Morgunblaðið - 29.11.1974, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.11.1974, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. NÖVEMBER 1974 3 Bandaríkjamenn í varðhald vegna eitur- lyfja- og fíkniefnasölu ÍFÉ£MLA>€Z ÉS Síld á boðstól- um í Reykjavík FISKBUÐIN Sæbjörg f Reykjavík fékk í gær send 200 kg af ferskri síld frá Hornafirði, sem seld var í verzlunum fyrirtækis- ins f gær og f dag. Að sögn Guðmundar Óskarssonar hjá Sæbjörgu hafa margir kvartað undan þvf, að ekki skuli vera hægt að fá ferska síld f Reykjavík, þegar alltaf er verið að tala um sfld á Hornafirði. Réðst þvf fyrirtækið í það að fá sfldina senda fiug- leiðis að austan. Fyrir hvert kg þarf Sæbjörg að greiða kr. 45 á Hornafirði þar við bætist svo 13 kr. flutningskostnaður. Hér verður sfldin svo seld á 60 kr. kflöið. Myndina tðk 01. K.M. þegar verið var að taka sfldina út úr Flugfélagsvél f gær. — Biskupinn Á mánudagskvöldið voru hand- teknir í Keflavík nokkrir fslenzk- ir piltar og á Keflavíkurflugvelli 3 varnarliðsmenn, sem nú hafa verið úrskurðaðir í gæzluvarð- hald vegna stórfellds eiturlyfja- máls. Málið er nú i rannsókn hjá lögreglunni í Keflavík og á Kefla- víkurflugvelli hjá lögreglunni þar og rannsóknadeild hersins. Kristján Pétursson, deildar- stjóri hjá tollgæzluembættinu á Keflavíkurflugvelli, sagði f gær, Prestskosning í Stóra-Núps- prestakalli PRESTSKOSNING verður á sunnudaginn í Stóra-Núpspresta- kalli í Árnesþingi. Hefst kosn- ingin klukkan 2 siðd. í kirkjum prestakallsins nema f Ólafsvalla- kirkjusókn, þar verður kosið i félagsheimilinu og þingstaðnum að Brautarholti. I kjöri er sr. Sig- finnur Þorleifsson sem er settur sóknarprestur I Stóra-Núps- prestakalli. Jólapappírssala í Hafnarfirði LIONSKLÚBBUR Hafnarfjarðar verður með sfna árlegu jóla- pappírssölu nú um helgina, en höfuð áherzla verður lögð á söl- una á I'augardaginn. Allur ágóði af sölunni rennur til líknarmála. — Ögri P'ramhald af bls. 2 fyrir aflann, — en annars væri aldrei hægt að segja um slíkt fyrirfram — og rætzt hefði furðu- vel úr þessari sölu. Hinn skuttogari Ögurvíkur, Vigri, hefur verið lengi í viðgerð í Þýzkalandi. Nú er skipið að verða tilbúið til heimferðar og búið að reynslukeyra hinn nýja gír skips- ins. Skipið á að afhendast úr við- gerð hinn 5. desember. — Ævisaga Framhald af bls. 5 „Þegar foreldrar mínir byrjuðu búskap áttu þeir tólf ær, eina kú og þrjú hross. En þótt bústofninn væri smár, var þó jarðnæði og húsþrengslin öllu lakara. Ekki var hlaupið að því að ná í jarð- næði á þessum árum. Hvert kot til dala og heiða var fullsetið. Bænd- ur voru ófáanlegir til að þrengja að sér og sízt, ef landnytjar þurftu að fylgja. Helzt var að koma sér niður í svokallaðri húsmennsku. — Fyrsta búskaparár foreldra minna reyndist ekki hægt að fá jarðnæði, og hófst því búhokrið með húsmennsku.“ Ævisaga Hafsteins Sigur- bjarnarsonar er 444 bls. að stærð, sett og prentuð í Leiftri. — Botvinnik Framhald af hls. 1 spyr Botvinnik. „Reykjavlk með stórum stöfum: annað lok- að uppboð, aftur peningar, meiri stórpeningar og bara pcningar.