Morgunblaðið - 29.11.1974, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.11.1974, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1974 41 Evelyn Anthony: LAUNMORÐINGINN Jöhanna v Kristjönsdöttir þýddi ✓ 61 Elizabeth stóð upp og kom til hans, hún settist við hlið hans og greip utan um hann. — Ég vissi ekki að þú hefðir elskað hana, sagði hún hægt og henni var svo þungt fyrir brjósti, að henni fannst hún vera að kafna. — Mér þykir leitt að hafa þurft að segja þér þetta. En gerðu það fyrir mig að leyfa mér að hugga þig... — Ég vorkenndi henni, sagði Keller að lokum og leyfði Elizabethu að halda utan um sig. — Mig langaði að vera góður við hana af þvi að hún treysti mér. Allir höfðu verið vondir við hana og haft hana að skotspæni alla tið. Hún átti engan að nema mig. Ég hélt ég væri að gera henni gott með því að láta hana hafa dálitið fyrir sig að leggja. Ég útvegaði henni peninga og vegabréf. En svo varð það henni bara til ógæfu. Hún hafði aldrei átt neitt á allri ævi sinni. — Hún átti þig, sagði Elizabeth. — Ég býst ekki við hún hafi gert kröfur til að eiga meira. Ég veit að ég geri ekki aðrar kröfur en þær. Hann leit loksins á hana og henni fannst hann skyndilega hafa elzt um mörg ár. — Þú? Hvað gæti ég gefið konu á borð við þig. Ég gaf Souha það sem hún hafði aldrei kynnzt — hluti sem þú hefur haft frá fæð- ingu... Þetta var ekki sagt sem ásökun, heldur aðeins staðreynda- yfirlýsing. Tárin komu fram i augun á Elizabethu. — Ég sagðist elska þig. Þú ert að tala um að þú gefir mér ekkert, skilurðu ekki hvað það er að njóta ástar — og geta elskað á þann hátt, sem þú hefur kennt mér? Bruno, elsku vinur minn, littu á mig og hlustaðu á mig. Eg get ekki skilgreint hver munurinn var á Souha og mér, kannski var hann ekki jafn mikill og þú virð- ist halda. Ég veit það eitt, að þú skiptir mig meira máli en allt annað i þessum heimi. Mig langar ekki til að lifa, ef ég fæ ekki að vera hjá þér. Röddin skalf og hún fálmaði eftir sígarettu. Hann kveikti i fyr- ir hana. — Meira að segja þegar ég komst á snoðir um að þú -værir hingað kominn til að myrða mann fyrir borgun, þá breytti það ekki hug mínum til þin. Það skipti mig engu, ástin min. Það skipti mig ekki neinu. Mig langar bara til að við getum verið örugg og hamingjusöm saman. — Það getur aldrei orðið, sagði Keller. — Þú hlýtur að gera þér grein fyrir þvi. Ef ég geri ekki eins og mér hefur verið uppálagt, þá veit ég að þeir drepa mig. Nú, ef ég geri eins og mér er sagt þá — ja, þú virðist vita, hvað verður um mig þá. Það er engin undan- komuleið fyrir okkur. Hann herti takið utan um hana. — Það er aldrei nein undan- komuleið fyrir mann eins og mig. En ég hefði átt að vera kyrr i minum heimi — I rennusteinin- um. — Þú átt að vera hjá mér, sagði Elizabeth og rödd hennar var þrungin af niðurbældum ofsa. — Þú hefur aldrei á allri ævi þinni fengið tækifæri. En nú getum við farið burt saman, elskan mín. Við getum farið rakleitt til Kennedy- flugvallarins og tekið næstu vél hvert á land semN er. Þú hefur ekki framið neinn glæp, Bruno. Og þú hefur vegabréf. Ég hef peninga. Elsku Bruno, gerðu það. Komdu með mér! Hann svaraði henni ekki, en þrýsti henni fastar að sér. Hann hafði aldrei trúað þvi i alvöru fyrr en nú, að hún elskaði hann. Hún hafði sagt honum að hún gerði það, en einhvern veginn hafði hann ekki verið fær um að meðtaka það. Hvernig gat kona á borð við hana elskað mannleysu eins og hann, flækingsræfil, sem aldrei hafði látið nema illt af sér leiða. Litla stúlkan hans, sem hafði verið myrt i Beirut var af öðru sauðahúsi. Hún hafði fulla ástæðu til að elska mann sem gaf henni húsaskjól og mat og var góður við hana. Hann tók eftir þvi að Elizabeth var að gráta. Hann hafði oft séð konur gráta og tár þeirra höfðu aldrei snortið hann. En nú fann hann allt i