Morgunblaðið - 08.11.1974, Page 39

Morgunblaðið - 08.11.1974, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1974 39 | íhliHITAHiíTÍII! MORGBMBLABSIiyS ENSKAKNATT- SPYRNAN ÚRSLIT leikja í ensku knattspyrn- unni í fyrrakvöld urSu sem hér segir: 2. deild: W.B.A. — Bristol Rovers 2—2 3. deild: Blackburn — Crystal Palace 1 — 1 Colchester—Hereford 1—2 Gillingham — Preston 2—1 Watford — Charlton 0—2 Undanúrslit I Texakó—bikar- keppninni: Birmingham—Newcastle 1—4 Þá fór fram einn leikur í skozku 1. deildor keppninni. Partick Thistle — Celtic 1—2 Liverpool kærir ENSKU bikarmeistararnir, Liver- pool, sendu i gær inn kæru til Evrópuknattspyrnusambandsins, þar sem liðið kærir leik sinn við ungverska liðið Ferencvaros, sem fram fór i Búdapest á þriSjudags- kvöldið. Leik þessum lyktaSi meS markalausu jafntefli og átti Ferencvaros þvi að komast áfram i keppninni. Forsenda kærunnar er sú, að einn áhangenda ungverska liðsins kastaði flösku I einn af leikmönn- um Liverpool. Tommy Smith. Fékk Smith flöskuna i höfuSið og hálf rotaðist viS. Peter Robinson, talsmaður Liverpool-liðsins, sagði, að liS sitt hefSi fariS fram á, að leikurinn yrSi dæmdur tapaSur fyrir Ung- verjana. — Við óskuSum einnig eftir þvi, aS UEFA léti fara fram rannsókn i málinu, en sú kvik- mynd, sem tekin var af leiknum, sýnir ekki þetta atvik, enda var hún tekin af Ungverjum. Chorzow PÓLSKA liðið Ruch Chorzow sigr- aði tyrkneska liðið Fenerbahce Istanbul i seinni leik liðanna I Evrópubikarkeppni meistaraliða, er leikið var I Istanbul i fyrrakvöld, með tveimur mörkum gegn engu. Mörk Chorzow skoruðu Kopicera og Beniger. Fyrri leik liðanna lauk einnig með sigri Pólverjanna, þé 2—1, og halda þeir þvi áfram i keppninni. Naples I FYRRAKVÖLD léku FC Porto frá Portúgal og SC Naples frá (taliu seinni leik sinn í UEFAbikarkeppn- inni i knattspyrnu i Oporto i Portúgal. Lauk leiknum með sigri Naples 1:0. eftir að staðan hafði verið 0:0 i hálfleik. Clerici skoraSi mark (talanna. 45.000 áhorfendur sáu leikinn. Naples vann einnig fyrri leikinn, 1:0, og heldur þvi áfram i keppn- inni. Benfica BENFICA frá Portúgal tókst aS komast i þriSju umferS I Evrópu- bikarkeppni bikarhafa meS þvi aS gera jafntefli við a-þýzka liSiS Carl Zeiss Jena í Portúgal I fyrrakvöld. Ekkert mark var skorað f leiknum. Fyrri leik liðanna, sem fram fór á heimavelli Carl Zeiss Jena, lauk einnig meS jafntefli, 1:1, og var það mark á útivelli, sem fleytti Benfica áfram. Áhorfendur að leiknum I Portúgal í fyrrakvöld voru um 60.000. Bayern Miinchen SÁ LEIKUR i Evrópubikarkeppn- inni f knattspyrnu, sem mesta athygli vakti í fyrrakvöld, var viðureign a-þýzku og v-þýzku meistaranna: FC Magdeburg og Bayern Múnchen. Fyrri leik lið- anna, sem fram fór á heimavelli Bayern, hafSi lyktað meS sigri Bayern Múnchen. 