Morgunblaðið - 29.11.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.11.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1974 7 Útlend vegagerðarlist eða felenzk náttúra Þetta er nú meiri barnaskapur- inn, sem hefur verið rikjandi hjá okkar þjóð. Við höfum haldið að útlendingar væru að koma hingað til þess að skoða landið og dást að því með okkur. en þá kemur upp úr kafinu að þeir eru bara að safna römmum utan um sjálfa sig. Bölv- aður derringur er þetta, en það hlaut að koma að þvi að við fær- um að skilja forheimskun þeirrar þjóðar, sem þykir vænt um allt þetta grjót. jökla, ár og vötn, heiðar og hóla, þetta væri allt annað mál ef landið yrði strengt milli tveggja staura. þá væri nú hægt að státa af íslandi. ALLT i einu stendur maður undir ískaldri bunu orða og hugmynda, sem eru svo vitlausar og kjánaleg- ar að það er ekki einu sinni hægt að líta á slikt sem hressilegt uppátæki, ur þvi að það er sagt í alvöru. Samkvæmt fregnum i tveimur dagblöðum er hér á ferð þýzkur maður að nafni Schmidt og dansar i bak og fyrir á útsiðum þessara blaða með hugmyndir um að setja upp kaðlagirðingu á Breiðamerkursandi og járngirð- ingu meðfram veginum til Grinda- vikur. Maðurinn segir að þarna sé um listaverk að ræða og lýsir þvi þannig að ef hann setji upp stauraröð á Breiðamerkursand á 300 metra kafla og strengi siðan kaðla á milli, suma i kross, suma lafandi og svo framvegis, þá sé komið þarna stórkostlegt listaverk fyrir jslendinga enda fsland ugg- laust ágæt tilraunastöð fyrir heimslistina. Hin hugmynd mannsins er að setja upp röð skiita á veginum til Grindavikur og mála þau i allskonar litum. Siðan geti þeir sem eru akandi gjóað augunum á hin stórkostlegu listaverk um leið og þeir þjóta hjá Að sögn mannsins eru menn á það mikilli hraðferð nú til dags að þeir mega ekki vera að því að stanza til að virða fyrir sér styttur og önnur útilistaverk. Nú er ekki vitað til þess að þessi ágæti listamaður hafi gert siik útiverk, en það skiptir ekki máli. hugmyndin er útlenzk og hlýtur því að vera fín. En ætli það væri ekki hægt að fá manninn til þess að byggja skúr yfir alla islenzka vegi og svo mætti greyið dunda við það að mála skúrinn að innan. Þá myndu jöklarnir og allskonar landslag og svoleiðis drasl sem við erum svo barnalega stolt og hrifin af, ekki skyggja neitt á listaverkin, en það yrði náttúrulega að rykbinda veg- inn eða hleypa Sverri I gegn um skúrinn. Með þessu móti myndi maðurinn líka slá tvo maðka i einu höggi, þvi skúrinn hans yrði eins og fléttaður kaðall um allt land og er þessi hugmynd stórum merki- legri en kaðaldræsulistaverkið á Breiðamerkursandi. Vel á minnst, Breiðamerkusandur. Loksins kom einhver auga á það að það þarf að lyfta svolitið upp þessu nátt- úrulausa landslagi sem er á þessu svæði. Þarna eru bara nokkrir smáhólar eins og Öræfajökull og Breiðamerkurjökull og svo hrúg- ald eins og Vatnajökull i bak- grunni. Það væri nú munur að þurfa ekki að hafa áhyggjur af þessum misskilningi þarna i landinu en horfa i staðinn á heimslistina túlkaða i kaðlaflækju