einu, að hann gat ekki afborið að horfa á Elizabethu gráta. Hann tók báðum höndum um andlit hennar, tók af henni sigarettuna og drap i henni. Hann kyssti hana og strauk henni þýðlega um hárið. — Gerðu þetta ekki, ég þoli ekki að sjá þig gráta min vegna. — Komdu með mér, grátbað Elizabeth hann snöktandi. — Skilurðu ekki að þeir geta ekki framið morðið ef þú hverfur á braut. — Einhver annar gerir það, ef ég dett út úr spil ini, sagði Keller. — Heimurinn er fullur af mönn- um eins og mér, sem eru reiðu- búnir að myrða fyrir fimmtiu þús- und dollara. Þótt ég hlypist á brott myndi það ekki stöðva þá. Og ekki vekur það Souha.Fuad og börnin til lifsins. — Það getur ekkert vakið þau til lifsins, elskan mín, hvislaði hún og reyndi af öllum mætti að hafa vald á rödd sinni. Henni hafði þá ekki tekizt að telja hon- um hughvarf. Hún fann að hann var óhagganlegur. Hvers vegna..... ó, hvers vegna vildi hann ekki hætta við þetta voða- verk og koma bara með henni. Þegar þau væru komin á öruggan stað gæti hún sagt Leary allt af létta. Þá væri hægt að veita kardi- nálanum nauðsynlega vernd og handtaka King — og jafnvel frænda hennar. Hún kærði sig kollótta hvað yrði um þá ef henni tækist að koma í veg fyrir að Keller ýrði drepinn. — Ég trúi þvi ekki að þú ætlir að drepa kardinálann? Hann leit á andlit hennar, ná- fölt af örvæntingu og sársauka. — Nei, svaraði Keller. — Ég heiti þér þvi. Ég skal ekki drepa kardinálann. Þeir hafa greitt mér helming upphæðarinnar. Ég fékk peningasendingu I morgun. En hvers vegna vill frændi þinn þennan Jackson feigan? — Æ, elskan min, hvaða máli skiptir það. Jú, það er vegna þess að hann óttast þau hræðilegu áhrif sem það hefði ef hann yrði kjörinn forseti. Það myndu blossa upp kynþáttaóeirðir og allt loga í verkföllum.... það yrði allt vit- laust, ég er lika alveg sannfærð um það. ... en hvað kemur það málinu við. VELVAKANDI ' \ Velvakandi svarar I síma 10-100 kl. 1 0 30 — 11.30, frá mánudegi til föstudags. k___________________________./ % Háttatími barna Asthildur Sveinsdóttir hringdi, og kvaðst hún kannast vel við vandamál móðurinnar, sem kvart- aði hér í dálkunum undan því að erfiðlega gengi að koma börnun- um í rúmið. Ásthildur sagði, að sér hefði komið til hugar hvort sjónvarpið gæti ekki aðstoðað foreldra í þessari baráttu með því að hafa það efni, sem börnin vilja helzt horfa á fyrr á kvöldin en nú er, og benti í því sambandi t.d. á iþróttaþættina. Það má vel vera, að það gæti leyst einhvern vanda, væri sjónvarpsdagskránni hagað með tilliti til heppilegs háttatima barna. En þá er bara þess að gæta, að sumir vilja horfa á íþróttir, aðrir á fræðslumyndir og enn aðr- ir krakkar vilja korfa á allar kvik- myndir og hasarmyndir. Háttatími hefur verið vandamál á mörgum heimilum langtum lengur en sjónvarpið hefur látið ljós sitt skína á meðal vor, og líklega á þetta helzt rætur sínar að rekja til þess hve mikill munur er á árstíðum — sumrinu bjarta og skammdeginu svarta, og svo auðvitað þess hvað við Islending- ar látum mikið með afkvæmin okkar. Þegar við höldum hins vegar að við séum svo undur góð við blessaða barnungana og kepp- umst við að láta sem allra mest eftir þeim, þá er það samt mjög oft á misskilningi byggt. Þegar krakki fæst ekki með nokkru móti í rúmið, hvorki með dekstri, grát- bænum, skynsamlegum fortölum eða skömmum, segir fullorðna fólkið: „Það er víst ekkert við þessu að gera, — krakkinn fæst ekki í rúmið með nokkru móti. Það þýðir ekkert að pína börnin." Og þar með er gefizt upp, full- orðna fólkinu til mikils angurs og börnunum til skaða þegar til lengdar lætur. En það má bollaleggja enda- laust um barnauppeldi án þess að komast að niðurstöðu, og vissu- lega er það mikilsvert að fólk sé gott við börnin sín, en það mega þá heldur ekki vera tóm hræðslu- gæði. % Allsnægtir Nú er