Morgunblaðið - 04.02.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.02.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐ.JUDAGUR 4. FEBRUAR 1975 23 „Svo sem kunnugt er af fréttum í fjölmiðlum veitti Alþingi á fjárlögum síðasta árs tólf milljón króna fjárveitingu sem úthlutað skyldi sem launa- uppbót til verðugra lög- fræðinga í þjónustu ríkis og bæjarfélaga, en við starfsmat kom í ljós að álagið sem hvílir á þessum mönnum vegna eðlis starfs þeirra er langt umfram það sem venjulegir launþegar mega þola. Skilyrði fyrir veit- ingu var að lögfræðingarnir skiluðu skýrslu um afrek sín og störf í þágu skattborgaranna. Allir skiluðu skýrslu, þ. á m. Bergur Guðnason, lögfræðing- ur hjá Skattstofu Reykjavíkur. Stjórn Lögmannafélagsins brá á það ráð að fela rakara og kunnum briddsspilara hér í borg að vinsa úr hina verðugu á grundvelli innsendra skýrslna, en áskilið var af fjárveitinga- valdinu að fjárhæð til hvers eins sem verðugur teldist næmi ekki lægri upphæð en þrjú hundruð þúsundum. Þar af leiðandi komu ekki nema 40 lögfræðingar af hundrað til greina. Val ólögfróðs manns til verksins mun hafa verið gert í hlutleysisskyni. Hafði hann fimm daga til verksins og skilaði að þeim liðnum lista meó nöfnum fjörutíu lög- einu annaö eftir JÓHANNES HELGA hún er bæði i þér og umvefur þig, rétt eins og loftið sem þú andar að þér. Það er svona ein- falt, og því er skipan nefndar- innar forkastanleg, einnig frá þessu sjónarmiði. Að þið hafið flett flokksskrám eða velt fyrir ykkur stjórnmálaskoðunum rit- höfundanna, það dytti mér ekki í hug að bera á ykkur, ekki á neina nefnd, alls enga, enda er hið útjaskaða orð rauðliði ekki frá mér komið. En pólitík, hún er innbyggð, hún er alls staðar, ósýnileg og sýnileg. Mig rekur heldur ekki minni til að æmt hafi verið né skræmt í Þjóðvilj- anum eftir úthlutunina 1973. Svo ánægðir voru svokallaðir vinstri menn með sinn hlut. En í Morgunblaðinu var sex sinnum fjallað um málið, þar af einu sinni i leióara, og tvö skrif birtust i VIsi og leiðari að auki. Um önnur blöó veit ég ekki. Það eru þessi skrif sem þú telur ekki svaraverð — af því að þau voru ekki nóg að magni. Þú hefur kannski búist við fjöru- tíu greinum. Einn mælir jafnan fyrir munn margra og greina- fjöldinn, þótt ærinn sé, segir ekki alla söguna um fyrirlitn- inguna á vinnubrögðum ykkar. BERGUR: „Að lokum skal þess getið varðandi úthlutun- Rakara falið að ákvarða launa- uppbót til lögfræðinga ríkisins fræðinga, þeirra sem uppbóta skyldu hljóta af almannafé. Bergur Guðnason, cand. juris., var ekki meðal þeirra og brást hinn versti við, kvað valið á kommissarnum fáránlegt, fyrir nú utan að tíminn sem honum hefði verið ætlaður til að gera úttektina væri óvirðing við allt sem fælist í hugtakinu „mann- leg skynsemi", svo ekki væri talað um siðferði; brot á stjórnarskránni og hreinn at- vinnurógur eðli málsins sam- kvæmt, þar sem listinn yrði birtur alþjóð. Krafði Bergur cand. juris rakarann káta skýr- inga á vinnubrögðunum. Rak arinn hló gassalega, púaði Havannavindlareyk framan i cand. jurisinn og gall við hátt um leið og hann sprengdi sellófanið utan af spilapakka: Rólegur góði minn. Ég notaði sömu aðferð og þú þegar þú varst að úthluta rithöfundum viðbótarritlaunum. Ég fór bara eftir útlitinu á ykkur og for- dómum mínum og leiðbeining- um