“ Botvinnik sakar dr. Max Euwe, forscta Álþjóðaskák- sambandsins, um að vera ekki nógú” harður við Fischer og sakar Karpov, áskoranda hans, um leiðinlegar leikaðferðir sem miðist við það að hann þurfi ekki að taka óþarfa áhættu. Hann sagði að likam- legur og fræðilegur undirbún- ingur Karpovs fyrir einvígið við Viktor Korchnoi hefði ver- ið ófullnægjandi. að ekki væri enn vitað um hve stórfellt mál væri að ræða, en þegar væri komið i ljós að það væri nokkuð umfangsmikið þótt öll kurl væru ekki enn kominn til grafar. Þá væri verið að athuga hvaða eiturlyf væri einkum um að ræða, en flest benti til þess að kanabis kæmi mest við sögu. Höfð er samvinna við rann- sóknadeild hersins við rannsókn á þessu máli og ekki er vitað hvenær henni lýkur. — Gæzlulið Framhald af bls. 1 irlestri til minningar um Winston Churchill að stríð í Miðausturlöndum virtist óum- flýjanlegt innan sex eða níu mánaða nema því aðeins að skriður kæmist á friðarumleit- anir. Hann sagði að ástandið í Mið- austurlöndum yrði prófsteinn á bætta sambúð Bandaríkjanna og Sovétríkjanna sem yrðu að vinna saman að lausn. — Taugastríð Framhald af bls. 1 sem bannið gildir og þeir drógu i efa rétt Norðmanna til að dæma togara sem þeir tækju utan 12 mílna samkvæmt norskum lögum. Evensen sagði að því væri ekki hægt að svara skilyrðislaust með jái eða nei, hvort Bretar og Vest- ur-Þjóðverjar væru samþykkir togveiðibanni á tilteknum svæð- um, en sagði að þróunin stefndi í þá átt að bannið yrði samþykkt. Samt segja Norðmenn að Vest- ur-Þjóðverjar séu gallharðir að mörgu leyti í afstöðu sinni. Af- staða vestur-þýzkra togaramanna virðist að þeir geti sópað hafið á nokkrum árum þannig að enginn fiskur verði eftir. Þessi afstaða virðist eiga rætur i því að þess sé skammt að bíða að strandríki taki sér 200 milna lögsögu og þeir vilji nota tímann þangað til. — 3000 milljónir Framhald af bls.44 Vegna hinna háu niður- greiðslna er heildsöluverð á bú- vörum yfirleitt talsvert lægra en það verð, sem bændur fá fyrir afurðirnar og i sumum tilvikum er smásöluverðið lægra en það, sem bændurnir fá. Samkvæmt gildandi verðlagsgrundvelli land- búnaðarafurða fá bændur 270,29 kr. fyrir hvert kg. af kindakjöti í fyrsta verðflokki. Heildsöluverð á kindakjöti í 1. verðflokki í heilum og hálfum skrokkum er hins vegar 180,40 kr. eða 89,89 kr. ódýrara en heiidsöluaðilinn greið- ir bóndanum fyrir þessa vöru. Niðurgreiðslan úr ríkissjóði er kr. 153,20. Bóndi, sem selur kindakjot í öðrum verðflokki, fær kr. 243 fyrir hvert kg. 1 heildsölu kostar hvert kg af kjöti í öðrum verð- flokki 164 kr., og í smásölu kostar það i heilum skrokkum kr. 212 eða 31 kr. minna en heildsöluaðil- inn kaupir það af bóndanum. Niðurgreiðslan úr ríkissjóði nem- ur kr. 141,70. Samkvæmt verðlagsgrund- vellinum fær bóndinn 37,87 kr. fyrir hvern ltr. af mjólk, sem hann selur í mjólkursamlag. Ein mjólkurhyrna kostar hins vegar aðeins kr. 27,50 i búð. Niður- greiðslan úr ríkissjóði nemur kr. 27,05, i raun réttri kostar því ein hyrna af mjólk kr. 54,55. Kartöfluframleiðendur selja hvert kg af fyrsta flokks kartöfl- um á kr. 36,55. í heildsölu kostar hvert kg hins vegar 32,50 i 2'A kg pokum, sem er 4,45 kr. lægra verð en heildsöluaðilinn greiðir fram- leiðandanum. I smásölu kostar hvert kg 37,60 kr., sem er 1 krónu og 5 aurum hærra verð en fram- leiðandinn fær. Niðurgreiðslur úr rikissjóði eru 12,80 á hvert kg. Framhald af bls. 44 Þeir útvarpsráðsmenn sem greiddu atkvæði á móti beiðn- inni, að viðhöfðu nafnakaili, voru: Njörður P. Njarðvík, Ölafur Ragnar Grímsson, Stefán Karlsson og Stefán Júlíusson. Með beiðninni voru Magnús Þórðarson og