Morgunblaðið - 08.11.1974, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. NÖVEMBER 1974
Evelyn
Anthony:
LAUNMORÐINGINN
Jöhanna v
Kristjönsdöttir
þýddi /
43
hana engu, þótt frændi hennar
reyndi að gera ást hennar saur-
uga og hlægilega. Hún elskaði
hann og hún skyldi vernda hann
fram í rauðan dauðann. Hún leit
aftur á frænda sinn og sá reiðina í
andliti hans. Bardaginn var á
enda. Hann myndi ekki segja
henni hver var fórnarlambið og
hún kærði sig ekki um að vita
það. Hana langaði aðeins að sann-
færa hann um hver væri sann-
leikurinn. Hún ætlaði ekki að
fara til lögrelunnar, einfaldlega
vegna þess hún gat ekki hugsað
sér það. Hún gat heldur ekki
hugsað sér að segja Leary allan
sannleikann strax. Fyrst yrði
hún að hafa upp á Keller.
— Þú hefðir ekki átt að ógna
mér, sagði frændi hennar. — Þú
ert náfrænka mín og ég hefði
haldið þú bærir einhverjar til-
finningar til mín vegna þeirra
tengsla.
— Ég geri það líka, sagði hún
þreytulega. — Þú veizt að ég
myndi aldrei selja þig i hendur
lögreglunnar, hvað svo sem fyrir
kemur. En lofaðu mér bara því að
þú hættir við áform þín.
— Hvar er maðurinn núna?
spurði Huntley.
Hún hristi höfuðið.
— Ég veit það ekki, sagði hún.
— Elsku bezti frændi. Hvað svo
sem þetta er sem Eddi King hefur
talið þig á að gera. Hættu við það.
Sérðu ekki að hann hefur fengið
mig til að blekkja þig á lúsarlegan
hátt.
— Auðvitað sé ég það, urraði
Huntley. — Ég skil bara ekki
hver tilgangur hans er með því.
En hafðu engar áhyggjur af því.
Ég ætla ekki að gefa nein loforð,
Elizabeth. Ég hef skyldum að
gegna við þjóð mina.
Nokkur andartök fannst henni
bregða fyrir vitfirringsglampa í
augum hans. — Ég hef skyldur
við hana og mér ber að vernda
hana og ég ætla mér að gera það.
EF þú vissir hvað ég hef i huga
myndirðu ekki vera það flón að
biðja mig að lofa að hætta við allt
saman.
— Hvernig væri að reyna, sagði
hún. — Ég get ekki gert neitt til
að stöðva þig, svo að þú getur
reynt. Við gætum unnið saman
við að vernda okkur sjálf. Vinur
þinn, Eddi King, er að kasta út
neti og hann ætlar sér að veiða
okkurbæði i það...
— Ég vil að Casey vinni, sagði
gamli maðurinn. — Ég vil að við
hættum að berjast i Víetnam og
ég vil að friður verði saminn. Ef
við fáum ekki réttan forseta þá
sýður upp úr í Austurlöndum og
Bandarikin ramba á barmi
borgarastyrjaldar.
— Það er Jackson! hrópaði
Elizabeth upp yfir sig og tók and-
köf. — Guð minn almáttur, nú fer
ég að skilja...
— Og hvað hefurðu á móti þvi ?
sagði gamli maðurinn. — Viltu að
allir standi aðgerðarlausir
og horfi upp á það að brjálaður
stríðsæsingamaður og kynþátta-
hatari komist í forsetastól? Er líf
manns á borð við hann einhvers
virði, þegar maður gerir sér grein
fyrir, hvaða afleiðingar það hefði
ef hann yrði kjörinn?
— Hann næði aldrei kosningu,
mótmæli Elizabeth. — Hann hef-
ur enga möguleika á því.
— Hann hefur alveg prýðilega
möguleika, sagði Careron og
hvessti á hana augun. — Ég veit
það frá fyrstu hendi að baráttan
milli hans og Casey verður i
meira lagi tvísýri. Forsetinn býð-
ur sig ekki fram aftur.
— Hvernig getur þú vitað það,
sagði Elizabeth. — Það fæ ég ekki
skilið.
— Hvað heldurðu ég geri við
peningana mina? hreytti hann út
úr sér. — Hvernig heldurðu ég
afli mér upplýsinga —með þvi að
lesa mín eigin blöð? Ég veit að
forsetinn er með krabbamein og
það hefur ekki verið geTt upp-
skátt ennþá. Svo að víst verður
baráttan milli Casey og Jacksons,
þú getur bölvað þér upp á það.