3:2, eftir sögu- legan leik. Áttu þvi margir von á þvi, að A-Þjóðverjarnir myndu snúa blaðinu við i Magdeburg og slá hiS fræga v-þýzka liS út úr keppninni. Önnur varð raunin á. Bayern Múnchen sýndi frábæran leik i Magdeburg I fyrrakvöld og sigraði I leiknum með tveimur mörkum gegn einu, eftir að hafa verið yfir, 1:0, f hálfleik. ÞaS var Sparwass- er, sem skoraði mark Magdeburg, en hinn frægi markakóngur Gerd Múller skoraði bæSi mörk Bayern Múnchen, sem kemst þar meS áfram i keppninni. Áhorfendur aS > leiknum voru 35.000, en það er óvenjulega há áhorfendatala i A- Þýzkalandi. St. Etienne FRANSKA liSiS St. Etienne bók- staflega gerði grin að júgó- slavneska liSinu Hajduk Split i seinni leik liðanna i Evrópubikar- keppni meistaraliSa, sem fram fór í Saint Etienne i Frakklandi i fyrra- kvöld. Sýndi franska liSiS mjög góSan leik, hafSi náð 1:0 forystu i hálfleik og eftir venjulegan leik- tima var staðan 4:1, þvi i vil. Þar sem sömu úrslit höfSu orSið f leik liSanna I Split, Hajduk I vil, þurfti að framlengja leikinn og skoraði St. Etienne þá eitt mark og tryggSi sér áframhaldandi keppnisrétt. Komu úrslit þessi mjög á óvart, þar sem taliS var, að Hajduk Split hefSi sigurmöguleika i Evrópukeppninni aS þessu sinni. Mörk St. Etienne i fyrrakvöld skoruSu: Larque, Batheny, Bereta og Trianfilos (tvö), en Jovanik skoraði mark Hajduk. Áhorfendur á leiknum voru 26.381. Derby ENSKA liSiS Derby County komst áfram f þriSju umferð UEFA-bikar keppninnar í knattspyrnu eftir vitaspyrnukeppni I seinni leik liSs- ins viS Atletico Madrid frá Spáni. LeikiS var á Spáni í fyrrakvöld og var staSan 2-2 eftir venjulegan leiktima. Þá var framlengt, en ekkert mark var skorað í fram- lengingunni. VarS þvi að fara fram vitaspyrnukeppni og sigraSi Derby i henni. I leiknum skoruSu þeir Rioch og Davies fyrir Derby en Luis gerSi bæSi mörk Atletico. Áhorfendur aS leiknum voru um 50.000. Jafntefli f FYRRAKVÖLD fór fram i Næst- ved f Danmörku unglingalands- leikur á knattspymu milli Dan- merkur og Skotlands. Leikur þessi var liSur I UEFA-bikarkeppni unglingalandsliða. Hvorugt liSiS skoraSi mark f leiknum. Englendingar verða að leika á Kýpur TALSMENN Evrópusambands knattspyrnumanna skýrðu frá þvi i gærkvöldi aS Englendingar yrSu að leika leik sinn i Evrópubikar- keppni landsliSa á Kýpur, þrátt fyrir þaS ástand sem þar hefur verið rikjandi aS undanförnu. HöfSu Englendingar sótt um aS leikurinn yrSi færSur til og leikinn I einhverju öSru landi. Englendingar eiga aS leika á Kýpur 5. febrúar og síðan við Kýpurbúa á Wembley 1 6. april. A8 sögn talsmanns Evrópusam- bandsins kemur þó til greina að færa leikinn, verði ástandiS á Kýpur mjög ótryggt þegar að hon- um kemur. Kýpur hefur dregiS sig út úr Evrópubikarkeppninni i knatt- spyrnu i ár, en knattspyrnufor- ystan á eynni hefur haldið fast við aS taka þátt i landsliSakeppninni. Jóhannes Eðvaldsson: Tímaskrifum S0S svarað ÉG HEF ekki lagt það í vana minn að svara skrifum íþrótta- fréttamanna, þótt mér hafi ekki ætíö fallið þau í geð. En ég get ekki orða bundist vegna greinar í dagblaðinu Tímanum í gær, sem er skrifuð af manni, sem kallar sig iþróttafréttaritara, og skrifar undir stöfunum SOS. Þessi maður hefur haft það að aðalstarfi að rægja og níða niður það, sem er að gerast í okkar litla íþróttaheimi, og þá ekki sist störf Hafsteins Guðmundssonar og Alberts Guðmundssonar á sinum tima, eins og frægt var meðal þeirra, sem lögðu sig niður við að lesa þann róg. Nú snýr hann allt i einu blaðinu við og hermir upp á mig, að ég sé að gera lítið úr störfum Hafsteins og Alberts, og vitnar þar í viðtal, sem við mig var haft i Morgun- blaðinu s.l. þriðjudag. 