Morgunblaðið - 04.02.1975, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.02.1975, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRUAR 1975 35 Sósíalistar og kommar deila í Frakklandi París 3. febr. Reuter. FRANSKI kommúnistaflokkur- inn fhugar nú að slfta tengsl við Sósfalistaflokk landsins. Kemur þetta fram f ritstjórnargrein f málgagni kommúnista, Humanité, sem Rene Andrieu ritar, en hann á sæti f stjórnmála- ráði flokksins. Hann segir, að ráð- stefna Sósfalistaflokksins, sem stóð um helgina, leiði það berlega í ljós, að þörf sé fyrir „óháða tilveru og athafnir flokks okkar“. Var þetta f fyrsta skipti, sem nokkuð ótvfræð vísbending hefur verið gefin um að f vændum kynni að vera rof milli flokkanna, sem hafa starfað allmikið saman og meðal annars í forsetakosn- ingunum síðustu, þegar Mitter- and, frambjóðandi þeirra, fékk mikið fylgi. Heyrir kjarn- orkan brátt sögunni til? Tókíó 2. febr. Reuter. JAPANSKUR eðlisfræðingur, Kiyoshi Niu, prófessor við Nagoyaháskólann, skýrði frá þvf að hann hefði fundið nýja öreind, sem veitt gæti þúsund sinnum meiri orku en kjarnorkan, eða sennilega eittþúsund sinnum kröftugri. Niu prófessor sagði að þetta nýja efni væri þyngra í sér og „lifði lengur“ en nokkuð annað sem uppgötvað hefði verið áður. Við Stanford-háskólann í Bandaríkjunum fannst eind í nóvember sl. sem þótti marka tfmamót á þessu sviði, en sam- kvæmt lýsingum Niu og samstarfsmanna hans er hér um mörgum sinnum kröftugri eind að ræða. Margrét til Sovét Moskvu 2. febr. Reuter. MARGRÉT Danadrottning og eiginmaður hennar, Henrik prins, fara í opinbera heimsókn til Sovétríkjanna dagana 26. maí til 2. júní n.k. f boði sovézkra stjórn- valda. Var skýrt frá þessu opin- berlega í Moskvu f dag. VILL NIXON TIL KÍNA? New York 3. febr. Reuter. TIME skýrir frá þvf f dag og hefur eftir ónafngreindum vinum Richards Nixons, fyrr- verandi Bandarfkjaforseta, að hann hafi látið f Ijós áhuga á að verða sendiherra Banda- rfkjamanna f Peking eínn góðan veðurdag. Pá segir f sömu frétt, að einkalæknir Nixons, dr. John Lungren, hafi nýlega tjáð forsetanum fyrr- verandi að batahorfur hans hefðu vænkazt stórlega og væri Nixon nú allur brattari og bjartsýnni en fyrr. Aftur á móti á Nixon við fjárhagserfiðleika að strfða að sögn Time, vegna gífurlegra sjúkrahúss- og lyfjaútgjalda, svo og mikilla skulda, sem hvfla á húseignum hans f San Clemente og Key Biscayne f Florida. Hið sfðarnefnda er nú á söluskrá, að þvf er Time segir. — Minning Riber Framhald af bls. 27 var mikill aðdáandi íslenzkrar náttúru. Af einhverjum ástæðum hafði hann hrifist af fjallinu Herðubreið. Hann hafði í tóm- stundum gert líkan í réttum hlut- föllum af fjalli þessu. Draumur hans að klífa Herðubreið varð að veruleika í Islandsferð 1972. Lengi var hann búinn að hlakka til að taka þátt í Þjóðhátíðinni s.l. ár og að aka hringveginn um iandið. Það auðnaðist honum. Engan grunaði, að það yrði síðasta ferð hans til landsins, sem hann unni. Að Riber Christensen látnum leita minningar á hugann, minningar frá stundum liðinna ára, sem gert hafa dvöl okkar hjóna hér í Danmörku rikari en ella. Gönguferðir um hina fögru náttúru Mols-skaga, gönguferðir i maíbyrjun, þegar beykiskógurinn