Morgunblaðið - 04.02.1975, Side 25

Morgunblaðið - 04.02.1975, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRUAR 1975 25 ÞAR sem ég er áhugamadur um kvikmyndir, langar mig aö spyrja ykkur nokkurra spurninga sein ég vuna aö þiö svariö. 1. Er hægí aö fá Banda- riska vikublaöiö VARIETY hér i borginni, og þá hvar? 2. Hvaöa kvikmyndahús hefur umboö fyrir AVCO — EMBASSY kvikmyndir hér á landi? 3. Er hiegi aö fá eftirtalin tímarit hér ogþáhvar, a) CHAPLIN, (sænskt), b) FILMRUTAN. (sænskt). c) SCREEN EDU- CATION, og SCREEN EDUCATION Yearbook, (ensk)? Aö lokum vil ég nota tæki- fa*riö og þakka sfbatnandi þætti. Baldur Ragnarsson. SVAR: bví er fyrst tii aö svara, aö Bandarfska vikublaöiö VARIETY er ófáanlegt hér á landi, þarf aö panta þaö beint frá utgefanda. Þaö ilöa u.þ.b. þrir mánuöir uns fyrstu blöðin berast frá þvf að pöntunin er send, og síð- an kemur „biblfa skemmti- iðnaöarins“ yfirl. með mán- aðurniillibili. Utanáskrift útgefandans er: VARIETY I.NC. 154 WEST 46TH. STREET NEW YORK.N.Y. 10036. U.S.A. (Arsgjaldið var f fyrra U.S. $27). 2. Ekkert eitt kvikmynda- hús hérlendis heíur umboö fyrir AVCO - EMBASSY PICTURES. Tvö þeirra hafa skipt við fyrirtækiö og sýnt myndir þess. það eru Háskólabfó og sérstaklega Hafnarbíó. Það má bæta þvf viö hér tii gamans, aö nú eru dagar þessa litla kvikmyndafram- leiðslufyrirlækis, brátt allir. AVCO — EMBASSY er aö mestu leyti smiö framleið- andans Joseph E. Levine. sem geröist all umsvifamik- ill á timabili og komst þá í náöina hjá Paramount Pictures. Þar framleiddi hann allnokkrar, velheppn- aðar myndir þeirra frægust er THE CARPETBAGG- ERS. Velgengnin steig Levine til höfuðs, og varö hún til þess aö liann stofnaöi sitt eigiö framleiöslu- og dreifi fyrirtæki, EMBASSY PICTURES. Og lánið elti Jón. Ein fyrsta myndin sem EMBASSY fjármagnaöi var engin önnur en TIIE GRADUATE. Hinar gifur- legu vinsældir sem myndin átti að fagna, gerðu Levine aö margmilljónera, (f dol- um), og EMBASSY varð freistandi bráö í augum stór- fyrirtækjanna. Fljótlega yfirtók risafyrír- tækió AVCO, þessa hugar- smíó Levines, og fygldi hann aö sjálfsögðu með í kaupunum. Sföan hefur gengiö á ýmsu, og framieiðslan verið svona upp og ofan, þó aóai- lega ofan. Levine haföi löng- um tröllatrú á leikstjóran- um Mike Nichols sem geröi THE GRADUATE, en næsta mynd hans fyrir A.—E. var CARNAL KNOW'LEDGE og uppfyllti liún engan veginn þa*r björtu vonir sem við hana voru bundnar. Þetta var rándýr mynd sem skilaði engum ágóða og nú fór stjarna Levine lækkandi. Reiöarslagiö var svo næsta mvnd Niehols. THE DAY OF TllE DOLPHIN. Þetta varö óhemju dýr kvikmynd, og að iokum var svo komið að ákveðiö var aó Levine stæói eða félli með mynd- inni. Er skemmst frá því að segja aó TDOTD hlaut lélega dóma, og enn verri aósókn. — og Levine fékk sparkið. Og nú er semsagt álitió vestra að AVCO — EMBASSY þrauki ekki áríó út. nema aö kraftaverk ger- ist. En það er jú ekki fátftt í kvikmyndaiðnaðinum. 3. CHAPLIN er ófáaniegl hér á landi, en ulanáskrift útgefandanser: a) SVENSKA FILM- INSTITUTET BOX 27 126, S 102 52 STOCKHÖLM SWEDEN Arið 1974 var ársgjaldió. (9 blöð), S. kr. 35.