Morgunblaðið - 29.11.1974, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.11.1974, Blaðsíða 32
32 MORGlíNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. NOVEMBER 1974 — Fúkalyf Framhald af bls. 14 rannsóknastofnun mjólkuriðnað- arins, sem mundi taka slíkt að sér. — Ef kjötrannsóknastöð sem rætt er um, verður að veru- leika, þá ætti mjólkurrann- sóknastöð einnig að koma upp, segir Guðbrandur Hlíðar. Og nú hefur komið fram að hús- rými er hjá Rannsóknastofn- un landbúnaðarins í Keidnaholti og þar ætti slík búvörurann- sóknadeild heima. Um þetta hef- ur verið rætt í Framleiðsluráði landbúnaðarins og Gunnari Guð- bjartssyni falið að fara með málið til stjórnar Rannsóknastofnunar- innar, þar sem hann á sæti. Þeir hafa samþykkt það þar og í vor var landbúnaðarráðherra skrifað og farið fram á að skipuð yrði nefnd til að kanna málið. Þetta verður ekki gert í snatri, sagði Guðbrandur Hlíðar, er hann ræddi málið við okkur. En það þarf að komast í gang. Velja þarf menn til framhaldsmenntunar og kynna sér tækjabúnað og fleira þessháttar. En sé búið að sam- þykkja slíka stofnun, þá ætti ekki að vera langt í fjárveitingar til náms og tækja. — Eðlilegt er að slík stofnun sé til húsa i Keldnaholti, þar sem landbúnaðarrannsóknir fara fram. Hér er ennþá engin rannsókna- stofnun, sem stendur við bakið á mjólkuriðnaðinum, eins og er t.d. annars staðar á Norðurlöndum. Hér er þó ekki um svo litla fram- leiðslu að ræða, líklega um 100 millj. litra á ári, sem líklega hleypur á 5 milljarða króna verð- mæti á ári segir Guðbrandur. Is- lenzk mjólkurbú pukra hvert í sínu horni með sín vandamál og enginn íslenzkur samnefnari er til, sem leita má til i þessum efn um. Engar grundvallarrannsókn- ir hafa nokkru sinni farið fram ánæringagildi íslenzkrar mjólkur. Það eina, sem við vitum nokkurn veginn um, er meðalnyt og fitu- prósenta og i grófum dráttum flokkun mjólkur með aðferð, sem hefir gengið sér til húðar, þar sem væðing mjólkurtanka hefur rutt sér braut. Ekkert er t.d. vitað um hlutföll fitusýra i mjólk og hverj- ar þeirra eru mettaðar eða ómett- aðar, ekkert um próteinhlutföll og bætiefni í mjól og smjöri, sem er háð árstíðasveiflum. 1 stuttu máli er nær ekkert vitað um hið mikil- væga hráefni, mjólkina, sem þó er ein meginundirstaða i næringu þjóðarinnar. Ég tel því meira en tímabært að bæta úr þeim þekk- ingarskorti og hefjast handa um víðtækan undirbúning að stofn- un, er tæki upp hin brýnu rann- sóknarefní, sem íslenzkur mjólk uriðnaður þarf að styðjast við i frekari þróun mjólkurmála morg- undagsins. Slík stofnun þarf að hafa tvær deildir, efnárannsókna- deild og gerlarannsóknadeild, og í þeirri síðarnefndu yrði eitt veiga- mesta verkefnið júgurbólgurann- sóknir fyrir alla íslenzka mjólkur- framleiðendur, og fúkalyfjarann- sóknir á mjólk, sagði Guðbrandur að lokum. — E. Pá. Öll mjólk, sem fer til neyzlu, er flokkuð og gæðaprófuð á hinni vel búnu rannsóknastofu Mjólkursamsölunnar, þar sem Edda Guðmunds- dóttir er þarna að vinna. Þar eru daglega teknar um 100 mismunandi gæðamatsprufur á ýmiskonar mjólkurvörum, þ.e. um 36 þúsund á ári. Bolungarvík: Félagsvist heldur sjálfstæðiskvennafélagið Þuríður sunda- fyllir laugardaginn 30. nóvember í féiagsheimil- inu kl. 9 e.h. Fullveldisávarp Sigurlaug Bjarna- dóttir, alþingismaður. Tízkusýning. Kaffiveit- ingar. Góð verðlaun. Nefndih. BAZAR Sjálfstæðiskvennafélagið Sókn í Keflavík, heldur kökubazar i Sjálf- stæðishúsinu, sunnudaginn 1. des. n.k. kl. 3 e.h. Tekið á móti kökum frá kl. 11 —2 e.h. á sunnudag. Komið og gerið góð kaup. Nefndin. Draumur að rætast UPP SKAL ÞAÐ Sjálfboðaliða vantar til ýmissa starfa, laugardag kl. 1 3.00. Með fjárstuðningi og mikilli sjálfboðavinnu er nú lang- þráður draumur að rætast. Betur má ef duga skal Aðalfundur fulltrúaráðsins Aðalfundur Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna i Reykjavik verður hald- inn mánudaginn 2. desember í Súlnasal, Hótel Sögu og hefst kl. 20.30. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar um s.l. starfsár. 2. Kjör formanns og sex fulltrúa i stjórn fulltrúa- ráðsins. 