Morgunblaðið - 04.02.1975, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.02.1975, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRUAR 1975 Litlar breytingar á stöðu efstu liðanna Engin þáttaskil urðu f ensku 1. deildar keppninni f knattspyrnu á laugardaginn. Enn er staðan mjög óviss og flest liðin eiga fræðilega möguleika á titlinum f ár. Hins vegar má búast við þvf að hvað úr hverju fari lfnurnar að skýrast. Everton hélt forystusæti sínu f keppninni með þvf að vinna nauman sigur yfir Tottenham Hotspur á heimavelfi sfnum, Ips- wich er f öðru sætí, en góður sigur Stoke yfir Manchester City færði liðinu þriðja sætið f deild- inni. Burnley er síðan í fjórða sæti, og munar tveimur stigum á þvf liði og Everton. Skammt á eftir eru svo West Ham Uni- ted, Liverpool, Middlesbrough, Derby, Manchester City og Leeds United, en liðið varð að gera sér jafntefli að góðu á móti Coventry á heimavelli sfnum á laugardag- inn. Nokkuð sem kom á óvart eftir hin mikla ham sem verið hefur á Leeds-liðinu að undan- förnu, en það hefur stefnt hrað- byri upp á við eftir hina slöku byrjum sfna í mótinu. Leikur toppliðsins, Everton, og Tottenham Hotspur var lengst af mjög jafn, og átti Lundúnaliðið öllu fleiri sóknir í leiknum, en gekk hins vegar ákaflega erfið- lega að finna leiðina í gegnum hina þéttu og ágætu vörn Ever- ton-liðsins. Sóknir Everton voru hins vegar til muna opnar og meiri hætta þeim samfara, en írski landsliðsmaðurinn Pat Jenn- ings, sem lék nú aftur í marki Tottenham eftir 15 mánaða fjar- veru vegna meiðsla stóð sig með mikilli prýði og hélt marki sinu hreinu alltframá80. mínútu er Jim Pearson, sem komið hafði inná sem varamaður tókst að snúa á Tottenhamvörnina og leika al- veg upp i markið. Reyndist þetta sigurmark þessa jafna leiks. Tvö mörk, beint úr aukaspyrn- um, færðu Ipswich Town, 2—0 sigur yfir Wolves í fremur jöfn- um leik liðanna sem fram fór á heimavelli Ipswich. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. Það fyrra skoraði Kevin Beattie á 23. min- útu og fjórum mínútum síðar bætti Colin Viljoen öðru marki við. 1 báðum tilfellunum hafði verið dæmd aukaspyrna á Ulfana rétt utan vitateigsins, og skot Ips- wich-leikmannanna heppnuðust fullkomlega og höfnuðu i mark- hornunum, án þess að vörn eða markvörður fengju vörnum við komið. Stoke City sýndi glæsilega knattspyrnu í leik sfnum við Man- chester City, og hefur iiðið ekki leikið eins vel i annan tíma. Mín- útu fyrir lok fyrri hálfieiks kom fyrsta markið og var það Ian Moore sem það skoraði. Á 66. min- útu bætti Alan Hudson öðru marki við, Moore breytti stöðunni í 3—0 á 82. mínútu og lokaorðið í þessum ágæta leik Stoke átti Geoff Hurst sem skoraði á 86 mín- útú. Burnley, liðið sem fáir hafa veitt athygli i vetur, en hefur eigi að siður komið á óvart með glæsi- legri frammistöðu sinni, átti í erf- iðleikum í leik sinum í Birming- ham. Heimalióið náði forystu þeg- ar á 22. minútu þegar Gary Emm- anuel skoraði fyrsta mark sitt i 