Morgunblaðið - 29.11.1974, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.11.1974, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. NÖVEMBER 1974 Minning: Jón Arinbjörns- son endurskoðandi F. 29. okt. 1891 D. 21. nóv. 1974 Jón Arinbjörnsson, endurskoð- andi, Hraunbraut 44 í Kópavogi, lést á Landakotsspítalanum í Reykjavík 21. þ.m. Hann var fæddur að Hríshóli í Reykhóla- sveit 29. október 1891. Foreldrar hans voru hjónin Arinbjörn Jóns- son og Guðrún Jónsdóttir. For- eldrar Guðrúnar voru Jón Jóna- tansson bóndi í Arnkötludal í Strandasýslu og Ingibjörg Jóns- dóttir ættuð af Snæfellsnesi. For- eldrar Arinbjörns voru Jón Björnsson síðast bóndi á Hyrn- ingsstöðum í Reykhólasveit Björnssonar bónda í Berufirði í sömu sveit og kona hans Sigþrúð- ur Sumarliðadóttir Brandssonar bónda í Kollabúðum. Guðrún móðir Jóns Arinbjörns- sonar lést, er hann var á áttunda aldursári. Leystist þá heimilið upp. Var Jón eftir það á nokkrum bæjum í sveitinni, en hin siðari uppvaxtarár sín á Kinnarstöðum hjá frændfólki sínu. Hugur hans stóð til mennta, en sú leið var ekki auðfarin fyrir umkomulaus- an ungling. Um tvítugsaldur lagði hann leið sina úr Reykhólasveit til Hólmavíkur og var þar í nokkur ár í vinnumennsku og við verzlunarstörf. Þá fór hann til Reykjavikur og settist í Verzl- unarskóla Islands, og lauk þaðan prófi 1916. Sama sumar réðst hann til starfa hjá Magnúsi Torfa- syni sýslumanni og bæjarfógeta á Isafirði. Tókst með þeim gott sam- starf, vinátta og gagnkvæm virðing. Taldi Jón, að röggsemi og nákvæmt skrifstofuhald Magnús- ar hefði orðið sér góður skóli, en Magnús taldi Jón sinn besta sam- starfsmann. Árið 1918 var stofnað islenzkt hlutafélag á Isafirði um rekstur þann, sem Tangsverzlun þar hafði haft með höndum, og umsvif í útgerð og fiskvinnslu aukin stór- lega. Gerðist Jón forstjóri þess félags og gegndi því starfi þar til félaginu var slitið. Gerðist Jón þá útgerðarmaður á Isafirði, er vél- bátaöldin stóð þar sem hæst, en sú útgerð varð gjaldþrota 1927. Utgerð Jóns var ekki ein um það að verða fyrir skakkaföllum. Vestfirzka vélbátaútgerðin lagðist um þetta leyti gersamlega í rúst. Ástæðuna fyrir því taldi Jón fyrst og fremst ótímabæra gengishækkun. Árið 1920, hinn 22. maí, hafði Jón gengið að eiga ísfirzka stúlku, t Maðurinn minn og faðir okkar, ÁSGEIR HALLDÓRSSON, Garði, Stokkseyri, sem lézt 24/ 1 1 verður jarðsunginn frá Lágafellskírkju, laugardaginn 30. nóv. kl 2 síðdegis. Kristrún Kalmannsdóttir og börn. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns og föður okkar, KRISTJÁNS G. BRYNJÓLFSSONAR, frá Flateyri. Sigríður Jóhannesdóttir, Valgerður Kristjánsdóttir, Eirlkur Kristjánsson. t Alúðarþakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÚLÍÖNNU BJÖRNSDÓTTUR. Bjarndís Jónsdóttir, Kristinn Guðjónsson, Ingólfur Jónsson, Erla Sveinbjörnsdóttir, Haraldur Jónsson, María Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrír auðsýnda samúð, vináttu og hjálp við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, ÁRNAJÓNS GUÐMUNDSSONAR, frá Gnýstöðum. Sesselja Gunnlaugsdóttir, Gunnlaugur Árnason, Helga Berndsen, Guðmundur Árnason, Hildigunnur Jóhannsdóttir, Skúli Árnason, Ragnheíður Eyjólfsdóttir, Sólveig Árnadóttir, Jón Auðunsson og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar og bróðir, GUNNAR ÞORSTEINSSON, Álftamýri 28, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju laugardaginn 30 nóvember kl 10.30. Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hins látna er bent á líknarstofnanir. Fjóla Sigurgeirsdóttir, Ragnar Gunnarsson, SigrFður Gunnarsdóttir. Óli Þór Ingvarsson, Alfreð Þorsteinsson, Sigurjón Ingvarsson, Ingvar Ingvarsson. Hrefnu Sigurgeirsdóttur, dóttur Sigurgeirs skipstjóra Bjarnasonar bónda í Engidal í Skutulsfiröi Jónssonar og Ólínu Ólafsdóttur Brynjólfssonar frá Skeggjastöð- um í Svartárdal, Brynjólfssonar á Gilsbakka i Skagafirði Magnús- sonar. Þau Jón og Hrefna bjuggu á ísafirði til vorsins 1927, en flutt- ust þá til Reykjavíkur. Skömmu eftir komuna til Reykjavíkur hófst Jón handa um húsbyggingar og hafði skapað sér dágóða lifsafkomu, er kreppan skall á. Lentu þau hjón þá í mikl- um fjárhagserfiðleikum, sem þeim tókst þó að ráða fram úr, en stóðu eftir eignalítil. Átti góðsemi Jóns og ódugnaður hans í að ganga hart eftir fé að þeim, sem áttu í enn meiri erfiðleikum en hann sjálfur, verulegan þátt í þessum fjárhagserfiðleikum. Varð þetta til þess, að hann réðst í annarra þjónustu og starfaði hjá Raftækjaeinkasölu ríkisins sem aðalbókari þar til sú stofnun var lögð niður. Þá sneri Jón sér að innflutningi og sölu raftækja um eins áratugar skeið eða svo, en hætti þvi upp úr 1950 og vann eftir það að bókhalds- og endur- skoðunarstörfum til dauðadags. Síðustu 22 árin var hann stjórn- skipaður endurskoðandi allra ábyrgðartrygginga bifreiða. Jón hafði kviðið því nokkuð, að hann kynni að skorta verkefni, er starfi hans að endurskoðun bifreiða- trygginga lyki á þessu ári. Svo einkennilega hittist á, að dauða hans bar að höndum sama daginn og skila átti af sér því verki í siðasta sinn. Jón Arinbjörnsson var mikill gæfumaður i einkalífi sínu. Hann átti afbragðskonu og hjónaband þeirra var hamingjusamt. Þegar erfiðleikar steðjuðu að fyrr á ár- um var Jóni umhugað um, aó heimilið þyrfti sem minnst að fihna fyrir þeim. Gerði þá minna til þótt hann gæti sjálfur fátt látið eftir sér. Heill konu og barna voru honum fyrir öllu. Þau hjónin eignuðust 2 börn, Sigurgeir bæjarfógeta í Kópavogi, fæddan 11. apríl 1921, kvæntan Hrafnhildi Kjartansdóttur Thors, og Steinunni, fædda 27. desember 1923. gifta Sigfúsi Halldórssyni tónskáldi. Eiga þau Hrafnhildur og Sigurgeir 4 börn og Steinunn og Sigfús 2. Barnabarnabörn t Maðurinn minn, SIGFÚS EINARSSON, frá BlönduhlíS, Sundlaugavegi 14 andaðist að Elliheimilinu Grund 27. nóvember. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Jóhanna Jónsdóttir. t Okkar innilegustu þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og jarðarför sonar míns og bróður okkar BENEDIKTS GUÐFINNS JONSSONAR Sérstakar þakkir til vinnufélaga og allra vina hans. Unnur Jónsdóttir Stóru-ÁvFk Börn og tengdabörn hafði Jón eignazt 6, en eitt þeirra er Iátið. Jón missti Hrefnu konu sína árið 1956. Árið 1964 fluttist hann til Kópavogs, en þá voru börn hans bæði flutt þangað. Þar bjó hann til æviloka. Síðustu árin héldu þau heimili saman Jón og Sigþrúðursystir hans. Jón Arinbjörnsson var afburða verkmaður, töluglöggur og skjót- ur að komast að kjarna þeirra mála, sem hann fékkst við. Hann var glöggur á fjármál og viðskipti og rekstur allan. Vegna áfalla þeirra, sem atvinnurekstur hans varð fyrir á fyrri árum, lagði hann ekki út i verulegan sjálf- stæðan atvinnurekstur á síðari hluta ævinnar. Hinsvegar var hann á vissu tímabili ráðunautur annarra með góðum árangri. Jón var stórvel að sér um allt, sem snerti bókmenntir og sögu lands og þjóðar. Hann hafði mikið yndi af ljóðum. Sjálfur var hann afbragðs hagyrðingur en fór mjög dult með skáldskap sinn og hélt honum lítt á loft. Jón Arinbjörnsson var dugnað- ar- og atorkumaður og hann var karlmenni. Ekkert var honum f jær skapi en að gefast upp, þótt á bjátaði, enda stóð hann uppi sem sigurvegari i lífsbaráttunni, þótt hann tapaði einstökum orrustum. Hann var einstakur reglumaður, mjög áreiðanlégur og ætlaðist til þess sama af öðrum. Hann var mikill vinur vina sinna og skjótur til aðstoðar og hjálpar, ef á þurfti að halda. Einkum var áberandi góðvild hans og hjálpsemi gagn- vart þeim, sem voru minni mátt- ar. Hann var hreinskilinn og ákveðinn í skoðunum, hvort sem var um menn eða málefni. Á háskólaárum mínum bjó ég tvo vetur á heimili þeirra hjóna Jóns og Hrefnu. Við Sigurgeir sonur þeirra vorum samstúdentar og lásum báðir lögfræði. Á þess- um árum batzt ég vináttuböndum við Jón Arinbjörnsson og fjöl- skyldu hans. Þessi vinátta hefur haldizt síðaa Þessara tíma er mér ljúft að minnast og þó að fundum okkar Jóns fækkaði með árunum var handtak hans alltaf jafn traust og innilegt, þegar við hitt- umst og brosið jafn hlýlegt. Slíka menn er gott að hitta og maður gengur léttari i lund af þeirra fundi. Um hann á ég eingöngu góðar minningar. Ekkert líf er án dauða. Því er ekkert eðlilegra en það, er aldur- hniginn maður gengur til hinztu hvíldar eftir annasaman ævidag. Samt hlýtur það að vekja harm og söknuð hjá ástvinum hina látna. Sjálfur er hann horfinn, en í hug- um þeirra lifa hinar góðu minn- ingar um hann. Ég votta börnum Jóns Arin- björnssonar, fjölskyldum þeirra og öðrum aðstandendum einlæga samúð okkar hjónanna. Björn Sveinbjörnsson. Við Jón Arinbjörnsson stunduð- um nám í Verslunarskóla Islands veturinn 1915—1916 og tókum þaðan burtfararpróf vorið 1916. Samverutími okkar var aðeins einn vetur; hann hóf nám þar haustið 1914, en ég einu ári fyrr, en felldi niður nám þar veturinn 1914—T5. Við vorum sessunautar í skólan- um og munum hafa haft nokkru meiri kynni hvor af öðrum en við aðra nemendur i okkar deild. Þvi mun einnig hafa valdið að við vorum að kalla jafnaldrar, vorum báðir aldir upp i sveit og höfðum innt af höndum lík störf á æsku- og unglingsárum, sem voru þá lið- in hjá og hugsunarefnin orðin önnur en þeirra sem yngri voru. Allt þetta mun hafa fært okkur nær hvorn öðrum í framkomu og hugsunarhætti en ella. Jón var námsmaður góður, árvakur, skyldurækinn og kapp- gjarn. Það leyndi sér ekki að hann var kominn í skólann til