3. Kjör 1 2 fulltrúa i flokksráð Sjálfstæðisflokks- ins. 4. Önnur mál. Birgir (sleifur Gunnarsson, borgarstjóri flytur ræðu á fundinum. Fulltrúaráðsmeðlimir eru hvattir til að mæta vel og stundvislega. Stjórn Fulltrúaráðsins. Áður boðaður aðalfundur sjálfstæðiskvennafélags Borgarfjarðar 30. nóv., fellur niður. Nánar auglýst siðar. Stjórnin. Húsnæðis- og byggingamál Ráðstefna Laugardaginn 30, nóv. n.k. verður haldin i Veitingahúsinu Glæsibæ ráðstefna um húsnæðis- og byggingamál. Aðstandendur ráðstefnunnar eru SUS, Heimdallur, SUS á Reykjanesi og byggingarfélögin á Reykjavikursvæðinu. Dagskrá: 1 3.30 Herbert Guðmundsson ritstjóri setur ráðstefnuna. 1 3.45 Ávarp: Gunnar Thoroddsen félagsmálaráðherra. 14.00 Lögð fram ályktunardrög ásamt greinargerð. Aðalefni krafa um endurskoðun og veigamiklar úrbætur á ýmsum grund- vallaratriðum. 14.15 6 — 7 sérfróðir menn svara spurningum fundarmanna. Þeirra á meðal verða: Skúlí Sigurðsson, skrifstofustjóri húsnæðis- málastjórnar, Gestur Ólafsson, skipulagsarkitekt, Finnur P. Fróðason, innanhússarkitekt, Einar Þ. Ásgeirsson arkitekt, Þorgils Axelsson, byggingatæknifræðingur og Júlíus Sólnes, prófessor. 15.15 Almennar umræður og afgreiðsla ályktana. 17 —17.30 Ráðstefnuslit. Barátta fyrir framgangi þeirra ályktana sem ráðstefnan kann að samþykkja verður ein áf uppistöðum starfs SUS i vetur. Allir áhugamenn um húsnæðis- og byggingarmál eru hvattir til að fjölmenna og stuðla þannig að árangursríku starfi ungra sjálfstæðis- manna að þessum brýnu hagsmunamálum ungs fólks. „Enginn má undan líta” Ný bók eftir Guð- laug Guðmundsson KOMIN er út ný bók eftir Guð- laug Guðmundsson, höfund bókarinnar „Reynistaðarbræðra“. Nefnist hún „Enginn má undan líta“. Bókaútgáfan Örn og Örlygur gefur bókina út. Segir í fréttatil- kynningu frá útgáfunni, að hér sé á ferðinni safnfræðilegt skáldrit um morðmálin í Húnaþingi á síðustu öld, sem varpi nýju ljósi á aðdraganda þeirra og afleiðingar. Höfundurinn birti mörg áður óbirt skjöl, sem sennilega hafi ekki verið hreyfð úr pökkum sín- um i hartnær hundrað ár, en þau tali sínu máli um það mannlíf, sem lifað var á fyrri hluta sfðustu aldar. Þá segir meðal annars: „Þá er að finna upplýsingar, er kollvarpa þjóðsögunni um örlög fanganna, sem fluttir voru til Kaupmanna- hafnar. Birt er mynd af áður óþekktu bréfi, sem miðill skrifaði ósjálfrátt en hendi miðilsins var stjórnað af konunni, sem tekin var af lifi I Vatnsdalshólum." Nýtt blað „Umbrot” á Akranesi Akranesi, 27. nóvember NÝTT blað hóf göngu sína föstu- daginn 8. nóvember hér á Akranesi. Blaðið nefnist „Umbrot“. Nafnið Umbrot táknar ekki eins og mörgum dettur f hug við fyrstu sýn, að hér sé á ferð- inni einhver óskapleg umbrot i blaðaútgáfu og blaðamennsku — þvert á móti. Þetta orð er notað á fagmáli prentara, þegar blaðinu er raðað upp f sfður þ.e. fyrir- sögnum, myndum og texta. Þá er talað um að verið sé að brjóta blaðið um. Þar með þótti útgef- endum vel við hæfi að nota nafnið Umbrot. Hugmyndin er sú að Umbrot komi út einu sinni I mánuði til að byrja með og verður það selt í lausasölu. Ef það fær góðar við- tökur lesenda, er ráðgert að safna því áskrifendum, en það verður timinn að leiða i ljós. Blaðstjórn og ábyrgðarmenn Umbrots eru: Guðjón Sigurðsson auglýsinga- stjóri, Indriði Valdimarsson rit- stjóri, Sigurvin Sigurjónsson og Þórður Eliasson meðritstjórar. Setning og prentun er unnin hjá Prentverki Akraness h.f. Raunar eru ofantaldir menn starfsmenn þess. Næsta blað kemur út 6. desember. Júlfus. 2. skuttog- arinn sjó- setturhjá Stálvík SKUTTOGARI sá sem nú er í smiðum i Stálvík h.f. i Arnarvogi fer á flot n.k. laugardagsmorgun. Togarinn er 47 metra langur, milli 300 og 400 rúmlestir að stærð. Togarinn sem er í eigu Guðmundar Runólfssonar á Grundarfirði, er annar skuttog- arinn, sem Stálvik smiðar. Sá fyrri, Stálvik, er gerður út frá Siglufirði, og hefur reynst vel. Aðalvél skipsins er af gerðinni Wickmann AX 7, en hjálparvélar eru frá Caterpillar. Fiskileitar- tækin eru öll frá Simrad. Um leið og togarinn verður sjósettur kl. 6.30 á laugardagsmorguninn verður honum gefið nafn. Enn er ekki vitað hvert það verður, en fyrri skip Guðmundar hafa borið nafnið Runólfur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.