1 þessari grein nefni ég þá félaga hvergi á nafn enda hafa fleiri haft afskipti af landsliðinu en þeir tveir og ástæðulaust að taka þá útúr og gera þá að einhverjum píslarvott- um á minn kostnað. Ég man i fljótu bragði eftir þessum mönnum sem þjálfurum Unglinga- sundmót Unglingasundmót Ármanns verður haldið í Sundhöll Reykja- vfkur sunnudaginn 10. nóvember 1974 og hefst kl. 15.00. Þátttöku- tilkynningar sendist Guðmundi Gfslasyni, Reynimel 80, eða Sund- höil Reykjavfkur fyrir föstudags- kvöld 8. nóvember n.k., ásamt þátttökugjaldi, kr. 50,00 fyrir hverja skráningu: Keppnisgreinar verða eftir- taldar: 100 metra flugsund drengja, 100 metra skriðsund stúlkna, 50 metra skriðsund telpna, 100 metra bringusund sveina, 50 metra flugsund telpna, 100 metra skriðsund drengja, 200 metra bringusund stúlkna, 50 metra baksund telpna, 50 metra skrið- sund sveina, 100 metra baksund sveina, 4x40 metra fjórsund stúlkna, 4x50 metra skriðsund sveina. SVO kann að fara, að norska liðið Refstad, sem keppa átta f annarri umferð Evrópubikarkeppninnar f handknattleik við tékkneska liðið Skoda Pilsen, verði dæmt úr leik. Astæðan er sú, að Tékkar hafa neitað að gefa norskum blaða- mönnum hcimild til þess að koma til Tékkóslóvakfu, og forráða- menn Refstad neita að senda liðið þangað, fái blaðamcnnirnir ekki að fara með þvf. — Við stöndum algjörlega með blaðamönnunum í máli þessu, og neitum að fara til Tékkóslóvakíu ef þeir fá ekki að koma með okk- ur, sagði Reidar Holm, forráða- maður Refstad-liðsins, i viðtali við norsku fréttastofuna NTB í gær. — Þessi ákvörðun Tékkanna kemur okkur mjög á óvart. Við tilkynntum, að blaðamenn yrðu í för með okkur, og báðum um þjónustu við þá, en siðan frétta þeir, nokkrum dögum fyrir leik- inn, að þeir fái ekki vegabréfs- áritun. ■ landsliðsins á meðan Hafsteinn og Albert voru i stjórn: Erni Steinsen, Steini Guðmundssyni, Eggert Jóhannessyni, Rikharði Jónssyni, Duncan McDowell og Henning Enoksen. Ég efa ekki að allir þessir menn hafa gert sitt bezta eins og þeir Albert og Haf- steinn. En min persónulega skoð- un er, að i ár hafi skipulagið aldrei verið eins gott. Er ég ekki einn um þá skoðun. Allir félagar minir í landsliðinu hafa sagt það sama. SOS tók sjálf ur viðtal við Guðgeir Leifsson eft- ir landsleikinn við Austur-Þýska land, þar sem hann segir, að þetta sé bezti landsleikur, sem hann hafi leikið um dagana og leikað- feróin heppnast mjög vel. Hann ætti að vita það, enda leikið um 20 landsleiki á undanförnum ár- um!!! SOS fer út á þá hálu braut að fara að tala um taktik, sem er nokkuð, sem ég þori að ábyrgjast að hann veit ekkert hvað er nema að nafninu til, enda lítil önnur afskipti haft af knattspyrnu und- anfarin ár eri að níða hana niður með dæmalausum skrifum um Ieikmenn, þjálfara og forustu- menn íþróttarinnar. Hann gefur það í skyn, að ég hafi sagt, að Valsliðið leiki ekki taktist heldur eftir því hvað hverjum einum dettur í hug. Þetta er hreinn uppspuni frá rót- um og er aðeins i hugarheimi þessa manns, sem kallar sig blaða- mann. Þetta er hvergi að finna i viðtalinu við mig og efast ég þvi hreinlega um, að hann hafi lesið greinina