Morgunblaðið - 10.01.1975, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.01.1975, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JANUAR 1975 Sveinbjörg Sveins- dóttir miðill - M'uming F. 28. júnf 1888 D. 1. janúar 1975 Þegar veriö var að kveðja þjóð- hátíðarárið og fagna nýju ári, þá var Sveinbjörg Sveinsdóttir að yf- irgefa þennan heim og var því lokið á nýársdagsmorgun að Landakotsspítala, og lauk þar langri og farsælli þjónustuævi hennar. Sveinbjörg var fædd 28. júní 1888 að Grjótá í Fljótshlið. For- eldrar hennar voru Arnbjörg Guðmundsdóttir og Sveinn Sveinsson, bóndi á Grjótá. Syst- kini hennar voru Guðbjörg, Ing- unn, Jón og Margrét Jónsdóttir, sem var hálfsystir og elzt. Arið 1892 missti hún föður sinn og leystist þá heimilið upp, og var Sveinbjörg, ásamt Jóni bróður sínum, tekin í fóstur að Þverá í Fljótshlíð, og er þar til 18 ára aldurs. Þá flyzt hún að Breiðaból- stað til síra Eggerts Pálssonar og konu hans, og síðar að Bjólu í Fljótshlíð. Arið 1911 deyr Margrét, hálf- systir hennar af barnsfararsótt, og tók Sveinbjörg þá barnið að sér, þó hún væri aðeins 23 ára og einstæðingur. Ungi sveinninn var skirður Magnús Jónsson og gekk hún honum í móðurstað. Á Bjólu kynnist hún Lofti Guð- mundssyni frá Klasbarða í Land- eyjum og giftust þau árið 1918 og fluttust til Reykjavíkur. Loftur vann alla almenna vinnu, en var lengst sjómaður. Hann varð fyrir slysi við uppskipun árið 1928 og lézt af völdum þess. Þau eign- uðust einn son, Helga Ellert, f. 9/1/24, og er hann vélstjóri við Áburðarverksmiðju ríkisins í Gufunesi. Helgi giftist Margréti Sigurðardóttur frá Vestmanna- eyjum og var Sveinbjörg hjá þeim alla tíð frá 1949, og síðast að Heiðargerði 60. Börn þeirra eru Björg, Hróðmar og Sigríður Hrönn. Magnús Jónsson giftist Hrefnu Þórðardóttur úr Reykjavík og eru börn þeirra, Karl (dó ungur), Margrét, Karl og Magnús. Eftir að Sveinbjörg varð ekkja eða nánar tiltekið á árunum 1930 — 1935, opnuðust hjá henni dul- rænir hæfileikar, ekki ólíkir og Páll postuli lýsir í fyrsta bréfi til Korinthumanna í grein 12. Þessu sambandi var komið á að handan og var notuð dulheyrn við þjálfun hennar og ósjálfráð skrift. Á árunum 1939—1944 störfuðu Gunnlaugur Fossberg og Sigfús Elíasson við samband hennar og mynduðu sambands- hóp, sem þeir kölluðu Bláa band- ið. Eftir það starfaði hún að mestu ein og notaði ekki sitjara. Voru frá 1 til 6 manns á fundum hennar sem voru bæði sannana og fræðslu fundir. Aðalstjórnandi hennar að hand- an hét Helgi, en þulur var Kalli litli, sem var sonur Magnúsar, uppeldissonar Sveinbjargar. Kalli litli dó þriggja ára gamall, og sagði hann eitt skipti frá því, að hann hefði farið x þessa stuttu jarðvist til þess að geta tekið að sér sambandið og verið á öldu- lengd ömmu sinnar. Sambandsform hennar var léttur trans, sem gat breytzt nokkuð mikið eftir því hverjir fundargestir voru. Það heyrði til undantekninga að aðrir en stjórn- endur sambandsins fengju að taka stjórntækin yfir, en geð- brigði, ósjálfráðar