— En hvað þá um varaforset-
ann? Það hlýtur að vera einhver
annar sem repúblikanar gætu
tefltfram?
— Það eru ekki nema sex
mánuðir til stefnu. Þú talar eins
og hver annan bjálfi. Svei mér, þú
ert engu betri en Dallas? Sex
mánuðir. Það er ekki nægur tími
til að afla nýjum frambjóðanda
fylgi, svo að hann nái útnefningu.
Það er um seinan, geturðu ekki
skilið það? Forsetinn er með
krabbamein og það er örstutt síð-
an læknar hans uppgötvuðu það.
Það er ekki timi til að finna ann-
an frambjóðanda. Og við getum
ekki leyft okkur að styðja mann á
borð við Jackson. Ég er ekki hrif-
in af Casey og þessari félags-
hyggju hans, en ég á engra kosta
völ. Og þú mátt treysta orðum
mínum: að mér heilum og lifandi,
skal Jackson aldrei fá færi á að
bjóða sig fram.
— Þú getur ekki drepið mann,
frændi, — sama hvernig hann er,
sagði hún. — Þú hlýtur að sjá að
slíkt er með öllu óafsakanlegt.
— Eitt mannslíf, sagði hann
fullur fyrirlitningar. — Hvað er
VELVAKAIMOI
Velvakandi svarar í sfma 10-100
kl. 10.30 — 1 1.30, frá mánudegi
til föstudags.
0 Enn um umferð
í íbúðar-
hverfum
Kona, sem á heima við
Laugateig, hringdi vegna skrifa
um vinnuvélar og flutningabíla í
ibúðarhverfum. Hún sagðist
búast við, að þetta gilti um flest
íbúðarhverfi í borginni, og vildi
hún taka undir hvert orð, sem
stóð um þetta í sunnudagsblað-
inu.
Hún sagðist vera þeirrar skoð-
unar, að borgaryfirvöld ættu að
taka málið til gaumgæfilegrar at-
hugunar, því að núverandi ástand
væri með öllu óviðunandi.
0 Fiskur undir
steini
Það, sem af er þessari viku,
hafa orðið miklar umræður um
sjónvarpskvikmyndina „Fiskur
undir steini", sem sýnd var nýver-
ið.
Þar var tekin til meðferðar
menningarneyzla Grindvíkinga,
og var mat kvikmyndagerðar-
mannanna Ólafs Hauks Símonar-
sonar og Þorsteins Jónssonar, að
Grindvikingar lifðu snauðu og
heldur ómerkilegu menningarlífi.
Þar lögðu menningarsérfræðing-
ar þessir auðvitað sitt mat til
grundvallar, og er að sjálfsögðu
ekkert við þvíaðsegja. Þótt upp-
lifun þeirra á menningarlegum
tilburðum Grindvíkinga hljóti að
vera framandi almenningi og sér-
stæð um ýmislegt, hefur mynd-
inni tekizt að ná tilgangi höfund-
anna, sem sé að vekja menn til
umhugsunar og umræðna. En það
er ekki menningarlíf Grindvík-
inga, sem hefur orðið mönnum
umhugsunarefni, eins og þeir fé-
lagar ætluðust til, heldur afstaða
þeirra sjálfra, hrokinn, fyrirlitn-
inginn og ókunnugleiki á andleg-
um lifnaðarháttum almennings í
þessu landi.
0 Leiðari Alþýðu-
blaðsins
Alþýðublaðið gerir þessa
sjónvarpsmynd að umraéðuefni i
leiðara sl.l. miðvikudag. Það væri
eflaust hollt fyrir hina ungu
menningarpostula að lesa þennan
Ieiðara gaumgæfilega, því að þar
koma fram heilbrigð viðhorf, sem
ætla má að endurspegli hugsunar-
hátt almennings, eins og eftirfar-
andi tilvitnanir bera með sér. Við
tökum okkur það bessaleyfi að
birta hér orðréttar tilvitnanir í
þennan leiðara, og vonum að Al-
þýðublaðið misvirði það ekki við
okkur:
..Alþýðublaðið ætlar ekki að
setjast 1 dómarasæti um kvik-
mynd þessa. Það vekur aðeins at-
hygli, að myndin lýsir fremur við-
horfum þeirra, sem hana gerðu,
til mannlífsins I íslenzkum sjávar-
þorpum en mannlífinu sjálfu. Og
þessi viðhorf til sjómanna ' og
verkafólks við sjávarsíðuna eru
svo sem ekkert nýmæli. Þessar
skoðanir eru næsta algengar
meðal ákeðinna hópa mennta-
manna úr reykvísku umhverfi,
listamanna og annarra svo-
nefndra menningarfrömuða, sem
meta gildi mannllfsins eftir fjölda
málverkasýninga."
