Morgunblaðið - 04.02.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.02.1975, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRUAR 1975 Kosið um leiðtoga brezka Ihaldsflokksins: Margaret Thatcher helzti keppinautur Edwards Heaths — við fyrstu atkvœðagreiðsluna % Um þessar mundir stendur yfir í brezka íhaldsflokknum harð- skeytt barátta um leið- togastöðuna í flokknum, sem Edward Heath hefur skipað um árabil og er ekki ljúft að láta af hendi. Hann hefur hins- vegar, svo sem kunnugt er, mætt vaxandi gagn- rýni flokksbræðra sinna, einkum eftir hrakfarir flokksins í síóustu kosn- ingum og telja margir ólíklegt, aó hann geti, eft- ir það sem undan er gengið, aflað flokknum nægilegs fylgis til að standast Verkamanna- flokknum snúning. £ Ákveóið hefur verið aö leiótogi flokksins verði kosinn af þing- mönnum, sem eru nú 276 og hafa verið ákveðnar reglur um fyrirkomulag leiðtogakosningarinnar. Er þar gert ráð fyrir allt að þremur atkvæða- greiðslum og verður sú fyrsta i dag, þriðjudag. Þá keppa um sætið Heath sjálfur, Hugh Fraser og Margaret Thatcher. Er þetta í fyrsta sinn, sem kona sækist eftir slíkri vegtyllu í þeim herbúð- um. Búizt er við allspennandi at- kvæðagreiðslu, þvi haft er fyrir satt að mjótt sé á mununum milli þeirra Thatcher og Heath, þó sá síðarnefndi þyki heldur sigurstranglegri. Til sigurs — og til að ljúka leiðtogakjörinu þar með við fyrstn.;átkvæða- greiðslu — þarf að minnsta kosti 139 atkvæði af 276 og að auki þarf sá, sem flest atkvæði fær, að hafa 15% fleiri atkvæði en næsti maður, það er að segja 41 atkvæði umfram þann, sem er númer tvö. Takist engum aó ná þessum yfirburðum verður kosið aftur eftir viku og geta þá fleiri tekið þátt í baráttunni. Þá þarf hrein- an meirihluta til sigurs en ekki umrædd 15% yfir næsta mann. Fái hins vegar enginn hreinan ineirihluta verður gengið til at- kvæða í þriója sinn eftir tvær vikur, og þá mega aðeins þrír efstu menn úr annarri atkvæða- greiðslu keppa til úrslita. Sá verður leiðtogi flokksins, sem flest atkvæði fær þeirra þriggja. Unnið hefur verið að fyrir- komulagi þessarar kosningar i nokkurn tima og að því verki staðið sérstök nefnd undir for- sæti Sir Alec Douglas Home, fyrrverandi utanrikisráðherra Þær reglur, sem nefndin ákvað, voru talsvert umdeildar, sér- staklega voru uppi háværar raddir þeirra sem vildu, að all- ir, sem áhuga hefóu á leiðtoga- sætinu, skyldu bjóða sig fram til fyrstu atkvæðagreiðslu. Einnig vildu ýmis samtök inn- an flokksins fá að hafa hönd í bagga með atkvæðagreiðslunni, þannig að hún yrði ekki i hönd- um þingmanna einna. Þegar til kom voru reglur nefndarinn- ar þó samþykktar. Þau Heath, Fraser og Thatch- er hafa unnið að því ötullega að undanförnu að safna fylgi með- al íhaldsþingmanna, rætt við þá hvern og einn undir fjögur augu eða fleiri saman. Þó nokkrir höfóu verið dregnir í dilka þegar þessi grein var skrifuð fyrir helgina; til dæmis var vist, að Carrington lávarð- ur, leiðtogi flokksins í lávarða- deildinni, og Robert Carr, nú- verandi fjármálaráðherra skuggaráðuneytisins, mundu styðja Heath eindregið og lík- lega einnig Hailsham lávarður, fyrrum fjármálaráðherra. Hins- vegar á Thatcher vísan stuðn- ing Keiths Josephs, innanríkis- ráðherra skuggaráðuneytisins, Edwards du Cann, sem er for- maður hinnar áhrifamiklu 1922-nefndar, og Sir Geoffreys Howes, sem er talsmaður Ihaldsflokksins í verðlagsmál- um. Talsmaður flokksins í at- vinnumálum, John Prior, hefur gefið í skyn, að hann muni fylgja Heath í fyrstu atkvæða- greiðslu, en