Morgunblaðið - 29.11.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.11.1974, Blaðsíða 4
4 LOFTLEIÐIR BILALEIGA CAR REIMTAL n 21190 21188 BILALEIGA Car Rental SENDUM *41660—42902 MARGAR HENDUR ■ VINNA § SAMVINNUBANKINN Ik ÉTT VERK Ferðabílar hf. BílaleigaS—81260 5 manna Citroen G.S fólks og stationbilar 1 1 manna Chervolet 8—22 manna Mercedes-Benz hópferðabílar (með bílstjórn) 4 HALLÍ Uaskels . Vélapakkningar Dodge '46—'58, 6 stokka Dodge Dart '60—'70, 6—8 strokka. Fiat, allar gerðir. Bedford, 4—6 strokka, dísil h reyf ill. Buick, 6 — 8strokka. Chevrol. '48—'70, 6—8 strokka. Corvair Ford Cortina '63—'71. Ford Trader, 4—6 strokka. Ford D800 '65— '70. Ford K300 '65—'70. Ford, 6—8 strokka, '52— '70. Singer - Hillman - Rambler - Renault, flestar gerðir Rover, bensín- og dísil- hreyflar. Skoda, allar gerðir Simca. Taunus 12M, 17M og 20M. Volga. Moskvich 407—408. Vauxhall, 4—6 strokka. Willys '46—'70. Toyota, flestar gerðir. Opel, allar gerðir. Þ. Jónsson & Co Símar 8451 5—84516 Skeifan 1 7. Mannréttindamál 1 umræðum á Alþingi um dreifingu sjónvarpsefnis, þann veg, að það næði til lands- manna allra, byggða og fiski- miða, kom ýmislegt fróðlegt í ijós. Enn skortir verulega á það, að sjónvarpsefni sjáist í öllum byggðum bólum á land- inu. Hönnun og gerð sjónvarps- kerfis hafa ekki til þessa verið miðaðar við það, að sjónvarpið sæist á fiskimiðunum umhverf- is landið. Sjónvarpskerfið hefur í engu aukizt sl. 2—3 ár. Segja verður, að algjör stöðnun hafi ríkt f þessum efnum f tfð fyrrverandi menntamálaráð- herra og ríkisstjórnar. Núverandi menntamálaráð- herra sagði það hreint mann- réttindamál, að landsmenn allir hefðu sama aðgang að þeim fróðleik, fréttum og skemmtiefni, sem þessi rfkis- fjölmiðill hefði á boðstólum. Áætlun hefur nú verið gerð, sem miðar að því að sjónvarpið gegni hlutverki sínu að þessu leyti. Hér er að vísu um fjár- og tímafrekar framkvæmdir að ræða, sem hljóta þó að hafa algjöran forgang, áður en stefnt er að öðrum áföngum í þessu efni. Á annað hundrað breytingartillögur Alþýðublaðið segir í gær: „Áður en Iandsfundurinn var haldinn, skýrði Þjóðviljinn frá því, að nú yrði stefnuskráin loksins tekin til lokaafgreiðslu á landsfundinum. En svo fór þó að engin samstaða varð um þá flokkslínu, sem mörkuð er f þessu margra sfðna plaggi. Alls bárust á annað hundrað breyt- ingartillögur við flokkslínuna, sem engin leið reyndist að taka til afgreiðslu á fundinum. Var því gripið til þess ráðs að vísa stefnuskránni til afgreiðslu í miðstjórn flokksins og þar með öllum breytingartillögunum, sem fram komu á landsfund- inum. Af þessu má ráða, hvernig ástand rfkir í reynd innan Alþýðubandalagsins. Það er langt frá að vera komið úr hinni hugmyndafræðilegu úlfa- kreppu.“ Endurskoðað kjör í miðstjórn Ný Þjóðmál greina frá því, 26. nóvember sl., að mikil óá- nægja rfki í röðum kommún- ista með fall ýmissa verkalýðs- foringja í miðstjórnarkjöri, svo sem Snorra Jónssonar og Guð- jóns Jónssonar. Blaðið segir orðrétt: „Varð út af þessari kosningu hvellur mikill, og loks sam- þykkt, að flokksráðsfundur að ári mætti endurskoða kjörið, ef ástæða þætti til.