Morgunblaðið - 04.02.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.02.1975, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRUAR 1975 hf. Árvakur, ReykjavFk. Haraldur Svainsson. Matthlas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjöm GuBmundsson. Björn Jóhannsson. Árni GarBar Kristinsson. ABalstrnti 6. slmi 10 100. Aðalstræti 6, slmi 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. í minuSi innanlands. f lausasölu 35,00 kr. eintakiB. Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar R itstjómarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiSsla Auglýsingar Forystumenn allra stjórn málaflokka, sem full- trúa eiga á Alþingi, komu saman í sjónvarpinu sl. föstudagskvöld í því skyni að ræða um ástand og horf- ur í efnahagsmálum. Hverjum manni er ljóst, að þjóðin á nú við mikla efna- hagserfiðleika að etja og því hefði mátt ætlast til þess, aö talsmenn stjórn- málaflokkanna greindu skýrt og ákveðið frá afstööu sinni í þessum efn- um. En sú varð ekki raunin á, og sennilega hefur sjón- varpið sjaldan afhjúpað stjórnmálamenn svo lítilla sanda og lítilla sæva sem í þetta sinn. Rétt er að hafa í huga í þessu sambandi, aö form þessa þáttar, þar sem fjór- tán menn eiga á einni klukkustund að ræða þessi viðfangsefni, gefur litla möguleika á góðum um- ræðum. Aó þessu leyti má ásaka sjónvarpið. Og vissu- lega er þaö alvarlegt um- hugsunarefni, aö síðustu mánuði hafa ríkisfjöl- miðlarnir hvað eftir annað verið með umræðuþætti , um efnahagsmál sem hafa ekki verið boðlegir og stundum hrein móðgun við áheyrendur eins og t.d. spekingslegar umræður umsjónarmanna kastljóss fyrir nokkru. En eigi að síður verður ekki hjá því komist aó segja það um- Fátt er svo með öllu illt, að1 ekki boði nokkuð gott, og það væri ekki heiðarlegt að draga fjöður yfir þau já- kvæðu viðhorf, er þarna komu fram. Flestum ætti að vera ljóst, að við verðum að taka upp ný vinnubrögð við stjórn efnahagsmála. Það gengur ekki til lang- frama að láta stundar- hagnaðinn ávallt hlaupa með sig í gönur. Hér hefur sá háttur jafn- an verið hafður á, að hátindum í verðlagi út- flutningsafurða okkar hefur alltaf jafnóóum verið veitt út í efnahags- lífið án nokkurra takmark- ana svo heitiö geti. Við byggjum á mjög einhæfum útflutningi, sem auk þess er mjög háður verðsveifl- um. Á sínum tíma var verð- ákveðið að taka. í þessu sambandi er rétt að minna á ummæli Jóns Baldvins Hannibalssonar varpsþættinum í sjon- sl. föstu- dag, en hann lagði einmitt á það áherslu, að stjórn- völdum hefði verið rétt og skylt að gera ráðstafanir meðan góðærið varði til þess að koma í veg fyrir að fallið yrði eins mikið, þegar harðnaði á dalnum. Enginn vafi er á því, aö það er einmitt á þessu sviði, sem stjórnvöld verða að taka upp ný vinnubrögð eins og Geir Hallgrímsson for- sætisráðherra gerði grein fyrir í stefnuræðu sinni, þegar Alþingi kom saman í nóvemberbyrjun. Það er fagnaðarefni, að einn af forystumönnum Samtaka frjálslyndra og Stjórnmálamenn lítilla sanda og lítilla sæva búðalaust, að stjórnmála- mennirnir stóðust ekki þær kröfur, sem til þeirra eru gerðar. Umræðurnar snerust að mestum hluta um hefðbundnar og inni- haldslausar ásakanir flokk- anna hvers í annars’ garð. Óhætt er að fullyrða, að fólkið í landinu er orðió þreytt á þeirri lágkúru stjórnmálanna, sem þessi sjónvarpsþáttur endur- speglaói. Þó að svo hafi tiltekist með þessar umræður, sem raun ber vitni um, má eigi að síður draga ýmsar álykt- anir af því sem fram kom. jöfnunarsjóði komið á fót til þess að jafna aö ein- hverju leyti þær tekju- sveiflur, sem hér um ræðir. Eftir 1971 var aó mestu horfið frá þessari stefnu, og í góðærinu sem á eftir kom var ekki einvörðungu keppst við að eyða jafnóð- um öllu því sem aflað