bjóða sig sjálfur fram fyrir aðra atkvæða- greiðslu, ef til hennar kemur. Þá er og jafnvel gert ráð fyrir þátttöku Williams Whitelaws, fyrrum N-Irlandsmálaráðherra og núverandi formanns flokks- ins enda þótt hann hafi sjálfur látið í ljós þá skoðun, að hann geti tæpast boðið sig fram gegn þeim manni, sem skipaði hann í þá stöðu — embætti N- Irlandsmálaráðherra — sem varð honum mest til pólitisks framdráttar. Getum hefur verið að því leitt, að leiðtogavanda- málinu verði ráðið þannig til lykta, að þingmenn sameinist um Whitelaw sem málamiðlun milli Heaths og Thatchers. Sú skoðun kemur viða fram i blaðaskrifum, að skoðanabræð- ur Heaths greini yfirleitt ekki á um, að hann sé flestum þeirra hæfari til að gegna leið- togstöðunni. Engu að síður telji þeir hann hafa til að bera ýmsa eiginleika, sem komið hafi í veg fyrir, að hann fengi notið sin sem skyldi og þess vegna meðal annars hafi flokkurinn farið svo illa sem raun bar vitni. Er á það bent, að Heath hafi aldrei náð auðveldlega til kjósenda, hann sé ekki maður, sem al- menningur laðizt að; ekki mað- ur sem veki hjá öðrum beinlinis hlýjar tilfinningar. Þá er það margra mat að Heath hafi stað- ið sig illa sem forsætisráðherra, að hann hafi stuðlað að of mik- illi spennu i atvinnulífinu og að átök hans við námaverkamenn, sem m.a. urðu stjórninni að falli, hafi verið einkar klaufa- leg. Jafnframt er það talið ráða afstöðu ýmissa flokksmanna Heaths, að þeir telji eins lík- legt, að þróun mála í Bretlandi verði á þá lund á næstunni, að nauðsynlegt reynist að koma þar á samsteypustjórn og þá sé Heath ekki heppilegur leiðtogi íhaldsflokksins. Leiðtogi verði annars vegar að geta leitt flokk- inn sameinaðan til stjórnarsam- starfs við hina flokkana og séð svo um að hlutur hans skerðist ekki af því samstarfi - og hins- vegar að vera fær um að leiða flokkinn styrkri hendi út í næstu kosningar — og vinna þær. Flokksmenn Heaths efast um, að hann sé rétti maðurinn til þessara starfa; þeir telja ólíklegt að hann fái jafnað þann ágreining, bæði um menn og málefni sem nú rikir innan flokksins og vafasamt að for- ystumenn Verkamannaflokks- ins yrðu fáanlegir til stjónar- samstarfs við Ihaldsmenn með Heath á oddinum eftir átök hans við holanámaverkamenn. Sem fyrr segir, er talið muna litlu á fylgi Heaths og Thatch- ers og liklegt, að þau eigi vís rúmlega 100 atkvæði, hvort um sig. Fraser gerir hinsvegar strik í reikninginn. Honum fylgja ýmsir andstæðingar Heaths, sem vilja alls ekki styðja Margaret Thatcher. Get- um hefur verið að þvi leitt, að Fraser dragi sig í hlé áður en atkvæðagreiðslan hefjist, en sjálfur hefur hann vísaó slíkum hugmyndum á bug. Framboð Thatchers í leið- togaembættið vekur að vonum talsverða athygli og þykir mörgum hæfa að kona geri sig gildandi i forystu Ihaldsflokks- ins á sjálfu kvennaárinu. Hún hefur mikla reynslu i starfi flokksins og hefur staðió af sér ýmsa storma. 1 stjórn Heaths hafði hún með höndum emb- ætti kennslumálaráðherra og stóð þar að þeirri umdeildu ráð- stöfun að hætta að gefa skóla- börnum kost á ókeypis mjólk. Er þessa gjarnan minnzt þegar getið er stöðu hennar í litrófi flokksins, sem er býsna langt til hægri. Margaret Thatcher er sögð í hópi þeirra, sem telja of langt hafa verið vikið frá upp- haflegu eðli flokksins og mark- miðum, að hálfvelgja hafi ein- kennt stefnu hans undanfarin ár og að forysta hans hafi verið í molum. Hún hefur ásamt Keith Joseph og fleirum staðið að því að koma á laggirnar inn- an flokksins einskonar hug- myndabanka þar sem vísir