1. deildar keppninni fyrir lið sitt. Ray Hankin, hin marksækni leik- maður Burnley náði að jafna nokkrum mínútum fyrir lok fyrri hálfleiksins. I seinni hálfleiknum sótti Burnley svo til muna meira, en tókst aldrei að bæta vió marki eða mörkum. Algjör heppnisstimpill var á 2—0 sigri Arsenal yfir Liverpool. I þessum leik sýndu gestirnir miklu betri knattspyrnu en heimaliðið, og var það fyrst og fremst einstaklingsframtak hins harðskeytta Arsenal-leikmanns Alan Ball sem færði Lundúnalið- inu sigurinn. Hann skoraði bæði mörkin, hið fyrra með góðu skoti utan frá vítateigslínu og hið seinna með þvi aó vippa knettin- um yfir markvörð Liverpool, eftir að hafa snúið á vörnina og komizt innfyrir. Derby County náði forystunni í leik sinum við Queens Park Rang- ers og var það Bruce Rich sem skoraði þegar á 3. minútu. En Adam var ekki lengi í Paradis. Lundúnaliðið náði þarna skínandi góðum leik, og hreinlega yfirspil aði gestina. Eftir mikla pressu að marki Derby varð David Nish það á að skora sjálfsmark en Don Giv- ens skoraði siðan tvö mörk og Dave Thomas eitt, þannig að úr- slitin urðu 4—1 sigur Queens Park Rangers. Middlesbrough náði einnig for- ystu í leik sínum við Newcastle er John Hickton skoraðu á sjöundu mínútu. En Newcastle náði sér síðan vel á strik, og þrátt fyrir að Middlesbrough legði alla áherzlu á að gæta fengs sins tókst það ekki þar sem þeir Malcolm Mac- Donald og Micky Burns skoruðu i seinni hálfleiknum. Botnliðin í deildinni Luton Town og Leicester City náðu bæði jafntefli I leikjum sinum á laugar- daginn. Luton náði kærkomnu stigi í viðureign sinni við Sheff- ield United á útivelli, en Leicest- er lék gegn Chelsea á heimavelli. Eins og vant hefur verið í vetur, var það ekki viðureign liða í 1. deild sem dró að sér flesta áhorf- endur í Englandi á laugardaginn. 47.000 manns komu til þess að horfa á viðureign Manchester United og Bristol City. Og hinir fjölmörgu fylgjendur Manchester iiðsins urðu nú vitni að fyrsta ósigri liðsins á heimavelli í vetur. Eftir að staðan hafði verið 0—0 i hálfleik tókst Donnie Gillies að skora sigurmark Bristolliðsins i seinni hálfleiknum. Urslitin breyta þó engu um það að United hefur enn örugga forystu í 2. deildar keppninni, og varð þar engin röskun á að þessu sinni, þar sem helzti andstæðingur liðsins i baráttunni, Sunderland, tapaði einnig sinum leik. Er nú Sunder- iand eina liðið i 1. og 2. deildar keppninni í Englandi sem ekki hefur tapað leik á heimavelli á þessu keppnistímabili. 3. og 4. deild I 4. deildar keppninni kom það fyrir á laugardaginn sem harla fátítt er i ensku knattspyrnunni. Skoruð voru 11 mörk í leik Shrewsbury Town og Doncaster Rovers. Fyrrnefnda liðið sigraði í leiknum með sjö mörkum gegn fjórum og skoraði einn leikmanna þess, Ray Haywood, þrjú mörk í leiknum. I 3. deildar keppninni eru nú þrjú lið efst og jöfn að stigum: Blackburn, Plymouth og Charlton sem öll hafa 35 stig. Næstu lið eru svo Preston North End, liðið hans Bobby