Morgunblaðið - 29.11.1974, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBÉR 1974
Hvemig hækka land-
búnaðarvörurnar?
VERÐ A landbúnaðarvörum er
ákveðið með sérstökum hætti og
samkvæmt lögum fylgir það sjálf-
krafa kauphækkunum og
kostnaðarhækkunum við búrekst-
ur. Akvarðanir um verð iand-
búnaðarafurða eru reistar á sér-
stökum verðlagsgrundvelli, þar
sem miðað er við rekstur 400 ær-
gilda bús. Stærðarhlutföll við-
miðunarbúsins og rekstrarþátta
þess eru endurskoðuð á tveggja
ára fresti, en kostnaðarliðirnir á
þriggja mánaða fresti. Það er svo-
nefnd sexmannanefnd, sem tekur
ákvarðanir um verð landbúnaðar-
afurða á þessum grundvelli.
Sexmannanefnd
Sexmannanefndin er skipuð
samkvæmt lögum þremur fulltrú-
um framleiðenda og þremur full-
trúum neytenda. Fulltrúar fram-
leiðenda í nefndinni eru tveir frá
Stéttarsambandi bænda og einn
frá Framleiðsluráði landbúnaðar-
ins. Fulltrúar neytenda eru einn
frá Sjómannafélagi Reykjavíkur,
einn frá Landssambandi iðnaðar-
manna og samkvæmt lögum á
einn að vera frá Alþýðusam-
bandi Islands. Alþýðubandalagið
hefur hins vegar ekki tilnefnt
sinn fulltrúa síðan 1965, og hefur
því félagsmálaráðherra tilnefnt
þriðja fulltrúa neytenda í hans
stað.
Þegar fulltrúar neytenda og
framleiðenda ná ekki samkomu-
lagi um verðákvarðanir, er
ágreiningi vísað til yfirnefndar. I
yfirnefndinni eiga sæti auk odda-
manns einn fulltrúi neytenda og
einn fulltrúi framleiðenda. Um
skipan oddamanns getur farið
eftir samkomulagi fulltrúa neyt-
enda og framleiðenda, en ella er
hann skipaður af Hæstarétti.
Kjörtími sexmannanefndar er
eitt ár og miðast við verðlagsárið
frá 1. september til jafnlengdar á
næsta ári.
Verólagsgrundvöllurinn
Sexmannanefndin hefur það
verkefni að gera úr garði svo-
nefndan verðlagsgrundvöll land-
búnaðarafurða. Uppistaðan í
þeim grundvelli er bústærðin,
sem miðað er við og magn
rekstrarþátta og vinnu. Þannig er
ákveðið hversu mikið viðmiðunar-
búið þurfi af kjarnfóðri, áburði
og svo frv. og jafnframt þarf að
ákveða hversu mikla vinnu á að
leggja til grundvallar. Loks þarf
að ákveða framleiðslumagn við-
miðunarbúsins. Þessi uppistaða í
verðlagsgrundvellinum er ákveð-
in til tveggja ára í senn.
Annar hluti verðlagsgrund-
vallarins er fóginn í verðákvörð-
unum. Nefndin verður að ákveða
verð á kjarnfóðri, áburði og svo
fr. v. og jafnframt að ákveða laun
bóndans. 1 kjölfar hækkana á
þessum liðum koma svo sjálfkrafa
hækkanir á afurðaverði. Þessi
hluti verðlagsgrundvallarins er
tekinn til endurskoðunar á
þriggja mánaða fresti.
Hagstofan leggur til upp-
lýsingar um hækkanir á rekstrar-
vörum og kemur því sjaldan til
ágreinings um staðreyndir varð-
andi hækkanir á þeim liðum. Á
hinn bóginn leggur Framleiðslu-
ráð landbúnaðarins til upplýsing-
ar um reksturskostnað sláturhúsa
og mjólkursamlaga, en ráðið hef-
ur allgóðar upplýsingar þar að
lútandi.
Veröákvöróunin
Sexmannanefndin ákveður
áætlað útborgunarverð til bænda
eða svonefnt grundvallarverð.
Ekki er lagaleg skylda að greiða
þetta verð fyrir afurðirnar, en í
framkvæmd er litið svo á að þetta
sé fast verð. Þegar rekstrarliðir
og launakostnaður hafa hækkað
er óhjákvæmilegt að hækka
afurðaverðið í verðlagsgrund-
vellinum til þess að gjöld og tekj-
ur standist á. Þá er fengið svo-
nefnt grundvallarverð.
