Morgunblaðið - 10.01.1975, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.01.1975, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JANOAR 1975 33 “ Morö ó kvenréttindarööstefnu Kristjönsdöttir Lang: þýddi 12 stundina. Það er kominn litur í vanga hennar og blá augun glampa af baráttuvilja og ákefð. — Heldurðu ekki að þú setjir fram ósanngjarnar kröfur með til- liti til jafnréttis konu og karls? spyr Ase Stenius. — Enda þótt konur og karlar fái í framtíðinni sama rétt til alls er ekki hægt að gleyma hinum líffræðilega mun... Karlmaður getur ekki alið börn... — Nei, en hann getur skipt á barninu og lært á þvottavélina og búið til mat, nákvæmlega eins oft og kona hans sem vinnur úti! Þar sem hún leggur fram sinn skerf til framfærslu fjölskyldunnar get- ur hann að sjálfsögðu tekið þátt í störfunum á heimilinu. Það ligg- ur í raun og veru svo mjög í augum uppi að mér finnst ekki þurfa að ræða það. Við lifum á tuttugustu öldinni og hún gerir nýjar kröfur bæði til karls og konu. — En ef konan vill nú ekki vera framfærandi? Katarina segir þetta kuldalega og vottar fyrir efasemdum í rödd hennar. — Ef hún VILL vera heima og vökva blómin sfn og sjá um af- kvæmi sitt og kaffikönnuna sína? Mér kemur boðskapur þinn svo fyrir eyru að þú viljir að konan fari skilyrðislaust út á vinnu- markaðinn, hvort sem henni er það ljúft eða leitt. — Já! Auðvitað. Það er mikil- vægasti réttur manneskjunnar að fá að þroska sig — hæfileika sína og gáfur og reyna krafta sína við störf sem gera manneskjuna sjálf- stæða og óháða... Hún þagnar augnablik og bætir svo við hæðnislega: Bágt á ég með að trúa því að listaverkasalinn sé að tala fyrir sína eigin hönd? Vildir þú heldur vera heima og eyða öllum degin- um í að dútla við... — Ég á engin börn, segir Katarina stutt i spuna. — Og reyndar á ég ekki neinn mann, sem sér fyrir mér. Og. .. það er aiveg rétt hjá þér að mér þykir gaman að minu starfi. En hvað heldur þú að mörgum skrifstofu- stúlkum og vérksmiðjustúlkum þyki gaman að þeirri vinnu, sem þær verða að inna af höndum og ' ég leyfi mér að draga í efa að það sé sérstaklega þroskandi og til- breytingarikt. — Og hvað þá með karlmenn- ina, sem gegna þessum störfum? svarar Eva Gun að bragði. — En nú erum við komnar inn á aðrar brautir... — Ja, er það nú svo víst. Fjör- legt andlit Iu Axelsson verður hugsi á svip. — Ég hef stundum á tilfinning- unni að þú sért sjálf sæmilega ánægð og að þín skoðun sé að allar konur i landinu eigi að keppa að þvi að bæta efnaleg kjör sin og með því öðlist þær þessa miklu sælu. Bara ef þær afli pen- inga og fái aðgang að öllum stöðr um, og geti gert heimili sitt að fyrirmyndar húsgagnaverzlun... — Er nokkuð rangt við það? spyr Eva Gun reiðilega. Ef þú hefðir alist upp við sömu kjör og ég... ef þú hefðir séð hvernig móðir mín hafði það. .. og hún amma min... myndir þú ekki gera lítið úr efnalegri velgengni og peningalegu öryggi. Öryggi sem ekki er undir því komið hvort einhver svokölluð fyrirvinna er fyrir hendi. — Nei, nei, nú misskilur þú mig gersamlega. Ég vanmet sannarlega ekki efnalegt öryggi manneskjunnar og sizt af öllu geri ég lítið úr þvi sem þú hefur lagt af mörkum til að vekja um- ræður um þetta... bæði i þinginu og annars staðar. Ég get bara ekki varizt þeirri tilhugsun að málið hafi fleiri hliðar og hvort þessi jafnréttisbarátta færist ekki út í gegndarlausar öfgar. Eigum við að ala dætur okkar upp til að verða forstjórar og syni okkar til að verða góðar húsfreyj- ur... gleymum við ekki þeim and- legum verðmætum sem einnig eru nokkurs virði? Og ábyrgðar- tilfinningin. Höfum við ekki ábyrgð gagnvart karlmönnunum vegna þess að öldum saman höf- um við látið þá óátalið ráska með okkur og heiminn upp á eigin spýtur — kannski þvert gegn vilja sinum? Og svo stöndum við allt i einu upp. Og krefjumst þess að fá að taka þátt í þessu öllu. Og hvað viljum við: Upp á hvað höf- um við svo að bjóða þegar allt kemur til alls? Ruth Zettergren hneigir grátt höfuð sitt til