og svo þarf maður náttúrulega að vera á 90—103 km hraða til þess að skilja þessa innfluttu list. Svo er ábyggilega til eitthvað i útlend- um umferðarlögum um það hvernig megi horfa á svona list og við þýðum það bara og setjum inn í skólakerfið. Bara verst hvað við erum einangruð og liklega mynd- um við ekki skilja þetta alveg, þótt við megum auðvitað alls ekki viðurkenna opinberlega slikan skort á broska. Einkennilegt smáborgarasjónar- mið sem við höfum haft í sam- bandi við listaverk. Víð höfum sett þau upp til prýði i byggðum og svo á staði sem eiga einhverja sér- staka sögu og listaverkið hefur þá verið tengt og svo höfum við leyft okkur að halda og trúa að landið okkar sjálft væri listrænt i eðli sinu og sköpulagi. Svo einn góðan veðurdag fer maður að skilja, en það er allt i lagi, þetta verður leyst með köðlum og skiltum. Auglýs- ingastofurnar þurfa ekki að hafa áhyggjur af framtiðinni. Svo eru sumir að segja að islenzkt landslag þurfi yfirleitt ekki nýjan búning og sizt útlend- an, að jafnvel vegir séu viða svo vel gerðir að þeir séu eins og hluti af landslaginu, að Öræfajökull og Breiðamerkursandur séu hvor í sinu lagi svo stórkostleg prýði og fegurð úr höndum almættisins að ekki verði bætt með einni sluffu og að mosinn og hraunið i stór- brotnu umhverfi Grindavikur sé nóg listsýning fyrir þann sem hef- ur tíma til að gjóta augunum á hringferðinni. Það er nú meiri þrjóskan að maður skuli hafa þetta sjónarmið á hverju sem dyn- ur. LEIKFÉLAG Þorlákshafnar hefur að undanförnu sýnt leikritið Skammvinn sæla I Þorlákshöfn og nágrenni. Skammvinn sæla hefur verið sýnd sex sinnum við ágæta aðsókn, en næsta sýning verður á morgun. laugardaginn 30. nóv. að Borg i Grimsnesi. Leikstjóri er Sigurður Karlsson en leikarar eru Þórunn Jensdóttir, Björgvin Guðjónsson, Jóhannes Ágústsson, Vernharður Linnet, Agnes Guðmundsdóttir, Ástrún Daviðsson, Edda Ríkarðsdóttir, Þorsteinn Guðnason og Bergþóra Árnadóttir. Sviðsmenn eru Jón Guðmundsson og Garðar Þor- steinsson. Leikfélag Þorlákshafnar hefur búið við þröngan kost undanfarin ár, en á næsta ári verður væntan- lega tekið i notkun neðsta hæð nýs félagsheimilis á staðnum og þá hyggur félagið á glimu við stærri verkefni. Leikfélag Húsavikur er með sitt- hvað á prjónunum en ekki kvað Grimur Leifsson formaður félags- ins ákveðið ennþá hvaða verkefni yrði tekiðfyrir í vetur. Sagði hann. að leikfélagsfólk væri nú að velta þvi fyrir sér, en það, sem yrði valið, yrði sýnt I feb.—marz. Beðið er eftir ráðningu leikstjóra. Jóhannes Ágústsson og Bergþóra Árnadóttir. Frá vinstri: Þorsteinn Guðnason, Vernharður Linnet, Þórunn Jens- dóttir, Agnes Guðmundsdóttir og Ástrún Daviðsson. en það mál kvað hann væntanlega skýrast næstu daga. „Það er nýlunda hjá okkur," sagði Grimur, „að við erum nð að reyna að stofna hópa til að æfa saman ýmiskonar efni, sem siðar væri hægt að flétta saman F kvöld- vöku. Þetta gerum við til að virkja okkar fólk en alls eru um 80 listasprang Eftír Arna Johnsett manns i leikfélaginu. Samkvæmt könnun á þessu máli virðist