Morgunblaðið - 04.02.1975, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.02.1975, Blaðsíða 5
COLSON LAUS Washington 1. febrúar. Reuter. G. GORDON Liddy er nú sá eini af höfuðpaurunum í Watergate- hneykslinu sem enn situr f fangelsi, eftir að Gerard Gesell, alrfkisdómari, fyrirskipaði f gær að Charles Coison, fyrrum valda- mikill embættismaður í Hvfta húsinu, skyldi sleppt, Var fangelsistfmi Colsons styttur úr eins til þriggja ára fangelsi til þess tfma sem hann er nú þegar búinn að afplána. Colson, sem er 42 ára að aldri, sat inni fyrir að hindra frámgang réttvísinnar. Ástæðuna fyrir þessari ákvörðun kvað Gesell vera alvarlegar fjölskyldu- ástæður Colsons, en ekki er vitað hvers eðlis þær eru. Akvörðunin kom mjög á óvart. Colson var tal- inn einna harðskeyttastur flugu- manna Nixons, og lýsti því einu sinni yfir að hann myndi traðka á ömmu sinni ef það auðveldaði endurkjör Richard Nixons i embætti forseta. Colson hefur hins vegar þótzt vera trúarlega frelsaður maður upp á siðkastið. Bandalag kvenna ályktar um heil- brigðismál AÐLAFCNDCR Bandalags kvenna f Reykjavfk, haldinn dag- ana 6. og 7. nóvember 1974, álykt- ar eftirfarandi: 1. Aðalfundurinn fagnar því, að göngudeild hefur tekið til starfa við Fæðingardeild Landspítalans. 2. Aðalfundurinn skorar ein- dregið á hæstvirt Alþingi að hækka fjárveitingu á fjárlögum næsta árs til til Fæðinga- og kven- sjúkdómadeildar Landspitalans i 120 milljónir. Sjái hæstvirt Alþingi sér ekki fært að hækka fjárveitingu nægilega til lúkn- ingar deildarinnar verði gefið út skuldabréfalán fyrir þvi sem á vantar. 3. Aðalfundurinn þakkar borg- arstjórn þá stækkun, sem gerð var á Fæðingarheimili Reykjavik- urborgar. 4. Aðalfundurinn beinir þeirri eindregnu áskorun til Alþingis og heilbrigðismálaráðuneytis, að heilbrigðisþjónusta komist sem fyrst í það horf, sem felst í ákvæðum um heilsugæslustöóvar í lögum um heilbrigðisþjónustu, 21. gr. 5. Aðalfundurinn beinir þeirri eindregnu áskorun til mennta- mála- og heilbrigðisráðuneytis, að hafin verði hið fyrsta kennsla við Háskóla Islands i sjúkra- og iðju- þjálfun, þar sem mikill skortur er á sérmenntuðu starfsliði við sjúkrahús þau og heilsugæslu- stöðvar, sem brátt eiga að taka til starfa víðs vegar á landinu. Jafn- framt lýsir fundurinn ánægju sinni yfir, að í haust tók til starfa skóli, sem menntar aðstoðarfólk lyfjafræðinga — Lyfjatækniskól- inn. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRUAR 1975 VETRAROTSALAN SENIALLIR HAFA BEÐID . EFTIR HELDIIR ÍFRAM Wsís ULLAR BUXUM VORU FRAMLEIDDAR^Í25| 1 BEINT Á ÚTSÖLUNA í OKKAFTSgS VINSÆLU SNIÐUM. ÞESSAR ^jÖS. ^ BUXUR VERÐA AÐEINS Á l||S|j BOÐSTÓLUM Á MEÐAN Á NK ÚTSÖLUNNI STENDUR. □ BOLIR □ KJÓLAR □ FÖT MEÐ VESTI □ LOÐFÓÐRAÐIR KULDAJAKKAR Á DÖMUR OG HERRA C □ HERRA OG DÖMUSKÓR í ÚRVALI O □ HLJÓMPLÖTUR NU ER HVER SIÐASTUR x LÁTIÐ EKKI HAPP ÚR HENDI SLEPPA TIZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS m KARNABÆR “ l /FKJARGOTU ? lAtJGAVEGI ?0A tAIJGAVEGI fifi t TFKJARGOTU ? IAIJGAVEGI 20A LAUGAVEGI 66 LÆKJARGÖTU 2 SIMI 21800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.