Charltons, með 33 stig, Crystal Palace með 32 stig og Pet- erbrough sem einnig er með 32 stig. I fjórðu deildar keppninni skera tvö lið sig úr. Það eru Mans- field sem er með 46 stig, og Shrewsbury sem er með 42 stig. Næstu lið hafa um 10 stigum minna, en þar eru mörg í barátt- unni. Skotland Glasgow Rangers tók hreina forystu í skozku 1. deildar keppn- inni á laugardaginn, er liðið gerði jafntefli við Morton 1—1. John Hazel skoraði fyrir Morton á 16. mínútu og varð það ekki fyrr en aðeins 4 mínútur voru til leiks- loka að Graham Fyfe tókst að jafna fyrir toppliðið. Baráttan er nú mjög hörð í skozku 1. deildar keppninni, þar sem mikiar breyt- ingar eru þar fyrirhugaðar á deildaskiptingunni. Verða fram- vegis aðeins 10 lið í 1. deild, og má því segja að baráttan sé harðari en nokkru sinni fyrr. Staðan í skozku 1. deildinni er sem hér segir. Tala leikja liðanna í sviga: Glasgow Rangers 37 stig (22), Celtic 36 stig (22), Hibernian 33 stig (23), Aberdeen 26 stig (22), Dundee United 26 stig (22), Hearts 24 stig (23), Dundee 21 stig (22). Ayr 21 stig (22), Dun- fermline 20 stig (21), Motherwell 20 stig (22), Partick 19 stig (23), Airdrie 18 stig (21), St. John- stone 18 stig (22), Kilmarnock 17 stig (21), Morton 17 stig (22), Clyde 16 stig (22), Dumbarton 13 stig (20), og Arbroath 12 stig (22). West Ham færðist ofar á töflunni með sigri sínum yfir Carlisle. Myndin sýnir hinn þeldökka leikmann West Ham, Clyde Best, í baráttu við markvörð Swindon, er liðin mættust i ensku bikarkeppn- inni fyrra laugardag. 1. DEILD L HEIMA UTI STIG Everton 27 7 7 1 23—12 4 6 2 17—13 35 Ipswich Town 28 11 2 1 28—4 5 0 9 11—17 34 Stoke City 28 9 5 1 27—12 3 4 6 17—22 33 Burnley 28 8 3 3 27—17 5 4 5 21—24 33 West Ham United 28 8 4 2 32—15 3 5 6 15—22 31 Liverpool 26 9 2 2 27—12 4 3 6 9—13 31 Middlesbrough 28 6 5 2 22—12 5 4 6 16—20 31 Derby County 27 8 2 2 26—13 4 5 6 16—24 31 Manchester City 28 11 2 1 28—9 1 5 8 9—30 31 Leeds United 28 8 4 2 24—11 4 2 8 15—20 30 Queens Park Rangers 28 6 2 6 18—15 5 4 5 20—22 28 Sheffield United 27 7 6 2 22—16 3 2 7 14—23 28 Newcastle United 26 9 3 2 26—14 2 3 7 12—28 28 Coventry City 28 6 5 2 21—15 2 5 8 15—29 26 Arsenal 27 6 4 3 21—10 3 3 8 11—21 25 I Wolverhampton Wand. 27 6 4 3 23—15 2 5 7 10—20 25 Birmingham City 28 7 2 6 25—22 2 4 7 11—21 24 Tottenham Hotspur 28 4 4 6 18—17 4 3 7 18—24 23 Cheisea 27 2 6 5 13—21 4 5 5 15—24 23 Carlisle United 28 5 17 12—13 3 2 10 16—25 19 Leicester City 27 3 5 6 12—14 2 3 8 12—28 18 Luton Town 27 3 4 6 15—20 1 5 8 9—20 17 2. DEILD L HEIMA UTI stig Manchester United 28 11 2 1 28—8 6 4 4 15—12 40 Sunderland 28 9 4 0 25—3 4 5 6 22—21 35 Norwich City 28 9 2 2 22—9 3 7 5 17—18 33 Aston Villa 27 10 2 1 29—4 3 4 7 12—19 32 Bristol City 27 8 4 1 16—3 4 3 7 11—15 31 Blackpool 28 9 3 2 22—12 2 6 6 6—10 31 W.B.A. 27 7 4 3 18—11 4 4 5 12—10 30 Oxford United 29 11 0 3 23—14 1 5 9 7—26 29 Bolton Wanderes 26 9 4 2 25—9 2 2 7 8—16 28 Hull City 27 7 5 1 17—9 2 5 8 13—36 28 