Morgunblaðið - 10.01.1975, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.01.1975, Blaðsíða 35
FH opnaði 1. deildina upp á gátt með því að sigra Fram FH-ingar opnuðu allt upp á gátt í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik er þeir unnu Fram með 26 mörkum gegn 20 í fyrrakvöld. Er spennan nú f algleymingi í deildinni og ekki færri en sex lið af átta eygja góða möguleika á íslandsmeistaratitlinum. Staða FH-inga er bezt sem stendur, liðið hefur hlotið 10 stig í 7 leikjum, Haukar og Fram 8 stig í 6 leikjum, Víkingar eru með 7 stig að 6 leikjum loknum og Valur og Ármann eru með 6 stig að jafn mörgum leikjum ioknum. Spennan getur tæpast verið meiri! Leikur Fram og FH var mjög jafn allan fyrri hálfleikinn og það var ekki fyrr en á síðustu mín- útum hans að FH náði tveggja marka forystu. I leikhléi var staðan 11:9. Hafði fyrri hálf- leikurinn nokkuð einkennzt af taugaóstyrk leikmanna, enda var leikurinn mikilvægur fyrir báða aðila. Varnarleikur beggja liða var góður, en sóknarleikurinn slakari en búast hefði mátt við af tveimur toppliða deildarinnar. í byrjun seinni hálfleiksins sýndi Geir Hallsteinsson stórleik, hans gömlu taktar með knöttinn og þrumuskot komu FH-liðinu á stuttum tíma í sex marka forystu. Þann mun minnkuðu Framarar þó aftur niður i þrjú mörk, en FH-liðið sótti aftur í sig veðrið og sigraði 26:20 eins og sagði í upp- hafi. Framarar tóku það til bragðs miðjan seinni hálfleikinn að taka Viðar Símonarson úr umferð og síðar einnig Geir Hallsteinsson. Gaf það sæmilega raun tii að byrja með, en síðan tók Jón Gest- ur til sinna ráða og skoraði 3 mörk í röð. Við gæzluna á Geir og Viðari gliðnaði vörn Framara þannig að allt lak í gegn og allir gátu skorað. FH-vörnin var svo sem heldur ekki upp á marga fiska þessar síðustu mínútur og voru skoruð 10 mörk siðustu 4!4 mínútu leiksins, allt annað en góð meðmæli fyrir markverði liðanna eða varnarleik. Framliðið leikur ósköp svipaðan handknattleik og undan- farin 'ár, það er yfirleitt mikið jafnvægi í leik liðsins og það reynir helzt ekki markskot úr hæpnum færum. Það er hvorki hraði í leik Framliðsins né skemmtilegar leikfléttur, en þeir hafa hingað til komizt þetta á seiglunni Framararnir, þó svo að FH-liðið væri þeim ofjarl að þessu sinni. Innáskiptingar Framara vöktu athygli að þessu sinni. Guðjón Jónsson þjálfari liðsins vildi greinilega ekki tefla í neinu tvísýnu og hélt ungu mönnunum Hannesi og Guðmundi fyrir utan allan fyrri hálfleikinn. Guðmund- ur kom svo loks inn á í byrjun þess siðari og reyndist þá illstöðv- andi. Af Frömurum stóðu þeir Arnar, Pétur og Sigurbergur sig bezt og svo einnig Guðmundur Sveinsson er hann fékk tækifæri til að spreyta sig. Pálmi Pálmason var nokkuð frá sinu bezta enda maðurinn veikur og lék þennan leik meira af vilja en mætti. Það var sorglegt að fylgjast með hin- um frábæra línumanni Björgvin Björgvinssyni að þessu sinni. Þá sjaldan hann fékk knöttinn mis- tókst honum að skora eða steig á línu; já, Björgvin var ekki svipur hjá sjón að þessu sinni. Eins og áður sagði skoraði Geir falleg mörk í þessum leik og frammistaða hans i upphafi seinni hálfleiksins kom FH-liðinu yfir erfiðan hjalla. Viðar Simonarson lét óvenju lítið á sér bera í leiknum, en er samt alltaf drjúgur leikmaður. Jón Gestur brá sér í hlutverk stórskyttunnar i lok leiksins og stóð sig vel í rullunni. Ungu mennirnir Guðmundur Stefánsson og Tryggvi Harðarson — sem nú lék sinn fyrsta leik með meistara- flokki FH — stóðu báðir vel fyrir sínu, en Ólafur Einarsson, sem er orðinn góður af fyrri meiðslum sýndi ekkert í leiknum. i stuttu máli: íslandsmótið 1. deild, Iþróttahúsið í Hafnarfirði 8. janúar. FH — Fram 26:20 (11:9) Gangur leiksins mfn. FH Fram 3. Þórarinn 1—0 5. 1—1 Pétur 1—2 1—2 Pálmi 2—2 Geir 2—2 11. Þórarinn (v) 3—2 13. 3—3 Arnar 15. 3—4 Sigurbergur 16. Gils 4—4 17. Vióar (v) 5—4 20. 5—5 Pálmi 22. Guómundur 6—5 22. 6—6 Arnar 23. Tryggvi 7—6 26. Guómundur 8—6 26. 8—7 Stefán 27. Vióar 9—7 28. 9—8 Pálmi 28. Vióar 10—8 29. 10—9 Pétur 30. Tryggvi Leikhlé 11—9 33. Geir 12—9 34. 12—10 Guómundur 35. Jón 13—10 35. Geir 14—10 36. 