laufgast, og svo ótal öðrum sinnum. Jafnan var staðnæmst á einhverri lítilli sveitakrá og þegin hressing. Pílagrímsför í steikjandi sól til Mariager á Jót- landi á slóðir Islendingsins Ölafs Olavíusar, sem endaði þar ævi sína fyrir tæpum tveim öldum. Sumarkvöld á veröndinni við fallega húsið hans í Ebeltoft, þegar kvöldkyrrðin var aðeins rofin af tali okkar og hljóði ein- staka mótorbáts utan frá Ebeltoft- vik. Og við hlýddum á hann skýra frá íslendingasögunum eða rædd- um um ísland nútímans. Ætið var hann veitandinn, við þiggjendur. Riber Christensen var meir en meðalmaður á hæð, þrekvaxinn, skarpleitur og bjartur yfirlitum. Hið ytra gat hann virzt hrjúfur en undir niðri var lundin viðkvæm og næm. Hann var manna látlaus- astur, og ég veit hann kynni mér litla þökk fyrir þessar linur. Hann lauk embættisprófi í læknisfræði frá Hafnarháskóla 1951. Áður hafði honum hlotnazt sérstök viðurkenning fyrir rannsóknir i lífefnafræði og var honum spáð frama á vísindabraut. Þess í stað kaus hann að starfa meðal fólks- ins, gerðist heimilislæknir og starfaði lengst af i Ebeltoft, þar sem hann var óvenju dáðui^g virtur sem læknir til dauðaaQT Hann lætur eftir sig konu og þrjú börn, það yngsta 17 ára. íslenzkir vinir senda þeim samúðarkveðjur I sorg þeirra, og um leið minnumst við með djúpum sökn- uði og þakklæti Islandsvinarins Ribers Christensens. Árósum, 12. janúar 1975. Ástráður B. Hreiðarsson. — Launauppbót Framhald af bls. 23 en langt liður komast að raun um að „gönuhlaupið" sem hann heimfærir uppá okkur fjór- menningana hæfi betur sem lýsingarorð á ferðalagi hans i ritlaunanefndina og úr henni. Ég vona bara að ég eigi aldrei eftir að hafa spurnir af honum í nefnd sem dæma skal bók- menntir Islendinga. Alls staðar annars staðar verður hann vafalaust nýtur maður. Það er meira en ég treysti mér til að fullyrða um formann nefndar- innar, Þorleif Hauksson kennara. Læt ég svo útrætt um þetta dæmalausa mál og harma það að lífsvon bókmenntanna í landinu skuli vera orðið árvisst afþreyingarefni þjóðarinnar. Ég beini svo þeim eindregnu tilmælum til rithöfunda sem telja sig hafa verið hlunnfarna og ekkert síður til hinna sem ávinning höfðu af þessu niðr- andi ritlaunakerfi, að þeir sendi alþingi svohljóðandi áskorun i simskeyti: „Skora á alþingi að fram verði látin fara rannsókn á ósamræmi í vinnubrögðum út- hlutunarnefndar viðbótarrit- launa 1973 og 1974 og hraðað verði löggjöf i anda þjóð- hátíðarársins um launasjóð rit- höfunda." öllum rithöfundum, hverjum einasta, hvar i flokki sem þeir standa, er málið skylt og nauðsynlegt að þeir standi saman sem einn maður gagn- vart þinginu um lagfæringar á kjörum sínum. — Margrét Thatcher Framhald af bls. 10 Sumir halda þvi fram, að hún mundi fá nokkur atkvæði út á það eitt að vera kona, aðrir telja að það hljóti óhjákvæmi- lega að draga úr sigurlíkum hennar. Sjálf lýsti hún því yfir í sjónvarpi fyrir skömmu, að slíkur málflutningur væri á undanhaidi og þegar nær drægi leiðtogakosningunni mundi það ráða úrslitum hvaða stefnu meirihluti þingmanna Ihalds- flokksins vildi fylgja í nánustu fratíð. mbj. tók saman. — Minning Jónas Framhald af bls. 27 hverju leyti vegna almennra mannkosta hans, ef