Morgunblaðið - 04.02.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.02.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRUAR 1975 • „ÉG vissi nú ekki hvort hér færu vinir eða óvinir þegar ég frétti fyrst af þessari heim- sókn. En það er alveg ljóst að þetta er ferð sem er alveg full- komlega jákvæð og eðlileg til að ýta á eftir framkvæmdum við bráðnauðsynlegt skólahús- næði. Ég er sfður en svo á móti þvf að fá stuðning með skyn- samlegum þrýstingi frá skóla- fólki. Ég tel að þið farið þvf hér sem samherjar.“ 0 A þessa leið mælti Vilhjálm- ur Hjálmarsson, menntamála- ráðherra, við fulltrúa nemenda f Tækniskóla Islands, sem f gær gengu á fund hans og afhentu honum eftirfarandi áskorun: „Aðalfundur Nemendafélags Tækniskóla tslands lýsir yfir ánægju sinni með þá ákvörðun yðar að Tækniskóli tslands flytji á hausti komanda alla starfsemi sfna undir eitt þak f nýju og nægilega rúmgóðu hús- næði að Höfðabakka f Reykja- vfk. Þessi ákvörðun er í sam- ræmi við vilja bæði fyrrverandi og núverandi rfkisstjórnar um FuIItrúar nemenda ræða áskorunina við menntamálaráðherra: f.v. Asgeir Magnússon, Henry Gránz og Vilhjálmur Hjálmarsson. Stefnt að því að nýja kennslu- húsnæðið verði tilbúið í haust að auka og bæta verk- og tækni- menntun f landinu. Aðal- fundinum er hins vegar ljóst, að nú eru allra síðustu forvöð að hefjast handa um innrétt- ingu húsnæðisins til þess að áætlun yðar standist. Af þeim sökum krefst fundurinn þess, að þér hlutist til um, að þeir embættismenn rfkisins, sem verkið heyrir undir, setji á það nægilegan hraða og þvf verði lokið á til- settum tfma fyrir haustið." Um 100 nemendur af eitt- hvað á þriðja hundrað nemend- um Tækniskólans gengu fylktu liði frá Hótel Esju, sem er einn — sagði Vilhjálmur Hjálmarsson við nemendur Tœkniskólans, sem í gœr fglktu liði á fund hans allmargra kennslustaða skól- ans, til menntamálaráðuneytis- ins við Hverfisgötu í gærdag, og f fararbroddi var haldið á skilti sem á stóð „Hvar er Tækniskóli Islands?" Tveir forsvarsmenn nemenda, Henry Þór Granz og Ásgeir Magnússon.gengu síðan á fund menntamálaráðherra og afhentu honum fyrrnefnda áskorun. I samtali við Morgunblaðið sögðu þeir Henry og Ásgeir, að nemendur teldu það nú ekki mega dragast lengur að innrétt- ing húsnæðisins hæfist til að kennsla gæti byrjað þar næsta haust. Kom fram, að nemendur þurfa að sækja kennslu á þrem stöðum, Skiphoiti 37, Sjómannaskólanum og á Hótel Esju, auk þriggja til fjögurra staða til viðbótar. Stæði það skólahaldinu m.a. mjög fyrir þrifum að kennarar og nemend- ur væru á hlaupum milli þessara staða út um allan bæ. Menntamálaráðherra kvaðst skilja þessa óánægju mæta vel. Hann sagði, að í fyrra hefði verið veitt fjárupphæð á fjár- lögum til þessara framkvæmda, en ekki hefði orðið úr þeim af ýmsum ástæðum. I ár hefði aftur verið veitt fé til þessa, og Framhald á bls. 35 Hörku árekstur MJÖG harður árekstur varð um fjögur-leytið í gær á Vesturlands- vegi á móts við Ulfarsfellsafleggj- ara. Landroverjeppa var ekið af afleggjaranum og út á Vestur- landsveg f veg fyrir stóran sendi- ferðabfl, sem var