menn hafa lagt höfuð sín í bleyti til að reyna að finna leið- ir til að sveigja stefnu flokksins aftur til hægri. Thatcher er t.d. sögð eindregið fylgjandi sem mestu freisi í viðskiptum og telur að standa beri vörð um hin gömlu lögmál framboðs og eftirspurnar, hún vill draga úr eyðslu ríkisbáknsins og afskipt- um og dreifa valdi stjórnarinn- ar. Andstæðingar hennar innan flokksins segja hugmyndir hennar rigbundnar við hags- muni millistéttanna, þar sem Heath aftur á móti hugsi fyrst og fremst um heildarhag þjóð- arinnar. Visa stuðningsmenn Heaths gjarnan til uppruna hans — hann er trésmiðssonur — sem tryggingar fyrir þvi, að hann beri ekki fyrir borð hag láglaunastétta. Margaret Thatcher er aftur á móti dóttir smákaupsmanns og gift efnuð- um kaupsýslumanni og eitt af þvi, sem einkenna þykir póli- tíska afstöðu hennar eru hatt- arnir, sem hún gjarnan ber á höfði sér og málrómur hennar, sem liggur allhátt í tónskálan- um svo sem einkennt hefur gjarnan brezkar yfirstéttarkon- ur. Sérstaklega er þessu haldið á loft af yngri kynslóðum flokksmanna, en Heath virðist eiga talsvert meiri stuðning þeirra á meðal en Thatcher. Um þessar mundir er Marga- ret Thatcher talsmaður Ihalds- flokksins gegn fjárlagafrum- varpi stjórnar Verkamanna- flokksins og er þess beðið með nokkurri eftirvæntingu hvern- ig henni ferst það úr hendi. Hún hefur orð fyrir að gefa andstæðingunum ekkert eftir i kappræðum og standa sig býsna vel í þeirri ljónagryfju, sem neðri málstofa brezka þingsins er, — en þar er engum grið gefin, sem ekki heldur vel á máli sinu. Svo sem við er að búast, hef- ur kynferði þessa stjórnmála- manns fléttazt inn í umræðuna um líkurnar fyrir því, að henni takist að velta Heath úr sessi. Framhald á bls. 35 ENDURSKOÐUÐ VERÐI LÖG UM KIRKJUBYGGINGASJÓÐ Aðalfundur Bandalags kvenna 1 Reykjavfk haldinn dagana 6. og 7. nóvember 1974 ályktar eftir- farandi: 1. Aðalfundurinn vill vekja at- hygli á hinum sívaxandi vanda með kirkjubyggingar í Reykja- vík. Söfnuðum er það alger- lega um megn að standa undir byggingum kirkna og telur Bandalagið fráleitt, að allur þunginn af slikum byggingum sem standa munu um aldir, leggist á eina kynslóð. Aðalfundurinn skorar þvi á kirkjuyfirvöld að hlutast til um að endurskoðuð verði nú þegar lög um kirkjubygginga- sjóð með það fyrir augum, að rikið og borgar- eða sveita- sjöðir taki að sér verulegan hluta byggingarkostnaðarins og bendir á það, sem víða tið- kast i nágrannalöndum, að rík- ið leggi fram 1/3 kostnaðar við byggingu nýrrar kirkju, borgar- eða sveitarsjóður 1 /3 og viðkomandi söfnuðir 1/3 hluta. Aðalfundurinn telur núverandi ástand i kirkju- byggingamálum algerlega óviðunandi, þar sem tímarnir krefjast nú meira en kirkjunn- ar einnar, og sjálfsagt þykir að hafa einnig safnaðarheimili i tengslum við kirkjuna. Aóal- fundurinn vill koma þeirri hugmynd á frámfæri, hvort ekki mætti nota safnaðar- heimilin sem skóladagheimili — eða dagvistunarheimili fyrir aldraða, þar sem tilfinnanleg- ur skortur er á slikum stofnun- um hér í Reykjavfk. 2. Aðalfundurinn lýsir yfir stuðningi sinum við fram komnar óskir safnaða um hækkun sóknargjalda. 3. Aðalfundurinn vill enn sem fyrr benda á, að nauðsynlegt sé, að prestar og skólastjórar hafi þegar á haustin samvinnu um skipulagningu kristin- dómsfræðslunnar, þannig að ætlaður sé ákveðinn timi til fermingarundirbúningsins. Aðalfundurinn telur fermingarundirbúning mjög mikilvægan og áríóandi að ekki sé slakað á i þeim efnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.