hreyfingar, máltæki og fas framliðinna ætt- ingja, var algengt að kæmi fram. Mikil fræðsla kom í ljóðum og llkingamáli, en Sveinbjörg var sjálf ekki hagmælt. Fyrirbænir fyrir sjúkum stundaði hún og skipta þau nöfn þúsundum á tæpu f jörutiu ára starfstímabili. Ég sem þessar línur rita, á Sveinbjörgu mikið að þakka, því að með rannsókn á dulrænum hæfileikum hennar, þá gjör- breyttist lífsskoðun mín og skilningur á tilverunni. Fyrsti fundur minn hjá Svein- björgu var 1958 og var Sigfús Eliasson tengiliður. Það tók 50 fundi þar til ég taldi mig bera nokkurt skyn á eðli fundanna, og aðra 50 fundi þar til ég hafði þróað rannsóknaraðferð sem var óyggjandi fyrir mig. Loka sönn- unin um framhaldslif var að geta fylgzt með þróun og þroska lát- innar persónu yfir langt tímabil fyrir handan. Þetta tók um fimm ár og siðan framhaldsrannsóknir í sjö ár í allt um 200 fundir sem allir eru til á segulböndum. Sveinbjörg var með sterkan persónuleika, beinskiptin, samsamstarfsfús og með mikla lífsorku, enda var ævistarf hennar mikið og farsælt. Ég kveð hana með þakklæti í huga með þessum llnum úr ljóði, sem komu í gegn hjá henni I maí- mánuði 1940: Geislar himins gæta þín Guð við sundið bíður. Afram rennur ævin þín og ævidagur líður. Guðmundur Einarsson verkfræðingur Þegar við kveðjum Sveinbjörgu ömmu okkar eftir langa og erfiða legu, gerum við það með trega og söknuði. Veikindin voru henni erfið og við dáumst að þolinmæði hennar og þrautseigju sem hún sýndi meðan á löngum biðtíma t Vinkona mín, SIGURVEIG KRISTJÁNSDÓTTIR, Tjarnargötu 10 b, andaðist i Landspítalanum mið- vikudaginn 8 þ m Geira Óladóttir. t Þökkum innilega öllum fjær og nær, sem auðsýnt hafa okkur samúð og hlýhug við fráfall, EINARS AÐALSTEINS JÓNSSONAR, vélstjóra. Björg Helgadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu, móður, tengda- móður og ömmu, ÞÓREYJAR KOLBRLJNAR INDRIOADÓTTUR Sérstakar þakkir færum við Þór- oddi Jónassyni, læknum og hjúkrunarliði Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri Ferdinand Jónsson, Jón Óskar Ferdinandsson, Steinunn Ferdinandsdóttir, Viðar Valdimarsson, Valdimar Þór Viðarsson. stóð. Við minnumst með þakklæti ástúðar, fórnfýsi og sterks vilja hennar þegar erfiðleikar og and- streymi steðjuðu að. En þroski hennar og víðsýni mun lýsa okkur Minning: Fæddur 3. júní 1889 Dáinn 31. desember 1974. Bjarni Jónsson skipstjóri er lát- inn. Hann kvaddi þennan heim á síðasta degi þjóðhátíðarársins, 31. desember 1974. Bjarni var fædd- ur í Reykjavík 3. júní 1889 og var því 85 ára gamall og háfu ári betur þegar hann dó. Faðir hans var Jón fiskmatsmaður í Reykja- vík og pakkhúsmaður hjá Knud- sensverzlun, f. 30. marz 1857 á Nesi á Seltjarnarnesi, d. 5 april 1921, Þórðarson bónda í Borgar- firði, (syðra) Torfasonar. Móðir Bjarna var Guðrún f. 1. desember 1855 i Hafnarfirði, d. 2. júlí 1930, Bjarnadóttir, bónda í Bjarnabæ i Hafnarfirði og pakkhúsmanns hjá Linnetsverzlun þar, Oddssonar. Bjarni var alla sína löngu sjó- mannstíö