Morgunblaðið - 04.02.1975, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.02.1975, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1975 (Jr leik Breiöabliks og FH. Ein FH-stúlkan er greinilega í markahug- leiðingum, en Kópavogsstúlkurnar gefa ekkert eftir. Sigurvegarar f Skjaldarglfmu Ármanns. Pétur Yngvason er varð þriðji, Sigurður Jónsson, sem vann nú Armannsskjöldinn til eignar og Jón Unndórsson, er varð f öðru sæti. r r SIGURÐUR JONSSON, VIKVERJA, VANN SKJÖLDINN TIL EIGNAR 63. Skjaldarglíma Armanns var háð í lþróttahúsi Vogaskóla laug- ardaginn 1. febrúar s.l. Skráðir þátttakendur voru 13, en þar af mættu tveir ekki til keppni og tveir keppendur gengu úr keppni vegna meiðsla. Annar þeirra, Hjálmur Sigurðsson, Víkverja, fór úr olnbogalið í fjórðu glfmu sinni og hafði hann unnið allar þessar glfmur. Guðni Sigfússon, Ármanni, gekk úr glfmunni vegna smá meiðsia. Hann hafði glímt f jórar glfmur og hlotið einn vinning. Skjaldarhafi varð Sigurður Jórsson, Víkverja. Hann glímdi vel og drengilega og var vel að sigrinum kominn. Hann lagði alla viðfangsmenn sina á hreinum og velteknum brögðum og hlaut 8 vinninga. Aðalbrögð hans eru klofbragð og sniðglíma á lofti og svo innanfótar hælkrókur. Næstir og jafnir að vinningum voru Pétur Yngvason, Víkverja, og Jón Unndórsson, KR, með 6'A vinning hvor. Glímdu þeir til úr- slita um 2. og 3. verðlaun 02 sigr- aði Jón í þeirri glimu. Um þessa Skjaldarglímu má segja að hún hafi yfirleitt verið vel glímd og sumar glímurnar voru ágætlega glímdar. Óvæntur sigur Breiða- bliksstúlknanna yfir FH ENGAN hefði órað fyrir því að Breiðablik myndi sigra F.H. í 1. deild kvenna. Svo var að sjá fyrir Stórhríðar- mótið á Akureyri Svokallað Stórhríðarmót fór fram á Akureyri 12. janúar. Keppt var í karla- og kvenna- flokki og auk þess í nokkrum unglingaflokkum. Helztu úrslit urðu sem hér segir: Kvennaflokkur: sek. Margrét Baldvinsdóttir, KA 94,1 Guðrún Frímannsdóttir, KA 106,6 Karolina Guðmundsd., KA 109,7 Karlaflokkur: ViðarGarðarsson, KA 89,8 Jónas Sigurbjörnsson, Þór 89,9 Bjarni Sigurðsson, HSÞ 90,3 Teodór Sigurðsson, ÍMA 90,9 Valþór Þorgeirsson, UlA 95,6 Asgeir Magnússon, Þór 97,8 13—14 ára drengir: Ölafur Grétarsson, Þór 75,4 Finnbogi Baldvinsson, KA 81,5 Kjartan Snorrason, Þór 83,6 13—15 ára stúlkur: Katrín Frimannsdóttir, KA 97,7 Aldís Arnardóttir, Þór 99,0 Sigurlaug Vilhelmsd., KA 104,7 leikinn að F.H.-stúlkunum kæmi slfkt allra sist í hug. En svo fór þó að lokum að Kópavogsliðið hirti bæði stigin. Þegar aðeins sex mín. voru til leiksloka hafði F.H. einu marki betur, 11—10, en Breiða- blik skoraði fjögur sfðustu mörk- in, þar af Björg Gísladóttir þrjú. Leikurinn í heild telst varla til merkari viðburða á handknatt- leikssviðinu. Mikið bar á mistök- um, röngum sendingum og klaufalegum leikbrotum. Þaó var jafnt á öllum tölum upp í 11—11, en þá tóku Breiðabliks- stúlkurnar af skarið eins og fyrr getur. Með þessum sigri forðaði Breiðablik sér að öllum líkum frá falli. Liðið hefir hlotið 6 stig úr 7 leikjum, er jafnt F.H. Það verður vart sagt að Breiðablik leiki skemmtilegan handknattleik, en árangurinn er þó nokkur. Að vísu hefir sigurinn verið ákaflega naumur í tveimur síðustu leikj- um, ekki verið tryggður fyrr en alveg í lokin. Þannig krækti Breiðablik í bæði stigin gegn Vík- ingi þegar Sigurborg Daðadóttir skoraði ur aukakasti eftir að leik- tímanum var lokið. Nú var það einnig naumt, Björg Gisladóttir tryggði sigurinn með þrem falleg- um mörkum í lokin. Lið F.H. hefir innan sinna vé- banda margar lagnar handknatt- leiksstúlkur. Það sást þó glöggt (og raunar heyrðist frá þeim lika) að Hafnarfjarðarstúlkurnar töldu fyrst og fremst formsatriði að ljúka leiknum. Það var þó ann- að hljóð i strokknum i leikslok. Þá var dómurunum kennt um hvern- ig fór, en ekki litið í eigin barm. En hvað um það F.H.