—, ískips- pósti. b) FILMRUTAN veróur aó panta beint frá útgef- anda, utanáskriftin er: FILMRUTAN GRANANGSRINGEN 5« B (3) 135 00 TYRESÖ SWEDEN. Arsf jóróungsrit, árgjald s. kr. 15.—. e) ftg lenti f vandræöum meó að grafa upp fjórða blaðið sem þú spyrð um. l.fklegast aö hér sé um aó ræöa tfmaritiö: SCREEN — The Journal of the Soeiet.v for Edueation in Eilin and Television. Þaó er gefió út af: B.F.I. 81 DEANSTREET LONDON W.l.V. 6AA. ENGLAND. Ef ykkur liggur eitthvaó á hjarta varóandi kvikmyndir, vantar upplýsingar. viljfö koma skoöunum ykkar á framfæri o.s.frv.. þá viljum vió alit fyrir ykkur gera. KVIKMYNDASlDAN c/o Morgunblaðið Aóaistræti 6 Reykjavfk. Þaö hefur lengi verið draum- ur flestra kvikmyndahöfunda að vera peningalega sjálfstæðir og þurfa ekki að vinna fyrir stúdíó eða annan fjársterkan aðila, sem er þá sifellt aó skipta sér af þvi,.hvernig „pródúktið" eigi endanlega að lita út, til þess að það gangi í væntanlega The Exorcist eftir Friedkin. PUNKTAR áhorfendur. Meðal ungra kvik- myndagerðarmanna í Banda- ríkjunum er þó að minnsta kosti einn, sem hefur tekist aö gera þennan draum sinn að veruleika. Eftir að Francis Ford Coppola gerði Guðföður- inn gat hann kastað betligerv- inu og gert, það sem honum datt í hug. Coppola haföi áður myndað sitt eigið fyrirtæki, American Zoetrope, ásamt nokkrum félögum sínum, og gert samning við Warner Brothers, þar sem George Lucas fékk m.a. tækifæri til aó gera sina fyrstu mynd, THX 1138. Warner Brothers líkaði hún hins vegar ekki og neituðu að semja meira við fyrirtækið. Þar með misstu þeir af „The Conversation“ og „American Graffiti", sem báðar voru hluti af næsta samningi. Coppola hafði um nokkurn tima langað til að gera „The Conversation", en ekki fengið peninga til þess, fyrr en hann gat fjármagnað hugmyndina sjálfur fyrir ágóð- ann af Godfather. Jay Cocks, kvikmyndagagnrýnandi Time, hefur fylgst nokkuð náið með nýjum leikstjórum í Banda- ríkjunum og telur hann, að þar sé misjafn sauður i mörgu fé, sumir jafnvel stórvarasamir. Cocks álítur, að Coppola hafi sannað heiðarleik sinn i garð kvikmyndarlistarinnar, þegar hann fórnaði ágóðanum af God- father til að gera „vafasama gangmynd", einungis vegna þess að hann fann hjá sér þörf til að gera hana. Fyrir þennan mann er peningalegt sjálfstæði gott, vegna þess að hann þorir að gera það sem hann langar til. Sama heiðarleika í garð listar- innar eignar Coeks Robert Altman, Brian DePalma, Martin Scorsese (Mean Streets) og Terry Malick (Bad- lands), allt fremur ungir kvik- myndahöfundar, sem ekki hafa verið beygðir af gróðasjónar- miðinu. Cocks telur hins vegar að Pet- er Bogdanovich (Last Picture Show) og William Friedkin (Exoricist), sem báðir eru ung- ir, mundu ekki kunna að hag- nýta sér peningalegt sjálfstæði, vegna þess að þeir séu um of bundnir, annar hefð en hinn gróðarsjónarmiðinu. jr æ NYJA BIO: SLEUTH Bandarfsk, frá 1972. Leik- stjóri Joseph Mankiewich; handrit: Anthony Shaffer, byggt á samnefndu leikriti hans; tónlist: John Addison. Leiktjöld og búningar: Ken Adams. 