samþykkis. — Abyrgðin já. Miklu meiri og þyngri ábyrgð en sú sem Eva Gun fjasar um, þegar hún krefst verkaskiptingar á heimilunum og á vinnumarkaðnum. Þá ábyrgð verðum við að axla, en við höfum líka möguleika til að breyta heim- inum til batnaðar með sameigin- legu átaki. — Þið hafið fáránlegar og barnalegar skoðanir, segir Eva Gun stuttaralega. — Sá sem hefur tekið þátt í stjórnmálalifinu veit að þetta stenst ekki. Þið viljið ekki aðeins að við eigum að berjast til að ná okkar stöðu... þið viljið einnig breyta stefnunni.... — Já, samsinnir Ruth rólega. — Eða ætlar þú kannski að mótmæla að full þörf sé á því. Eru allar konur ánægðar með þá stefnu, sem nú er fylgt — sem stefnir inn í vélvæddara, trylltara, tauga- veiklaðra velferðarþjóðfélag. — Nei, nei. En hvað getum við GERT? Ruth starir á hana miskunnar- lausu augnaráði. — Þú gætir gert ákaflega mikið. Þú ert einn af forystusauð- unum I kvenréttindahreyfing- unni. En ólukkan er sú að þú þekkir ekki óró hjartans, sem Elin Wágner bað á sinum tíma að himinn guð gæfi konunni — þá óró hjartans sem tærir hana og VELVAKANDI Velvakandi svarar í slma 10-100 kl 1 0.30 — 11.30, frá mánudegi til föstudags 0 Nokkur orð til Matthíasar Bjarna- sonar, trygginga- og heilbrigðis- málaráðherra. Ólafur Vigfússon, Hávalla- götu 17, Reykjavik, skrifar, ,,Með tilvisun til þess ófremdar- ástands sem nú ríkir i sjúkraþjálf- unarmálum okkar íslendinga, að minnsta kosti hér á Suðurlandi, leyfi ég mér að fara þess á leit við yður, að reynt verði að bæta úr þeirri brýnu þörf, sem nú er á sjúkraþjálfurum með inn- flutningi á sliku fólki eða með aðstöðu til náms fyrir slíkt fólk. Ég undirritaður hefi kynnt mér þessi mál talsvert og komizt að þessari niðurstöðu, að ástand þessara mála er vægast sagt mjög bágboriö. i trausti þess, að þér sjáið einhverja fljótvirka leið út úr þessu mjög svo aðkallandi vandamáli sendi ég yóur þessar linur. Virðingarfyllst, Ólafur Vigfússon." 0 Enn um „landa- leikinn“ Kristján Italdvinsson. sjúkra- húslæknir á Selfossi, skrifar: „Kæri Velvakandi. Undirritaður er einn af þeim mörgu sem hlustuðu á spurninga- þátt Jónasar Jónassonar i útvarp- inu þann 2. desember. Attust þar við þeir Dagur Þor- leifsson og Vilhjálmur Einarsson, sem áður höfðu tvívegis keppt og orðið jafnir. í spurningum um ísland var spurt hvar Galtarós væri. „A Eyvindarstaðaheiði," svaraði Vilhjálmur. „1 Húnavatnssýslu," var svar Dags, og er óskað var nánari skýr- ingar: ,, í Austur- Húnavatnssýslu." Fyrir þetta svar fengu báðir 1 stig, en tæplega var verjandi að gefa Degi meira en V4 stig. Aftur var spurt hvar silfurbergsnámur hefðu verið á islandi. „1 Helgustaðafjalli við Reyðar- fjörð," var svar Vilhjálms. „A Austurlandi, einhvers stað- ar nálægt Reyðarfirði," kom frá Degi, og voru þessi svör aftur lögð að jöfnu. Þarna var Vilhjálmur raun- verulega búinn að vinna keppn- ina, stjórnandi þáttarins dæmdi keppendur jafna, og lét þá enn þreyta með sér spurningakeppni um Bandarikin, sem Vilhjálmur tapaði. Er þetta réttlátt? Kristján Baldvinsson." 0 Ríkisbifreiðar til einkaafnota? Hafnfirðingur hringdi og óskaði að koma þessu á framfæri: „S.l. sunnudag ók ég niður Reykjanesbrautina, og þegar ég kom að Miklatorgi kom þar í sama mund Volkswagenbifreið vestur( Miklubraut, og var nú ekið vestur Hringbrautina. Þetta var um fjög- urleytið. Volkswagen-bifreiðin var ríkisbifreið, — merkt Vega- gerð rikisins. 1 bifreiðinni var maður með farþega, greinilega fjölskyldu sina, þ. á m. börn. Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem ég veiti því eftirtekt, að rikis- starfsmenn nota bifreiðir rikisins greinilega í eigin þágu, og þvi vil ég nú spyrja: Er ráð fyrir þvi gert, að starfsmenn hafi þessa bíla til einkanota, eða er þeim einungis ætlað að nota þá við störf sín fyrir viðkomandi rikis- stofnanir?" 