Morgunblaðið - 29.11.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.11.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1974 19 Gaullistar snupra Giscard — en fátt bendir enn til pólitísks hneykslis París 28. nóv. — Reuter VALERY Giscard d’Estaing Frakklandsforseti, sem síðustu daga hefur vaidið nokkru umtali vegna fregna um skrýtilegt einka- Iff hans, fékk í dag tæpitungu- lausa áminningu fréttarits Gaullistaflokksins La Nation, þess efnis að forsetaembættið væri ekki íhiaupavinna. En franskur aimenningur virðist hafa tekið fréttinni í hinu áhrifa- mikla dagblaði Le Monde s.l. þriðjudag af áhyggjuleysi, og ekki almennt lagt mikið upp úr henni. □ 1 fréttinni var sagt að forset- inn hyrfi oftsinnis á brott úr Elyseehöll á kvöldin og um helg- ar, og vissi starfsfólk hans ekki hvar hann væri að finna. Hins vegar skildi hann eftir innsiglað bréf með upplýsingum þar að lút- andi, sem rifamætti upp i neyðar- tilfeilum. Gerði blaðið því skóna að einkalíf Giscards væri farið að hafa slæm áhrif á starf hans sem forseta. Hins vegar virðist enn ekkert benda til þess að meiri- háttar pólitfskt hneyksli sé í upp- siglingu f Frakklandi. Samkvæmt frétt Le Monde eiga öryggisverðir forsetans að óttast að hann kynni að lenda i bílslysi eða verða fórnarlamb glæpa- Giscard — er eitthvað bogið við einkalíf hans? MIRANDA MÆT- IR TIL LEIKS BREZKA hjálparskipið Miranda hélt frá Hull á föstudagskvöld s.l. áleiðis á tslandsmið, að þvf er D. Roberts, yfirmaður á Miranda segir f frétt f blaðinu Hull Daily Mail. Segir blaðið að áhöfnin hafi verið undirbúin undir „kaldasta og víðsjárverðasta vetur fyrir fiskiskipin f lengri tíma“. Uthald Miranda verður fimm mánuðir að þessu sinni, en einu sinni f mán- uði fer skipið til Reykjavfkur og skiptir um yfirmann og 32 manna áhöfn sfna. Veðurfræðingur skipsins sagði áhöfninni fyrir brottförina að veðráttan á Islandsmióum væri bærileg þessa stundina, en allt benti til að hún yrði erfið í vetur vegna þess að isröndin væri mjög sunnarlega miðað við þennan árs- tima, og með norðanvindunum væri vaxandi hætta á kuldalegri vist um borð í togurunum. Eitt af meginverkefnum Miranda undan norðvesturströnd íslands er gerð veðurspáa fyrir það svæði og gefa togurunum ráðleggingar í sam- ræmi við þær. Þá veitir Miranda læknishjálp fyrir brezku togarana á þessu svæði. Annað hinna brezku hjálpar- skipanna tveggja, Othello, hefur ekki getað farið frá Hull í heilan mánuð vegna verkfalls skipavið- geróarmanna. Hitt, Hausa, þurfti að fara til íslands til viðgerðar og endurnýjunar eldsneytis snemma í nóvember, og hefur Miranda ekki getað hlaupið í skarðið fyrir þessi tvö skip fyrr en nú. Gæzlan hert DANSKl flotinn mun frá áramót- um stórauka eftirlitsferðir sfnar á miðunum umhverfis Grænland og Færeyjar, að þvf er segir f frétt danska blaðsins Berlingske Tidende s.l. þriðjudag. Hafa kom- iö fram eindregnar óskir um að- stoð flotans við grænlenska og færeyska fiskimenn, og f því sam- bandi lögð áherzla á aukna gæzlu flotans á miðunum við Grænland. Framhald