“ Endurskoðun miðstjórnar- kjörs mun nýtt fyrirbrigði í flokkssögunni, og ekki fylgir fréttinni, með hvaða hætti slíkt skuli gerast. Aðventuhátíð í Bústaðakirkju A FYRSTA sunnudegi í að- ventu árið 1971 var Bústaða- kirkja vígð. Enlöngufyrrhafði fyrsti sunrtudagur aðventunnar orðið að sérstökum hátíðisdegi í söfnuðinum. Þá var efnt til samkomu um kvöldið, og lauk henni með því, að hver kirkju- gestur fékk lítið kerti, sem tendrað var frá altariskert- unum sjálfum. Smá birti því eftir því sem kertaljósunum fjölgaði. Helzt þessi fallegi sið- ur enn og minnir á ljósið, sem lýsir, og skyldu hvers og eins að hjálpa því að bera sem bjart- asta birtu. Á sunnudaginn kemur verð- ur guðsþjónusta kl. 2 síðdegis, en að henni lokinnni verður enn nýr hluti safnaðarheimilis- ins tekinn i notkun. Er hér um að ræða sal, sem hlotið hefur nafnið „baðstofan", og er ætl- aður fyrir samveru eftir fundi og messur. Kemur eldhúsið við enda baðstofunnar, þó enn sé það ekki tilbúið frekar en bað- stofan í endanlegri mynd sinni, þó svo að hægt sé að nota hana nú þegar. Kvenfélag Bústaðasóknar efnir til kaffisölu í safnaðar- heimilinu að messu lokinni og er ekki að efa, að þar bragðast kræsingar kvennanna vel, eins og ætíð áður, og þeir munu margir, sem leggja leið sina i safnaðarsalina eftir messuna, bæði til að kynnast fram- kvæmdum þessa árs, svo og til að gera sér gott af veitinunum. Kvenfélagskonurnar skipu- leggja kaffisöluna og gangast fyrir henni, en þær heita um leið á allar konur safnaðarins, hvort sem þær eru i kvenfélag- inu eða ekki, að gefa kökur og slíkt góðgæti og koma því upp í safnaðarheimili á sunnudaginn eftir kl. 11. Aðventusamkoman sjálf hefst síðan kl. 8:30 um kvöldið, en að morgni verður barnasamkoma ■■■■■■■ kl. 11 eins og vant er. Ræðu- maður kvöldsins er borgarstjór- inn í Reykjavík, Birgir Isleifur Gunnarsson. Fluttur verður í fyrsta skiptið á íslandi Brandenburgarkonzertinn nr. 2, eftir Bach, og er konzertinn fluttur af hinni nýstofnuðu Kammersveit Reykjavíkur. Benedikt Benediktsson syngur einsöng og kirkjukórinn syngur undir stjórn Birgis Ass Guð- mundssonar, en hann leikur einnig á orgel kirkjunnar. Sam- komunni lýkur síðan með helgi- stund. Bræðrafélag Bústaðakirkju gengst samkvæmt venju fyrir þessari samkomu, og þeir félag- ar hafa látið gera jólakort, sem selt verður til ágóða fyrir kirkjuna. Bústaðakirkja er sýnilegt tákn um mátt samtaka og áhuga. En húsið sjálft væri litils virði, ef ekki væri innan veggja þess þróttmikið starf Guði til dýrðar og kirkjugestum til uppbyggingar og ánægju. Þvi er minnt á aðventuhátíð safnaðarins og látin í ljós sú ósk, að sem flestir leggi leið sina inn í Bústaðakirkju á sunnudaginn kemur, þ. 1. desember. Ólafur Skúlason. Kirkjudagur Arbæjarsafnaðar