mikill áhugi vera fyrir hendi hjá félögun- um. Þá höfum við einnig sent félögum okkar fyrirspurnir um það hvort þeir geti unnið sjálfboðaliðs- starf i sambandi við viðhald á bíóhúsinu hér á staðnum, en Leik- félagið rekur það. Þess má svo geta, að við tókum i sumar á móti dönsku áhuga- mannaleikfélagi frá Gladsaxe og sýndi það hér tvisvar fyrir fullu húsi. Nú hefur þessi leiksmiðja boðið okkur að koma í vor til þess að sýna i Danmörku og er það mál i athugun." Leikfélag Húsavíkur: Virkjar félagana fyrir kvöldvöku Skammvinn sœla í Þorlákshöfn, en líkar vel Sandgerði Til sölu mjög vönduð 4ra herb. efri- hæð ásamt bilskúr. Sérinn- gangur. Fasteignasalan, Hafnargötu 27, Keflavík, simi 1420. 2ja — 3ja herb. ibúð óskast til leigu i ca. 6—8 mán. frá áramótum. Fyrirfram- greiðsla, kemur til greina. Upplýs- ingar i síma 36479 milli kl. 20—22. Glæsilegur Bronco 1974 til sölu. Bifreiðin er 8 cyl. bein- skipt, brúnbrons að lit, ekin aðeins 11.000 km. Uppl. veitir Sveinn Egilsson, hf., sími 85100. íslenzku jólasveinarnir 13 Plakatið kostar kr. 200. Tilvalið i þjóðhátiðargjafir. Sími 99-429 5 á kvöldin, pósthólf 1 3. Margrét Hansen, Hveragerði. Til sölu einbýlishús Upplýsingar í sima 93-6705 eftir kl. 7 á kvöldin. Óska eftir 500 þús. kr. láni til 2ja ára. Góðir vextir og trygging i einbýlishúsi. Tilboð óskast send afgr. Mbl. merkt: „500 þús. kr. lán — 8800". 1 —2 vinningar í happdrætti RKI kr. 35.000.— ferð með Sunnu til sölu m. af- slætti. Sími 26464. Milliveggjaptötur aftur tilb. til afgr. Stærðir 60 x 60 x 5 cm, 50 x 50 x 7 cm, 50 x 50 x 9 cm, 50 x 50 x 1 0 cm. Uppl. í símum 85210 og 82215. Á kvöldin og um helgar 71 566. Linhof Technika 4x5 (9x12) og 4 linsur eldra model til sölu. Uppl. í sima 33210 á kvöldin. Heimilisstóllinn. Við gerum ekki upp á milli kynj- anna. Nafnið á nýja hvíldarstóln- um er heimilisstóllinn. Greiðsluskilmálar. Nýja bólsturgerðin Simi 16541. Honda 750 óskast má vera ógangfær. Upplýsingar i síma 34536. Krani til sölu 20 tonna Lorain kranabifreið til sölu. Hagstætt verð, ef samið er strax. Upplýsingar i sima 96- 41162 milli kl. 12 og 13 og 19 og 20. Hárþurrku- hettan Löng snúra með 3 hita- stigum. Aðstoðarlæknar 3 stöður aðstoðarlækna á Skurðlækningadeild Borgarspítalans eru lausartil umsóknar, frá 1. janúar 1975, til allt að 12 mánaða. Laun samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Reykjavikur við Reykja- vrkurborg. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf skulu sendar yfirlækni deildarinnar, fyrir 20. des. n.k. Frekari upplýsingar veitir yfirlæknirinn. Reykjavík, 27. nóvember 1974. Heilbrigðismálaráð Reykjavíkurborgar. Almennur fyrirlestur í Norræna Húsinu í kvöld kl. 20.30. Danski rithöfundirinn EBBE KLÖVEDAL REICH fjallar um „Norræna hjátrú og vantrúy/. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Dansk íslenzka Féíagið. Hestamannafélagið Fákur. Skemmtifundur verður í félagsheimilinu laugardaginn 30. nóvember kl. 21. Félagsvist, dans. Félagar fjölmennið. Skemmtinefndin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.