á bls. 26 manna án þess að þeir gætu rönd við reist. Hins vegar skýrir viku- ritið Paris-Match frá því I dag, að bifreið full af öryggisvörðum fylgi forsetanum hvert sem hann fari. Fyrrnefnd áminning La Nation er fyrsta alvarlega gagnrýnin sem fram hefur komið hjá áhrifa- miklu málgagni á einkalíf for- setans. Sagt er að La Nation hafi aldrei getað fyrirgefið Giscard það, hversu lítt hann var fylgi- spakur de Gaulle, fyrrum forseta. T alsmenn Elysee hallar hafa . ekki viljað tjá sig um fregnina í Le Monde, né heldur þær fregnir og sögusagnir um einkalíf Gis- cards sem fylgt hafa í kjölfar hennar í ýmsum blöðum. Heim- ildir, sem standa Elyseehöll nærri, segja að forsetinn vinni sleitulaust allan daginn, og þurfi á afslöppun og hvíld að halda á kvöldin og um helgar. Paris-Match segir i dag, aö Giscard d’Estaing hafi oft sézt akandi einsamall um götur Parísar eldsnemma á morgnana. Hann færi einnig í innkaupatúra um stórverzlanir og í göngutúra með hundunum sínum í Boulogne-skógunum í útjaðri borgarinnar. Grikkland í Evrópuráðið París, 28. nóv. Reuter. AP. GRIKKLAND fékk aftur aðild að Evrópuráðinu í dag, fimm árum eftir að fyrrverandi stjórn griskra herforingja sagði landið úr ráðinu þar sem því var hótað brottrekstri vegna kúgunarstefnu herfor- ingjastjórnarinnar. Þegar samþykkt hafði verið ein- róma á fundi utanríkisráðherra aðildarlanda ráðsins aó veita Grikklandi aðild að nýju sagði gríski utanríkisráðherrarin, Dimitrios Bitsios, að hafið væri nýtt timabil lýðræðis og stjórn- málalegs jafnvægis í Grikklandi. Deilur Grikkja og Tyrkja um Kýpur vörpuðu hins vegar skugga á fundinn því að tyrkneski utan- rikisráðherrann, Melih Esenbel, neitaði að sækja hann. Ástæðan var sú að neitað var að fallast á tillögu hans um að Rauf Denktash, foringi Kýpur-Tyrkja, gæfi ráðinu skýrslu. Kýpurdeilan var hins vegar til umræðu á fundi ráðsins i dag. Brezki ráðherrann Roy Hatters- leyf, lagði áherzlu á að bíða yrði eftir niðurstöðum viðræðna Dnktashar við Glafkos Klerides forseta. Hann taldi þær viðræður beztu vonina um framtíðarlausn. Syni Rommels spáð sigri í kosningum Stuttgart, 28. nóv. AP. MANFRED, syni „eyðimerkur- refsins" Erwin Rommels marskálks er spáð sigri I síðari umferð borgarstjórakosninga i Stuttgart á sunnudaginn. Hann er í framboði fyrir kristilega demókrata og hlaut 44,2% i fyrri umferð kosning- anna 10. nóvember en andstæð- ingur hans, sósíaldemókratinn Peter Conradi, 31,2%. 1 fyrri umferð þurfti sigurvegarinn að fá hreinan meirihluta til að ná kjöri en í síðari umferð nægir einfaldur meirihluti. Manfred Rommel neitar þvi að það verði frægð föður síns að þakka ef hann sigrar á sunnu- daginn. Hann segir, að þá verði ekki kosið um marskálkinn heldur son hans sem hafi brot- izt áfram af eigin rammleik. En ýmsir telja þvert á móti, að frægð marskálksins sé aðal- styrkur hans og hann er talinn líkjast honum að því leyti, að hann á gott með að umgangast fólk, er drengilegur og leggur áherzlu á vandlega skipulagn- ingu. Það er heldur ekki talin tilviljun að