HIN ÁRLEGA hátíð Árbæjar- safnaðar verður að venju hald- in 1. sunnudag í aðventu (sunnudaginn 1. des.) í hátíða- sal Árbæjarskóla. Á þessu ári hófust fram- kvæmdir af fullum krafti við smiði kirkju og safnaðar- heimilis í Árbæjarhverfi og er í ráði að ljúka á þessum vetri að steypa upp fyrsta áfanga byggingarinnar, jarðhæð, ásamt plötu yfir grunninn allan. Miklu fé hefur þegar ver- ið varið til byggingarinnar, en betur má ef duga skal. Kirkju- dagurinn er því öðrum þræði hugsaður sem fjáröflunardagur fyrir byggingarstarf safnaðar- ins og undangengna kirkjudaga hefur verulegt fé safnast í byggingarsjóðinn og safnaðar- fólk sýnt þakkarverðan skilning á þessu máli málanna í prestakallinu að koma upp við- unandi starfsaðstöðu fyrir söfn- uðinn og sérfélögin innan vé- banda hans. Það er uppörvandi umhugs- unarefni, hve margir vinir kirkjunnar bæði félög, stofn- anir og einstaklingar hafa lagt fram lið sitt, fjármuni eða vinnu, bænir og góðar óskir. Það verður forystumönnum safnaðarins vissulega eggjun og hvatning að herða nú róðurinn sem mest. Sérstakt fagnaðar- efni er óvenjulega myndarlegt framtak æskunnar í hverfinu, sem sýnt hefur byggingamálum safnaðarins fágætan áhuga og safnað á eigin vegum verulegu fjármagni til byggingarinnar. Það starf boðar heill og blessun og varpar helgri birtu krist- innar þegnhollustu yfir þessa byggð. Litlu starfsfúsu hend- urnar gefa okkur hinum full- orðnu, eftirminnilega og fagra fyrirmynd og hvetja svo sann- arlega til dáða. Kirkjudagurinn hefur það að markmiði að efla safnaðarvitund okkar og ásetning til allra góðra áforma og verka veröld hans til þarfa. Dagskrá kirkjudagsins verð- ur í aðalatriðum sem hér segir: Kl. 10.30 verður barnasamkoma i Árbæjarskóla og Guðsþjón- usta fyrir alla fjölskylduna kl. 2. Að lokinni messu hefst kaffi- sala kirkjunefndar kvenfélags- ins og verður veizlukaffi á borð- um fyrir Arbæinga og aðra Reykvíkinga fram eftir degi. Jafnframt verður efnt til skyndihappdrættis með mörg- um glæsilegum vinningum. Kl. 9 síðdegis hefst svo hátíðarsam- koma i skólanum. Þar flytur frú Margrét Einarsdóttir ávarp. Kirkjukór Árbæjarsafnaðar syngur undir stjórn Geirlaugs Árnasonar, Vilhjálmur Hjálm- arsson, menntamálaráðherra flytur hátíðarræðu, frú Elisa- bet Erlingsdóttir syngur ein- söng og helgistund verður í um- sjá sóknarprests. Að því búnu verður kaffidrykkja og tízku- sýning á vegum Karonsamtak- anna. Safnaðarfólk í Arbæjarpresta kalli og aðrir Reykvíkingar. Verið öll velkomin i Arbæjar- skóla á kirkjudaginn. Tökum þátt í því sem þar fer fram, og leggjum með því æ fleiri steina í það hús safnaðarins, sem í smíðum er og sem verða mun öldum og óbornum í þessu borgarhverfi helgidómur og fé- lagsleg miðstöð um ókomin ár. Sýnum hug okkar til kirkju og kristni í verki með glæsilegri þátttöku í dagskrárliðum kirkjudagsins á sunnudaginn kemur. Guðmundur Þorsteinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.