Morgunblaðið - 29.11.1974, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.11.1974, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. NÖVEMBER 1974 37 fclk í fréttum + HIÐ hroðalega sprengjutilræði, sem framið var fyrir utan veitingahús eitt i borginni Birmingham i Englandi f siðustu viku, hafði þær afleiðingar i för með sér, að um 13 manns munu hafa beðið hana og um 70 manns hafa særst. Myndin er tekin eftir sprenginguna og sýnir hún hvernig umhorfs var á staðnum eftir að tilræðismennirnir höfðu fengið sinu þar framgengt. Stal sekt- arfénu Moskvu, 25. nóv. REUTER + UMFERÐARUMSJÓNAR- MAÐURINN I.A. Udalov, í bænum Tambov, suður af Moskvu, iagði bflaeigendur þar f einelti f tvö ár og sektaði þá ósleitilega. Þeir sem ekki höfðu þrifið númeraplöturnar á bfl- um sfnum almenniiega fengu 50 kópeka sekt — og þeir, sem gripnir voru undir áhrifum áfengis voru sektaðir um 30 rúblur. En sektarféð fór aldrei í rfkishirzlurnar eins og vera bar, heldur beint I vasa Uda- lovs sjálfs. Hann hefur nú verið dæmdur f átta ára fangelsi að þvf er dagblaðið Pravda segir, sem skýrir frá þessu atviki f þættinum „Andið f vasann minn“. + HAPPY Rockefeller hefur nú verið skorin upp f annað sinn vegna krabbameins í brjósti. i fyrra skiptið var meinið í vinstra brjósti hennar en f seinna skiptið sem hún var skorin upp nú með stuttu milli- bili, var meinið f hægra brjósti og þurfti að fjarlægja það sem og hið fyrra. Þessi mynd af þeim hjónum var tekin er Rockefeller kom fyrir þing- nefndina sem rannsakar ferii hans út af tilnefningunni i varaforsetaembættið. + RICHARD Burton sagði ný- lega, f sjónvarpsviðtali sem birtist f Englandi, að hann hafi virkilega verið i sjálfsmorðs- hugleiðingum um það leiti er þau Elísabet Taylor og hann skildu. Hann sagðist hafa verið svo langt niðri á þeim tfma, að hann hafi drukkið daglega um 2 til 3 flöskur af viskf. + SÖNGKONAN Dorothy Squires, sem er fyrrverandi eiginkona kvikmyndaleikarans Roger Moore, hlaut nýlega dóm fyrir of hraðann akstur sem segir að hún missi ökuskýrtein- ið og hljóti að auki um sem svarar 30.000.00 króna sekt. + RINGO Starr hefur nú stofn- að sitt eigið plötufyrirtæki, sem hann nefnir „Ringo Records". Þrátt fyrir þetta nýja fyrirtæki var það útgáfufyrir- tækið APPLE sem gaf út nýju plötuna hans Ringo, „GOOD- NIGHT VIENNA", sem út kom nú fyrir stuttu. Vtvarp Reykfavek FÖSTUDAGUR 29. növember 7.00 Morgunútvarp Vedurfregnir kL 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kL 7.55. Morgunleikfimi kL 7.35 og 9.05. Morgunstund barnanna kL 9.15: Guðrún Guðlaugsdóttir les „örlaga- nóttina“, ævintýri eftir Tove Janson (10). Tilkynningar kL 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli liða. Spjallað við bændur 10.05. „Hin gömlu kynni“ kL 10.25: Sverrir Kjartansson sér um þátt með tónlist og frásögnum frá liðnum árum. Morguntónleikar kl. 11.00: Concert- gebouw hljómsveitin f Amsterdam leikur forleik að óperunni ,3envenuto Cellini eftir Berlioz/Jacqueline du Pré og Sinfónfuhljómsveit Lundúna leika Sellókonsert f g-moll eftir Monn/Fflharmónfusveitin í Vín leikur Sinfónfu nr. 8 f F-dúr op. 93 eftir Beethoven. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Fanney á Furu- völlum“ eftir Hugrúnu Höfundur les (14). 15.00 Miðdegistónleikar Werner Krenn syngur lög eftir Schubert; Erik Werba leikur á pfanó. Peter Katin og Fílharmónfusveitin f Lundúnum leika Konsertfantasfu f G- dúr op. 56 eftir Tsjafkovský; Sir Adrian Boult stj. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku Á skfánum FÖSTUDAGUR 29. nóvember 1974 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar 20.40 Tökum lagið Breskur söngvaþáttur. Hljómsveitin „The Settlers“ og fleiri flytja létt lög. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 21.10 Kapp með forsjá Bresk sakamálamynd. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.10 Kastljós Fréttaskýringaþáttur. Umsjónarmaður ólafur Ragnarsson. Dagskrárlok um kl. 23.00 LAUGARDAGUR 30. nóvember 1974 16.30 Jóga til heilsubótar Bandarfsk mynd með leiðbeiningum f jógaæfingum. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 16.55 Iþróttir Knattspyrnukennsla Þýðandi og þulur Ellert B. Schram. 17.05 Enska knattspyrnan 17.55 Keppni vikunnar Mynd frá körfuboltakeppni Umsjónarmaður ómar Ragnarsson. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið 17.10 Utvarpssaga barnanna: „Hjalti kemur heim“ eftir Stefán Jónsson Gfsli Halldórsson leikari les (15). 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. FréttaaukL Tilkynningar. 19.40 Þingsjá Umsjón: Kári Jónasson. 20.00 Tónleikar Sinfónfuhljómsveitar Is- lands I Háskólabfói kvöldið áður. Hljómsveitarstjóri: Vladimfr Ashkenazý. Einsöngvari: Sheila Armstrong sópransöngkona frá Englandi a. „Vado ma dove?“, arfa (K 583) eftir Wolfgang Amadeus Mozart. b. „Voi avete un cor fedle“, arfa (K 217) eftír Mozart. c. Sinfónfa nr. 40 f g-moll (K 550) eftir Mozart. d. Sinfónfa nr. 4 f a-moll op. 63 eftir Jean Sibelfus. e. Bréf-arían úr „Evgenf Onégin“ eftir Pjotr Tsjafkovský. — Jón Múli Araason kynnir tónleik- ana. 21.30 Útvarpssagan: „Gangvirkið'* eftir ólaf Jóh. Sigurðsson Þorsteinn Gunnarsson leikari lýkur lestri sögunnar (21). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Frá sjónarhóli neytenda Björn Matthfasson talar um kaup á fasteignum. 22.35 BobDylan ómar Valdimarsson les úr þýðingu sinni á ævisögu hans eftir Anthony Scaduto og kynnir hljómplötur; — fimmti þáttur. 23.20 Fréttir f stuttu máli. Dagskrárlok. 19.15 Þingvikan Þáttur um störf Alþingis. Umsjónarmenn Björa Teitsson og Björn Þorsteinsson. 19.45 Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrárkynning og auglýsingar 20.30 Læknir á lausum kili Bresk gamanmynd „Mín er hefndin“ segir Bingham. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 20.55 Ugla sat á kvisti Getraunaleikur með skemmtiatriðum. Umsjónarmaður Jónas R. Jónsson. 21.30 Um eldforna slóð f Raufarhólshelli Kvikmynd gerð af Þrándi Thoroddsen, f Raufarhólsheili, sem er steinsnar frá Þrengslavegi, og er talinn annar stærsti hellir landsins. Þulur og textahöfundur Arni Johnsen. 21.50 Marfa skotadrottning (Mary of Scotland) Bandarfsk bfómynd frá árinu 1936, byggð á sögulegum heimildum um Marfu Stúart og valdaferil hennar f Skotlandi. Aðalhlutverk Katharine Hepburn og Frederic March. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. Myndin hefst er Marfa Stúart kemur frá Frakklandi til að taka við völdum f Skotlandi. Sfðan er rakinn ferill hennar og þar á meðal skipti hennar við frændkonu sfna, Elfsabetu, drottn- ingu f Englandi. 23.45 Dagskrárlok r„ t, fclk i [ fjclmiélum 11 | + ÞAÐ var ekki lítið magn af „confetti" eða pappfrssnifsum sem fuku við þessa heimsókn Fords forseta til Kóreu. Mynd- in er tekið f Seoul, höfuðborg Kóreu, er Ford var þar f heim- sókn á dögunum. Pappfrssnifs- in, sem mynda einskonar hrfð, lýsa bezt móttökunum sem for- setinn fékk hjá þeim Kóreu mönnum. Kastljós 1 KVÖLD er Kastljós I umsjá Olafs Ragnarssonar. Þar verður f fyrsta lagi fjallað um skýrslu um viðræður fslenzkra aðilaog talsmanna Union Carbide. Verður Gunnar Thoroddsen iðnaðarráð- herra fyrir svörum, en auk hans verður rætt við Magnús Kjartans- son, f.vrrverandi iðnaðarráðherra. Þá verður rætt um svokallað „bremsukerfi", sem talið er tfðkast hér. Er þá átt við það þegar opinberar stofnanir koma í veg fyrir framkvæmdir, sem samþykktar hafa verið á Alþingi. Þá verður rætt um óróletka f sálarlífi landsins barna f skammdeg- inu, en að undanförnu má segja að aida hvers konar óspekta og alvarlegra atburða hafi gengið yfir. Er ætlunin að fá Tómas Helgason prófessor til viðræðna um þau mál. Þá verður fjallað um starfsemi sendiráða — erlendra á Islandi og fslenzkra erlendis. Sinfóniutónleikar 1 KVÖLD kl. 20 hefst útvarp frá sinfónfutónleikunum, sem fram fóru f Háskólabfói í gærkvöldi, en stjórnandi hljómsveitarinnar að þessu sinni var Vladimir Ashkenazy. Hann verður hér á landi á næstunni og mun koma fram á nokkrum tónleikum. Sú saga komst á kreik um daginn, að þau hjónin hygðust selja hús sitt við Brekkugerði, en sagan var tilhæfulaus þegar til átti að taka. Hins vegar er það fréttnæmt af fjölskyldunni að þau hjón eiga nú von á fjórða barni sfnu. Einsöngvari með hljómsveitinni er Sheila Armstrong, og syngur hún þrjár aríur — tvær eftir Mozart og eina eftir Tsjajkovski. Sheila Armstrong er brezk, og hefur hún getið sér mikið lof fyrir söng sinn. Hún hefur komið fram á óperusviði, í sjónvarpi og á hljómleikum víða um heiin, auk þess sem hún hefur sungið mikið inn á hljómplötur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.