á leið vestur. Varð þarna geysilega harður árekstur, þannig að sendiferða- bfllinn kastaðist út af veginum og skemmdust báðir bflarnir mikið. Kona og þriggja ára barn f Land- roverjeppanum slösuðust nokkuð og voru flutt f slysadeild til aðgerðar. Gítar hvarf í Umferðar- miðstöðinni LJÓSGULUR spænskur kassa- gítar hvarf úr farþegasal Umferðarmiðstöðvarinnar s.l. föstudag, en hann stóð þar hjá öðrum farangri meðan eigandinn brá sér frá. Nokkrir unglings- piltar sáust handfjatla gftarinn og fara með hann og er þeim gefinn kostur að á skila hljóðfærinu án tafar, því vitað er um deili á þeim. Geta þeir skilað gítarnum í pakka- geymslu Umferðarmiðstöðv- arinnar eða hringt f sima 26517 eða 81954. r Arekstur í Kræklingahlíð Akureyri 3. feb. FÓLKSBÍLL og olíubíll rákust saman í hálku á þjóðveginum í Kræklingahlíð um hádegi á laugardag. ökumaður fólksbflsins kastaðist út úr bílnum við áreksturinn og hlaut mikinn skurð á höfði. Aðra sakaði ekki, en fólksbíllin er illa farinn. Sv.P. 5 skip bíða eftir Norglobal — Brœla á loðnumiðunum Vestmannaeyjar: Slökkviliðsbílar gegn leysingavatni EINN stór slökkviliðsbíll og tvær afkastamiklar dælur voru notaðar i Eyjum um helgina til þess að koma í veg fyrir skemmdir á húsum i þeim miklu leysingum sem fylgdu austanáttinni. Talsvert vatn rann þó inn í kjallara nokkurra húsa, en engar alvarlegar skemmdir munu hafa orðið því starfsmenn áhaldahúss og slökkviliðs voru á ferðinni til aðstoðar. Að sögn Kristins Sigurðssonar slökkviliðsstjóra var stærsti billinn notaður til þess að veita lóni, sem hafði myndazt í miðbænum, fram hjá nokkrum verzlunarhúsum þar sem mikil hætta var á að vatn flæddi inn. Var einnig gripið til þess ráðs að hlaða sandpokum fyrir dyr húsa þar sem flóðið var mest og gaf það góða raun. 22 þús. tonna olíuskip á Seyðisfirði Seyðisfirði 3. feb. 22 þús. tonna rússneskt olíuskip kom inn til Seyðisfjarðar i dag til að landa 12 þús. tonnum af olíu, sem siðan verður dreift um Austfirði. Er þetta stærsta skip, sem hefur komið inn til Seyðisfjarðar, og er það helmingi stærra en fyrri olíuskip. Vegna hvassviðris í dag var ekki unnt að koma löndunarleiðslum út í skipið, sem liggur skammt frá bryggju, en það veröur reynt um leið og lygnir. — Sveinn. Theódór B. Líndal látinn PRÓFESSOR Theódór B. Líndal er látinn á 78. aldursári. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1919 og lagaprófi frá Hl 1923. Siðan stundaði hann framhaldsnám erlendis, vann við lögfræðistörf í Reykjavik og var m.a. fulltrúi i bæjarstjórn Reykjavikur 1928—1930. Hann átti sæti í stjórn KRON frá stofnun þess 1937 til 1959, en siðan hefur hann átt sæti í fjölmörgum nefndum og stjórnum féiaga. Hann dæmdi fjölda mála í Hæstarétti sem setudómari og einnig ritaði hann ýmsar ritgerðir um lögfræðileg efni. Brauzt inn í Keflavíkurkirkju ÖLÓÐUR unglingspiltur brauzt inn í Keflavíkurkirkju aðfarar- nótt s.l. sunnudags og vann nokkur skemmdarverk. Þessi pilt- ur hefur þegar gefið sig fram við sóknarprestinn og játað verknað sinn og er málið þvi upplýst., NORSKA bræðsluskipið Nor- global er væntanlegt til Reyðarfjarðar