0 Vesturfararnir Hrefna Arnadóttir skrifar: - „Mikið er nú búið að skammast út i sjónvarpið um dagana, en nú finnst mér sannarlega ástæða til að víkja bliðmælum að því fyrir sýningar á Vesturförunum. Ég held að það sé varla ofmælt, að hér sé um að ræða eitt allra bezta sjónvarpsefni, sem sézt hefur í íslenzka sjónvarpinu. Vissulega er söguþráðurinn allrar athygli verður, en þó eru það lýsingar á tíðarandanum, sem mér finnst merkilegastar. Lika finnst mér ástæða til að bera lof á sjónvarpið fyrir að end- ursýna þættina jafnóðum, og mætti gjarnan gera meira af því þegar um svo vandað efni er um að ræða. £ Áramótaskaupið endursýnt? Mig langar líka til að þakka sjónvarpsmönnu fyrir áramóta- skaupið, sem sýnt var á gamlárs- kvöld. Það var ekki bara einn skemmtilegasti gamlárskvölds- þáttur, sem sýndur hefur verió, heldur sá skemmtilegasti að mín- um dómi. Það væri alls ekki til of mikils mælzt þótt þátturinn yrói endursýndur hið bráðasta. Hér er um að ræða efni, sem dýrt hefur verið að gera, — margir eru á flandri á gamlárskvöld og hafa þvi ekki haft tækifæri til að sjá þáttinn, þannig að beint virðist liggja við að sýna hann aftur, en ég hef ekki heyrt á það minnzt. Að lokum vil ég lýsa ánægju minni með þáttinn um Einar Jónsson myndhöggvara. Það er ekki nóg með að full ástæða hafi verið til að sýna þessum látna og merkilega listamanni virðingu með þvi að gera um hann sjón- varpsþátt, heldur er sjónvarpið svo dýrmætt tæki til að sýna og skýra myndlist í, að ekki má láta það ónotað. Ég hef ekki trú á öðru en Grindvikingar hafi þarna getað helgað sig menningarneyzlu eina kvöldstund, ekki siður en önnur landsins börn. Með kveðju, Hrefna Arnadóttir." 02F SIGGA V/öGA £ ý/LVERAW 0 t£R £KKl N/m ’ENNAVJ MÆN'óW/!- Í/öA 00 W tR llír íÁO/ftTA 0R9i Elö/NVíGAA? — Við gluggann Framhald af bls. 11 lendinga og af þessum þrem er þó enginn þeirra, sem hæst þykja gnæfa og hafa gnæft, þegar útlendum bókrýnendum verður litið yfir Islandsála. Sögur þessar heita: The Net fishers — Netaveiði- menn, eftir Molda, sem mun vera Jóhannes Helgi. Love is humbug — Ástin er hégómi, eftir Sunnu — Elínborgu Lárusdóttur, og The Blue Fairy — Bláklædda álfkonan eftir Jochum Eggertsson, sem ekki hefur hirt um að fela nafn sitt. Að sjálfsögðu þarf ekki hér að benda á kosti þessara smá- sagna eða snilli höfundanna, því aðeins þess vegna voru þær valdar úr þúsundum annarra og teknar gegnum tvo hreins- unarelda. Vart mun hugsanleg heppi- legri ábending um, að ritlist Islendinga — jafnvel þótt aðeins sé miðað við þjóðina sem heild — hinn nafnlausa fjölda, er undur, sem ekki má gleym- ast né glatast. Yrði því slikt afhroð — sem i því felst að takmarka bókaútgáfu á íslandi að mestu, aldrei bætt. En hvernig stendur annars á þvi, að fáir gagnrýnendur og vökumenn hafa minnzt á þess- an heiður Islands I umræddri bók? Það er ljós, sem ekki skyldi sett undir mæliker. - Refskák Rússa Framhald af bls. 21 mönnum sínum á fundi með þeim í október að einungis með náinni samvinnu við rússneska móðurflokkinn gætu kommún- istar hrifsað völdin i Finnlandi. Stepanov sendiherra hefur valið þann kost að sýna með gætni hvað ráðamenn í Moskvu vilja og hverjir eiga upp á pall- borðið hjá þeim. 1 móttöku sovézka sendiráðsins á bylting- arafmælinu tók hann þannig á móti sérstakri sendinefnd minnihlutans, sem var gert jafnhátt undir höfði og sendi- nefnd flokksins. Stepanov sendiherra hlýtur að skilja að aukinn stuðningur við Sinisalo samfara auknum þrýstingi á Saarinen getur sam- einað hina siðarnefndu og fólk- demókrata Aleniusar. Eftir verður að visu hreinn flokkur i hugsjónalegu tilliti en fámenn- Ur og einagraður flokkur i póli- tisku tilliti. Ef Rússar halda áfram að beita silkihönzkum er trúlegt að Saarinen haldi formanns- stöðunni eftir flokksþingið og Alenius vinsældum sínum meó- al óbreytts vinstri fólks. Það fer ekki á milli mála að Stepanov er sýndur mikill sómi þar sem honum er falið eitt erfiðasta verkefnið á vettvangi sovézkra utanrikismála. SERVERSLUN MEÐ SVÍNAKJÖT Heildsala — Smásala. . i SÍLD & FISKUR Bergstaóastræti 37 sími 24447

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.