Morgunblaðið - 10.01.1975, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.01.1975, Blaðsíða 34
ÞEIR voru heppnir Víkingarnir að ná öðru stiginu gegn Gróttu í ieik liðanna I 1. deild tsiandsmótsins f handknattieik f Hafnarfirði f fyrrakvöld. Vfkingsiiðið var langt frá sfnu bezta ef undan eru skiidar fyrstu mfnúturnar og Gróttumenn leiddu lengst af þó ekki væri munurinn mikill. Grslitin urðu 20:20 og áttu Víkingarnir sfðasta orðið f leiknum. Fengu þeir knöttinn á heidur ódýran hátt er brotið var á Gróttumanni, en ekkert dæmt þó að brotið væri augijóst. Vfkingar brunuðu upp og Sigfús skoraði sfðasta mark leiksins og jafnframt jöfnunarmark Vfkinga, mfnútu áður en leiknum lauk. Þessi leikur er ekki sá fyrsti sem Grótta hefur í hendi sér og gloprar svo niður i lokin. Hver man ekki eftir leik þeirra gegn FH skömmu fyrir áramót, þegar Seltirningarnir leiddu með sex mörkum er 20 mínútur voru eftir. Á þessum tfma tókst þeim að missa forystuna niður og misstu bæði stigin. Að vísu misstu þeir ekki nema annað stigið gegn Vík- ingi og áttu fæstir von á því fyrir leikinn að þeir næðu svo langt. Einn af hinum ágætu íþrótta- fréttariturum eins dagblaðanna lét meira að segja þau orð falla fyrir leikinn að viðureignin vió Gróttu yrði Víkingum dans á rós- um. Aðeins væri formsatriói að leika leikinn, Víkingarnir væru svo mörgum sinnum betri, en raunin átti eftir aó verða önnur. Víkingarnir byrjuðu með mikl- um látum og léku listavel fyrstu mínúturnar og var Páll Björgvins- son mikill ógnvaldur Gróttu- varnarinnar. Adam var þó ekki lengi í paradís, Páll slakaði á og aðrir tóku ekki upp merki hans þar sem frá var horfið. Grótta sótti í sig veðrið og breytti stöó- unni úr 7:2 í 9:9 á stuttum tíma. Leikurinn var þófkenndur, sókn Víkingsliðsins skipulagslaus og Gróttumönnum tókst að skora úr lélegum færum. í hálfleik var staðan 12:11 Gróttu í vil. Síðari hálfleikurinn var lengst af mjög jafn, Grótta leiddi með einu eða tveimur mörkum lengst af, en annað slagið náði Víkingur að jafna. Einar Magnússon lék siðari hálfleikinn mjög vel og sýndi óvenju mikla grimmd, Sig- fús gerði dýrmæt mörk, en var einnig óheppinn í upplögðum marktækifærum. Landsliðsmenn- irnir Stefán Halldórsson og Páll Björgvinsson sýndu lítið og ein- hver örvænting gerði leik Víking- anna slakari en ella. Þegar tæpar 3 mínútur voru eftir skoraði Halldór úr vítakasti fyrir Gróttu og kom liði sínu yfir 20:19. Vfkingarnir hófu sókn en Sigfús skaut í slá úr upplögðu marktækifæri. Aftur sótti Grótta og Víkingar brutu illilega á Árna Indriðasyni. Hiti var orðinn mik- ill í leiknum og æsingur, og dóm- arar tóku ekki eftir broti Víking- anna, sem brunuðu upp og Sigfúsi brást ekki bogalistin að þessu sinni. Þeir eru ekki neinir snillingar í handknattleiksíþróttinni Gróttu- mennirnir, en sem heild vinnur liðið vel saman og árangur þess í vetur bendir til þess að það eigi eftir að láta enn meira að sér kveða í 1. deildinni næsta vetur. Að vísu er Gróttuliðið enn í botn- baráttu 1. deildar, en meðan liðið fær stig gegn sterkum liðum eins og Víkingi og iR-ingar virðast heillum