• „Félagt
samhengi“ o.fl.
Siðar segir, að I sjálfu sér sé
ekkert athugavert við það, að
sumir menn álíti, að andleg starf-
semi hljóti að vera „steinrunnin
hjá þeim, sem ekki „neyta menn-
ingar“ (sic) eftir ákveðnum for-
múlum, að fræðslumálum þjóðar-
innar verði ekki til lykta ráðið
nemameð þvf að skólarnir „verði
aðlagaðir umhverfi og náttúru"!
og nemendum verði kennt að sjá
sjálfa sig I „félagslegu sam-
hengi"! og þannig fram eftir göt-
unum.“
Þetta orðalag þekkja menn
orðið ofboð vel, svo oft er búið að
þrástaglast á þeim og öðrum I
sama stíl. En eru þessi orð ekki
litið annað en yfirborðslegt og
innantómt hjal?
Þeir, sem iðnastir eru við þetta,
eru eflaust velviljaðir innst inni,
en tilburðir þeirra eru svo fálm-
kenndir og óvlsindalegir sem
framast er hægt að hugsa sér —
og því verður gjáin á milli þeirra
og almennings svo breið og djúp,
sem raun ber vitni.
Leiðarahöfundur Alþýðublaðs-
ins segir ennfremur:
„En hvaða skoðanir skyldi þá
fólkið við sjávarsíðuna — fólk
„frystihúsamenningarinnar" —
hafa á því lífi og þeim lifsviðhorf-
um, sem t.d. höfundar kvik-
myndarinnar um menningu
Grindavíkur ástunda? Það hefði
t.d. ekki verið ónýtt, ef íbúar
Grindavíkur hefðu lýst I kvik-
mynd sínum sjónarmiðum á lífs-
viðhorfum, llfsvenjum og menn-
ingarlegu sjónarhorni kvik-
myndagerðarmannanna og þeirra
nóta. Og þótt ótrúlegt megi virð-
ast hefðu sennilega báðir komist
að áþekkri niðurstöðu — sem sé
þeirri, að fiskur liggi undir steini.
Þvl hvort sem menningarpostul-
um þjóðarinnar líkar það betur
eða verr, þá er það staðreynd, að
fiskurinn og „frystihúsamenn-
ingin“ er ekki síður undirstaða
þeirra framlags en mannlifsins
við sjávarsíðuna."
0 Samstaða með
alþýðunni og
velvild
Leiðaranum lýkur svo með
þessum orðum:
„Margir af hinum svonefndu
menningarfrömuðum eru manna
róttækastir i orðum og eru sífellt
talandi um velvild sína I garð
alþýðunnar og samstöðu slna með
henni. En innst inni bera þeir I
brjós'ti dýpstu fyrirlitningu á öllu
þvi lifi, sem alþýða manna lifir og
„velvildin" kemur fram I því
annars vegar að hæða alþýðu
manna fyrir menningarsnautt lif-
erni og hins vegar að bjóða sig
fram sem matreiðslubókahöfunda
fyrir „menningarneyslu" (sic)
hennar. Hversu þörf slík starf-
semi er fyrir fólkið i landinu skul-
um við láta liggja á milli hluta. En
almennir.gur á Islandi er þó á því
„menningarstigi", að hann greiðir
kostnaðinn við hana.“
Við þetta er litlu að bæta, nema
þá helzt því, að einkum virðist
velvild menningarpostulanna 1
garð alþýðunnar koma fram I þvi,
að þeir vilja hugsa fyrir hana og
mata hana á þvl, sem þeir telja
henni hollt að meðtaka. Þessi af-
staða lýsir svo mikilli vantrú á
andlegu atgervi hins almenna
borgara annars vegar og ofmati
viðkomandi menningarvita á
eigin verðleikum hins vegar, að
með ólíkindum er. Þess vegna er
ekki nema von, að menn spyrji nú
sjálfa sig og aðra að þvi hvort vert
sé að gera þessum viðhorfum svo
hátt undir höfði, sem gert hefur
verið.