Örlygur Hálfdánarson. Einn nefndar- manna, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, var fjarstaddur þegar atkvæðagreiðslan fór fram. — Arsrekstrar- afkoma Framhald af bls. 2 á næsta ári. Nefna má, að þorsk- afli hefur farið siminnkandi á síð- ustu árum, var 1973 20% minni en 1970. Þá vék ráðherra að ýmsum þátt- um, sem stuðluðu að betri afla- horfum og nýtingu í framtíðinni. Hann sagði, að hjá Hafrannsókna- stofnuninni störfuðu nú 86 manns, þar af 19 sérfræðingar. Nýlega hefði verið opnað útibú á Húsavík og á næsta ári yrði annað sett á stofn á Hornafirði. Hjá Rannsóknastofnum fiskiðnaðar- ins ynnu 35—40 manns, flest sér- fræðingar. Þar væri til að mynda fengist við rannsóknir á vinnslu verðmætra efna úr slógi og athug- anir á nýjum nytjafiskategund- um. Góð reynsla væri af útibúi stofnunarinnar í Vestmanna- eyjum og á næsta ári yrði annað opnað á Isafirði. En stærsta atrið- ið og höfuðmál framtíðarinnar væri útfærsla landhelginnar i 200 milur á næsta ári, sem væri loka- áfangi framkvæmdar Iandgrunns- laganna frá 1948. Ekki kvaðst ráðherra hafa neinu að bæta við fyrri ummæli sín um samningsdrögin við V- Þjóðverja öðru en því, að hann teldi ávinning að þjóð, sem hefur hingað til ekki viljað viðurkenna 12 mílna fiskveiðilögsögu vildi nú fallast á friðunaraðgerðir langt út fyrir 50 mílur og jafnvel út i 130 mílur frá grunnlfnum. Ekki síst ef önnur atriði fást lagfærð í sam- ræmi við óskir okkar. Hann sagð- ist þó hafa áhyggjur af því, að búið skyldi vera að semja við E.B.E. þjóðir eins og Belga og Breta um veiðar innan 50 mílna, ef E.B.E. ætlaði að halda því til streitu að beita okkur tolla- þvingunum. Þá hefði verið skyn- samlegra að semja ekki. Því næst gerði ráðherra grein fyrir breytingum á stærð fiski- skipastólsins og fiskiskipasmíðum innanlands og utan. Einnigskýrði hann frá lánveitingum og rekstri fiskveiðasjóðs og áhrifum gengis- breytingarinnar 20. september á afkomu útgerðar- og fiskvinnslu- fyrirtækja, en athugun sýndi að ársrekstrarafkoma báta, togara og vinnslu hefði í heild batn- að um tæpar 1600 millj. kr. miðað við rekstur í júlí 1974 hins vegar. Þá hefði gengis- breytingin stórbætt stöðu stofn- fjársjóðs fiskiskipa, olíusjóðs og tryggingasjóðs fiskiskipa og um 1250 millj. kr. varið til ráðstöfunar úr gengis- munarsjóði til útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækja. Endanlegar ákvarðanir um ráðstöfun þess fjár yrðu ekki teknar fyrr en könnun á fjárhag fyrirtækjanna væri lokið. Þess hefði verið óskað, að fjárfestingarlánastofnanir frestuðu á meðan innheimtu- aðgerðum gagnvart útgerðinni. Könnun þessi gengi mjög seint vegna tregðu fyrirtækja að skila umbeðnum upplýsingum, en um síðustu helgi hefði aðeins tæpur helmingur skýrslnanna borizt bönkunum. Þá kom eftirfarandi fram í ræðu ráðherra: Sjávarútvegsráðuneytið hefur beitt sér fyrir ýmsum aðgerðum til að létta útgerðinni róðurinn. Þannig hafa útgerðarlán verið hækkuð um 50% og frekari hækkun í athugun, innborganir vegna netakaupa hafa verið lækk- aðar úr 25% í 10% og skerðingar- ákvæði tryggingarsjóðs hækkað úr 10% i 15% af aflaandvirði. Þá hafa verið greiddar 122 millj. kr. til skipa vegna aukins olíu- kostnaðar. Hluta gengismunar- sjóðs verður varið til að bæta gengistap útgerðarinnar. Ráðu- neytið hefur til athugunar hvern- ig það geti beitt sér fyrir bráða- birgðafyrirgreiðslu