á flutningaskipum að undanskildum einu eða tveimur árum, sem hann var á togurum. Hann hóf sjómennsku á dönsku strandferða- og millilandaskipun- um, Hólum, Vestra, Ceres o.fl. Þegar Eimskipafélag Islands hóf skipaútgerð 1915, fór Bjarni strax á skip félagsins, og var á þeim sem háseti, stýrimaður og skip- stjóri þar til hann lét af störfum hjá félaginu fyrir aldurs sakir, sextiu ára gamall. Góður er hver genginn, segir máltækið. Það útleggst þannig, að þótt menn séu hinir verstu skúrkar I lifanda lifi og enginn geti mælt þeim bót, þá eru þeir strax hvitþvegnir og hinir ágæt- ustu menn um leið og þeir yfir- gefa þetta líf. Þetta getur ekki átt við Bjarna Jónsson. Það er engin ástæða til að segja neitt um hann látinn, sem ekki var hægt að segja um hann á meðan hann var lif- andi. Mér vitanlega átti Bjarni enga óvildarmenn, þvert á móti var öllum, sem honum kynntust, vel til hans. Bjarni tók tilverunni með ró og jafnaðargeði. Enginn sá honum bregða og því siður æðrast þótt syrti I álin og svart væri framundan. Bjarni lifði öll sín starfsár á sjónum. Hann var sjómaður og á ég þá ekki eingöngu við það að starf hans var á sjónum. Hann var sjómaður i þess orðs beztu mein- ingu. Hann elskaði sjóinn og sjó- mennsku, og leið aldrei betur en á sjönum. Það var þvi mikið áfall fyrir hann, þegar hann varð að hætta sjómennsku liðlega sex- tugur að aldri, þá við beztu heilsu og fær i flestan sjó, enda notaði hann öll tækifæri, sem honum buðust til að fara með skipi eina og eina ferð. Fór hann tólf slíkar ferðir. Bjarni hafði ánægju af að rabba við góðkunningja sina í þröngum hóp, og viðmælendur hans höfðu engu síður ánægju af að tala við hann. Tilsvör hans voru oftast hnitmiðuð og hittu í mark. Kynni okkar Bjarna voru ekki svo náin að ég þekkti trúarlíf hans. Hann hafði i ríkum mæli þann eiginleika margra Islend- inga að vera dulur. Hann bar ekki tilfinningar sínar utan á sér. Ölík- legt þykir mér þó, að maður eins og Bjarni, sem alltaf var i jafn- vægi og aldrei skipti skapi, væri trúlaus. Allir verða að hafa æðra vald til að styðjast við á göngu sinni í þessu jarðlífi. Bjarni var likamlega hraustur alla tíð, en á síðustu árum varð hann að berjast við sjúkdóm, sem að lokum yfirbugaði líkamskrafta hans og dró hann til dauða. Þau hjónin Halldóra Sveins- dóttir og Bjarni áttu níu börn, sem öll eru fyrir löngu uppkomin og hafa aukið kyn sitt. Bjarni sagði mér fyrir nokkrum árum, að hann ætti milli 40 og 50 afkom- endur. Eitthvað mun þeim hafa eftir sem áður. Við þökkum henni ástúfyumhyggju og bænir. Við vit- um að birta og kærleikur verður á leið ömmu. Guð blessi hana. Ástvinir fjölgað síðan, og er útlit fyrir að ættbálkur hans verði stór með tíð og tíma. Eftirlifandi ekkju Bjarna og öll- um hans nánustu ættingjum votta ég samúð mína. Jón Eiríksson. Andlát tengdaföður mins, Bjarna Jónssonar skipstjóra, kom venzlaliði hans ekki á óvart. Hann hafði um skeið átt við vanheilsu að stríða, sem hann tók með stakri ró og karlmennsku og