Morgunblaðið - 10.01.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.01.1975, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1975 Til sölu kranabifreið Allen 15 tonna árgerð 1968. Upplýsingar gefur Ólafur Ólafsson, sími 94-7227. Suðurnesjamenn Árshátið sjáltstæðisfélaganna á Suðurnesjum verður haldin í Festi i Grindavík laugardaginn 11. janúar n.k. kl. 21.00. Hljómsveit Gizurar Geirssonar leikur fyrir dansi. Halli og Laddi og Karl Einarsson skemmta. Matthías Á. Mathiesen flytur ávarp. Kórsöngur. Miðapantanir eru hjá formönnum félaganna að viðkomandi stöðum. Sjálfstæðisfélögin á Suðurnesjum. Ólafsvík Aðalfundur sjálfstæðisfélags Ólafsvikur og nágrennis sem fresta varð vegna veikinda, verður haldinn í kaffistofu Hólavalla sunnudagmn 12. janúar kl. '1 6. Dagskrá: Venjuieg aðalfundarstörf. Rætt um hreppsmálin. Félagar fjölmennið. Stjórnin. Ingólfur Jónsson. Jónas Kristjánsson. Þýðing landbúnaðar fyrir þjóðarbuið? Heimdallur S.U.S. heldur almennan félagsfund um þýðingu landbúnaðar fyrir þjóðarbú íslendinga. Fundurinn verður haldinn að Hótel Esju 2 hæð, þriðjudaginn 14. janúar n.k. kl. 20:30. Framsögumenn verða þeir Ingólfur Jónsson, alþingismaður og Jónas Kristjánsson, rit- stjóri. Munu þeír að loknum framsöguerindum svara fyrirspurnum fundarmanna. Allir velkomnir. Stjórin. Verkalýðsmálaráðstefna Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins og Málfundafélagið Óðinn, halda Verkalýðsmálaráðstefnu, sunnudaginn 12. janúar að Hótel Loftleiðum, Kristalssal og hefst kl. 10 f.h. Dagskrá: Kl. 10:00 Ráðstenan sett: Gunnar Helgason, formaður Verkalýðsráð Sjálfstæðísflokksins. kl. 10:15 —12 Efnahagsmál: Ární Vilhjálmsson, prófessor og Guðmundur Magnússon, prófessor. Fundarstjóri: Pétur Hannesson, form. Óðins. Kl. 13:30—15:00 Verkalýðs- kjara- og atvinnumál: Ágúst Geirsson, form. Félags ísl. simam., Guðmundur H. Garðarsson, form. Verzlunarm.fél. Reykjavikur, Pétur Sigurðsson, ritari Sjómanna- fél. Reykjavíkur. Fundarstjóri: Hílmar Guðlaugsson, form. Múrarasambands Isl. Kaffíveitingar. Ávarp: Geír Hallgrimsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Kl. 16:00—18:00 Staða atvinnuveganna: Ágúst Einarsson, viðskiptafr. frá L.Í.Ú., Davíð Sch. Thorsieinsson, form. Félags ísl. iðnrekenda, Gunnar Björnsson, form. Meistarasamb. byggingarm., Þorvarður Eliasson, framkvæmdastjóri Verzlunarráðs ísl. Fundarstjóri: Runólfur Pétursson. form. Iðju. Allt Sjálfstæðisfólk velkomið á meðan húsrúm leyfir. fólk — fólk — fólk — fólk fólk — fólk — fólk — L_~ -..... .. ------------------------------------------------~ •- -i Fjölskyldumynd, en líklega hefur þeim ekki líkað mynda- takan, þvl þeir stálu reimunum úr skónum okkar. VIO renndum i hlað á Bassastóð- um á Selströnd i Steingrimsfirði. Þangað fluttust i fyrrahaust, þ.e. 1973, hjónin Guðbrandur Sverris- son og Lilja Jóhannsdóttir. „Við bjuggum áður á Klúku i Kirkjubólshreppi," sagði Guð- brandur, „en svo keypti ég hérna. Við erum með 180 ærá fóðrum, 5 kálfa og eina kú, auk þriggja hesta. Ég var með heidur minna bú á Klúku þar sem pabbi býr, en þar var ég með fleiri kýr og svin. Mér likar vel hér, en þó vantar „Skemmtilegra að fást við skepnur en dauða hluti einhversstaðar og einhversstaðar” Rabbað við Guðbrand bónda á Bassastöðum Það var matarlegt í forstofunni á sveitabænum, rjúpnakippur og hákarlsbeita héngu í rjáfri. meiri og betri húsakost, það má segja, að fjárhúsin séu ónýt. Ég reikna með að fara að byggja fjár- hús fyrir 300 fjár næsta vor og ætlunin er að Ijúka þvi á sumrinu. Varla er vit í öðru." „Þið hafið'ljósavél hér?" „Já. það var hér bara olia. áður, en nú er komin Ijósavél. Það vantar þó ennþá lögn i húsið. Raf- virkinn ætlaði að koma fyrir ári siðan, en hann er nú ekki kominn ennþá. Það er mjög erfitt með iðnaðarmenn hérna hjá okkur, sér- staklega rafvirkja. Margir bæir hér í sveitinni hafa beðið i nokkur ár eftir ýmiskonar vinnu i raflögnum. Á svæðinu frá Hrútafirði annars vegar og til Munaðarness hins vegar, er aðeins einn rafvirki, sem er á Hólmavik, svo það er ekki að undra þótt hægt gangi." „Hvernig er annars hljóðið i bændum hérna i sveitinni?" „Hljóðið hefur nú ekki batnað við hækkun áburðarverðsins. Kostnaður hefur hækkað svo geysilega og ört. Áburðarverð mun vist a.m.k. tvöfaldast, svo menn eru litið hressir Ég hef jafn- vel heyrt að sumir telji sér ekki fært annað en minnka áburðar- kaupin, en þá er hætt við að hey skapur minnki og það held ég að sé hættuleg þróun, því heyin hafa vart meira en dugað. Annars skiptir það mestu máli nú fyrir okkur hér að fá þessi nýju Texti og myndir: Arni Johnsen Guðbjörg og Sverrir á Bassastöðum. Guðbrandur og Lilja. Þessi svipmynd hrutsnaus prýðir stofuvegginn á Bassa- stöðum. „Hvað gerið þið ykkur til dundurs i einangruninni hér yfir veturinn?" „Það er að mörgu að huga, margt sem þarf að dytta að. Það getur liðið á annan mánuð, sem allir vegir eru lokaðir hér og þetta er mjög snjóþungt svæði, en sumrin eru góð hér fyrir féð." „Þú kýst sveitina umfram þétt- bvlið?" hús, þvi ef vel árar getur maður stækkað við sig. en ef illa árar duga túnin hins vegar ekki. Ég hygg einnig á að Ijúka við dálítið sem er til af hálfunnu landi og einnig endurbæta það sem er til. þvi margt af þvi er illa farið af kali." „Já, ég vil heldur búa i sveit en þéttbýli. Það er að mörgu leyti frjálsara, maður ræður sér sjálfur og svo er miklu skemmtilegra að fást við skepnur en einhverja dauða hluti einhversstaðar og ein- hversstaðar." — árni j.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.