Notthingham Forest 28 5 5 4 17—15 5 2 7 13—21 27 Southampton 27 5 6 2 16—12 4 3 7 19—22 27 Notts County 28 6 7 1 26—16 2 4 8 7—23 27 Orient 27 3 7 3 10—13 2 9 3 10—14 26 Fulham 28 6 4 4 20—11 1 7 6 5—11 25 Portsmouth 28 5 6 3 17—13 3 3 8 10—22 25 York City 27 6 4 4 19—12 3 2 8 14—26 24 Bristol Rovers 28 7 3 5 15—14 2 3 8 13—28 24 Cardiff City 27 6 5 4 19—15 1 4 7 8—23 23 Oldham Atletic 27 7 4 3 19—13 0 4 9 7—18 22 Millwail 28 7 5 2 25—11 0 2 12 7—29 21 Sheffield Wed. 27 3 5 5 16—19 2 3 9 11—23 18 K nattspyrnuúrslit; ENGLAND 1. DEILD: Arsenal — Liverpool 2—0 Birmingham — Burnley 1—1 Everton — Tottenham 1 —0 Ipswich — Wolves 2—0 Leeds — Coventry 0—0 Leicester — Chelsea 1—1 Newcastle — Middlesbrough 2—1 Queens Park — Derby 4—1 Sheffield Utd. — Luton 1—1 Stoke — Manchester City 4—0 West Ham — Carlisle Utd. 2—0 ENGLAND 2. DEILD: Blackpool — Sunderland 3—2 Bolton — Millwall 2—O Bristol Rovers — Norwich 0—2 Cardiff — Orient O—O Fulham — Hull 1—1 Manchester Utd. — Bristol C. 0—1 Notts County — Aston Villa 1 —3 Oldham — Notthingham 2—0 Portsmouth — Oxford 2—1 W.B.A. — Southampton 0—3 ENGLAND 3. DEILD: Blacburn — Peterborough 0—1 Bournemouth — Walsall 0—1 Charlton — Aldershot 3—1 Chesterfield — Port Vale 1—0 Colchester — Huddersfield 3—2 Crystal Palace — Bury 2—2 Halifax — Gillingham 1—1 Hereford — Wrexham 1—0 Southend — Preston 1 — 1 Urslit getrauna LEIKVIKA 23 L«tklr 1. fobrúar 197S Arsenal - Liverpool Blrmlngham - Burnley Everton - Tottenham Ip8wich - Wolves Leeds - Coventry Leicester - Chelsea Newcastle - Mlddlesbro Q.P.R. - Derby Sheff Utd. - Luton Stoko - Manch. Clty West Ham - Carllsle Fulham - Hull 1 2 rfí 2 1 JL a. 7 > ct H /; 1 /< / / > / / > - Swindon — Brighton frestað Watford — Plymouth 1—3 ENGLAND 4. DEILD Barnsley — Bradford 2—2 Cambrigde — Rochdale 1—1 Chester — Northampton 4—1 Hartlepool — Darlington 2—0 Mansfield — Brentford 1 —1 Reading — Workington 3—0 Rotherham — Swansea 1—0 Scunthorpe — Cester 2—1 Shrewsbury — Doncaster 7—4 Torquay — Lincoln 1—3 SKOTLAND 1. DEILD Aberdeen — Hearts 2—2 Celtic — Dumbarton frestað Dundee Utd. — Airdrieonians 1 —0 Dunfermline — Clyde 1—1 Hibernian — Dundee 2—1 Kilmarnock — St. Johnstone 1—1 Morton — Rangers 1—1 Motherwell — Arbroath 3—1 Partick — Ayr 2—2 SKOTLAND 2. DEILD: Albion — East Fife frestað Alloa — Queens Park 3—0 Berwick Rangers — Stirling 2—1 Clydebank — Brechin 3—1 Falkirk — East Stirling 0—1 Forfar — Queen of the South 2—3 Montrose — Meadowbank 2—0 Raith Rovers—Hamilton 1—0 St. Mirren — Stenhousemuir 4—1 Stranraer — Cowenbeath 2—1 V ÞÝZKALAND 1. DEILD: Hertha BSC Berlín — Bayern Munchen 4—1 Borussia Mönchengladbach — Eintracht Frankfurt 3—0 Kickers Offenbach — Hamburger SV 4—1 VFB Stuttgart — Fortuna Dusseldorf 1—1 FC Köln — VFL Bochum 4—1 Wuppertaler SV — Rot Weiss Essen 0—2 Eintracht Braunswick — FC Kaiserslautern 3—2 Werder Bremen — Tennis Borussia Berlin 1—1 Schalke 04 — MSV Duisburg 5—0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.