almennilega. Nema ein- hver hafi lesið hana fyrir hánn og Reidar Holm sagðist ennfremur vona, að úr máli þessu greiddist, þó að á síðustu stundu væri, og vitnaði til svipaðs atviks, er gerð- ist fyrir nokkrum árum. Þá neituðu tékknesk yfirvöld sænsk- um blaðamönnum um vegabréfs- áritun, en þeir ætluðu með sænsku íshokki-liði til Tékkó- slóvakíu. Sviarnir neituðu þá að fara og Tékkarnir gáfu sig að lokum. Reidar Holm sagði einnig, að mál þetta hefði verið borið undir norsku íþróttasamtökin og hefðu þau tekið sömu afstöðu og Refstad-félagið í málinu og myndu fullkomlega standa með blaðamönnunum. Svo kann hins vegar að fara, ef Tékkarnir halda fast við þá ákvörðun sina að neita blaða- mönnunum um vegabréfsáritun og norska liðið fer ekki, að Ref- stad verði dæmt frá keppninni. sagt honum síðan hvað hann ættí að skrifa. Það yrði of langt mál að fara að útskýra taktik og ýmsar taktiskar hliðar islensku liðanna og lands- liðsins í sumar hér í þessari grein. En ég er tilbúinn hvar og hvenær sem er að ræða opinberlega við þennan „sérfræðing" um þessi mál ef hann ÞORIR. Hann talar um, að undirbúning- ur landsliðsins fyrir leikinn i Danmörku og Austur-Þýskalandi hafi verið hlægilegur, og árangur- inn þjálfurum liðanna, sem við erum í, að þakka. Það vita allir og hefði ekki þurft að taka það fram. En það verður heldur ekki gengið fram hjá þvi, að Tony Knapp, sem var einn þessara þjálfara, sá um að sameina okkur í eitt gott lið og á hann hrós skilið fyrir það. Allir i liðinu svo og þeir, sem fylgjast með, gáfu honum mikið hrós, og hef ég engan mann fyrir- hitt nema SOS sem efast um þátt hans í ágætum árangri landsliðs- ins í sumar. SOS hefur aldrei litið Tony Knapp réttu auga síðan hann gerði sér ferð á skrifstofu Timans til að segja honum sitt álit á skrif- um hans i sumar. Það hefðu fleiri mátt gera enda ærin ástæða til. Hér eftir vona ég, að ég verði laus við öll skrif, sem eingöngu byggjast á því að rakka niður menn og málefni, eins og SOS hefur að reglu, og er ég viss um, að fleiri íslenskir íþrótamenn eru sama sinnis. Virðingarfyllst Jóhannes Eðvaldsson. 4 fara á IVM Norðurlandameistaramótið í badminton fer fram I Osló dag- ana 16. og 17. nóvember n.k. Ákveðið hefur verið að senda fjóra Islendinga til mótsins, þá Harald Kornelfusson og Steinar Pedersen úr TBR og Óskar Guðmundsson og Frið- leif Stefánsson úr KR. Munu þeir keppa bæði f einliðaleik og tvfliðaleik. Fararstjóri bad- mintonmannanna I ferðinni verður Bragi Jakobsson. og mun hann, ásamt Viðari Guðjónssyni, sitja þing Norðurlandasambands bad- mintonmanna sem haldið verður I Osló á sama tfma og Norðurlandamótið. Boxarar barðir Áhorfendur að hnefaleika- keppni í Santander á Spáni þraut þolinmæðin er þeir voru að horfa á áhugamenn i iéttvigt keppa. Meðan kapparnir voru að berjast var fyrst baulað hraustlega á þá, og sfðan ruddust áhorfendur upp í hringinn og lumbruðu hraust- lega á þeim. Varð að kálla til lögreglu til þess að skakka leik- inn. Ársþing BSÍ Arsþing Badmintonsambands Is- lands verður haldið að Hótel Esju sunnudaginn 10. nóvember og hefstkl. lOf.h. Blaðamönnum neitað um vegabréfsáritun til Tékkóslóvakíu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.