viss aðila í stjórn Lög- mannafélagsins. Ég er jú rakari. Rakarinn stokkaði spilin og bætti við stórtenntur: Ég segi bara við þig Beggi svipað og þú sagðir i grein þinni föstudaginn 24. janúar við rithöfundinn suður með sjó: Lærðu bara logfræðina þína betur góði. Og hold sá kjæft og komum í lönguvitleysu. Bergur sá að maðurinn hafði gert óverjandi mark, að þetta væri alveg rétt hjá honum, skynsamur maður Bergur og ekki að erfa smámuni og skildu menn sáttir að kalla. Veit ég vel að ofangreindur tilbúningur er ekki fullgild hliðstæða úthlutunar viðbótar- ritlauna, samlíkingar eru það aldrei, en það er ekki mikill munur á og skyldleikann sér hvert mannsbarn. Munurinn er stigsmunur, ekki eðlismunur. Grein Bergs Guðnasonar, cand. juris., hér í blaðinu 24. janúar fór sum sé ekki fram hjá mér. 1 henni eru ekki svo fá atriði sem þarf að fara í saum- ana á og kemur þá máski í ljós að ekki er nógu vel saumað. Ég gef Bergi sjálfum orðið og slit ekki úr samhengi málsgreinar, þarf þess ekki, enda nógir til þess. BERGUR: „Að áliti eins fremsta fræðimanns þjóðar- innar á sviði lögfræði skapaði orðalag þingsályktunar um endurgreiðslu söluskatts til höfunda ekki einstaklings- bundna kröfu höfundar til sölu- skatts af seldum bókum hans. Allt tal manna um aó höfundur eigi frekari rétt á viðbótarrit- launum vegna þess að bækur hans seljast betur en annars höfundar er því misskiln- ingur.“ Og samt segirðu siðar í grein- ínni og ert þá oróinn á önd- verðum meið við einn fremsta fræðimann þjóðarinnar á sviði lögfræði. BERGUR: „Ég hef frá önd- verðu talið að svokallaðir „Söluhöfundar" ættu siðferði- legan rétt til viðbótarritlauna, þrátt fyrir lagalega hlið máls- ins. Því hefi ég undanfarin tvö ár gert tillögur í nefndinni um að svokallaðir söluhöfundar fengju viðbótarritlaun, þar á meðal Sveinn Sæmundsson. Meðnefndarmenn mínir hafa ekki talið „söluskattssjónar- miðið“ nægjanlegt til veitingar viðbótarritlauna. Bókmennta- legt, og þá væntanlega fagur- fræðilegt mat beri að leggja til grundvallar viðbótarritlaunum. Hér er að sjálfsögðu átt við mat á rithöfundum en ekki fræði- mönnum. Þetta sjónarmið með- nefndarmanna minna er ósköp skiljanlegt, þegar málið er skoðað í heild.“ (Leturbr. mín, JH). „Þessi skoðanamunur er ástæðan til að Sveinn hlaut ekki viðbótarritlaun." Æijá, gekk þér eitthvað illa að skoða málið i heild — hjálparlaust? Hvað sagði ekki rakarinn: Lærðu lögfræðina þina betur. Þá skaltu fá gull i tá. Ég hef aldrei litió svo á málið að taka skyldi mið af seldum eintakafjölda bóka enda svarið stilað til Sveins Sæmundssonar. En ég dreg þetta atriói fram til að benda á grautinn í hugsun- 'inni. Sveinn Sæmundsson reiknaði út og greindi frá því í grein sinni 16. jan. að nefndin hefði þurft að lesa um fjörutíu þúsund síður á nokkrum dögum árið 1973 og 20—30 þús- und síður núna á jólaföstunni. Bergur víkur að þvi atriði. BERGUR: „Ef Sveinn heldur að nefndin vinni svona (sic) er ekki undarlegt aó honum blöskri. Ég get fullvissað Svein og aðra gagnrýnendur nefndar- innar um að endanlegt mat nefndarinnar á bókum höfund- anna var ekki byggt á nokkurra daga gandreið yfir bækur þeirra." Hvur var þá aðferðin með leyfi að spyrja, ef ekki að lesa það sem þið áttuð að dæma. Var aðferðin kannski sú að spyrja umbjóðendur ykkar, stjórnir félaganna, einhverja