Morgunblaðið - 10.01.1975, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.01.1975, Blaðsíða 19
TÓNHORIM A SUNNUDAGINN kl. 6.00 er á dagskrá útvarpsins söngur ungrar bandarískrar blökkusöngkonu, sem ástæða er til að vekja athygli á. Hún heitir Jessye Norman, og er henni spáð miklum frama i tónlistarheiminum. Jessye Norman er fædd í Suður- rfkjum Bandaríkjanna, nánar til- tekið i Augusta í Georgíuríki. Hún söng fyrst opinberlega árið 1967, en hefur síðan komið fram víða við vaxandi orðstír og hefur m.a. sungið mikið í Norður- og Mið-Ameríku. Arið 1968 fékk hún fyrstu verðlaun i keppni, sem út- varpsstöðvarnar í Þýzkalandi gengust fyrir í Mtinchen, og ný- lega vakti hún mikla hrifningu er hún kom fram á vorhátið f Prag í Tékkóslóvakíu. Jessye Norman I útvarpinu á sunnudaginn syngur Jessye Norman lög eftir Gustav Mahler, það kunna tón- skáld sem ekki hvað sízt hefur verið I brennidepli nýlega vegna kvikmyndar ftalska leikstjórans Luchino Visconti „Dauðinn I Feneyjum" eftir sögu Thomas Mann. Hugmyndir hafa lengi ver- ið uppi um, að fyrirmyndin að söguhetju Manns, rithöfundinum Aschenbach, væri Gustav Mahler. Þær hugmyndir tekur Visconti upp á sína arma og breytir rithöf- undinum í tónskáld í kvikmynd- Jorma Hynninen inni, auk þess sem hann notar tónlist Mahlers óspart, eins og menn ættu raunar að muna því mynd þessi var sýnd fyrir skömmu f Austurbæjarbfói. Sem sagt', Jessye Norman syngur Mahler, — tvöföld ástæða til að leggja við hlustir á sunnudag kl. 6.00. Á FIMMTUDAGINN eru gestir í útvarpssal tveir finnskir tónlist- armenn, sem hér voru á ferð í nóvember s.l. Þetta eru baryton- söngvarinn Jorma Hynninen og pianóleikarinn Ralf Gothony. Þeir eru báðir ungir að árum, og stunduðu nám við Sibeliusar- akademiuna í Helsingfors og við- ar. Ferð þeirra hingað var liður i hljómleikaferð um Norðurlönd, sem styrkt var af Nordisk Sol- istrád. Komu þeir fram á Isafirði, Akureyri og í Norræna húsinu i Reykjavík við góðan orðstíg. I út- varpinu á fimmtudagskvöldið flytja þeir „Ástir skáldsins“ eftir Schumann. Ralf Gothoni MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1975 19 Frá upptöku nýja framhaldsleikritsins HÚSIÐ Leikstjórinn, Klemenz Jónsson. i miðið I HIÍAÐ EB AÐ HEYRA? JÚ. það var auðvitað ákaflega gaman að vinna Dag," sagði Fiagnheiður Bjarnadóttir, unga stúlkan, sem vann það afrek að knésetja landasérfræðinginn Dag Þorleifsson, blaðamann, t hinum geysivinsæla spurningaþætti Jónasar Jónassonar ÞEKKIRÐU LAND7 í útvarpinu á SUNNUDAG, er við höfðum samband við hana nú í vikunni. Dagur hafði verið ósigrandi i hátt i tug þátta unz Ragnheiður — knésetti Dag Vilhjálmur Einarsson frá Selfossi stóð i honum i einum þremur þátt- um. Við spurðum Ragnheiði um til- drög þess, að hún tók þátt i þess- um þætti. „Þetta var bara þannig, að ég þekkti mann sem þekkti Jónas. Ég hef alltaf haft áhuga á löndum og landafræði, og hafði því áhuga á að spreyta mig á þessu." Ragnheiðursem er 21 árs að aldri, kvaðst hafa ferðazt nokk- uð. m.a. til Sviss, þar sem hún nam frönsku, Spánar, Túnis, og Bretlands, þar sem hún nam ensku, auk þess sem hún hefði ferðazt talsvert um Ísland. Hún kvaðst einnig hafa verið á farar- stjóranámskeiði i fyrra hér heima. Núna les hún liffræði við Háskóla íslands. Var þáttakan nokkuð i tilefni af kvennaárinu? „Nei, en það er óneitanlega nokkuð sniðugt að þetta skyldi verða i fyrsta þætti kvennaársins." Ekki er að efa að menn hlusti á viðureign Ragn- heiðar við næsta karlmann i þættinum á sunnudaginn kemur. Á ÞRIÐJUDAG og FIMMTUDAG kl. 2.30 siðdegis heldur Vilborg isleifsdóttir, menntaskólakennari á