisskipu-
lag er seinvirkt, og kjósum við
mörg það þó frekar en stjórnar-
far, sem beitir tilskipunum og
bráðabirgðalögum til þess að
koma fram málum.
2. Húsmæðraskólarnir starfa nú
samkvæmt lögum og reglugerð,
sem kveður á um námsgreinar og
stundafjölda. Þessa reglugerð
þarf blaðamaðurinn að kynna sér,
ef hann kýs að ræða skólastarfið
eins og það var og er nú. Um
fánýti eða gildi einstakra frí-
stundaiðkana nemendanna þarf
ekki að deila, öfgafullar lýsingar
blaðamannsins eru líka smekks-
atriði, sem best er að hver meti
fyrir sig.
3. Illa sæmir að ætla unglingum
þann hugsunarhátt að þeir velji
sér menntabraut til þess að verða
gjaldgengir á einhverskonar
„hjónabandsmarkaði", sem höf-
undur „rabbsins" svo nefnir.
4. blaðamanninum finnst „ógn-
vænleg tilhugsun“ að fé sé varið
til að halda uppi kennslu í hús-
mæðraskólum. Ef einhver hefur
verið gripinn ógn og skelfingu við
lestur „rabbsins“ getur sá flett
upp i fjárlögum yfirstandandi árs
og borið rekstrarkostnað eins hús-
mæðraskóla saman við aðra fjár
lagaliði, svo og sínar eigin árstekj-
ur. Vænti ég að sú könnun stað-
reynda komi ró á hugann. Nýting
á húsakynnum skólanna ætti ekki
vera blaðamanninum áhyggju-
efni, sum húsin eru í notkun allan
ársins hring, svo að varla gefst
ráðrúm til að halda þeim við. Sé
ég ekki ástæðu til að gera ráð
fyrir að forráðamenn skólanna
kunni ekki að laga starf þeirra að
breyttum þjóðfélagsháttum eða
að ætla að þá skorti til þess þekk-
ingu og vilja.
Vigdls Jónsdóttir.
MS MS MS r-
ZEVÍ SW
svyJ MY Aóíilst AUGL V^/TEIKr NDAM ræti 6 simi MS ÝSINGA- JISTOFA ÓTA Í5810
11
Ibúð til leigu
3ja herb. teppalögð íbúð á Högunum, í frábæru
ásigkomulagi, til leigu strax í 10 mán. Alger
reglusemi áskilin. Tilboð sendist Mbl. merkt
6543.
Basar — Basar
að Hallveigarstöðum laugardaginn 9. nóvemb-
er kl. 2.
Kvenfélagið Heimaey.
Rýmingarsala.
Karlmannaföt kr. 3.975.—
Terylenebuxur kr. 1.775.—
Skyrtupeysur kr. 695.—
Krepnylonpeysur kr. 595.—
Úlpur o.fl.
Andrés, Skólavörðustíg 22.
Bílar og vagnar
til sölu á tombóluverði
Benz 1313 LP árg. 1970,
Benz 1518 með framdr., og sturtupalli árg.
1966.
Tveir stólvagnar 2X8 tonna öxlar,
beislisvagn 1 6 tonna,
4 Ford Transit Pick-up árg. 1 972,
Uppl. í síma 1 8420 kl. 2 — 5 næstu daga.
Kuldaúlpurnar með loðkantinum
Allar herrastærðir á
aðeins kr. 5.400,-
^Fataverzlun fjölskyldunnar
cyftusturstræti
UTVARPSVIRKJAR
CRUSKARAR
Fjölbreytt urval af allskonar efni'frá PHILIPS til
viðgerða og nýsmíða, m.a: þéttar — mótstöður, —
lampar, —itransistorar, — díóður, — styrkstillar, _
hátalarar, — myndlampar, — tengi og fl. og fl.
Einnig varahlutir í PHILIPS-tæki, t.d. hnífar o.fl. i
rakvélar og nálar og hausar i plötuspilara.
philips þjónusta
ySar hagur
heimilistæki sf
philips
SÆTÚNI 8 — SÍMI 1 3869
Við bjóðum betri litmyndir á lægra verði. Þú
færð nýja litfilmu í myndavélina innifalda í
framköllunarverðinu, ásamt 25% stærri lit-
myndum á plasthúðaðan SILKI-pappír.
NÝ LITFILMA í HVERT SINN AN
NOKKURRAR AUKAGREIÐSLU,
OG MYNDIRNAR Á ÞREMUR DÖGUM.
ÞAÐ MUNAR UM MINNA.
OPIÐ í HÁDEGINU.
MYNDIÐJAN ÁSTÞÓR HF
Suðurlandsbraut 20, sími 82733, Reykjavik