kvikmyndahús í borginni hefur tekið til sýninga gamla kvikmynd um „eyði- merkurrefinn”. Deilur sósialdemókrata og kristilega demókrata hafa oft orðið svæsnar og miðað við þær hefur kosningabaráttan í Stutt- gart verió barnaleikur. „Ég er þeirri hugmynd mótfallinn að rægja pólitíska andstæðinga,” segir Manfred Rommel. Þessari reglu hefur hann fylgt út í æsar og það sést á þvi, að blaðamaður spurði hann í háði hvort hann ætlaði að kjósa andstæðing sinn. Romrnel yngri var 15 ára þegar faðir hans fyrirfór sér, 14. október 1944, er hann hafði verið bendlaður við samsærið gegn Hitler. Hann lærði lög- fræði og hefur gegnt embættis- störfum i Baden-Wiirtemberg. Hann hefur getið sér ágætt orð sem embættismaður og fjár- málasérfræðingur og er nú að- stoðarfjármálaráðherra fylkis- ins. Þessi mynd sýnir hvernig hjart askurðlæknirinn frægi, Christian Barnard, græddi aukahjarta f sjúkling sinn f Höfðaborg f Suður-Afrfku fyrr f vikunni. Hjarta sjúklingsins er t.v., og er sjúki hlutinn vinstra hjartahólfið (neðri hluti hjartans). T.h. er nýja hjartað, og sýnir myndin hvernig blóð frá lungunum fer fram hjá sýkta hlutanum og inn f vinstra hjartahólf nýja hjartans. I fréttum frá Höfða- borg f gær, segir að sjúklingn- um lfði vel. Fylgjast hjartasér- fræðingar um heim allan nú af athygli með þróun þessarar nýju aðferðar Barnards. ísland sat hjá New York, 28. nóvember. Reuter. NTB. ALLSHERJARÞINGIÐ felldi í nótt með tveggja atkvæða mun tillögu Kfna og fleiri rfkja um að stjórn Norodom Sihanouk fursta tæki sæti Kambódiu hjá Samein- uðu þjóðunum. TiIIagan var felld með 56 at- kvæðum gegn 54 en 24 ríki sátu hjá. Stjórn Lon Nois forseta heldur þvf sæti sfnu hjá sam- tökunum. Áður en lokaafgreiðslan fór fram samþykkti Allsherjarþingið hins vegar ályktun þar sem viður- kennt er, að útlagastjórn Sihan- ouks fursta ráði yfir hlutum Kam- bódfu og skorað er á deiluaðila að ganga til samninga. tsland, Noregur, Svfþjóð og Finnland voru meðal þeirra rfkja, sem sátu hjá við atkvæða- greiðsluna, en Danmörk greiddi atkvæði gegn viðurkenningu á Sihanouk-stjórninni. við hryggbrjótum engan,með því að mæla með 1 2 3 4 EPI er bandarískt fyrirtæki, sérhæft i gerö hátalara, enda stofnaö af sérfræðingum nokkurra virtustu hátalara- fyrirtækja Bandaríkjanna, þá. EPI fjölskyldan samanstendur af 8 geröum hátalara, sem allir eiga þaö sameiginlegt aö vera þaö besta í sínum verðflokki eöa það ódýrasta í sínum gæöaflokki Stolt EPI er Model 100, en aöeins hátalarar í að minnsta kosti, helmingi hærri verðflokki eru hæfir til samanburðar, viö Model 100 Síöasta afkvæmi EPI er „the Micro Tower", MT 1. En þessi óvenjulegi og ótrúlegi hátalari var í sumar valin „the Best Buy" af Bandarísku Neytendasamtökunum Þaö er vonlaust aö reyna aö lýsa hljómgæöum EPI meö oröum einum, eöa talfræöilegum staöreyndum. Besti mælikvaröinn er þitt eigiö eyra Geröu þér ferö i Hljómdeild Faco, og finndu út hver raunveruleg merking orösins Hljómgæöi er Faco Hljómdeild Láugavegi 89.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.