Morgunblaðið - 04.02.1975, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.02.1975, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRUAR 1975 33 Maria Lang: Morö ö kvenréttindarööstefnu Jöhanna Kristjönsdöttir hýddi 33 inga og ljósmyndara inni í litla herberginu, þar sem likið var.... óljósar og loðnar yfirlýsingar I stuttu sjónvarpsviðtali og byrj- unaryfirheyrslur af ólýsanlegum fjölda kvenna. Og klukkan er orðin níu, áður en mesta hrinan er um garð gengin. Líkið hefur verið fjarlægt og flestir klúbb- fulltrúanna eru farnir — tauga- óstyrkir og nötrandi eftir reynslu dagsins. Á tröppunum við aðaldyrnar rekst hann á Ruth Zettergren prófessor. Hún situr á ferðatösk- unni sinni og hefur vafið um sig hlýju sjali og hún starir óræðum augum í átt að innkeyrslunni. Hún hefur dregið ullarhúfu yfir hárið og hallar eilltið undir flatt og tautar fyrir munni sér. Christer sezt I tröppurnar við hlið henni og dregur pipuna og tóbakspunginn fram. — Trufla ég yður I mikilvægum heilabrotum? — Nei, alls ekki. Ég sat bara og var að fara með I huganum ljóð eftir Lenngren. Það er óvani, sem ég hef tamið mér, að tuldra upp- hátt. Sumir halda ég sé eitthvað skrítin þegar ég byrja — til dæmis I lestinni á leið inn I bæ- inn. — Og I hvaða ljóð var prófessor- inn að vitna? Nokkur spök orð úr ljóðinu um Betti.... — Já, ég býst við maður geri sér grein fyrir tengslunum. — Betti var skírð eftir stúlk- unni I ljóðinu. Móðir hennar var bezta vinkona min, jú, ég sé að þér leggið saman og dragið frá, en þér fáið ekki dæmið til að ganga upp. Aftur á móti er þess að geta að bæði yngsti sonur minn og Betti voru langyngst. Ég er fegin því að Clara skyldi ekki þurfa að lifa þennan dag, en það er kannski að einhverju leyti hennar sök, að Betti varð eins og hún varð og að lokum fór sem fór. Það var eins og engum I fjölskyldunni þætti vænt um þetta barn. Auk þess lapti fjölskyldan dauðan úr skel, en það sem var þó allra verst var að þau voru öll að kafna úr gáfum... — Lítið þér á það sem neikvæða eiginleika? — Ekki beinlínis. En ég held ekki það sé æskilegt að koma fram við dóttur slna eins og van- gefna af þvl að hún var ekki eins gáfuð og sum hinna. Og Clara tók þá afstöðu. Stúlkan var mjög erfið I skapi. Sá eini, sem hafð snefil af þolinmæði með henni var Henrik, sonur minn. Það er hann, sem kemur að sækja mig — þarna er bíll að koma, ég vona það sé hann — nei, svona lúxuskerru á hann ekki. Ætli það séu ekki einhverjir undirmanna yðar. En berhöfðaði, dökkhærði maðurinn, sem stekkur út úr Cadilljákinum sínum, nánast áður en hann stöðvast er ekki lögreglu- maður. Án þess svo mikið sem hvarfla augum á þau sem úti sitja, tekur hann tröppurnar i einu stökki. Að dómi Christers er mjög sennilegt að hann sé ein af lykil- persónum I Blachtstaharmleikn- um.... — Ég fékk aldrei að vita, hvern- ig tilvitnunin hljóðaði.... — Æ, hverju skiptir það héðan af.... Eitthvað I þeim dúr að það sé jafn slæmt að vera of tortrygg- inn og að vera auðtrúa. Annað vekur hatur og hitt iðrun.... — Og hvaða tengsl sjáið þér þarna á milli? Og hver var auð- trúa og hver var tortrygginn? — Þarna kemur hann loksins! Hún rís áköf upp og veifar og Christer finnst hún minna á aldurhnigna Isolde sem stendur frammi fyrir kastalanum. En sá sem kemur þjótandi er ekki neinn Tristan, heldur örvæntingar- fullur og æstur ungur maður. — Mamma! Þaó var I fréttunum, að Betti... að Betti hefði verið.... En það getur ekki verið satt.... Segðu að það sé ekki.... — Það tölum við um á leiðinni, segir prófessorinn mynduglega og stígur inn I Volksvagninn og hefur fengió Henrik til að aka af staó án þess að Christer hafi haft nokkurt tækifæri til að líta nánar á unga manninn, sem er sá eini ef Katarina Lönn er frátalin, — sem virðist syrgja ungu stúlkuna. Hann veitir því þó athygli, að karlmennirnir eru farnir að