14—11 Pétur 36. Geir 15—11 38. 15—12 Guómundur (v) 39. Geir 16—12 41. Geir 17—12 42. Þórarinn 18—12 43. 18—13 Guómundur (v) 44. Geir 19—13 44. 19—14 Guómundur 48. 19—15 Guómundur 51. 19—16 Pálmi 51. Jón 20—16 56. Jón 21—16 57. 21—17 Arnar 57. Jón 22—17 58. Arni 23—17 58. 23—18 Arnar 58. Arni 24—18 59. Guómundur 25—18 60. 25—19 Hannes 60. Guómundur 26—19 60. 26—20 Hannes Mörk FH: Geir 7, Guðmundur 4, Jón Gestur 4, Viðar 3, Þórarinn 3, Árni 2, Tryggvi 2, Gils 1. Geir Hallsteinsson sækir að Hannesi Leifssyni og Sigurbergi Sigsteinssyni og læðir kne’ttinum framhjá þeim og skorar. Mörk Fram: Guðmundur 5, Pálmi 4, Arnar 4, Pétur 3, Hannes 2, Stefán 1, Sigurbergur 1. Brottvfsanir af leikvelli: Þórarinn Ragnarsson, Jón Gestur Viggósson og Viðar Símonarson FH 2 mínútur hver og Pálmi Pálmason Fram í 2 mínútur. Misheppnuð vftaskot: Birgir Finnbogason varði víti Pálma Pálmasonar í fyrri hálfleiknum. Dómarar: Leikinn dæmdu þeir félagarnir Björn Kristjánsson og Óli Olsen með miklum ágætum. Kjör „íþróttamanns ársins” tilkynnt í dag 1 DAG verða birt úrslit I kjöri íþrðttafrétta- manna um „Iþróttamann ársins 1974“ og hinn veglegi verðlaunagripur sem þvf sæmdarheiti fylgir afhentur. Er þetta í nftjánda sinn sem fþróttafréttamann gang- ast fyrir slfku kjöri, en sá háttur er hafður á Akureyrarliðin ÞÓR og KA skilin að skiptum Á FJÖLMENNUM félags- fundi hjá Knattspyrnu- félaginu Þór á Akureyri í fyrrakvöld var samþykkt með nokkrum meirihluta að næsta sumar og þá væntanlega framvegis skuli Þór og KA ekki leika sameinuð í knattspyrnunni LIÐ FRAM: Guðjón Erlendsson 1, Guðmundur Sveinsson 3, Pálmi Pálmason 2, Björgvin Björgvinsson 1, Árni Sveinsson 1, Stefán Þórðarson 1, Sigurbergur Sigsteinsson 2, Pétur Jóhanns- son 3, Arnar Guðlaugsson 3, Hannes Leifsson 1, Þorgeir Pálsson 1. LIÐ FH: Birgir Finnbogason 1, Geir Hallsteinsson 4, Viðar Sfmonarson 3, Gils Stefánsson 1, Ólafur Einarsson 1, Arni Guðjónsson 2, Kristján Stefánsson 1, Jón Gestur Viggósson 2, Þórarinn Kagnarsson 2, Tryggvi Harðarson 2, Guðmundur Stefánsson 2. eins og hingað til. Sam- þykkti fundurinn að vísa þessu máli til stjórnar félagsins og skyldi hún ganga frá formsatriðum í sambandi við skilnað félag- anna. Helgi Danielsson formaður mótanefndar KSl sagði i viðtali við Morgunblaðið í gær að honum fyndist eðlilegast að KA og Þór myndu leika sín á milli um sæti IBA í 2. deild, en hitt liðið leika i 3. deild ásumri kománda. I frétt Morgunblaðsins í gær um þessi skipti var sagt að Magni frá Grenivik hefði verið I úrslit- um 3ju deildar siðastliðið sumar. Auðvitað er þetta ekki rétt. Það var Reynir frá Árskógsströnd sem þar lék og stóð sig mjög vel. vió atkvæóagreiðsluna aó fjölmiólarnir sjö senda inn atkvæóaseóla meó nöfnum tfu fþróttamanna og eru þeim sfóan gefin stig f samræmi vió röóun þeirra á lista íþrótta- fréttamanna. Fær efsti maóur 10 stig, sá næsti 9 og sv.fr. 1 þau nítján skipti sem „Iþróttamaóur árs- ins“ hefúr verið kjörinn hefur titillinn fallið f hlut 12 fþróttamanna og einu sinni hefur kona verió kjörin. Vilhjálmur Einarsson hlaut kosningu alls fimm sinnum, en tvfvegis hafa þeir Guómundur Gfslason og Valbjörn Þorláksson hlotið kosningu. Þau sem hlotió hafa kosningu frá upphafi eru eftirtalin: 1956: Vilhjálmur Einarsson — frjálsar fþróttir 1957: Vilhjálmur Einarsson — frjálsar fþróttir 1958: Vilhjálur Einarsson — frjálsar íþróttir 1959: Valbjörn Þorláksson — frjálsar fþróttir 1960: Vilhjálmur Einarsson — frjálsar fþróttir 1961 Vilhjálmur Einarsson — frjálsar fþróttir 1962: GuómundurGfslason — sund 1963: Jón Þ. ólafsson — frjálsar fþróttir 1964: Sigrfóur Siguróardóttir — handknattleikur 1965: Valbjörn Þorláksson, — frjálsar fþróttir 1966: Kolbeinn Pálsson — körfuknattleikur 1967: Guómundur Hermannsson — frjálsar fþróttir 1968: Geir Hallsteinsson — handknattleikur 1969: Guómundur Gfsiason — sund 1970: Erlendur Valdimarsson — frjálsar fþróttir 1971: Hjalti Einarsson — handknattleikur 1972: Guójón Guómundsson — sund 1973: Guóni Kjartansson — knattspyrna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.