Þegar grundvallarverðið hefur
verið ákveðið, ber nefndinni að
ákveða heildsöluverð. Af þeim
sökum þarf nefndin að meta
breytingar á reksturskostnaði
mjólkursamlaga og sláturhúsa.
Að því búnu er smásöluálagning-
in fundin. Hún er samkomulags-
atriði milli fulltrúa Kaupmanna-
samtakanna og sexmanna-
nefndarinnar, sem lögum sam-
kvæmt hefur þó úrslitavaldið í
þeim efnum. Álagning í smásölu
er ákveðin eftir nokkuð föstum
reglum og veldur sjaldan ágrein-
ingi. Smásöluálagningin er ákveð-
in í krónutölu en ekki sem ákveð-
in hundraðstala eins og venja er
um álagningu almennt. Niður-
greiðslurnar valda því að ekki er
unnt að notast við álagningarregl-
ur samkvæmt ákveðinni
hundraðstölu.
Launaliðurinn 50%
Núgildandi verðlagsgrundvöll-
ur er miðaður við 400 ærgilda bú;
nánar tiltekið 10 kýr, þrjú geld-
neyti og 180 fjár. Verðlagsgrund-
völlurinn er í raun réttri hugsað-
ur rekstrarreikningur bús af
þessari stærð. Niðurstöðutölur
gjaldamegin miðað við 1. septem-
ber sl. námu 2,2 millj. kr.
Launaliðurinn 50%
Núgildandi verðlagsgrundvöll-
ur er miðaður við 4Ö0 ærgilda bú;
nánar tiltekið 10 kýr, þrjú geld-
neyti og 180 fjár. Verðlagsgrund-
völlurinn er í raun réttri
hugsaður rekstrarreikningur bús
af þessari stærð. Niðurstöðutölur
gjaldamegin miðað við 1. septem-
ber sl. námu 2,2 millj. kr.
Stærsti gjaldaliðurinn eru laun
bóndans, sem er að upphæð 1,1
millj. kr. eða um 50% heildar-
gjalda búsins. Launin eru miðuð
við laun verkamanna, iðnaðar-
manna og sjómanna og hækka á
þriggja mánaða fresti I samræmi
við grunnkaups- og vísitölu-
hækkanir, sem þessar stéttir fá.
Laun bóndans sjálfs eru áætluð
797 þúsund kr. Þar af koma 489
þús. kr. vegna dagvinnu, 135 þus.
kr. vegna eftirvinnu og 172 þús.
kr. vegna nætur- og helgidaga-
vinnu. Laun húsfreyju eru áætluð
124 þús. kr. og laun unglinga 127
þús. kr. Síðan er gert ráð fyrir, að
orlof og sjóðagjöld nemi 91 þús.
kr.
Næst stærsti gjaldaliðurinn er
kjarnfóður, sem áætlað er að kosti
viðmiðunarbúið 329 þús. kr.
Áburðarkostnaður nemur 216
þús. kr. og kostnaður við vélar 201
þús. kr. Kostnaður við viðhald og
vegna fyrningar útihúss er áætl-
aður 52 þús. kr. Kostnaður við
viðhald girðinga er áætlaður 22
þús. kr. flutningskostnaður 84
þús. kr., vaxtagjöld 129 þús. kr. og
annar kostnaður 67 þús. kr. Sam-
tals er hér um að ræða 2,2 millj.
kr. Rétt er að taka fram, að
íbúðarhús og persónuleg gjöld
bónda eru ekki inni í verðlags-
grundvellinum.
Tekjur þessa viðmiðunarbús
koma að langmestu leyti frá
mjólkursölu, sem gert er ráð fyrir
að nemi 1,2 millj. kr. Gert er ráð
fyrir að tekjur af nautgripakjöti
og húðum nemi 99 þús. kr. Tekjur
af dilkakjöti eru áætlaðar 867
þús. kr. Tekjur af garðávöxtum
eru síðan áætlaðar 30 þús. kr.
Aðrar framleiðslugreinar eru
ekki inni í grundvellinum. En
samkvæmt þessu nema tekjur
viðmiðunarbúsins því 2,2 millj.
kr.
Niðurgreiðslur
Landbúnaðarafurðir eru
greiddar niður úr ríkissjóði að
verulegum hluta. Árið 1973 námu
niðurgreiðslur úr ríkissjóði sam-
Gjöld
Þessi mynd sýnir hlutfall einstakra gjaldaliða viðmiðunarbúsins, sem
lagt er til grundvallar við verðlagningu búvöru.