Því má svo bæta við, að sjón-
varpið mun hafa fest kaup á
þremur myndum þeirra Ólafs
Hauks Símonarsonar og Þorsteins
Jónssonar til viðbótar, og verða
þær sýndar á næstunni. Að sjálf-
sögðu fjalla þær um „félagsleg
vandamál“, en það er þó bQt i
máli, að sjónvarpið lætur þá fé-
laga ekki eina um að mata okkur
á skoðunum, heldur hafa farið
fram umræður á eftir þáttunum.
Slíkar umræður virðast vera óum-
flýjanlegar og æskiiegar þegar
mönnum og málefnum eru gerð
skil eins og hér hefur verið gert.
03^ S\GeA V/CJGA £ ý/LVtRAN
37
SKák
eftir
JÓN Þ. ÞÓR
Sextánda einvígisskák
Karpovs og Kortsnojs rann
í sama farveg sem fjöl-
margar fyrri einvígisskák-
ir; tefld var frönsk vörn og
stóð baráttan í miðtaflinu
fyrst og fremst um staka
peðið á d5. t 36. leik urðu
Kortsnoj á mistök, sem
kostuðu peð, en Karpov
fórnaði skömmu síðar
tveim mönnum fyrir hrók
og peð. Þá hafði hann tvö
frípeð, en það kom fyrir
ekki, Kortsnoj tefldi síðari
hluta skákarinnar af
öryggi og átti ekki í vand-
ræðum með að halda jöfnu.
Hvftt: A. Karpov
Svart: V. Kortsnoj
Frönsk vörn
1. e4 — e6, 2. d4 — d5, 3. Rd2 —
c5, 4. exd5 — exd5, 5. Rgf3 —
Rc6, 6. Bb5 — Bd6, 7. 0—0 —
cxd4, 8. Rb3 — Rge7, 9. Rbxd4 —
0—0, 10. c3 — Bg4, 11. Da4 —
Dd7, 12. Be3 — a6, 13. Be3 —
Rxd4, 14. Dxd4 — Rc6, 15. Dd2 —
Hfe8, 16. Hadl — Had8, 17. Bb6
— Bc7, 18. Bxc7 — Dxc7, 19. Hfel
— h6, 20. h3 — Bf5, 21. Bfl —
Hxel, 22. Dxel — Db5, 23. Hd2 —
Be4, 24. De2 — Ra5, 25. Ddl —
Df6, 26. Rh2 — Db6, 27. Rf3 —
Rc6, 28. Rd4 — Re5, 29. f3 — Bg6,
30. Del — Rd7, 31. Df2 — Da5, 32.
a3 — Dc7, 33. Rb3 — Bf5, 34. Rd4
— Bg6, 35. Rc2 — Rf6, 36. Re3 —
De5? 37. c4 — b5, 38. cxd5 — h5,
39. a4 — He8, 40. axb5 — axb5,
41. Bxb5 — Dxe3, 42. Bxe8 —
Dxe8, 43. d6 — Bf5, 44. Hdl —
Db5, 45. Dd4 — Rd7, 46. Hel —
Be6, 47. Kh2 — Dg5, 48. h4 —
Dd8, 49. b4 — Rf6, 50. De5 —
Re8, 51. He4 — Dxd6, 52. Dxd6 —
Rxd6, 53. Hd4 — Rb7, 54. g4 —
Kh7, 55. Kg3 — Kg6, 56. Kf4 —
hxg4, 57. hxg4 — f6, 58. Hdl —
Kh6, 59. Hd4 — Kg6, 60. h5 —
Kh6, 61. b5 — g6, 62. hxg6 —
Kxg6, 63. b6 — Kf7, 64. Hd2 —
Ke7, 65. Hc2 — Bd5, 66. Hc7 —
Ke6, 67. Hh7 — Rd6, jafntefli.
Bókaverzlnn
Ólaís
Magnússonar
Tálknafirði
Tálknfirðingar
Nágrannar
Hef ávallt á boðstólum
eftirtaldar vörur:
Bækur
Hljómplötur
Leikföng
Sjónauka
Ljósmyndavörur
Ritföng
Garn
Gjafavörur
alls konar.
Opið á laugardögum.
Lítið inn.
Bókaverzlun
Ólafs
Mapússonar
Tálknafirði