lét aldrei kvörtunarorð falla. Bjarni Jónsson verður þeim minnisstæður, er honum kynntust náið. Ég hefi marga heyrt geta hans af hlýhug, sem voru með honum á sjónum, og alveg sér- staklega minnist ég orða f hans garð frá fólki, er naut leiðsagnar hans yfir ála Atlantshafsins á stríðsárunum. Þá var sannarlega lífshætta á ferðum, og ekki heigl- um hent að horfa á samferðaskip- in springa f loft upp í ljósum logum, oft í svartnætti skamm- degisins, er lítillrar sem engrar björgunar var von. A þeim stund- um brást Bjarni Jónsson ekki, hvorki skipshöfn né farþegum. Bjarni Jónsson var vörpulegur maður og vakti á sér athygli fyrir hispurslausa framkomu og oft og tíðum hnyttin tilsvör, sem hittu beint í mark. Eg hygg, að sumum hafi á stundum þótt hann nokkuð berorður, en er það ekki fremur kostur en löstur í fari manns? Þótt Bjarni Jónsson væri gaman- samur i orðum var hann í eðli sínu mikill alvörumaður, sem sýndi sig í lífsviðhorfi hans og öllu starfi. Hér á undan hefir starfsferill hans verið rakinn i stórum dráttum, en hann var allur helgaður hafinu. Ekki er ofmælt, að Bjarni Jónsson hafi, allt frá því er hann var ungur maður, skipað fylkingu beztu drengjanna, sem sjómennsku hafa stundað. Sjómannsstarfinu fylgir jafnan áhætta og ábyrgð — og á það jafnt við um alla, er það rækja. I þessu vandasama starfi var Bjarni Jónsson öll sín mörgu ár farsæll. Bjarni Jónsson skipstjóri var gæfumaður. Hann kvæntist ágætri konu, sem annaðist hið fjölmenna heimili þeirra hjón- anna af stakri alúð og kostgæfni, er húsbóndinn var að gegna skyldustörfum langtímum saman víðsfjarri. Öll ættmenni Bjarna Jónssonar, sem nú eru orðin mörj^ standa í mikilli þakkarskuld við hann fyrir umhyggju hans og forsjá. Við, sem stóðum honum næst, munum ætið sakna hans. í endurminningunni er hann hraustmennið og drengurinn, sem aldrei brást. Hvíli hann i Guðs friði. Jónas G. Rafnar. + Útför fósturmóður minnar og tengdamóður, ELINAR SIGRlÐAR BLONDAL, Stigahlið 42, fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 1 1. janúar kl. 1 4 Sigriður Þorvaldsdóttir, Kristinn Baldursson. Eiginmaður minn og faðir JÓN KARL SIGURÐSSON, Garðavegi 3, Keflavik, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 11. janúar kl 1.30 e.h Fyrir mína hönd og aðstandenda Ólöf Ólafsdóttir og börn. + Þökkum samúð og vinarhug við fáfall og útför móður okkar, tengda- móður og ömmu, SIGRÍÐAR STEFÁNSDÓTTUR, Adda Bára Sigfúsdóttir, Hulda H. Sigfúsdóttir, Flosi Hrafn Sigurðsson, Stefán H. Sigfússon, Sigrún Júliusdóttir og barnabörn. + Þökkum hjartanlega hvers konar sóma sýndan minningu JÓNHEIÐAR STEINGRÍMSDÓTTUR SCHEVING, Vestmannabraut 57, Vestmannaeyjum, og alla samúð i okkar garð við andlát hennar og útför Páll Scheving, Helga Rósa Scheving og börn, Sigurgeir Scheving og börn, Þorvaldur Halldórsson, Margrét Scheving og börn, Bjargey Steingrimsdóttir. Þóroddur Ólafsson og fjölskyldur þeirra. Bjarni Jónsson fyrrum skipstjóri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.