horfnir er Gróttuliðinu óhætt. Arni Indriðason er kjölfestan í' leik liðsins, sterkur í sókn sem vörn og drífur félaga sína áfram, eins og sást í varnarleik liðsins að þessu sinni. Björn Pétursson er mikill skorari og hefur þegar skorað 49 mörk, að keppninni i 1. deild hálfnaðri. Nýting hans I fyrri hálfleiknum var að vísu ekki góð, en það bætti hann vel upp í þeim síðari. Halldór vex með hverjum leik og getur vel tekið við hlutverki Björns sem stór- skytta, þegar sá síðarnefndi er tekinn úr umferð eins og allt má gera ráð fyrir. Þá er Magnús drjúgur og Grétar gerði meira í þessum eina leik en hann hefur gert i allan vetur. Bezti maður liðsins í þessum leik var þó mark- vörðurinn ungi, Guðmundur Ingi- mundarson. Hann varði mjög vel 37. Sigfús 12:15 Halldór 38. 13:15 39. Einar 14:15 41. Einar(v) 15:15 42. Stefán 44. 15:16 Björn 48. 15:17 Halldór 50. Skarphéðinn 16:17 51. 16:18 Halldór (v) 52. Einar 17:18 52. 17:19 Halldór (v) 54. Einar 18:19 56. Sigfús 19:19 57. 19:20 Halldór (v) 59. Sigfús 20:20 Mörk Gróttu: Halldór 6, Björn 6, Magnús 3, Árni 2, Grétar 2, Kristmundur 1. Mörk Víkings: Einar 7, Páll 4, Sigfús 3, Skarphéðinn 2, Magnús, Ölafur F., Ölafur J. og Stefán 1 hver. Brottvfsanir af leikvelli: Ölafur Friðriksson, Skarphéðinn Óskars- son og Ólafur Jónsson Víkingi í 2 mínútur hver. Varin vftaköst: Sigurgeir Sigurðsson varði vítakast Björns Framhald á bls. 22 LIÐ GRÓTTU: Ivar Gissurarson 1, Guðmundur Ingimundarson 3, Kristmundur Árnason 2, Björn Pétursson 2, Atli Þór Héðinsson 3, Sigurður Pétursson 1, Árni Indriðason 3, Halldór Kristjánsson 3, Grétar Vilmundarson 2, Georg Magnússon 1, Axel Friðriksson I, Magnús Sigurðsson 2. LIÐ VlKINGS: Jón Hákonarson 1, Magnús Guðmundsson 1, Einar Magnússon 3, Jón Sigurðsson 1, Skarphéðinn Óskarsson 2, Sigfús Guðmundsson 3, Páll Björgvinsson 2, Ólafur Friðriksson 1, Stefán Halldórsson 1, Þorbergur Aðalsteinssin 1, Ólafur Jónsson 1, Sigurgeir Sigurðsson 2. hvað eftir annað i seinni hálfleik og svo sannarlega eru Gróttu- menn ekki lengur á flæðiskeri staddir með menn sem Guðmund og ívar Gissurarson. Um Víkingsliðið er óþarfi að hafa miklu fleiri orð. Liðið lék undir getur að þessu sinni, mót- staða andstæðinganna hefur ef til vill verið meiri en þeir áttu von á og brotnuðu við mótlætið. Einar var drýgstur Víkinganna og þá einkum i síðari hálfleik, Sigur- geir varði einstaka skot mjög vel en sleppti svo ómerkari skotum framhjá sér. Vörnin var gisin í leiknum, en í vetur hefur hún verið óvenju góð. Mikið er þó eftir af mótinu og engin ástæða fyrir Víkinga að hætta að stefna á topp- inn, en þeir mega bara ekki gleyma þvf að „litlu" liðin geta líka reynzt erfið. I STUTTU MÁLI Islandsmótið 1. deild Iþróttahúsið Hafnarfirði 8. janúar Grótta — Víkingur 20:20 (12:11) Páll Björgvinsson byrj- aði leikinn gegn Gróttu mjög vel, og á meðfylgj- andi mynd Friðþjófs gnæfir hann hátt yfir varnarmenn Gróttu. UBK 32:20 (15:8) BREIÐABLIKSLIÐIÐ, sem f fyrra sigraði KR-inga tvfvegis f 2. deildar keppni Islandsmótsins f handknattleik, megnaði ekki að veita þeim mikla keppni er liðin mættust I