-stúlkurnar eru efalaust með yngsta liðið í deildinni, stúlkurnar eiga eftir að öðlast reynslu. Þegar reynslan er fengin er ekki efi á að P’.H. verður með eitt sterkasta liðið í kvenna- boltanum. í leiknum gegn Breiða- blik báru tvær stúlkur af, þær Gyða ÍJlfarsdóttir í markinu og Margrét Brandsdóttir. Mörkin: Breiðablik: Sigurborg Daðadóttir 5(4v), Björg Gisladótt- ir 4, Hrefna Snæhólm 3, Kristín Jónsdóttir og Jóna Þorvaldsdóttir eitt mark hvor. F.H. Margrét Brandsdóttir 5, Anna Lísa Sigurðardóttir og Svanhvit Magnúsdóttir 2 hvor, Birna H. Bjarnason og Sigrún Sigurðardóttir eitt mark hvor. Leikinn dæmdu Bjarni Gunn- arsson og Jón Þórarinsson og hefðu mátt vera röggsamari. Það verður þó ekki sagt að annað liðið hafi hagnast umfram hitt. Sigb.G. GLlMUOHSLIT 1 2 3 4-q 4-c * D-P 7-P Q Vinn. 1. Sigurður Jftnsson, V X' 1 1 1 1 1 1 1 1 R 2. J6n Unndftrsson, KH C >: j 1 1 1 1 1 1 6-1- i'étúr Yn,!vason, V 0 X 1 1 1 1 1 1 Guðn. i''r. Halldðrsson, A 0 0 l) X U 1 1 1 1 4 4.-3. Guðcmn.i ir 6lafsson,A 0 0 G 1 1 0 1 1 4 0. :ínlld6r KonrS-'sson, V c 0 0 c c 1 1 1 ? .-A. Rcvnival'iur ölof3son,KH ( 0 0 0 1 t c 1 2 7.-R Þorvaldur i-orsteinsson,A 0 0 0 .0 c c 1 2 9. Eirlkur J-orsteinsson, V 0 0 0 c 0 c c 0 X C Jóhannes farinn utan Jóhannes Eðvaldsson, knatt- spyrnumaður úr Val og fyrirliði íslenzka knattspyrnulandsliðsins, hélt til Danmerkur í gærmorgun, Jóhannes Eðvaldsson. en þar hyggst hann dvelja, senni- lega tvö næstu ár við nám i sjúkranuddi. Mun hann á meðan leika með 1. deildar liðinu Hol- bæk, en það lið varð i fjórða sæti i dönsku 1. deildar keppninni s.l. sumar. I viðtali við Morgunblaðið, áður en Jóhannes hélt utan, sagði hann, að hann hygði gott til dvalarinnar i Danmörku. Það hefði alltaf verið sér mikið áhuga- efni að læra meira, og þá helzt sjúkranudd. Forráðamenn Holbæk-liðsins hefðu verió sér mjög hjálpsamir og hann myndi fá margvislega fyrirgreiðslu, sér- staklega við námið sem umbun fyrir að leika meó liðinu. Jóhannes tók fram, að boðið frá Holbæk hefði hann ekki fengið í gegnum Jack Johnson, þann er bauðst til þess að hjálpa Jóhannesi og fleiri íslenzkum knattspyrnumönnum að komast að hjá atvinnuliðum, heldur hefðu forráðamenn Holbæk haft beint samband við sig. 15—16 ára drengir: Karl Frímannsson, KA 86,3 Ottó Leifsson, KA 88,7 Ingvar Þóroddsson, KA 89,4 11—12 ára stúlkur: Nanna Leifsdóttir, KA 69,2 Anna Hauksdóttir, KA 80,1 Lilja Stefánsdóttir, KA 140,2 11—12 ára drengir: Jón G. Viðarsson, KA 64,0 Jón R. Pétursson, KA 69,5 Helgi Eðvarðsson, Þór 70,0 Guðgeir stóð sig vel GUÐGEIR Leifsson úr Fram stóð sig með miklum ágætum f fyrsta leik sfnum með skozka 1. deildar liðinu Morton, er það mætti efsta liðinu f 1. deildar keppninni, Glasgow Rangers sl. laugardag. tlrslit leiks þessa komu mjög á óvart: Morton náði jafntefli, 1—1, og hafði raunar forystu f leiknum fram undir það síðasta. Leikurinn þótti annars heldur lélegur, og bar vitni fremur erfiðum aðstæðum sem leikið var við, en mjög mikið hefur rignt í Skotlandi að undanförnu og eru vellirnir þvf illa farnir. Guðgeir Leifsson gaf Rangers-köppunum lítið eftir f þessum leik, og vakti sérstaka athygli fyrir góðar og nákvæmar sendingar sínar. Má ætla að þessi ágæta byrjun hans verði til þess að auðvelda honum að fá samninga, ekki aðeins við Morton, heldur opni honum möguleika á að betra félag renni til hans hýru auga. Annar Islendingur, Atli Þór Héðinsson, framlínumaður úr KR, er nú kominn til Morton og byrjaður að æfa með félaginu, en hann lék þó ekki með þvf á laugardaginn. Morton-liðið hefur átt við töluverða erfiðleika að stríða á þessu keppnistímabili. Margir af beztu lcikmönnum liðsins hafa orðið fyrir meiðslum. Verður að teljast tvfsýnt að félagið haidi sæti sínu f 1. deildinni, en þar á að fækka niður í 10 lið, eftir þetta keppnistímabil.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.