úr gengis- hagnaðarsjóði til þeirra útgerðar- aðila, sem verst eru settir. Slík fyrirgreiðsla verður að vera í lánsformi, þangað til aflað hefur verið lagaheimildar til að veita óafturkræf framlög. Að lokum óskaði ráðherra út- vegsmönnum og sjómönnum allra heilla í framtíðinni. Fundarmenn sátu kvöldverðarboð ráðherra í Sjálfstæðishúsinu i gærkvöldi. Ný námskeið hjá Rannsóknarstofn un vitundarinnar Rannsóknarstofnun vitundar- innar heldur tvö námskeið á næstunni. Ánnað er um drauma og sálræna merkingu þeirra. Þetta er stutt námskeið um tákn- mál draumanna og það, hvernig hægt er að hagnýta sér drauma til þess að efla þekkingu sína á sjálf- um sér. Námskeiðið hefst laugar- daginn 30. nóvember. Hitt námskeiðið mun verða í þrjá mánuði og fjallar það um sálvöxt. Það er ætlað fyrir þá, sem hafa áhuga á langtima vinr.u að eigin þróun. Margskonar leiðir til þess að efla sjálfsþekkingu og stjórna vitund sinni verða kannaðar þar á meðal slökun, tón- listarlækningar, leiðbeining ímyndunaraflsins, hugleiðsla, gagnkvæm tjáskipti, frjáls teikn- ing og sálleikir. Þetta námskeið hefst miðvikudagskvöldið 4. desember og verður það einu sinni í viku. Fjöldi þátttakenda á þessum námskeiðum er 12—14 manns og eru leiðbeinendur Geir V. Vilhjálmsson og Inga Eyfells. — Gæzlan Framhald af bls. 19 Eins og menn muna varð að senda herskip frá Kaupmannahöfn til Grænlands I fyrravetur vegna fregna um að ókunnur kafbátur væri á ferðum á miðunum þar. Verður „gæzludögum“ við Grænland fjölgað upp úr áramót- um um 40%, og við Færeyjar um 10%, og verða einnig notaðar þyrlur við gæzluna. Fiskveiðieftirlit flotans hefur einmitt nýlega verið að fletta ofan af víðtækum ólöglegum veiðum norskra skipa við Grænland, og eru fimm norskir togarar viðriðn- ir málið. Er þegar búið að taka tvo þeirra, en tveggja er leitað, sem enn eru taldir vera á veiðum ólög- lega á grænlenzkum miðum. — Minning — Jón Framhald af bls. 34 jg vistaskipin miklu í sömu andránni komin. Jón var aldrei hneigður til þess að slá á frest þvi sem framkvæma skyldi eða inna varð af hendi. Atburðirnir siðustu daga hans voru eins og tákn eða mynd þess sem starfshættir hans höfðu ver- ið. Á þriðjudag 19. nóv. ók hann hér um borgina í fullu fjöri, dag- inn eftir var hann heima hjá sér við ýmis störf, en er sól reis á fimmtudag var hann látinn. Við skólasystkini Jóns minnumst margra ánægjustunda með honum. Það var venja okkar frá 25 ára prófafmælinu að koma saman á fimm ára fresti, síðast á fimmtíu ára afmælinu, eina kvöldstund. Jón var þá jafnan hinn fórnfúsi þátttakandi og hafði gaman og gleði á reiðum höndum. Vió þökkum honum þær ánægjustundir sem aðrar og biðj- um honum blessunar. Við vottum börnum hans, þeim frú Steinunni og Sigurgeir bæjarfógeta, mökum þeirra og vandamönnum öllum einlæga samúð og óskum þeim farsællar framtíðar. Jón Ivarsson. — Dæmdur Framhald af bls. 2 fram 1 þýzkum fjölmiðlum við dómnum yfir skipstjóranum á Arcturus í gær, þegar Morgun- blaðið hafði samband við Ernst Stabel, ræðismann Islands f Cux- haven, sfðdegis. Varðandi fslenzku skipin Bjarna Benediktsson og Snæfugl sagði Stabel, að Snæfugl hefði haldið heimleiðis um hádegið á miðviku- dag frá Cuxhaven og Bjarni þá um kvöldið frá Hamborg. Hefði ekki komið tii neinna vandræða varðandi brottför skipanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.