Laugarvatni, áfram lestri þýðingar sinnar á erindum hins heimsfræga þýzka visindamanns dr Konrad Lorenz DAUÐASYNDIR MENNINGARINNAR, og lýkur þeim lestri á fimmtudaginn. Konrad Lorenz hlaut eins og menn rekur eflaust minni til Nóbelsverð- launin í læknisfræði árið 1973. „Þetta er eiginlega úttekt á stöðu mannkynsins i dag séð frá liff ræðilegum sjónarhóli annars vegar og félags- og sálfræðilegum sjónarhóli hins vegar," sagði Vil- borg i stuttu spjalli. „Lorenz setur þetta i samhengi þekkingar sinnar á dýrum, og varpar fram ýmsum djörfum fullyrðingum um þetta mál." Vilborg sagði, að dr. Konrad Lorenz hefði árið 1972 flutt 7 eða 8 erindi um þetta efni i þýzka útvarpið, en gaf þau siðar út i bók að áeggjan vina sinna. Vöktu erindin miklar deilur, en tókst greinilega sömuleiðis að vekja menn til umhugsunar, og voru þ. á m. nokkrar bækur skrifaðar hug- myndum Lorenz til höfuðs. „Hann deilir þarna hart á viðskiptakapp- hlaupið, og ýmsa menningarsjúk- dóma sem grassera um allan hinn siðvædda heim," sagði Vilborg. I þessum erindum segir Lorenz m.a. svonefndum „behaviourisma" strið á hendur og kvað Vilborg hann einnig t.d. gera atlögu gegn þvi, sem hann nefnir „Falskar lýðræðishugmynd- ir", og benda á, að þótt allir séu ef til vill fæddir jafnir, þá eru allir ekki fæddir eins. Hann telur einn- ig, að mun meira af eigindum mannsins séu arfgengar en al- mennt hefur áður verið álitið. Af öðrum viðfangsefnum erindanna má nefna offjölgun i heiminum og kapphlaup manna við sjálfa sig. Vilborg gat þess að lokum, að ætlunin væri að erindi Lorenz kæmu út i kiljuformi hjá Máli og menningu, og ættu þau ekki sizt erindi til skólafólks í náttúrufræði og skyldum fræðum, auk þess sem þau hafa mjög almennt gildi. Á FIMMTUDAGSKVÓLDIÐ hefst i útvarpinu flutningur nýs fram- haldsleikrits. Er það útvarpsleik- gerð hinnar kunnu skáldsögu Guðmundur Daníelssonar HÚSIÐ, sem út kom árið 1963, og varárið eftir lögð fram af islands hálfu fyrir dónnefnd Bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs. Af þvi til- efni var hún þýdd á dönsku. og hún kom út hjá forlaginu Fremad árið 1966, auk þess sem hún var lesin i heild i danska útvarpið. „Þetta er i raun og veru það, sem sumir kalla lykilróman," sagði Guðmundur Danielsson er blaðið spjallaði við hann. „Það er t.d. stuðzt talsvert fast við vissar staðreyndir, og m.a. gerist sagan að nokkru leyti t og í kringum alþekkt hús á Eyrarbakka, og er ekkert verið að reyna að fela hvaða hús það er. Til dæmis var nákvæm mynd af þvi á kápu bókarinnar Þetta hús er gamla kaupmannshúsið á Eyrarbakka, sem nú er orðið rúmlega 200 ára gamalt. Þetta hús gekk alltaf und- ir nafninu Húsið, — var raunar lengi eina húsið á staðnum, þar eð önnur mannvirki voru hreysi. " Guðmundur sagði, að þegar hið danskættaða kaupmannaveldi var að syngja sitt siðasta, hafi þetta hús verið i hættu i um 10 ár unz efnuð islenzk hjón, Halldór Þor- steinsson og Ragnhildur frá Engey, keyptu það árið 1930. Enn í dag er það í eigu dætra þeirra hjóna, en er komið undir vernd þjóðminjavarðar og er haldið við i eins upprunalegu formi og unnt er. Við þetta hús var svo byggt assistentahúsið, þar sem verzlunarþjónarnír bjuggu. „Þegar að þekkja hvern krók og kima i þessu gamla húsi. Þetta varð til þess, að ég valdi sögunni þennan ramma. þetta umhverfi." Guðmundur kvað „Húsið" gerast tveimur árum eftir fyrri heimsstyrjöldina. einmitt siðustu árin, sem þetta danska kaup- mannaveldi, „sem að visu var orð- ið æði blandað jslendingum," hélt velli. „Sagan lýsir fjölskyldu kaup- mannsins fyrst og fremst, vinnu- fólki og allra næstu nágrönnum lýsir