Morgunblaðið - 10.01.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.01.1975, Blaðsíða 1
36 SIÐUR 7. tbl. 62. árg. FÖSTUDAGUR 10. JANÍJAR 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Kaupmannahöfn 9. jan. UM MIÐNÆTTI f nótt var Ijóst að Poul Hartling, forsætisráðherra Danmerkur hafði unnið mikinn persónulegan sigur f þingkosning- unum og fékk flokkur hans, Venstre 42 þingmenn og bætti við sig 20 sætum á þinginu. Nýtur flokkurinn nú stuðnings 23% kjósenda. Jafnaðarmenn undir forystu Anker Jörgensens eru enn stærsti stjórn- málaflokkurinn og fengu 53 sæti og 30% (áður 46 sæti), Radikale Venstre fengu nú 13 og 7% atkv. (höfðu 20 sæti), Framfaraflokkur Glistrups hlaut 24 þingsæti og 13,6% (tapaði 4, en þess ber að geta að tveir þingmenn höfðu klofið sig út úr og buðu sig fram utanflokka og náðu þeir ekki kjöri þar), Ihaldsflokkurinn fékk 10 og 5,5% atkv. (hafði 16 sæti), Miðdemókratar fengu 4 og 2,2% atkv. (höfðu 14 sæti), Kommúnistar fengu 7 þingmenn og 4,2% (höfðu 6 þingmenn), Kristi- legi þjóðarflokkurinn fékk 9 fulltrúa og 5,3% (hafði 7), SF fékk 9 þingmenn og 4,9% (hafði 11) Vinstri sósfalistar fengu 4 þingmenn og 2,1% (höfðu engan mann) og Réttarsambandið fékk engan mann kjörinn og 1,8%, en hafði 5 fulltrúa áður. KEPPINAUTAR A KJORSTAB Anker Jörgensen leiðtogi jafn- aðarmanna f Danmörku sést hér, ásamt konu sinni Ingrid, stinga atkvæðaseðli sfnum í kjörkassann. Til hægri er mynd af Hartling, leiðtoga Venstre, er hann hefur greitt atkvæði sitt. Stórsigur Hartlings En sjálfhelda áfram í dönskum stjómmálum Glistrup hélt velli — Jafnaðarmenn áfram stærsti flokkurinn Mesta atvinnuleysi Þjóðver ja í 16 ár Bonn, 9. janúar. Reuter. ATVINNULEYSI hefur ekki verið meira f Vestur-Þýzkalandi f 16 ár, en verðbólgan þar er minni en f nokkru öðru vestrænu landi samkvæmt tölum sem voru birtar f dag. 945.000 voru atvinnulausir f sfð- Mótmælaganga í Barcelona Barcelona, 9. jan. Reuter. UM FJÖGUR þúsund verkamenn sem höfðu uppi mótmæli f Barce- lona f dag vegna skyndilegrar uppsagnar þeirra úr vinnu, lentu f átökum við lögregluna þar í borg f dag. Aðdragandi var sá að 21 þúsund verkamönnum af 26 þúsund sem vínna við bílafyrir- tæki var sagt upp vinnu f viku án kaups vegna dagsetuverkfalls og vildu þeir ekki una við það. Gengu verkamennirnir frá vinnustað sfnum áleiðis að höfuð- stöðvum verkalýðssamtakanna f borginni. Höfðu þeir uppi spjöld með kröfum sfnum og létu óspart f Ijós reiði sfna. Þar réðst óeirða- lögregla gegn hópnum og dreifði honum og segja sjónarvottar að margir hafi slasast og einhverjir verið handteknir. Reuter fréttastofan sagði í kvöld að embættismenn hefðu síð- an hringt til blaða og annarra fréttastofnana i Barcelona eftir að hópnum hafði verið dreift og sagt að ekki hefðu verið fleiri en þrjú þúsund, sem tóku þátt í mót- mælagöngunni og enginn hefði verið handtekinn. asta mánuði eða 4,2% vinnufærra manna. Þar við bættist að 703.300 hafði verið gert að vinna styttri vinnutfma eða verið sagt upp um stundarsakir. 1 nóvember voru um 800.000 atvinnulausir en 461.500 unnu styttri vinnutfma. Jafnframt var tilkynnt að fram- færslukostnaður f árslok 1974 hefði aðeins verið 5,9% hærri en f desember 1973. A öllu sfðasta ári hækkaði verð- lag um 7% að meðaltali sem er talsvert minni hækkun en í öðr- um vestrænum ríkjum. Embættismenn segja að at- vinnuleysi og verðbólga hafi aðal- iega aukizt vegna stöðnunar í efnahagslífinu innanlands. Dr. Josef Stingl, forstöðumaður Washington, 9. janúar. Reuter. TALSMENN Bandarfkjastjórnar gefa f skyn að Ford forseti leggi til að skattar verði stórlækkaðir til að örva efnahagslffið. Lfklegt er, að jafnframt verði skattar hækkaðir á erlendri og innlendri hráolfu svo að orku- neyzla minnki og Bandarfkja- menn verði ekki eins háðir er- lendri