skammdegið upp á sitt svartasta, og það jafnvel þótt dag- ur eigi enn eftir að styttast tals- vert. En nú er líka skammt undan eitt bjartasta tímabil ársins, jóla- mánuðurinn. Við fréttum nýlega af konu nokkurri hér i bæ, sem hefur látið það boð út ganga til vina og vandamanna, að í ár ætli hún ekki að gefa þeim eina einustu jóla- gjöf, heldur ætli hún að láta and- virði þess, sem hún hefði keypt, renna í einu lagi til Hjálparstofn- unar kirkjunnar. Þessi kona á bæði börn og barnabörn, en hún ætlar sér að láta það sama yfir alla ganga. Hún mun hafa sagt, að e.t.v. yrðu börnin hissa á því að fá ekki jólagjöf frá ömmu sinni, en það væri allt í lagi, því að þá féngi hún kærkomið tækifæri til að benda þeim á forréttindin, sem eru fylgjandi því að alast upp i þessu landi. Þetta gæti verið fleirum til eftirbreytni. Vonandi tekur enginn það sem verið sé að prédika um meinlætalifnað þótt minnzt sé á það, að meðan við hér uppi á tslandi, sem mörg erum að verða heilsulaus af ofáti eða erum orðin það, erum að leita að jóla- gjöfum handa fólki, sem þegar á alla hluti og alltof marga hluti, þá rikir hungursneyð, fátækt og fá- fræði meðal samferðarmanna okkar víða um heim. Það skaðar kannski ekki að geta þess i leið- inni, að vel má láta sér líða prýði- lega þótt eitthyað sé látið á móti sér. Við fréttum í fyrra af fjöl- skyldu, sem hafði hugsað mikið um þetta mál og ákvað að gera eitthvað annað en að tala í arm- æðutóm um aumingja svöngu börnin í fátæku löndunum. Fjöl- skyldan byrjaði á þvi að ákveða hve miklu fé skyldi varið til jóla- gjafakaupanna það árið, og út- koman varð dágóð upphæð, því að þetta fólk var nefnilega það, sem kallað er vel stætt. Ákveðið var að nota helming þessarar upphæðar til eigin þarfa, en gefa hinn helm- inginn í sjóð, sem átti að fara til örsnauðra flóttamanna. Svona mætti raunar lengi telja, og væri okkur þægð í því að heyra hvað lesendur hafa um þetta að segja. 0 Kröfugerð aldraðra Björn Björnsson hringdi, og kvaðst hann hafa verið á fjölsótt- um fundi aldraðra, þar sem fram kom tillaga um að sjötugt fólk greiddi ekki skatta af vinnutekj- um sinum. Björn sagðist vera viss um, að ef þetta næði fram að ganga þá liði ekki á löngu áður en sextugir kæmu á eftir — með samskonar kröfugerð. Björn sagði ennfremur, að sér fyndist ekki rétt af nýstofnuðum samtökum aidraðra að byrja á því að gera kröfur — margt brýnna hlyti að biða úrlausnar í upphafi. 0 Stór og lítill stafur Skólastúlka á Akureyri skrifar eftirfarandi: „Kæri Velvakandi. Ég er í fyrsta bekk í gagnfræða- skóla og er að læra nýju stafsetn- ingarreglurnar. í þeim er eitt atriði, sem ég furða mig á og ég vona, að þú getir svarað. Hvers vegna eru öll blómaheiti skrifuð með litlum staf, þótt þau byrji á sérnafni (t.d. baldursbrá) en daga- og hátíðaheiti skrifuð með stórum staf, t.d. Þorláks- messa og Jónsmessa?" Við erum nú því miður ekki svo hugmyndarik, að geta leyst úr þessu, en okkur þykir þetta órök- rétt eins og skólastúlkunni, sér- staklega þar sem hátiðaheiti eru alla jafna skrifuð með litlum staf. SIGGA V/GGA 2 \lLVt%AH ÍG Ett AP M065A 0M| /V) WFtfíb A9WA | ‘dVIÓÐA INVO VI06SA ég mm ® ÍG &ET\ EV^KV — Sjötugur Magnús Framhald af bls. 33 Þingeyrar og sparisjóðsstjóri um langt skeið. Undir stjórn hans hefir sparisjóðurinn vaxið svo og eflst, að hann er nú öflug lyfti- stöng fyrir framfarir og uppbygg- ingu á staðnum. Magnús Amlín er enn i önn dagsins. Og enn er hann hrókur alls fagnaðar. Þeir eru margir, sem senda honum nú vinarkveðj- ur og heillaóskir á sjötugsafmæl- inu. Þorv. Garðar Kristjánsson. LJÓS & ORKA OPIÐ I KVÖLD TIL 10 GLÆSILEGT ÚRVAL GOLFLAMPA EINNIG NÝJAR SENDINGAR RORÐLAMPA LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL LJÓS & ORKA Suóurlaiidsbraut 12 sími S44S8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.