siðari hluta dags í dag og mun það þegar hefja loðnumóttöku. Fimm loðnuskip bíða nú á Reyðarfirði eftir að geta losað um borð i Norglobal, og mun bræðsla þar hefjast á miðvikudag. Versta veður hefur verið á loðnumiðunum s.l. ALLS hafa nú borizt 26.333.592,- kr. i snjóflóðasöfnunina, sem Norðfirðingafélagið, Rauði krossinn og Hjálparstofnun kirkjunnar standa fyrir vegna snjóflóða í Neskaupstað. Nú fer að síga á seinni hluta söfnunarinnar, en vitað er um háar fjárhæðir, sem eru á leiðinni. Stærstu gefendur síðustu daga hafa verið: Almenn söfnun á Djúpavogi 117.700 kr., frá bæjarsjóði Hafnarfjarðar kr. hálf milljón, almenn söfnun á Breiðdalsvík kr. 261.500, frá Pöntunarfélagi Eskfirðinga kr. 100.000, frá Ungmennafélagi Öræfa kr. 100.000, frá Hraðfrystihúsinu h.f. Hnífsdal kr. 100.000, frá starfsfólki Islenzka álfélagsins kr. 393.000, söfnunarfé úr Gerðahreppi kr. 412.000, frá börnum sólarhring og engin veiði. I fyrrinótt tilkynntu hinsvegar 8 skip um afla, samtals um 1500 lestir. Frá því um hádegi á laugardag hafa 29 skip tilkynnt um afla, samtals 5200 lestir, og var Börkur Nk með mestan afla, 420 lestir. Þessi skip tilkynntu um afla á þessu tímabili: Surtsey VE með 100 lestir, sunnudagaskólans á Skagaströnd kr. 110.000, söfnunarfé frá Eyrarbakka og Stokkseyri kr. 142.000, þar af gáfu fangar á Litla-Hrauni 52.500 kr. MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frá Hans Sigurjóns- syni skipstjóra: Maður verður undrandi þegar maður hlustar á fjölmiðla og heyrir tillögur frá sjóslysanefnd. Þegar maður svo heyrir hverjir skipa þessa nefnd verður undrun- in enn meiri, þar er enginn maður sem á skuttogara hefur verið. Til- lögur þær, sem sumar hverjar eiga rétt á sér, hefur viðkomandi lsleifur 4. VE 170 1, Orn KE 250 1, Helga Guðmundsdóttir BS 300 1, Skógey SF 160 1, Flosi IS 160 1, Hinrik KÓ 160 1, Óskar H. 'ldórsson RE 250 1, Börkur NK 420 1, Sandafell GK 210 1, Guðrún GK 80 1, Viðir NK 260 1, Gunnar Jónsson VE 150 1, Hagbarður ÞH 70 1, Jón Garóar GK 200 I, Ólafur Magnússon FA 100 1, Arney RE 50 I, Pétur Jónsson KÓ 250 1, Járngerður GK 200 1, Grímseyingur GK 140 1, Hamar GK 50 1, Náttfari ÞH 230 1, Dagfari ÞH 250 1, lsleifur VE 220 1, Helga 2. RE 260 1, Vörður ÞH 50 1, Eldborg GK 220 1, Faxaborg GK 260 1 og Sigurður RE 330 lestir. Allar þrær á Austfjörðum eru fullar og þróarrými er farið að minnka á Raufarhöfn. Þar var I gær laust pláss fyrir 2600 lestir en einhverjir bátar voru á leið þangað með samtals 700 lestir, þannig að ekki er þar nú nema 1900 lesta þróarrými. nefnd frétt um af skotspónum. Ef það á að komast fyrir slysin um borð í skuttogurunum, álít ég, að það gerist ekki með þvf að láta menn sem enga þekkingu hafa á þessum málum fjalla um þau. Eg tel að kjósa beri starfandi yfir- menn af viðkomandi skipum, t.d. 2—3 úr hverjum landsfjórðungi, því ef þeir finna ekki lausn á slysahættunni, þá finna það ekki menn, sem enga reynslu eða þekkingu hafa á þessum málum. 26,3 millj. kr. 1 snjóflóðasöfnunina Fangar á Litln-Hrauni gáfu 52.500 kr. Sjóslysanefnd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.