aðila inn- an þeirra. Það vakti athygli að stjörnarmeðlimir félaganna þurftu ekki persónulega að kvarta undan störfum nefndar- innar. Þið hafið kannski verið smeykir við að styggja þaö fólk, hugsað sem svo aó það væri i trúnaðarstöðunum til að mata krókinn fyrir sig og sína sálu- félaga. Það er misskilningur, ég þekki þetta fólk, það er þanra af því að það elskar okkur hina, þetta er missjón, kristinn dóm- ur. BERGUR: „Persónulega var ég eftir atvikum ánægður með þann einhug og hlutlægni sem rikti í nefndinni. Og auðvitað þurfti gagnrýnin á störf nefndarinnar eins og alltaf hér- lendis, að byrja á orðinu: pólitík. Rauðliðar áttu að hafa öll völd i þessari nefnd og var þá átt við meðnefndarmenn mína. Ég get fullvissað gagn- rýnendur nefndarinnar um það að hversu bágborið sem mat nefndarinnar virðist, i þeirra augum, á verðleikum höfunda, þá var það alls ekki (Jæja, inn- skot mitt, JH) byggt á pólitík, hvorki rauðri eða blárri.“ Blá gat hún engan veginn verið, sá litur átti engan full- trúa i nefndinni. En sjáðu nú til, maður minn. Hvort heldur þú ert hægri eða vinstri sinnaóur, þá gefur auga leið að verk trúbræðra þinna standa hjarta þinu nær, það gerir hug- myndafræðin, við getum eins kallað þaó smekk, og þú ert fremur persónulega kunnugur þeim og verkum þeirra, þekkir betur aðstæður þeirra. Sum sé: pólitik, þú veist ekki af henni, ina í fyrra að áðurnefndir fjór- menningar (Gunnar Dal, Kristján frá Djúpalæk, Jóhann Hjálmarsson, Jóhannes Helgi, innskot mitt, JH) áttu það allir sameiginlegt, utan einn, að eiga ekki minnstu kröfu (Leturbr. mín, JH) á að fylla hóp þeirra, sem viðbótarritlaun hlutu, ef þeir hefðu litið á málið sömu augum og nefndin þ.e. hlut- laust.“ Mér þykir þykir þú segja fréttir: ekki minnstu kröfu. Ég gaf út Svipir sækja þing 1970, 163 blaðsiður, og Óþekkta her- manninn eftir Vainö Linna, þýðing 1971, 321 blaðsíða. Jóhann Hjálmarsson gaf út 1971 islenzka nútimaljóðlist, 241 blaðsíða, fyrsta samfellda bókin um hérlenda nútimaljóð- list, og Hillingar á ströndinni 1971, þýðingar á ljóðum um 30 skálda frá niu löndum, 130 blaðsíður. Við áttum sem sé engan rétt. En Vilborg Dagbjartsdóttir (stjórnarmeðlimur i Rithöf- undafélagi Islands) og Geir Kristjánsson, sem bæói hlutu náð fyrir augum ykkar, gáfu út 1971 Hina græna eik, ljóðaþýð- ingar, 61 síða, það var Geir, og Vilborg sama ár Kyndilmessa, 70 síður, og „Sagan af Labba pabbakút," 32 siður, einnig 1971. Annað ekki. Hvað sagði ekki rakarinn? Blaðsíðutal er vissulega ekki einhlitur mælikvarði, en með þessi gögn á borðinu legg ég það í dóm hvers lesanda um sig, hvort þú teljist merkur orða þinna í þessu aðalatriði máls- ins, og hafi hér þó verið tínd til fá dæmi af mörgum — en af gefnu tilefni. Það er leitt að þurfa að nefna nöfn, en fullyrðing þín, miður smekkleg knýr mig til þess, og bið ég þau Geir og Vilborgu velvirðingar og bendi um leið á þig sem höfund þeirra leiðinda sem i samanburðinum felst. BERGUR: „Persónulega var ég eftir atvikum ánægður með þann einhug og hlutlægni sem rikti í nefndinni." Mér þykir fyrir hví að heyra þetta. Ég stóð i þeirri trú aó skýringin á mörgum verstu skyssunum i störfum ykkar væri sú að einn nefndarmanna hefði verið borinn ofurliði af afli atkvæða. Svo er ekki að heyra. Þið hafið þá verið sam- taka um að níðast á