stíga fram á sviðið og hann hugsar sér þvl að hitta að máli manninn, sem kom I Kádiljáknum. Hann hittir þau fyrir I einni af Snertu mlg ekki — ég man allt í einu, að ég gleymdi að slíta trúlofuninni við hann Kalla. setustofunni, hann ásamt Louise Fagerman og Evu Gun Nyren Eva Gun lætur fara vei um sig og | lygnir aftur augunum og Louise • hallar sér að öxl mannsins og er * að sjálfsögðu að gráta. En þegar I Christer kemur inn, ýtir hann henni frá sér og hún snöktir með fengins hljómi I röddinni: — Má ég kynna.... Wijk lögregluforingi... og maðurinn minn. Robert Fagerman er myndar- legur maður og geófelldur aó sjá, Christer verður að viðurkenna það. Hann er meðalmaður á hæð og hefur hreinskilnislegt andlit, en kannski örlar á veiklyndi I andlitsdráttum hans. — Ég kom strax og mér barst skeytið frá Louise. En ég ... get ekki trúað þessu. Morð ... hér. Og meðan ráð- stefnan stendur yfir, sem virtar og velmegandi konur taka þátt I! Eruð þér alveg vissir um það, lögregluforingi, að yður hafi ekki skjátlazt? — Ég er svo sem ekki sannfærð- ur, hvorki um eitt né neitt. En það eru svo mörg óskýranleg atriði I sambandi við andlát Betti Borg að við erum neyddir til að láta rannsókn fara fram. — Neyddir til! Beizkjan i rödd Evu Gun er svo ótviræð að Robert Fagerman litur undrandi á hana. Og Christer | starir án afláts á hann. — Þekktuð þér Betti Borg vel? Hann hrekkur við, þegar þessi | óvænta spurning er borin fram. — Ég þekkti hana ekki. Alls ekki. — Vissi ég ekki! Brún augu Louise horfa ljómandi á hann. — Og ég SAGÐI það líka við hana. En þessi viðbjóðslega manneskja var samt sem áður svo ósvífin að gefaþað I skyn. Hann horfir forviða á hana. — Að gefa hvað í skyn? Hvað áttu eiginlega við Louise? Eva Gun hefur setzt upp. Henni er ekki lengur rótt. En Louise hrópar fagnandi og sigri hrósandi: — Að þú .. . þú hefðir haldið fram hjá mér með — með henni. EIli- og örorku- þegar fylgi vísitölunni AÐALFUNDUR Bandalags kvenna i Reykjavík haldinn 6. og 7. nóvember 1974, beinir eftir- farandi tilmælum til hæstvirts Alþingis og ríkisstjórnar: 1. Aðalfundurinn telur sjálfsagt, að laun elli- og örorku- lífeyrisþega svo og ekkjulífeyris- þega fylgi vísitölu framfærslu- kostnaðar. 2. Aðalfundurinn telur æski- legt, að elli-, örorku og ekkju- lifeyrisþegar, sem eru algerlega tekjulausir og sjúkratryggingar greiða fyrir vegna langdvalar á stofnunum, fái greidd a.m.k. 25% lágmarksbóta I vasapeninga. VELVAKAIMOI Velvakandi svarar í slma 10-100 kl. 1 0.30 — 11.30, frá mánudegi til föstudags. % Borgar sig aö spara? Brynja Bjarnadóttir, Skúlagötu 51, skrifar: „Til er gamalt orðtak, sem segir að „betri sé treiningur en trað- gjöf“. Við Islendingar höfum vissulega búið við traðgjöf undan- farið, enda eru sýnilega margir ofhaldnir af óhófinu, og margur virðist með öllu hafa kastað því fyrir róða, sem talið var til hóf- semi og gætni með fjármuni. Jafnvel hefur verið haldið uppi þeim áróðri, að ekki borgaði sig að spara, — það væri bara gamla fólkið, sem gerði það, og stundum börnin. Það má teljast fullvlst, að sömu lögmál gilda hjá einstaklingum annars vegar og þjóðarbúinu hins vegar, að þegar meiru er eytt en aflað er, og ekkert er lagt til hlið- ar til gömlu áranna, þá kann sjálfsforræðinu og frelsinu að vera hætta búin. Eftir ýmsum merkjum að dæma kann þjóðin nú að standa and- spænis þeirri hættu að verða um of upp á aðra komin í fjárhags- legu tilliti. Vist er, að nú þarf umfram allt sterkar og hiklausar stjórnarað- gerðir. Það má ekki gerast, eins og oft áður, að fámennir hags- munahópar ráði ferðinni og „for- djarfi" þjóðfélagið. Valdhafarnir verða að hafa vit fyrir vissum hluta þjóðarinnar, svo ráðvillt sem fólkið hefur verið I hegðun sinni. Það mun koma í ljós, ef á reyn ir, að fólkið vill láta stjórna sér ef það er gert af festu og markmiðin eru sýnileg og