olfu. Forsetinn gerir grein fyrir efnahagstillögum sfnum í yfirlits- ræðu, sem hann flytur í Þjóðþing- vinnumálastofnunarinnar, sagði blaðamönnum að hann væri viss um að tala atvinnulausra færi yfir eina milljón í janúar. En Bonn- stjórnin sagði að gert hefði verið ráð fyrir tímabundinni aukningu atvinnuleysis f vetur. Stjórnin sagði að Vestur- Þjóðverjar væru betur við þvi búnir að mæta atvinnuleysi en flest önnur vestræn iðnaðarríki. Hún kvaðst þess fullviss að þær ráðstafanir sem hún gerði f sið- asta mánuði til að örva efnahags- lífið mundu draga úr atvinnuleysi siðar á árinu. Þjóðartekjurnar jukust um aðeins 0,4% á síðasta ári og síðari hluta ársins lækkuðu þær raun- verulega um 0,5% miðað við sama tíma árið áður. inu síðar í mánuðinum, en ljöst þykir, að í stað þess að berjast gegn verðbólgu leggur hann nú megináherzlu á að berjast gegn samdrætti. Hann hefur þegar sagt ráðherr- um sinum að nýjar tillögur sinar i efnahagsmálum muni beina þró- uninni i átt til batnandi ástands þar sem þær muni endurvekja traust, sem sé forsenda þess að sigrast megi á samdrætti og verð- bólgu. Helzti ráðunautur Fords i efna- hagsmálum, Alan Greenspan, til- Starfsmenn i vélaiðnaði og málmiðnaði hafa orðið mest fyrir barðinu á atvinnuleysi og siðan byggingarverkamenn og skrif- stofufólk. Vefnaðariðnaðurinn er einnig hart leikinn og á undanförnum árum hafa aðeins verksmiðjur sem framleiða fyrir útflutnings- markað dafnað að bilaiðnaðinum undanskildum. Útflutningur sló öll fyrri met á siðasta ári. Stjórnin hefur meðal annars lofað að bæta 7,5% kostnaðar af fjárfestingum fyrirtækja á fyrra heimingi þessa árs og dæla 1.700 milljón mörkum inn í efnahagslif- ið. Ætlazt er til að mikið af því fé fari til framkvæmda sem veita atvinnu. kynnti stjórninni, að efnahags- ástandið væri „slæmt“. -Iann sagði, að ástandið yrði verst i vor eða sumar, og að það ástand mundi vara nokkurn tíma en batna siðan i lok ársins og á árinu 1976. Hins vegar hefur það orðið til að auka svartsýni Bandaríkja- manna, að viðskiptaráðuneytið hefur spáð því, að iðnfyrirtæki hyggist auka rekstrarfé um aðeins 4,6% í stað 12,2%, sem hafði verið spáð. Aukningin er Framhald á bls. 22 Stjórnmálasérfræðingar töldu ljóst af þessum úrslitum í nótt að sjálfheldan í dönskum stjórnmál- um væri áfram og enda þótt sigur Pouls Hartlings væri övenjulegur og ætti sér naumast hliðstæðu hefði staða stjórnarinnar langt frá styrkzt, vegna þess mikla fylgistaps sem stuðningsflokkar Venstre urðu fyrir f kosning- unum. Allir leiðtogar dönsku stjórn- málaflokkanna voru sammála um það í nótt, að stórsigur Hartlings væri það sem mesta athygli vekti. A þessum miklu erfiðleikatímum hefði hann þurft að gera óvinsæl- ar ráðstafanir og þvi væri traust fólksins á honum sem leiðtoga eftirtektarvert. Anker Jörgensen, formaður Jafnaðarmanna, kvað úrslitin við- unandi á allan hátt, enda væri Jafnaðarmannaflokkurinn eftir sem áður stærsti stjórnmálaflokk- ur landsins. Hann kvaðst vera þeirrar skoðunar, að Hartling bæri að segja af sér strax og siðan ætti að fela Jafnaðarmönnum að mynda stjórn, ef til vill með Framhald á bls. 22 5 fórust í sprengingu, 13 slösuðust North Bay, Ontario, 9. jan. Reuter. AÐ MINNSTA kosti fimm biðu bana og 13 slösuðust þeg- ar skrifstofub.vgging eyðilagð- ist í sprengingu f bænum North Bay í Ontario f Kaneria. Að minnsta kosti fimr.i er saknað. Heilsuverndarstöð var til húsa f byggingunni, sem var á tveimur hæðum, en ekki er vitað hve margir biðu á bið- stofum lækna. Byggingin sprakk f tætlur og sprengingunni fylgdi eldsvoði. sem magnaðist við gasleka svo að björgunarstarfið var erfitt. Viðgerðarmenn voru að gera við gasleiðsluna þegar spreng- ingin varð. Ford vill að skattar verði stórlækkaðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.