LaugardalshöIIinni I fyrrakvöld. Urslit leiksins urðu 32—20 fyrir KR. Há markatala, sem ber vitni slökum vörnum beggja liða, svo og markvörzlunni, sem var um tlma nánast á núllpunkti hjá liðunum. Þrátt fyrir alla markasúpuna var þessi leikur þó ekki leiðinlegur, og bæði líðin léku allgóðan sóknarleik, einkum þó KR-ingar, sem sýndu mikla fjölbreytni og umfram allt skemmtileg og falleg langskot — nokkuð sem fslenzkur handknattleikur er fremur fátækur af um þessar mundir. Gangur leiksins Vlkingur Crétta Mín. 1. Páll 1:0 2. Einar 2:0 4. Páli 3:0 5. 3:1 Magnús 6. 3:2 Björn 7. Einar (v) 4:2 7. Magnús 5:2 8. Páll 6:2 9. ólafur F. 7:2 10. 7:3 Magnús 11. 7:4 Arni 14. 7:5 Kristmundur 15. Páll 8:5 16. 8:6 Halldór 17. 8:7 Arni 18. Einar 9:7 18. 9:8 Magnús 22. 9:9 Grétar 23. 9:10 Björn (v? 25. 9:11 Grétar 26. Skarphéðinn 10:11 27. ólafurJ. 11:11 29. 11:12 Björn Hálfleikur 11:13 Björn 32. 11:14 Björn 35. 12:14 I þessum leik voru það tveir einstaklingar sem af báru. I KR- liðinu Hilmar Björnsson, fyrrum Skíðaganga Fyrsta skfðamótið, sem fram fer sunnanlands f vetur, verði’-- við Skfðaskálann f Hveradölum á sunnudag. Er þar um að ræða göngukeppni, og verða keppendur 20 talsins, þeirra á meðal Reykjavfkur- meistarinn frá I fyrra, Guð- mundur Sveinsson. Reykvfskir göngumenn hafa æft vel að uridanförnu undir stjórn Páls Guðbjörnssonar, þannig að bú- ast má við skemmtilegri keppni. Gangan hefst kl. 14.00. landsliðsþjálfari, og í Breiðabliks- liðinu Hörður Már Kristjánsson, sem er mjög efnilegur, ungur pilt- ur, sem vafalaust á eftir að ná langt með góðri þjálfun og réttri meðhöndlun. Hilmar skoraðí 9 mörk f þessum leik, sum hver með geysifallegum skotum, og auk þess var það svo hann sem dreif KR-liðið áfram. Spil liðsins gekk mjög hratt, og það var í þvi stöðug ógnun af flestum leikmönnunum. Skoruðu reyndar allir KR- ingarnir f þessum leik, nema markverðirnir. Haldi KR-ingar þessu striki áfram, má búast við að þeir eigi eftir að reynast erfið- ir i þeim leikjum sem þeir eiga eftir í mótinu. I Breiðabliksliðið vantaði meiri yfirvegun. Græðgin í skotum var alltof mikil og sóknirnar stóðu venjulega ekki nema nokkrar sekúndur. Annars er þetta alls ekki svo slappt lið og með því að taka lífinu með meiri ró, og reyna að fá það sem unnt er út úr leikn- um ætti það að geta miklu meira en það sýndi i þessum leik. KR-ingar höfðu forystu f leikn- um frá upphafi. Eftir 10 mínútur var staðan 6—2, eftir 20 mínútur 12—5 og f hálfleik var staðan 15—8. Þegar seinni hálfleikur var hálfnaður var staðan 22—14 og úrslitin ráðin, en þau urðu 32—20 sem fyrr segir. Mörk KR: Hilmar Björnsson 9, Þorvarður Jón Guðmundsson 5, Símon Unndórsson 4, Ingólfur Öskarsson 3, Ingi Steinn Björg- vinsson 3, Jakob Möller 2, Jóhann Sævarsson 2, Ævar Sigurðsson 2, Hallur Ágústsson 1, Bogi Karls- son 1. Mörk UBK: Hörður Már Kristjánsson 7, Diðrik Ölafsson 5, Helgi Þórisson 4, Valdimar Bergs- son 2, Daníel Þórsson 1, Páll Eyvindsson 1. Leikurinn var vel dæmdur af þeim Geir og Georg. Grótta glopraði enn einu stigi — nú til Víkinga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.