meira náms og aukins þroska. Þá var ekki til og ekki nefndur sá eiginleiki sem á seinni árum og áratugum heitir námsleiði og margir kannast við, ýmist af eigin reynslu eða annarra. Jóni var áreiðanlega hugarhald- ið og áhugamál að ná sem mestri og haldbestri þekkingu til undir- búnings þeim störfum er hans biðu að námi loknu. Hann var gæddur meðal annars ágætum hæfileikum til stærðfræðináms og annarra skyldra námsgreina, allt slíkt lék honum i huga flest- um framar og munu störf hans ævina aila hafa borið því sannan vott, enda féllu honum í skaut slík viðfangsefni rikulega. Að námi loknu í skólanum gerðist hann bæjarfógeta- og sýslyskrifari hjá Magnúsi Torfa- syni á Isafirði, einu stórbrotnasta yfirvaldi landsins á þeim tíma, og mun Jóni hafa tekist vel að færa sér í nyt og til aukins þroska að kynnast og fara með margs konar vandamál undir handarjaðri Magnúsar. Mun báðum hafa fallið samstarfið vel og töluðu báðir með virðingu hvor um annan. Eftir nokkui^ra ára störf á ísa- firði fluttist Jón hingað til Reykjavikur og hafði á hendi ýmis vandasöm og mikilvæg störf sem hann lagði fram krafta sína við. Nú um allmörg ár var hann endurskoðandi tryggingafélag- anna, stjórnskipaður. Fannst mér hann njóta sin frábærlega vel í því starfi, en hafði nýverið lokið við það, enda var þá ævin þrotin Framhald á bls. £6 Þórleif Norland Síðbúin kveðjuorð. I dag hefði Þórleif Norland orð- ið áttræð. Hún hvarf sjónum okk- ar fyrir skömmu, en hún mun aldrei hverfa úr minni okkar, sem nutum samvista við hana hér. Ég átti því láni að fagna sem ungling- ur að kynnast henni og hljóta tilsögn hennar i starfi, og síðan njóta vináttu hennar og um- hyggju alla tið, þótt samveru- stundirnar yrðu ekki eins margar og ég hefði kosið vegna fjarveru minnar. Hér var á ferðinni svo mikilhæf kona á allan hátt, að ég tel mjög fágæta, og lýsing Andrés- ar Björnssonar útvarpsstjóra á mannkostum hennar í minningar- grein hans eru eins og ég hefði kosið að lýsa henni. Það var undravert hvað hún gat afkastað, bæði á vinnustað og heima fyrir, og hefur hún reist sér verðuga minnisvarða á báðum stöðum með handbragði sínu, en þó allra mest með sínum mannkostasonum. Ég minnist þess, er ég spurði hana hvernig hún hefði getað komist yfir öll þessi störf, og samt hafa tíma fyrir áhugamálin, þá breiddist hennar geislandi bros yfir andlitið, og hún svaraði: ,,Þá var bara sofið minna." — Finnst manni þó að ekki hefði veitt af góðum nætursvefni eftir svo lang- an vinnudag. Ég þykist vita, að Þórleif kæri sig ekki um að verið væri að hlaða á hana lofi, þó annað sé ekki hægt, og hef ég því þessi orð ekki fleiri, en þakka forsjóninni fyrir að hafa fengið að vera henni sam- feróa hér um hríð. Það var sólskin og heiðrikja á útfarardegi Þórleif- ar, mér finnst það táknrænt, það var alltaf sólskin í nærveru henn- ar, og mikil mun birtan vera þar sem hún dvelur nú. Við erum mörg, sem söknum hennar. Öllum ættingjum hennar bið ég guðs blessunar, og ég á ekki betri ósk til handa sonarbörnum hennar, en að þau megi líkjast henni sem mest. Ragnhildur Steingrfmsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.