20th Century — Fox. Hinn kokkálaói eiginmaður, (Laurence Olivier), hefur boð- ið eljara sínum, (Michael Caine), í heimsókn á afskekkt ! sveitasetur. Eiginmaðurinn er frægur sakamálarithöfundur, hábreskur „aristocrat“, sem kominn er af léttasta skeiði. Frióillinn er afturámóti upp- sleiktur hárgreiðslumeistari, af ítölsku bergi brotinn. Þeir stytta sér stundir við að fara i hættulega, hugvitsamlega leiki, þar sem hver gerir hverjum hvað, og hvað er raunveruleiki eða blekking, verður æ óljós- ara. Þetta er i stuttu máli efnis- þráðurinn, en þetta frábæra handrit er til allrar guðsbless- unar, samið af Shaffner sjálf- um, eftir leikriti hans, en það hefur hlotið frábærar móttökur víða um lönd. Það hefur ærið oft brunnið við að leikhúsverk hafi mis- lukkast i kvikmyndagerð þeirra, en svo er ekki farið með SLEUTH. Vönduð leikstjórn Mankiewich, kvikmyndatakan, leikmunir, tjöld og búningar Adams, ásamt handritinu, sjá fyrir því, aó gera SLEUTH jafnframt að einkar vel heppn- aðri og greindarlegri kvik- mynd. Þá er leikur þeirra Caine og Oliviers óaðfinnanlegur, sér- staklega er gamla Shakespeare kempan i essinu sínu, og fer á kostum, svo unun er á að horfa. Meðfæddir snilldarhæfileikar ásamt háþróaðri tækni, hreyf- ingum og raddbeitingu Oliviers, njóta sín hér til hinns ýtrasta, og getur myndin oróið minni spámönnum hin ágætasta lexía. Þetta er mynd sem ætti ekki að valda neinum vonbrigðum, og sist þeim vandlátustu. Sæbjörn Valdimarsson. Bogdanovich var áður gagnrýn- andi og mikill aðdáandi Hawks, Fords og Hitchococks og talaði svo mikið um þá og ást sína á Hollywood, að hann fékk allt i einu peninga til að búa til myndir sjálfur. Gagnrýnendum finnst hann hins vegar stæla svo mikið þessa gömlu meistara, að hann hafi ekki gert eina einustu mynd af sjálfsdáðun. Þeir segjast þvi enn vera að bíða eftir mynd eftir Bogdanovich. Friedkin fær hins vegar öllu verri útreið hjá Cocks. Friedkin hefur nefnilega látið i það skína, að kvikmyndalist væri nokkuð, sem kæmi honum ekki við. Hafa gagnrýnendur velgt hon- um nokkuð undir uggum fyrir þessa afstöðu en Friedkin hefur allur færst í aukana. Þyk- ir gagnrýnendum nú orðið nóg um sjálfbirgingshátt hans og hól um eigið ágæti. Friedkin lýsti því t.d. yfir í matarboði, sem honum var haldið í Chicago af nokkrum bissnes- mönnunum, að það væri hyl- dýpisgjá milli gagnrýnenda og áhorfenda og lét að því liggja, að i fæstum tilfellum endur- spegluðu þeir gæðamat al- mennings. Hann bætti því við, að myndir, sem gagnrýnendur hældu — Mean Streets, Bad- lands, Conversation, — væru sniðgengnar af áhorfendum og tærðust upp í kvikmynda- húsunum. Cocks viðurkennir að vísu sannleikann í þvi, að það sé gjá á milli gagnrýnenda og áhorfenda en honum þykir Friedkin leggjast æói lágt að reyna að upphefja sjálfan sig með því aó troða á félögum sinum, sem fengu betri dóma en hann sjálfur. Hvort sem stríð Friedkins við gagnrýnendur á eftir að verða hatrammara eða ekki, verður fróólegt að fylgjast með þvi hvort dómar almennings verða honum lyftistöng til einhverra stórátaka í framtiðinni. SSP ó tjokJinu Sigurður Sverrir Pálsson: The Sting The last Picture Show ★★★★ The Last of Sheila ★★ Last Tango in Paris ★★★★ Sæbjörn Valdimarsson: Háskólabíó: ★★ NýjaBíó: ★★★ Stjörnubíó: ★★★★ Hafnarbió: ★★★ Austurbæjarbíó: ★★ Tónabíó: ★★★ Laugarásbíó: ★★★★

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.