Morgunblaðið - 04.02.1975, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 04.02.1975, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRUAR 1975 Brezhnev stóð af sér deílurnar Leonid Brezhnev hefur staðið af sér alvarlegustu deilur, sem orðið hafa í Kreml frá því hann varð flokksleiðtogi kommúnista- flokksins eftir fall Nikita Krúsjeffs árið 1 964. Þessar deilur, sem aðal- lega snerust um þá stefnu Sovétríkjanna að bæta sam- búðina við Vesturveldin náðu hámarki að sögn áreiðan- legra austur-evrópskra heim- ilda á leynifundi stjórnmála- nefndar flokksins 19. desem- ber. Það var á þessum fundi, segja heimildirnar, sem Brezhnev voru settir úrslita- kostir. Þau öfl innan flokks- stjórnarinnar, sem vilja harð- ari stefnu í sambúðinni við Vesturveldin, hafa unnið mjög á að undanförnu, og skoruðu á Brezhnev að hætta tilraunum sínum til að bæta sambúðina, eða segja af sér ella. Allt bendir til þess að þessir úrslitakostir hafi komið Brezhnev mjög á óvart, og að hann hafi neyðst til að ganga að kostum þessara andstæð- inga sinna til að komast hjá því að verða hrakinn frá völd- um. Fréttirnar af þessum af- drifaríka fundi í Kreml eru fyrsta trúverðuga skýringin á þeirri undarlegu þróun mála, sem orðið hefur í Moskvu á undanförnum vikum, þar sem ástandið færist æ meir í það horf, sem ríkti sumarið langa 1964 áður en Krúsjeff var vikið úr embættum. Það er mjög athyglisvert að Brezhnev hvarf algjörlega af sjónarsviðinu strax eftir þennan fund stjórnmála- nefndarinnar. Engar skýring- ar hafa verið gefnar á fjar- veru hans — hann hefur ekki sézt opinberlega í rúman mánuð — og af því má draga tvær ályktanir. í fyrsta lagi að hann sé veikur, og þau veikindi stafi beinlínis af ágreiningnum innan stjórnar- innar en ekki öfugt; og í öðru lagi að þótt hann hafi haldið embætti sínu sem leiðtogi flokksins, hafi áhrif hans ver- ið rýrð verulega, og sú rýrn- um leiði til áframhaldandi óstöðugleika innan forust- unnar. Veikindi hans hafa hrundið af stað margskonar getgát- um á Vesturlöndum, til dæmis að hann þjáist af hvít- blæði, eða jafnvel, sam- kvæmt heimildum í Varsjá, að hann hafi fengið hjarta- áfall. Ábyrgar austur- evrópskar heimildir í Moskvu bera þó til baka allar fréttir um að Brezhnev sé haldinn banvænum sjúkdómi. Vitað er að Brezhnev hefur frá bernsku þjáðst af tauga- sjúkdómi, sem veldur þjáningum I höfði þegar hann á við erfiðleika að stríða eða harðar deilur. í stað þess að takast á við erfiðleikana er Brezhnev gjarnt að fara í felur. Þetta gerðist í Belgrad árið 1 966 þegar hann var þar til mikil- vægra viðræðna við Titó for- seta, aftur árið 1 968 þegar hann átti fund með Alexand- er Dubcek þá verandi leið- toga Tékkóslóvakíu I Cierna, og nú nýverið í París í miðj- um viðræðum hans við Giscard d'Estaing forseta. Rangt væri að álykta að þessi langvarandi fjarvera hans nú stafaði eingöngu af þessum taugasjúkdómi hans. Hann gæti hafa ákveðið sjálf- ur, eða verið ráðlagt það, að bezt væri að bíða og sjá hver viðbrögðin yrðu við frestun hans á heimsókninni til Kaíró, og þá ekki síður við þeirri ákvörðun yfirvalda í Moskvu að hafna viðskipta- samningnum við Bandarikin. Rétt væri að viðbrögð Banda- ríkjamanna og annarra við- komandi aðila kæmu fram áður en hann léti frá sér heyra á ný. Hver svo sem viðbrögðin verða endanlega á Vestur- löndum, þá er Ijóst að sá gagnkvæmi skilningur, sem ríkti milli Washington og Moskvu fyrir aðeins hálfu ári, er fokinn út í veður og vind. Þetta hlýtur að hafa víðtæk áhrif á öll samskipti Austurs og Vesturs, og því fylgir óhjákvæmilega sú hætta að yfirvöldin í Kreml taki nú upp harðari og herskárri stefnu. (Observer 26. jan.) Frá Kreml 7 Gullfallegar vörur Ný munstur í gobelin. Urval af tvistsaumi, kelim og demantsspori, smirnateppum og púðum. Hof, Þingholtsstræti 1. Springdýnur Tökum að okkur að gera við springdýnur'samdægurs. Sækjum og sendum ef óskað er. K.M. Springdýnur, Helluhrauni 20, Hafnarf , simi 53044. Bólstrun Tek bólstruð húsgögn i klæðn- ingu. Fast verðtilboð ef óskað er. Bólstv. Bjarna Guðmundssonar, Laugarnesvegi 52, sími 32023 — 71538. Brotamálmur Kaupi allan brotamálm langhæsta verði. Staðgreiðsla. NÓATÚN 27 Simi 25891. Salur til leigu fyrir starfshópa, fermingarveislur, fundahöld. Allar nánari uppl. gefur formaður húsnefndar Golfskálans í Grafar- holti, Ingólfur Helgason i simum 50008 og 24966. Milliveggjaplötur vorar eru nú aftur fyrirliggjandi. Athugið að nákvæmni í stærð og þykkt sparar pússningu. Steypustöðin hf., sími 33603. Atvinna óskast 22 ára gamall maður með stúdentspróf óskar eftir atvinnu. E.t.v. framtiðarvinna. Margt kemur til greina. Upplýsingar i sima 33271 milli 1 og 7. mRRCFRLORR mÖCULEIKR VÐRR Vetrarútsala Stórkostleg verðlækkun á kápum, drögtum og stökum jökkum. Kápu- og dömubúðin, Laugavegi 46. ■\ Tann EIMSKIR PEIMINGASKÁPAR eldtraustir — þjófheldir heimsþekkt framleiðsla. _______________________j E. TH. MATHIESEN H.F. STRANDGÖTU 1—3, HAFNARFIRÐI. — SÍMI 51919. Holl fæða ^ UFRAKÆFA HEILDSALA — SMÁSALA SÍLD & FISKUR Bergstaóastræti 37 sími 24447

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.