til vill að ein- hverju leyti af því, að hann var mikill garð- og trjáræktarmaður, en óefað mest vegna þess, að hann gerði okkur einu sinni ómetanleg- an greiða, en sér mikið ómak, vandalaus maðurinn, þegar erfið veikindi steðjuðu að. Það dreng- skaparbragð er geymt, en ekki gleymt, og nú er siðbúinni þökk komið til skila. Aðalstarf Jónasar Kristjánsson- ar var að efla samtið til hags fyrir framtið, hefja íslenska búnaðar- háttu á hærra stig, bæta afrakstur landsins og árangur af erfiði fólksins. Við þessi viðfangsefni hafði hann i senn vítt útsýni og skyggn augu á hagkvæmar nýj- ungar, áræði til að taka þær upp fyrstur hér um slóðir og trausta fótfestu á fjármálalegum og ver- aldlegum grunni. En þir að auki hneigðist hugur hans að ræktar- semi við fortíðina og gengnar kynslóðir, lifnaðarhætti þeirra, lifsstrit og menningu. Hann vildi kynna hið gamla fyrir unga fólk- inu, glæða skilning þess á hinu eilífa kraftaverki, lífi fólksins i landinu gegnum aldirnar, með því að hafa til sýnis áþreifanlegar minjar um lif og störf feðra og mæðra, viðhalda samhenginu í menningarsögu þjóðarinnar á miklum umbrota- og breytinga- timum. En nú er foringinn fallinn og rödd hans hljóðnuð. Fundi er slit- ið. Eða eigum við heldur að bóka: Fundi er frestað? Sverrir Pálsson. r — Ur samtali Framhald af bls. 4 framfarir í vísindum og tækni gáfu okkur fyrirheit um. Þessi bjartsýrti beið hnekki árið 1914. Og siðan aftur 1939. Það var þungt áfall. Ég hafði að sjálf- sögðu trúað á sigurgöngu þróunarinnar. Ég hafði drukkið i mig bjartsýnina með móður- mjólkinni. Því eimir eitthvað eftir af henni i skáldverkum mínum. Þetta hefur i för með sér nokkra tvöfeldni, hvað mig varðar sjálfan. Þetta speglast í ljóðum minum. En i óbundnu máli tilheyri ég gamla timan- um. Og það þvi heldur að ég sæki oftast yrkisefni til lióinna stunda. En í ljóðum mínum hef ég gert tilraun til að taka af- stöðu til þessa nýja ástands. — En það sorglegasta er þó að ég get ekki varist þvi að hugsa um þá sem eru ungir nú — börnin okkar. Þau standa andspænis þessu. Og þvi skil ég svo fjarska vel nútíma list og þá örvæntingu sem í henni felst. í bókmenntum, tónlist og i mál- verkum. Því er nú svo farið að þessi tortímingarógnun hefur fallið saman við ævi mina. Þar á ég við ellina. Maður veit að eftir fáein ár er maður horfinn fyrir fullt og allt út úr mynd- inni... Besti timinn var á árun- um milli 1930 og 1940. Þegar ég var nýkvæntur. Og börnin voru hér lítil. Að hafa lítil börn í kringum sig er það ailra unaðs- legasta... hann stendur bara svo stutt... og síðan lifir maður lífinu. Suðurnesjamenn Nýtt vandað steinsteypt iðnaðarhúsnæði á góðum stað í Ytri Njarðvik til sölu. Húsið er 500 fm á einni hæð. Rúmmetrafjöldi er 2 þús. rúmm. Húsið stendur á eignarlóð við góða aðkeyrslu. 3 stórar hurðir eru á því fyrir innkeyrslu. Nánari uppl. gefur Guðmundur Kristjánsson, Reykja- nesveg 8, simi 1 728. TOYOTA SAUMAVÉLAR Model Z-444 Verð kr. 18.600.- Model 3000 ,1 m Verð kr. 21.950,- Model 5000 Verð kr. 26.900 - KYNNIÐ YÐUR GÆÐI TOYOTA-SAUMAVÉLANNA TOYOTA ER TRYGGING YÐAR FYRIR GÆÐUM TOYOTA — Ármúla 23, Reykjavík, símar 81733 og 31226.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.