Ingólfi heitnum Kristjánssyni, manni sem átti ekki einfaldan heldur tvöfaldan rétt til launa, hann var með tvær bækur á rétt- hæsta árinu, 1972, fyrir nú utan að hann var löngu þjóðkunnur rithöfundur, útgefandi menn- ingarlegs tímarits um árabil og hinn mætasti maður. Megið þið lengi skammast ykkar fyrir þann verknað. Þú hampar bókun úr fundar- gerð stjórnar Félags ísl. rit- höfunda um fyllsta traust í garð nefndarinnar. Þaó er traust félagsstjórnarinnar, ekki félagsmanna, og býsna grun- samleg bókun, enda aldrei send fjölmiðlum, svo þú skalt taka varlega mark á henni. Stjórnin hlaut að styðja við bakið á þeim manni sem hún gerði út erinda sinna með nesti og nýja skó i nefnd sem átti að vera fín og freistaði þin, en mun lengi veróa fræg að endemum. Sömu sögu er að segja um þá velþókn- un sem felst í endurkjöri Rit- höfundasambands tslands á ykkur í nefndina, þ.e. nýstofn- aðs félags sameinaðra rithöf- unda. Þar eru vitaskuld sömu lappirnar undir sömu skepnu, nema nú eru höfuðin á henni orðin tvö, sem ekki skiptir máli, þar sem uxanum er ætlað að draga plóg um það óræktarland sem heitir Kjaramál rithöfunda — en sáðmennirnir eru ekki verki sinu vaxnir. Þeir gera sér sýnilega ekki ljóst að með endurkjöri ykkar eru þeir að sundra þvi sem þeir áttu að sameina og það strax á fyrsta ári sameiningar félaganna. Stéttarfélagið ekki fyrr komið úr burðarliðnum en vegið er að rótum þess og fylkingin klofin í tvennt. Þú kvartar uíidan að vera kenndur við handbolta. Það hefði verið sök sér af rithöf- undafélagi að tilnefna ófag- lærðan mann i nefnd af þessu tagi, ef hann hefði verið kunn- ur að víðtækri þekkingu og yfirsýn á bókmenntir sam- tímans. Slíkir menn eru til og taka oft langt fram prófmönn- um í fræðunum, en þín tóm- stundaiðja hefur verið hand- bolti og enginn maður nær þeim árangri sem þú hefur náð i þeirri grein nema með vilja- styrk og timafrekri ástundun sem byggir út möguleikanum á að þú hafir verið hæfur til að setjast í dómarasæti yfir íslenzkum rithöfundum. Það er mergurinn málsins, ekki hitt að líkamsrækt og Iþróttir séu ekki virðingarvert framtak. BERGUR: „Þau skrif (þ.e. fjórmenninganna, beiðni okkar til alþingis um rannsókn á störfum nefndarinnar) báru dómgreind og sjálfsgagnrýni höfunda sinna dapurt vitni.“ Bergur þyrfti að hafa að baki áratuga ritferil í þessu örsmáa málsamfélagi til að skilja hve fráleitt er að kyngja því að menn sem af slysni hafa gefið út kver á árunum 1972 eða 1973 skuli sitja að umtalsverðu fé, fyrstu verulegu búbótinni sem til rithöfunda hefur verið beint á öldinni, en menn með margar bækur að baki hundsaðir. Nefnd sem hefur ranglega af mönnum, hvernig svo sem þeim mistökum er varið, kvart og uppi hálfa milljón, hún mun verða látin súpa seyðið af gerð- um sinum, ef þess er nokkur kostur. Synjun alþingis, ef sú verður raunin, er síður en svo siðferðisvottorð nefndinni til handa. Það vill svo til að ég starfaði á alþingi i tiu ár og þekki þá stofnun nokkuð vel. Mér reiknast svo til að menn- ingarmál hafi ekki numið meiru en svosem einu prómilli af málæðinu þar. Það var þvælt fram og aftur um bókstaflega allt annað. Nú reynir á hvort ungu mennirnir sem komnir eru á þing eru öðruvisi þenkjandi. Ég hygg að Bergur muni áður Framhald á bls. 35

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.