jákvæð. Þá skiptir engu þótt viss niðurrifsöfl geri hávaða um stundarsakir, enda er aldrei um að ræða nema fámenn- an hóp. 0 Sóun á gjaldeyri Hina óafsakanlegu meðferð á dýrmætum gjaldeyri þjóðarinnar I lúxusflakk út um öll lönd á að stöðva án tafar, þannig að aðeins þeir fái gjaldeyri, sem hafa nauð- synlegum erindum að gegna. Það er engin lausn að leggja háan skatt á þennan gjaldeyri. Slíkt er ranglátt og leiðir aðeins af sér að þeir, sem mesta hafa peningana, halda flakkinu áfram, auk þess sem venjunni samkvæmt yrði sá skattur aldrei afnuminn, heldur héldi áfram að hafa sin áhrif á verðbólguna. Þessu fólki, sem nú biður mál- þola eftir að fá gjaldeyri fyrir aurana sina, má benda á, að því ætti ekki að vera vandara um en t.d. gamla fólkinu og börnunum, að geyma þá um tíma á vöxtum I bönkum, þvi að vextirnir hafa oft verið lægri en nú er. Bílainnflutningur- inn í annan stað má benda á, að meiri gætur þarf að hafa á hinum hóflausa bílainnflutningi en verið hefur. Strax á öndverðu slðasta ári hefði átt að setja strangar reglur, sem meðal annars hefðu falið I sér, að ekki mætti flytja inn dýrari bíla en þá, sem kostuðu um 5—600 þús. krónur, og væru þá litlir og sparneytnir, I stað þess að flytja inn bíla, sem eru þrisvar til fjórum sinnum dýrari og eyðslu- frekari. Hér er engin spurning um frelsi eða haftastefnu og það eru aðeins veiklundaðir menn, sem ljá slíku eyra. Hér er um það að ræða að bjarga þvi sem bjargað verður þegar I óefni er komið. I sambandi við þá tvo þætti, sem hér hefur verið drepið á hefði sennilega verið hægt að spara þjóðarbúinu I beinum gjald- eyri sem svarar um 4-r-5 milljörð- um á einu ári. Þá ber nauðsyn til að koma á meiri launajöfnuði og tilfærsium. Enginn, sem þiggur laun hjá öðr- um, ætti að fá hærri laun en sem svara 120 þús. krónum á mánuði, að sjómönnum undanskildum, sem mestra verðmæta afla. Slíkar launatilfærslur ættu að ganga fyrst og fremst til hinna lægst launuðu. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. Br.vnja Bjarnadóttir." 0 Góðir jazzþættir Hér er þakkarávarp til sjón- varpsins: „Kæri Velvakandi. Ég vil koma á framfæri þakk- læti til lista- og skemmtideildar sjónvarpsins fyrir sýningar á þáttunum Faces of Jazz. Þessir þættir eru með því bezta, I sem sjónvarpið hefur flutt af jazz- | tónlist og er þetta framtak Dön- . um til mikils sóma. Ég vona einn- I ig, að þetta sé upphaf nýrrar stefnu hjá lista- og skemmtideild sjónvarpsins að flytja íslending- um góða jazztónlist. Einnig ber að þakka íslenzku jazzþættina, sem fluttir hafa verið að undanförnu. Kærar þakkir. Einn ánægður." 0 Menningarleysi almennings. Húsmóðir skrifar: „Ég er lengi búin að undra mig á þvi fólki, sem hefur mestar áhyggjur af menningarleysi al- mennings, og hefur ekki enn kom- ið með þá hugmynd, að sýna ætti hér á landi leikrit eftir Soltsénit- sín. Ekki þarf að efa það, að rit- höfundur af guðs náð getur gefið sanna lýsingu á lífi fólks i fanga- búðum, þar sem hann hefur sjálf- ur lifað sliku lifi i nokkur ár. Auðvitað er það sáralítið brot af mannskapnum, sem fer I fanga- búðir, en allir þurfa að taka tillit til fangabúðanna I daglegu lífi sinu, þar sem óttinn við þær hang- ir eins og sverð yfir höfði fólksins. | Enda þótt leikrit Soltsénitsíns um fangabúðir gerist I Rússlandi, ætti það að eiga erindi til fólks I I flestum löndum, og ekki getur | verið dýrt að setja svona leikrit á . svið, — hvorki hvað leiktjöld eóa • búninga snertir. Húsmóðir." > RETTUR DAGSINS: Réttur dagsins er: Ungverskt Gullash og ananasfromage. Verð aðeins kr. 335.— og nú kynnum við ekta ítalskt Pizza, TOCONA PIZZA. Munið okkar ódýru sérrétti. l GOOD^EAR AMERISKIR GOODfÝEAU hjólbaröar fyrir Land-Rover komnir aftur Verð kr. 9609.— HJOLBARÐA- ÞJÓNUSTAN, Laugavegi 172- sími 21245 HEKLAH.F

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.