var, heldur var einnig talið nauðsynlegt að eyða um- fram það. Morgunblaðið gagnrýndi þegar þá eyðslustefnu, sem tekin var upp 1971, og taldi ekki vera forsendur fyrir því stökki í lífsgæðakapp- hlaupinu, sem þá var taka þessi vinstri manna skuli svo sterklega undir sjónarmið. Til viðbótar má nefna afstöðu Gylfa Þ. Gíslasonar, sem lagði áherslu á, að þjóðin í heild yrði aö spara eins og nú væri ástatt, ríkisvaldið jafnt sem fyrirtæki og einstaklingar. Á þessi atriði hefur ríkisstjórnin bent, þó að árangur hafi ekki orðið sem skyldi af ýmsum ástæðum. Ummæli þessara tveggja fulltrúa stjórnarandstöðuflokk- anna sýna svo að ekki verð- ur um villst, að stjórnmála- menn geta þrátt fyrir allt tekið ábyrga afstöðu til við- fangsefna líðandi stundar, og ekki á að vera með öllu útilokað að ná samstöðu um brýnustu aðgerðir í efnahagsmálum. Að vísu greinir stjórnmálaflokk- ana á um margt, en þessi ummæli benda til þess, að þjóðin geti þrátt fyrir allt vænst þess, að stjórnmála- mennirnir taki ábyrga af- stöðu við lausn þeirra miklu vandamála, sem við blasa. Hitt er athyglisvert, að fulltrúar Alþýðubanda- lagsins virðast vera með öllu einangraðir í þeim um- ræðum, sem nú fara fram. Þeir eru fjærst því að koma til móts við þær kröf- ur, sem fólk gerir nú til stjórnmálamanna. Fólkið er orðið langþreytt á því tvöfalda siðgæði stjórn- málamanna, sem kristall- ast best i málflutningi tals- manna Alþýðubandalags- ins. Það undrar engan þó að fulltrúar Alþýóubanda- lagsins komi fram með þessum hætti. Hitt er al- varlegra, þegar formæl- endur annarra stjórnmála- flokka í landinu rísa ekki hærra en raunin varð á í efnahagsmálaumræðunum sl. föstudag. Að vísu eru þetta ekki ný sannindi, en við núverandi aðstæður í efnahagsmálum getur það haft í för með sér ófyrir- séðar afleiðingar, ef ginn- ungagap opnast á milli al- mennings og stjórnmála- manna, hvort sem þeir eru í stjórn eða stjórnarand- stöðu. Of fljótur á sér til Austur — Berlínar Sérkennilegar deilur Kristi- legra demókrata í V-Þgzkalandi Viðurkenning eða hreint lof úr munni stjórnmálaand- stæðings getur orðið ban- vænt. Alla vega er það skað- legt, og sérstaklega ef maður heitir Walter Leisler Kiep og túlkar skoðanir í hinum svo- nefndu „llfsspursmálum" þjóðar sinnar sem meirihluti eigin samherja á þingí er ekki sammála. Hinn 48 ára gamli þingmaður kristilegra demókrata, CDU, gjaldkeri flokksins og opinber talsmað- ur flokksráðsins í utanríkis- málum, komst í þessa að- stöðu fyrir tveimur árum, þegar hann var einn fjögurra þingmanna flokksins, sem skáru sig úr og greiddu at- kvæði með samningnum milli Austur- og Vestur- Þýzkalands. Þáverandi ríkis- kanslari, Willy Brandt, sagði þá 11 maí 1973: „Eina spurningin, sem mér er nú ofarlega I huga, er, hvort til muni vera stuðningsmenn, sem Kristilegi demókrata- flokkurinn muni sennilega verða stoltur af eftir nokkur ár." Svo langt hefur það þó enn ekki gengið. Álit Kieps innan flokksins er að vísu talsvert, verðleikar hans sem gjaldkera CDU eru óumdeild- ir og aðdráttarafl hans á viss- an hluta kjósenda frjálslynda flokksins er kærkomið. En skoðanir hans á Þýzkalands- og austur-stefnu eru mjög umdeildar meðal íhalds- samari þingmanna. En heim- sókn Kieps til Austur-Berlínar fyrir nokkru og hinn óvænti fundur hans með háttsettum stjórnmálamönnum Austur- Þýzkalands, þar á meðal aðstoðarutanríkisráðherran- um Horst Grunert, hefur valdið ódulinni gremju meðal þingmanna stjórnarandstöð- unnar. Éinkaheimsókn flokksmannsins til Austur- Þýzkalands hefðu þeir látið liggja á milli hluta og einnig hitt, að hann hitti að máli fastafulltrúa Bonn í Austur- Berlín, Gúnter Gaus, en ekki viðræður talsmanns flokksins í utanríkismálum við fulltrúa Austur-Þýzku stjórnarinnar. CDU-þingmaðurinn