Morgunblaðið - 12.01.1975, Side 17

Morgunblaðið - 12.01.1975, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JANUAR 1975 17 Rabbað við fólk á Drangsnesi Texti og myndir: * ArniJohnsen „fer aftur í hárgreiðsluna eftir áramót." „Er það betra?“ „Ég er héðan og líkar vel hér, en það er svo kalt í þessu og svo er hitt, að ég elska hár, allt hár. Annars hef ég ekki látið það sitja á hakanum eftir að ég kom heim. Ég greiði konunum hérna á kvöldin og um helgar. Það voru allir orðnir svo hár- prúðir þegar ég kom, bæði karl- menn og stelpur. Ég klippi alla frá eins árs aldri og upp i átta- tiu ára. Ég ætla að fara að klippa á Hólmavik bráðum, það þyrfti að laga alla sýsluna til, veitti að minnsta kosti ekki af þvl.“ „Hvenær fórstu til Reykja- vikur héðan?“ „Ég fór 16 ára gömul. Fyrst vann ég á skrifstofu, siðan fór ég til Sviþjóðar og gætti barna á heimili þar, nú og svo tók við hárgreiðslunám og vinna I Reykjavík. Ég vinn á Lolitu í Reykjavík. Mitt fólk er þó hér, pabbi og mamma, bróðir minn og systir. Það er í rauninni miklu rólegra hér, miklu meiri tími til að gera ýmislegt, sem maður hefur ekki tima til í þéttbýli eða vefst fyrir manni. Ef ég hefði nóg að gera hérna í hárgreiðslu myndi ég vera hér. Hér er maður alltaf eitthvað að gera, í Reykjavík verður manni svo lítið úr tím- anum. Hér tekur maður eftir öllu, fuglunum, tunglinu, stjörnunum, norðurljósunum, maður nýtur gönguferða hér og sérstaklega að ganga um fjör- una og skoða óendanleika hennar." „Allt byggist á rækjunni“ Torfi Guðmundsson verk- stjóri fylgdist með stelpunum og það var létt yfir fólkinu þarna, góður andi og frjálsleg- ur. Við röbbuðum við Torfa: „Ég er héðan og hef alltaf átt heima hérna, en ég er búinn að 1 rækjuvinnslunni á Drangs- nesi: Fremst hægra megin: Anna Guðrún Höskuldsdóttir, Astmar Ingimarsson og Friða Ingimarsdóttir. Vinstra megin, fremst: Lóa Jónsdóttir, sem reyndar heitir Stefania, Inga Rún Ingimarsdóttir og Sissa, sem heitir fullu nafni Asta Vig- dís Bjarnadóttir. Ljósmyndir Mbl. Arni Jnhnsen. Sissa. fólk — fólk — fólk — fólk vera verkstjóri hér i tæp 20 ár, er orðinn 68 ára gamall. Það er yfirleitt ágætt hljóðið i fólkinu hérna, ágætt síðan rækjan byrjaði. Síðan hefur fólk haft það ágætt hérna, þvi rækjan er uppistaðan í at- vinnunni hér. Hér eru 5 bátar, einn er 30—40 tonn, en hinir eru 12—18 tonn. Þeir landa ýmist hér eða í Hólmavik eftir þvi sem vantar hráefni, fisk og rækju. Svo koma upp vandamál annað veifið eins og nú í kvöld. Við verðum að hætta núna eftir kvöldmatinn vegna vatnsleysis. Við fáum vatn úr fjallinu héðan fyrir ofan og nú vantar vatn, en það er búið að leggja nýja leiðslu frá Bæjarvötnum norð- ur af Bæ á Selströnd. Það er um 6 km löng leiðsla, svo þetta vandamál á að vera úr sögunni bæði fyrir vinnsluna og staðinn í heild.“ „Bóndakona á rækjuvertíö“ Ásta Vigdis Bjarnadóttir, eða Sissa eins og hún er kölluð i daglegu tali, kvað margar hús- mæður á staðnum vinna úti og þegar þannig stendur á að þær vinna á matmálstímum er aðal- lega snarl á boðstólum heima hjá þeim. Það er Iítið um það að karlmenn eldi ærlegan mat, en allt blessast þetta og kostar ekki neina taugaveiklun. „Annars er ég bóndakona úr Bjarnarfirði," sagði Sissa, „er frá Framnesi, en hingað kem ég bara á vertíð. Tek haustver- tíðina og er hér fram undir Rækjubáturinn Gunnhildur að landa við bryggjuna á Drangs- nesi. jólin. Maðurinn minn vinnur hérna líka og auk þess er eitt barnið með okkur, eitt er I skóla og eitt hjálpar til við bú- skapinn heima en tengdafor- eldrarnir hugsa um búið. Það er talsvert um að ungt fólk úr sveitinni komi hingað i vinnu". Það var líflegt spjall hjá stelpunum þarna og talið barst að þvi. „Það dynja svona smá- skot annað veifið,“ sagði Sissa, „en það kjaftar yfirleitt á okkur hver tuska, þetta er sko ekki þegjandi vaktin.“ — Arni J. Grfmsey þeirra Drangsnesinga. Séð yfir hluta af Drangsnesi, en þar búa um 100 manns. Guðbjörg Tveir, sem bfða sumarsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.