þvi hvernig þessu fyrirtæki hnignar innan frá, þ.e. efnahags- lega, á meðan reisn þess utan frá er hin sama. Þetta er fólk sem deyr standandi. Það bognar ekki, það brestur. Þetta er saga af þorpi sem er að visna. Fólkið, ekki sízt mesta dugnaðarfólkið, er að flytj- ast burt þangað sem móguleikarn- ir eru betri til að komast áfram." Guðmundur sagði, að ..Húsið" hefði verið fyrsta bindi eins konar trílógiu, og í kjölfarið komu „Turn- inn og teningurinn" og „ Járnblómið". Konrad Lorenz og góðvinur hans ég fluttist til Eyrarbakka árið 1943," sagði Guðmundur, „sem kennari og stuttu síðar skólastjóri var ekkert hús til handa mér. Þau hjónin Halldór og Ragnhildur réðust þá í að gera gamla assistentahúsið ibúðarhæft. j þvi húsi bjó ég svo i ein sjö ár og lærði Guðmundur standandi fólk, sem deyr „Það voru ýmsir búnir að benda mér á, að þetta væri vel fallið til útvarpsflutnings i leikformi. Ég var búinn að gera útvarpsleikrit úr Blindingsleik. og leikstjóri þess, Klemenz Jónsson, hafði hvatt mig til að gera meira af sliku. Ég lauk við þetta fyrir um það bil ári, og það tók mig heilt ár að vinna verkið. Ég þurfti að leysa bókina að mestu leyti upp i samtöl. og mér þótti það næstum því jafn mikið verk og að skrifa nýja bók. En ég hafði mjög nána samvinnu við Klemenz um leikgerðina, sendi honum þættina jafnóðum, og hann gaf mér góðar tæknilegar ráðleggingar. Ég vil þvi þakka honum, ef þetta þykir hafa tekizt vel." Leikgerð „Hússins" verður flutt i 12 þáttum. Með helztu hlutverk fara Gisli Hatldórsson og Helga Bachmann, sem leika kaupmanns- hjónin, Valgerður Dan og Anna Kristin Arngrimsdóttir leika dætur þeirra, Róbert Arnfinnsson leikur sparisjóðsstjórann, Guðmundur Magnússon leikur Tryggva Bólstað og með veigamikil hlut- verk fara einnig Bessi Bjarnason, Árni Tryggvason og Kristbjörg Kjeld GLEFS ÞÁTTUR Hrafns Gunnlaugs- sonar, GALDRATRU OG DJÖFLAR, tekur fyrir afskap- lega hnýsilegt og tfmabært efni. I fyrri hlutanum, sem fluttur var í útvarpinu á laugardagskvöld, not- aöi Hrafn Exorcist-æðið eðlilega sem útgangspunkt, en fór síðan aftur f aldir til að draga upp mynd af bakgrunni þessarar end- urvakningu hinna myrku trúar- bragða í nútfmanum. Með tilvitn- unum f Ólaf Davíðsson, formála Sigurðar Nordal að Píslarsögu séra Jóns þumals, þvf mikla meistaraverki, o.fl., voru fram settir ýmsir fróðleiksmolar um Galdrahamar Sprengers og and- rúmsloft á galdraöld, — einkum erlendis. Ég saknaði í þessum til- vitnunum þrælmagnaðrar rit- gerðar Þórbergs Þórðarsonar, „Múgvitfirringarnar þrjár“ sem birtist í Lffi Jóhannesar Birki- lands á sfnum tfma (Þar stendur m.a. gagnmerk setning um eðli djöfulsins á galdraöld: „Djöfull- inn var hinn tækifærissinnaði marxisti þeirratfma") 1 þættinum á morgun mun vera ætlunin að fjalla sérstaklega um djöflatrú og galdra á fyrri öldum Islandsbyggðar. Þótt ætíð sé vafa- samt að dæma svona framhalds- efni fyrirfram, þá sýnist mér þarna vanta anzi mikið inn f til þess að heilleg mynd fáist af við- fangsefninu. Það hefði þurft að rekja eitthvað trúarlegar rætur þessara fyrirbæra, kanna hlut- verk galdra og djöfla hjá frum- stæðum þjóðum, og útbreiðslu þeirra og þróun f þroskaðri trúar- brögðum á borð við kristnina síð- ar meir. Og ekki sfzt hefði mátt reifa hið nýja galdrafár og dul- Þyggjutfzku ftarlegar, eðli þess og þjóðfélagslegt baksvið saman- borið við fyrri faraldra. Þá hefði verið fróðlegt að fá nokkra íslenzka kirkjunnar menn og fræðimenn til umra'öna um stöðu djöfulsins f trúarbrögðum og samfélagi okkar, því ekki er hann danskur enn... —A.Þ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.