Johann Baptist Gradl, sem ásamt tveimur samþing- mönnum sínumfóraf þess- um sökum á fund formanns þingflokks CDU, Carstens, talaði ekkert rósamál: „Kiep er talsmaður flokksráðsins í utanríkismálum. Hann hittir. aðstoðarutanríkisráðhecra A- Þýzkalands. Þetta teljyrrí-við falskar forsendur fyrir fundi handan við múrinn/' $fadl, sem er formaður lélags- flóttamanna í CDU,-grámdist það sérstaklega, að Kiep skyldi hitta að máli formann Kristilega demókrataflokks- ins ! A-ÞýzkalandU Wolfgang Heyl. Harm sagði, að slíkt sem þetta Væri ótækt án -at- kvæðagreiðslu innan þing- flokksins og bætti við: „Þetta er ekki hægt í fastmótuðum flokki." Kiep, sem kom á föstudag- inn frá A-Þýzkalandi, mun bráðlega gefa flokksstjórn- inni skýrslu um ferð sína til Austur-Berlínar. Honum var ekki kunnugt um það fyrir- fram, hvaða fulltrúa austur- þýzku stjórnarinnar hann myndi hitta hjá Gúnter Gaus. En hann segir, að sér virðist þetta hafa verið hagstætt tækifæri til viðræðna. Hann hefur þegar sagt, að þetta verði ekki eina sambandið við .A-Þýskaland, heldur muni hann annað veifið fara í kynnisferðir til Austur- Berlínar. Gagnrýni innan eigin flokks er ekki neítt nýtt fyrir Kiep. Andstæðingar samn- ingsins við^A-Þýzkaland hafa ekki enn fyrirgefið honum, að eftir atkvæðagreiðsluna hvatti hann flokksfélagana óspart til að fylgja stefnu, sem liti til framtiðarinnar, en horfði ekki til baka. 1 1. maí 1973 sagði Kiep: „Ég held, að með gagnrýni sinni og samvinnu að undirbúningi þessara samninga hafi CDU sýnt það, að hann er reiðu- búinn til samstarfs við ríkis- stjórnina. Sú þjóð hlýtur að fara forgörðum, sem leitar framtíðar sínnar í liðinni tíð." Þessari sneið geta menn ekki gleymt. Kiep er Ijóst, hversu erfið staða hans er. Hann veit, að „það er ekki hægt að skilja með öllu ! sundur mann og skoðanir hans ! liðinni tíð". Hann hafði því ákveðið að fara með gát, en reyna að hafa áhrif á utanríkisstefnu flokksins. En það hefur honum aðeins tekizt að litlu leyti. í Evrópu- málum og í afstöðunni til Bandarikjanna hefur Kiep talað eins og flokknum líkar, en hvað afstöðuna til A- Þýzkalands varðar, er hann helsti fljótur á sér. Framtíð þessa talsmanns flokksins, i utanrikismálum er að veru- legu leyti kominn undir örlögum Helmuth Kohls, þvi að yrði Franz Josef Strauss hinn sterki maður flokksins, þá yrði varla sæti fyrir Valt- er Leisler Kiep í nýrri rikis- stjórn CDU. Eftir kosn- ingarnar i Bayern „vogaði" Kiep sér að koma opinber- lega fram með sínar eigin skýringar á úrslitunum og sagði, að sigur CDU væri ekki fyrst og fremst að þakka Strauss. I blaðinu Bayern- Kurier 16. nóv. sl. var svarað: „Hinar vesældarlegu og illkvittnislegu tilraunir ýmissa háttsettra CDU- manna, — og hér verður því miður að nefna nafnið Leisl- er-Kiep, — til að láta sem kosningaúrslitin í Bayern, þegar CDU hlaut 62,1% at- kvæða, komi ekkert stefnu Josefs Strauss eða persónu hans við, sýna, í hvílíkum vandræðum þeir menn innan CDU eiga sem vilja aðhyllast stefnu Bonn-stjórnarinnar, en eru innst inni á móti ákveðinni og staðfastri stjórnarandstöðu, sem Strauss er talsmaður fyrir". Stjórnarflokkarnir notfæra sér deiluna um Berlínarferð Kieps til að hamra á fyrri ásökunum um, að vegna inn- byrðis deilna sé CDU ekki fær um að taka við stjórn lands- ins. Hans-Gúnter Hoppe, þingmaður frjálslyndra, setur einnig Kinaför Strauss í sam- band við innanflokks deilurnar, sem og hinn um- deilda fund Gerhard Schröders með skæruliðafor- ingjanum Arafat. Og Strauss hafi farið alla leið til Peking til að styrkja aðstöðu sína i keppninni um kanslara- embættið. „Til að losa sig við keppinauta sina beitir hann hvaða meðulum, sem er. Einnig Mao." (Úr Súddeutsche Zeitung.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.