Tekjur
Myndin sýnir hlutfall tekjuliða viðmiðunarbúsins, sem lagt er til
grundvallar við verðlagningu búvöru. Grundvallarverð búvöru er
endurskoðað á þriggja mánaða fresti I samræmi við breytingar, sem
orðið haf a á gjaldaliðum verðlagsgrundvallarins.
RAUNVERULEGT VERO
MJÓLKURHYRNU
KR. 54.55
VINNSLA OG
DREIFINGAR-
KOSTNAÐUR
KR. 16.68
GRUNDVALL AR •
VERO TIL
BÓNDANS
KR. 37.87
NIOURGREIDSLUR
=£> ÚR RÍKISSJÓÐI
KR. 27.05
ÚTSÖLUVERÐ
KR. 27.50
— Raunveru-
legt útsöluverð
mjólkurhyrnu
er kr. 54,55, þar
af fær bóndinn
kr. 37.87 en
vinnslu og dreif-
ingarkostnaður
er kr. 16,68.
Neytandinn
greiðir hins veg-
ar aðeins kr.
27,50 fyrir
hverja hyrnu,
en rikissjóður
greiðir það sem
upp á vantar kr.
27,05.
tals 2.085 millj. kr. Þar af fóru 126
millj. kr. í niðurgreiðslur á
kartöflum, 736 millj. kr. í niður-
greiðslur á kindakjöti og 1.223
millj. kr. I niðurgreiðslur á mjólk
og mjólkurvörum. Frá síðustu
áramótum og fram til 20. nóvem-
ber sl. hafa samtals verið
greiddar 3.052 millj. kr. vegna
niðurgreiðslnanna. Þar af hafa
1.035 millj. kr. farið í niður-
greiðslur á kjöti, 1.893 millj. kr. í
niðurgreiðslur ámjólkogmjólkur
vörum og 124 milljl kr. i niður-
greiðslur á kartöflum. Til saman-
burðar má geta þess, að sam-
kvæmt frumvarpi til fjárlaga
fyrir árið 1975 er gert ráð fyrir að
varið verði 3.668 millj. kr. til
niðurgreiðslna á næsta ári, eða
8,1% af heildarútgjöldum ríkis-
ins.
Framleiðsluráð landbúnaðarins
útdeilir niðurgreiðslum til heild-
söluaðila, þ.e.a.s. mjólkursamlaga
og sláturhúsa. Alis er hér um að
ræða 60 sláturleyfishafa og 20
mjólkursamlög. Þessir aðilarselja
afurðirnar á niðurgreiddu verði
til smásöluverslana.
Þegar litið er á niðurgreiðslur á
kindakjöti, kemur í ljós, að hvert
kg er greitt niður um kr. 153,20
miðað við 1. verðflokk. Sam-
kvæmt verðlagsgrundvellinum
fær bóndinn kr. 270,29 fyrir hvert
kg., en heildsöluverð i heilum og
hálfum skrokkum er kr. 180,40.
Hér má einnig taka dæmi um 2.
verðflokk kindakjöts. Samkvæmt
verðlagsgrundvellinum á bóndinn
að fá 243,18 kr. fyrir hvert kg.
Heildsöluverðið er 164 kr. fyrir
hvert kg og í smásölu er hvert kg
selt á kr. 212,00, eða á 31.18 kr.
lægra verði en bóndinn fær. I
þessu tilviki er niðurgreiðslan kr.
141.70 á hvert kg.
Mjólk er greidd niður um 27.05
kr á hvern ltr. Samkvæmt verð-
lagsgrundvellinum fær bóndinn
kr. 37.87 fyrir hvern ltr. Smásölu-
verð á mjólk í lausu máli er hins
vegar kr. 25,20, en i eins ltr.
hyrnum kr. 27.50. I raun og veru
kostar hver eins Itr. hyrna af
mjólk kr. 54.55.
Hvert kg af fyrsta flokks smjöri
kostar í heildsölu kr. 352,30, en í
smásölu 386 kr. Niðurgreiðslan
nemur 377 kr. 1 raun réttri kostar
því hvert kg af smjöri 763 kr.
Niðurgreiðslur á 1. flokks
kartöflum nema kr. 12.80 á hvert
kg. Framleiðandinn fær kr. 36.55
fyrir hvert kg. I heildsölu er
kartöflukílóið hins vegar selt á kr.
32.50 og i smásölu á kr. 37.60, eða
1 krónu og 5 aurum umfram það,
sem framleiðandinn fær. I raun
réttri kostar hvert kg af kartöfl-
um kr. 50.40.